Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 30
38 mennmg LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 Páll Guðmundsson, menningarverðlaunahafi DV í myndlist: „Mig dreymdi eina nóttina aö ég væri staddur í mikilli veislu. Aöal- steinn Ingólfsson kemur þar til mín og segir mér það leyndarmál að ég muni hljóta Menningarverðlaun DV 1996. Hann segir að ég megi alls ekki segja neinum frá þessu því þá fái ég ekki verðlaunin. Tveimur dögum síðar hringir hann í mig og þá sagði ég honum drauminn áður en hann tilkynnti mér um útnefn- inguna,“ segir Páll Guðmundsson sem hlaut Menningarverðlaun DV i myndlist fyrir allsérstæða sýningu sem hann setti upp í Surtshelli síð- asta sumar. Páll, sem býr á Húsafelli, segir að hugmyndin að hellissýningunni hafi vaknað þegar hann og Thor Vil- hjálmsson skoðuðu Víðgelmi, stærsta helli landsins. Mögnuð stemning í Surtshelli „Þá kom sú hugmynd upp að það gæti verið sniðugt að vera með sýn- ingu í hellinum. Þegar ég hugsaði um þetta sá ég að það myndi passa betur að vera með sýningu inni í Surtshelli því sagan er svo sterk þar. Útilegumennirnir voru átján og tvær vinnukonur frá Kalmans- tungu. Ég ákvað því að gera 18 hausa af útilegumönnunum í mis- munandi grjót og svo bar ég þessa hausa niður í hellinn og tengdi þannig söguna og verkin. Það er mögnuð stemning þarna inni og það passaði svo vel að hafa höggmynd- irnar þarna,“ segir Páll. Grasamjólk og súrmatur Sýningin var haldin í syðsta opi Surtshellis, í íshellinum svokallaða, en þar er botninn ísi lagður og risastór grýlu- kerti hanga úr loftinu. Kert- um var komið fyrir í hellin- um við opnun sýningarinnar og Páll bauð gest- um upp á grasa- mjólk og súrmat en alls mættu um eitt þúsund manns á opn- unina. Páll segir að sýning- in hafi fyrst og fremst verið gerð fyrir listina enda voru verkin ekki til sölu. Útilegumenn Páls dveljast enn í Surtshelli og hann hefur enn ekki ákveð- ið hvar þeim verður fundinn staður í framtíðinni, Páll seg- ir að það hafi komið honum á óvart að vera tilnefndur til menningarverð- launanna fyrir sýningu sína, þó svo að verðlaunaafhend ingin hafi birst honum í draumi. verðlaun. Ég hélt að til þess að vera tilnefndur þyrfti maður að vera með sýningu í bænum. Mér finnst þetta mjög mikill heiður." Páll hóf að gera höggmyndir úr rauða grjótinu á Húsafelli árið 1984 en áður málaði hann olíumyndir úr sveitinni. Höggmyndir úr heimagrjóti Höggmyndirnar eru eingöngu úr grjóti frá Húsafelli, úr mínu um- hverfi. Ég geri líka höggmyndir á staðnum og skil verkin eftir þannig að staðurinn á þau. Ég vil tengja söguna við listina og staðinn." Páll hefur á þennan hátt sett mark sitt á bæjargilið á Húsafelli þar sem ýmsar kynjaverur búa nú og bæjarstæðið á Húsafelli þar sem Snorri kvað niður draugana. Hann segir að það sé langt í að hann klári grjótið í kringum sig því nóg sé af því - rautt grjót og gult líparít á Húsafelli og grágrýti á Kaldadal. „Rauða grjótið er þó skemmti- f ■ legast því það eru svo fallegir og mismunandi litir í steinunum: fjólu- blátt, rautt, grænt og blágrátt.“ Páll fór til Grænlands árið 1994 og vann þar mörg verk í granít. „Það var í fyrsta skiptið sem ég vann í annað grjót en mitt eigið. Mér fannst það í lagi af því að ég vann það þar á staðnum og skildi það eftir. Ég get ekki hugsað mér að koma með grjót frá Grænlandi og vinna það á Húsafelli. Það bara kemur ekki til greina." Aldrei með úr Páll er borinn og barnfæddur á Húsafelli og býr þar nú einn í húsi móður sinnar. Hann er laus við stress og áhyggjur, gengur ekki með úr og segist aldrei verða einmana því nóg sé við að vera. „Veturinn er besti tíminn því að þá er gott næði til að vinna og það truflar enginn. Sumarið er miklu erfiðara því að þá er svo mikið af