Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Síða 31
UV LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
Kærur, upplausn og flokkadrættir innan þjóðkirkjunnar:
fréttir
- og nota orð eins og „skelfilegt" um ástandið í kirkjunni
„Þetta er ósannur áburður," er
það eina sem Ólafur Skúlason bisk-
up hefur látið hafa eftir sér um
ásakanir á hendur honum um kyn-
ferðislega áreitni við tvær konur. í
frásögn annarrar konunnar af mál-
inu er talað um „tilraun til nauðg-
unar“ og hefur siðanefnd Prestafé-
lagsins haft greinargerð hennar á
sínu borði undanfarna daga.
Þetta eru alvarlegustu ásakanir
sem komið hafa fram á hendur ís-
lenskum biskupi á síðari tímum og
hafa valdið þvilíku uppnámi innan
kirkjunnar að prestar sem DV hefur
rætt við nota orð eins og , áfall“ og
„skelfilegt" um ástandið.
Vísað til ríkissaksókn-
ara
Svo alvarlegt er ástandið að Ólaf-
ur Skúlason bað á fimmtudags-
kvöldið ríkissaksóknara um „opin-
bera rannsókn á tilurð og sannleiks-
gildi ásakana" á hendur honum um
kynferðislega áreitni við tvær kon-
ur.
hendur biskupi ekki verið fyrir
siðanefnd heldur kæra á hendur
séra Vigfúsi Þór Árnasyni, sóknar-
presti í Grafarvogi, fyrir að aðhafast
ekkert þegar umrædd kona bað
hann að ræða mál sitt við aðra
presta. Sátt hefur náðst í þvi máli
en samt heldur það áfram að veltast
fyrir siðanefnd.
Þeir prestar sem DV hefur rætt
við eiga það sameiginlegt að vilja
ekki nefna ásakanimar á hendur
biskupi opinberlega. Þeim þykir
nóg um deilur innan kirkjunnar á
síðustu vikum og mánuðum og forð-
ast að vera orðaðir við þær.
„Ég get staðfest að verið er að
fjalla um mál á hendur þjónandi
presti á þeim tíma,“ var það eina
sem séra Geir Waage, formaður
Prestafélagsins, vildi segja um ásak-
anirnar á hendur biskupi þegar DV
ræddi við hann.
Flokkadrættir í hópi
presta
Flokkadrættir eru hins vegar
Innlent fréttaljós
Gísli Kristjánsson
„Biskup getur ekki lengur beitt
sér í nokkru máli,“ sagði prestur í
samtal við DV. Hann kaus, eins og
fleiri, að fara huldu höfði og láta
ekki bendla sig við deilumar sem
nú era uppi.
Það dylst hins vegar engum að
biskup stendur illa að vígi. Alla
biskupstíð Ólafs Skúlasonar hefur
verið sótt að honum og nú hefur
hann orðið fyrir versta áfallinu á
ferlinum. Hvort sem sökum er logið
upp á biskup eða ekki situr hann
undir þungum áburði.
Á undanfórnum mánuðum hefur
biskup orðið að takast á ,við mörg
erfið deilumál. Ber þar hæst deilur
Jóns Stefánssonar, organista við
Langholtskirkju, og séra Flóka
Kristinssonar, prests þar. Mikið
vantar á að lausn hafi fundist á þyi
Alla tíð Ólafs Skúlasonar í embætti biskups hefur staðið styr um verk hans. Hann hefur átt sér mótstöðumenn í hópi
presta og deilt við þá vegna umdeildra ákvarðana. Nú hefur það hins vegar gerst í fyrsta sinn í sögunni að klögumál
á hendur biskupi vegna meintra kynferðisbrota eru bæði fyrir siðanefnd Prestafélagsins og á borði ríkissaksóknara.
DV-mynd JAK
Beðið hefur verið viðbragða bisk-
ups allt frá því að DV greindi fyrst
frá því á fimmtudaginn í síðustu
viku að siðanefnd hefði til meðferð-
ar kæru þar sem aðalatriðið væri
ásakanirnar á hendur honum. Bisk-
up sagðist ætla að gefa út yfirlýs-
ingu um málið og hann brá á það
ráð að vísa því til ríkissaksóknara.
Formlega hafa ásakanirnar á
miklir og skiptast menn í andstæð-
inga og fylgismenn biskups; þá sem
halda að hann hafi ekki hreinan
skjöld og þá sem telja að ásakanir
um kynferðisbrot eigi sér uppruna í
Langholtskirkju og komi fram nú til
þess eins að gera biskup óvígan í
því máli. Þar bíður biskups að
kveða upp úrskurð i deilum org-
anista og prests.
máli þótt beðið sé úrskurðar bisk-
ups. Honum er m.a. hótað kæru ef
hann dæmir presti í óhag.
