Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Síða 35
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
tónlist 43
ísland
-plötur.og diskar—
t 1. (1 I L'fe
Cardigans
| 2. (2) Murder Ballads
Nick Cave and The Bad Seeds
t 3. ( 3 ) Crougie d oú lá
Emilíana Torrini
t 4. ( 5 ) Presidents of the United States...
Presidents of the United States...
t 5. ( 8 ) (What s the Story) Morning Glory?
Oasis
t 6. (12) The Bends
Radiohead
t 7. (19) Pottþétt 1995
Ýmsir
t 8. (10) Melon Collie and the Infinite ...
Smashing Pumpkins
t 9. (Al) One Hot Minute
Red Hot Chili Peppers
4 10. ( 6 ) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
111. (13) Different Class
Pulp
112. (Al) Palli
Páll Oskar
113. (Al) Desperado
Úr kvikmynd
114. (14) The Boy with The X-Ray Eyes
Babylon Zoo
115. (Al) Jhe Very Best of Cat Stevens
Ýmsir
116. (Al) Love Songs
Elton John
4 17. ( 4 ) The Memory of Trees
Enya
118. (Al) Exit Planet Dust
Chemical Brothers
4 19. (18) LiquidSwords
Genius
120. (Al) Garbage
Garbage
London
-lög-
| 1. ( 1 ) Spaceman
Babylon Zoo
| 2. ( 2 ) Anything
3T
t 3. (- ) Children
Robert Miles
4 4. (3 ) I Got 5 on It
Luniz
| 5. ( 5 ) Lifted
Lighthouse Family
t 6. ( 7 ) One of Us
Joan Osbourne
t 7. (- ) Stereotypes
Blur
t 8. (- ) Hyperballad
Björk
4 9. ( 8 ) I Just Want to Make Love to You
Etta James
t 10. (10) I Wanna Be a Hippy
Technohead
New York
-lög-
| 1. ( 1 ) One Sweet Day
Mariah Carey & Boyz II Men
t 2. ( 3 ) Missing
Everything but the Girl
4 3. ( 2 ) Exhale (Shoop Shoop)
Whitney Houston
t 4. ( 6 ) Not Gon’ Cry
Mary J. Blige
t 5. ( 9 ) Nobody Knows
The Tony Rich Project
t 6.(13) Sittin'Up In My Room
Brandy
4 7. ( 5 ) Hey Lover
LL Cool J
t 8. ( 8 ) Be My Lover
La Bouche
4 9. ( 4 ) One of Us
Joan Osbourne
4 10. ( 7 ) Name
Goo Goo Dolls
Bretland
— plötur og diskar—
t 1. ( - ) Expecting To Fly
Bluetones
4 2. ( 1 ) (What’s the Story) Morning Glory?
Oasis
4 3. ( 2 ) Don't Stop
Status Quo
4 4. ( 3 ) Bizarre Frutit/Bizarre Fruit II
M People
4 5. ( 4 ) Jagged Little Pill
Alanis Morrisette
t 6. ( - ) Same Dull Town
Saw Doctors
4 7. ( 5 ) The Bends
Radiohead
4 8. ( 7 ) Different Class
Pulp
t 9. (13) Life
Simply Red
4 10. ( 9 ) Welcome To The Neighbourhood
Meat Loaf
Bandaríkin
— plötur og diskar—
t 1. (1 ) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
t 2. ( 3 ) Jagged Little Pill
Alanis Morrissette
t 3. (- ) Str8 Off Tha Streetz Of Muthaph...
Eazy-E
t 4. ( 4 ) Daydream
Mariah Carey
t 5. ( 5 ) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
t 6. ( 7 ) The Woman in Me
Shania Twain
4 7. ( 6 ) Sixteen Stone
Bush
t 8. ( 8 ) Cracked Rear View
Hootie and the Blowfish
4 9. ( 2 ) Boys for Pele
Tori Amos
$10. ( 9 ) The Memory of Trees
Enya
Morðballöður:
Nick Cave and the Bad Seeds
„Mér finnst ég hafa köllun. I text-
unum mínum og tónlistinni. Mér
finnst ég vera á því svæði sem ég á
að vera, mér finnst ekki að ég ætti
að vera að gera eitthvað annað. Til
að fylgja slíku almennilega þarf
maður að byggja upp og brjóta nið-
ur ... Þetta snýst um að taka áhættu,
og það er eina leiðin fram á við. t
gegnum feril minn hef ég skrifað
um sömu hlutina, þetta eru mínar
þráhyggjur og það eru þessar sömu
þráhyggjur sem bíða mín í framtíð-
inni, alltaf víbrandi og uppfullar af
möguleikum." - NICK CAVE,
London 1995.