ferðafólki," segir Páll. Hann vinnur nú af fullum krafti við næsta verkefni sitt sem er högg- myndasýning á Listahátíð í júní. Sýningin verður í Sigurjónssafni og veröur samspil á milli verka Páls og Sigurjóns Ólafssonar. -ból Páll Guðmundsson vinnur allar sínar höggmyndir í Húsafells- grjót og segist ekki geta hugs- að sér að flytja grjót annars staðar frá og vinna það á Húsa- felli. DV-mynd Brynjar Gauti „Vínlandskortið" frá 1440 sannar að endurskrifa verði allar kennslubækur í sagnfræði: Sannað að Leifur heppni fann Ameríku en ekki Kólumbus ísland Grænland Noregur Svíþjóö Vínland England Frakkland Danmörk / Þýskaland Spánn Aldursgreining á landakorti, sem talið er að hafi verið teiknað árið 1440 og sýnir meðal annars Island, Græn- land og eyjuna Vínland, staðfestir að Kólumbus var um 500 árum of seinn. Ari Sigvaldason, DV, Kaupmannahöfn: Bandarískir fræðimenn segjast búnir að færa sönnur á það sem ís- lendingar hafa löngum vitað. Það var Leifur „heppni“ Eiríksson sem fann Ameríku en ekki Kristófer Kólumbus. Aldursgreining á landakorti, sem talið er að hafl verið teiknað árið 1440 og sýnir meðal annars ísland, Grænland og eyjuna Vínland, staðfestir að Kól- umbus var um 500 árum of seinn. Aldursrannsóknin hefur staðið yfir í tólf ár og öllum mögulegum aðferðum verið beitt við að reyna að ákvarða aldur bleksins sem notað var. Niðurstaðan er sú að kortið hafi ótvírætt verið gert árið 1440. Þetta kom fram í grein í danska blaðinu Berlinske Tidende nýverið. Kortið kom í leitirnar árið 1957 þegar fornbókasali frá Connect- icut fylki í Bandaríkjunum fann það í Genf í Sviss. Ári síðar komst það í eigu Yale háskólans. Sagn- fræðingar skólans eyddu sjö árum í að rannsaka kortið og það var fyrst gert opinbert árið 1965. Sann- leiksgildi þess hefur oft verið dreg- ið í efa og ýmsir sérfræðingar talið það vera grófa folsun. Ein rannsókn sýndi til dæmis að blek- ið væri frá tuttugustu öld. Miklum fjármunum hefur verið eytt í rannsóknir á kortinu sem staðið hafa yfir samfleytt frá 1958. Fræði- menn frá University of California, sem hafa rannsakað kortið nú síð- ustu árin, segja það ótvíræða sönnun þess að þaö voru víkingar sem fundu Ameríku um árið 1000 en ekki Kólumbus árið 1492. Þeir segja því að nú þurfi að endur- skoða allar kennslubækur í sagn- fræði. Yale- háskólinn gaf kortið út i síðustu viku í Bandaríkjunum og það verður gefið út í Evrópu í lok næsta mánaðar. Hið uppruna- lega Vínlandskort er orðið mjög verðmætt. Það er nú metið á jafh- virði 1600 milljóna íslenskra króna. Segir meira en þúsund orð Fræðimennirnir segja að ýmsir fornleifafundir bendi einnig til þess að víkingar hafi komið til Ameríku langt á undan Kól- umbusi. Fornleifafræðingar hafi fundið muni sem bendi til þess að norrænir menn hafi þegar verið komnir til Ameríku um árið 1000. „Vínlandskortið segir meira en þúsund orð og það getur orðið til þess að við getum endanlega gert upp við söguna um Ameríkufund Kólumbusar. Kortið er besta vopn okkar til að koma stjómvöldum í skilning um að það voru norrænir menn sem fundu Ameríku," segir Dr. Wilcomb E. Washburn, sér- fræðingur i sögu Bandaríkjanna hjá Smithsonian-stofnuninni, í viðtali við Berlinske Tidende. Hann segir hins vegar að það geti tekið langan tíma að sannfæra fólk. Vínlandskortið var annars upp- haflega teiknað til að sýna út- breiðslu kristninnar árið 1440 eða fimmtíu árum áður en Kólumbus kom til Ameríku og sýnir Græn- land og ísland, hin Norðurlöndin, Evrópu og Afríku og síðan eyjuna Vínland. Teikningin af Víiilandi svarar til þess landsvæðis sem nú heitir Nýfundnaland í Kanada, segja sérfræðingarnir. Norrænir menn eru taldir hafa komið bæði til Nýfundnalands og Nýja-Eng- lands í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.