Skammt er og síðan háværar deil-
ur voru i Keflavíkursöfnuði um
byggingu safnaðarheimilis þar sem
meirihluti sóknarbarna neitaði að
una úrskurði biskups. Litlu lengra
er síðan allt fór í háaloft í Hvera-
gerði vegna þess að biskup skipaði
séra Jón Ragnarsson í embætti
prests þar án þess að auglýsa stöð-
una. Það reyndist þó löglegt og
ákvörðun biskups stóð.
Áður höfðu risið ekki síður lands-
frægar deilur á Seltjarnarnesi
vegna mála séra Solveigar Láru
Guðmundsdóttur og séra Gylfa
Jónssonar. Biskup þótti tvístígandi
i því máli eins og raunar fleirum
sem komið hafa upp innan kirkj-
unnar.
Öflugir andstæðingar
Vitað er að margir prestar hafa
aldrei sætt sig við Ólaf Skúlason
sem biskup. Kjör hans olli flokka-
dráttum meðal presta og andstæð-
ingar hans þá - menn eins og séra
Sigurður Sigurðarson vígslubiskup
og séra Geir Waage, formaður
Prestafélagsins, - hafa leynt og ljóst
birst i hópi þeirra sem eru ósáttir
við Ólaf.
Því er raunar haldið fram að deil-
umar í kirkjunni séu flóknari en
svo að hægt sé að rekja þær til bisk-
upskjörsins á sínum tíma. Sumir
vilja rekja deilurnar enn lengra aft-
ur og því er bæði haldið fram að
þær eigi sér trúarlegar og persónu-
legar rætur.
Það er hins vegar spuming hvort
einhverju skiptir hve langt rætur
deilnanna eru raktar aftur til að
varpa ljósi á vanda biskups nú.
Hann er sakaður um „tilraun til
nauðgunar“. Stuðningsmenn bisk-
ups halda margir því fram að sá
áburður sé angi af Langholtskirkju-
deilum. Málið komi fram einmitt nú
þegar verst stendur á hjá biskupi í
þeirri deilu.
Aðeins einn snertiflötur
Þetta er hins vegar ósannað mál.
DV hefur heimildir fyrir því að
ásakanimar á hendur biskupi teng-
ist Langholtskirkjudeilunni aðeins
á einn hátt. Sigrún Pálína Ingvars-
dóttir, sem ber sakirnar á biskup,
kærði séra Vigfús Þór-til siðanefnd-
ar Prestafélagsins fyrir aðgerðaleysi
í máli hennar þegar hann lýsti full-
um stuðningi við biskup í Lang-
holtsdeilunni um miðjan janúar. Þá
þóttist hún sjá að ekkert yrði úr að
séra Vigfús tæki upp mál hennar
gagnvart biskupi.
Ásakanir Sigrúnar varða meint
kynferðislegt brot hans gagnvart
henni fyrir 17 árum og engin leið er
að sjá hvernig það tengist áratuga
löngum deilum innan kirkjunnar
um trú eða persónur.
Á borði siðanefndar er mál sem
varðar meint brot biskups gegn Sig-
rúnu Pálínu. Sá áburður er nú einn-
ig kominn til rannsóknar hjá ríkis-
saksóknara. Sigrún Pálína segir að
Ólafur Skúlason hafi reynt að
nauðga sér meðan hann var prestur
í Bústaðasókn og hún sóknarbarn
hans. Biskup segir að það sé „ósann-
ur áburöur".
Málið stendur því orð gegn orði
og það er nú höfuðverkur siðanefnd-
armanna og saksóknara að finna út
hvað er satt og hvað logið.
-GK
Matseðill
Fonrétiun N
Kóngasveppasúpa
Aðalréttur:
Eldsteiktur lambavöðvi með gljáðu grænmeti,
ofnsteiktum jarðeplum og sólberjasósu.
Eftinréttur: A
Ferskjuís í brauðkörfu með heitri^r
karamellusósu.
8 ðti^remes
Söngvaran
Björgvin Halldórsson
Pálmi Gunnarsson
Ari Jónsson
Bjami Arason
Söngsystur.
Dansarar
Kynnir:
Þorgeir Ástvaldsson.
Handrit, útlit og lcikstjórn:
Björn G. Björnsson.
Verð krónur 4.800,
Sýningarverð kr. 2.200,-
Næstu sýningar:
24. febrúar
mars: 2., 9., 15., 25. og 30.
apríl: 13., 20. og 27.
ATH: Enginn
aðgangseyrir á
dansleik!
í Ásbyrgi laugardaginn
24. febrúar
, BÍTLAVINAFÉLAGIÐ
Leikurlýrir dansi ellir sýninguna
Vinsamlegast hafið samband, sími: 568-7111.
Sértilboð á hólelgistingu, sími 568 8999
Salir, með og án veitinga við öll tækifæri!