Tungumál ofbeldisins
Murder Ballads er níunda hljóð-
versplata Nick Cave and the Bad
Seeds á yfirgripsmiklum tólf ára
ferli. Textar plötunnar eru byggðir
upp á „tungumáli ofbeldisins" sem
hefur skotið rótum í ímyndunarafli
Cave í gegnum störf hans sem laga-
smiður um árin. Það var hin blóði
drifna lagasmíð „O’Malley’s Bar“
sem kom „Murder Ballads“ verkefn-
inu af stað. í laginu segir Cave frá
manni sem finnur andlega upplyft-
ingu í því að ganga inn á bar og
skjóta ólánsama kúnnana niður
kérfisbundið. Þetta gerir hann við
sveiflukenndan kokkteilundirleik
The Bad Seeds.
„Það var eitthvað við náunga sem
gengur inn á bar og skýtur alla nið-
ur sem mér fannst mjög áhugavert á
tímabili," segir Cave. „Nú finnst
mér slíkt athæfi lýsa manneskju
sem skortir ímyndunarafl og sið-
ferðiskennd. Samt finnst mér þjóð-
félag okkar þannig að ég get vel
skilið fólk sem fremur slíkt afhæfi.
Á sinn hátt er þetta andlega lögleg
leit til að ná sér í gæði og lífsmerk-
ingu. Þetta er hliðarframleiðsla
heims sem er dauðadæmdur. Ég
meina, i alvöru, það er til margt
verra en morð.“
Slæmu fræin
Eftir að hafa verið saman í tólf ár
er hljómsveitin The Bad Seeds skip-
uð eftirfarandi liðsmönnum: gítar-
leikarinn Mick Harvey sem var
áður með Cave í hljómsveitinni
Birthday Party og gaf nýlega út
við að búa til tónlist sem var áhrifa-
laus án þess að hlustandinn væri al-
gjörlega niðursokkinn í hana.“
Góðir gestir!
Hingað til hefur Nick Cave pass-
að upp á sínar hugmyndir af þrá-
hyggju. Hann vildi alltaf hafa sama
fólkið í kringum sig, sama fólkið til
að fullgera sínar eigin hugmyndir,
þar til nú. „Mig langaði til þess að
opna hljóðverið, hleypa nýjum hug-
myndum inn og sjá hvernig það
virkaði." Og það gerði hann svo
sannarlega.
Flestir kannast núorðið við lagið
„Where The Wild Roses Grow“ sem
ástralska söngkonan Kylie Minogue
syngur með Cave. „Mig hefur lang-
að að semja lag handa henni í sex
eða sjö ár,“ segir Cave. „Ég hef
skrifað þónokkur lög handa henni
um árin en það var ekki fyrr en í
kringum morðballöðuhugmyndina
sem mér fannst við hæfi að kalla á
hana. Ég settist niður og samdi lag-
ið með hana í huga, án þess að vita
nokkuð um hvort hún vildi syngja
það eða ekki.“ Til þess að gera langa
og augljósa sögu stutta tók Kylie til-
boðinu, Cave til mikillar ánægju.
„Að búa til myndband með henni
var trúarleg reynsla," viðurkennir
hann. „Hún tók mikla áhættu með
því að taka boðinu og ég virði hana
fyrir.“
PJ Harvey (sem hefur löngum
verið aðdáandi Cave) syngur einnig
með honum á plötunni lagið um
„Henry Lee“ sem er ástarsaga, lituð
blóði elskhuga tveggja kvenna.
í lokin á þessari tíu laga plötu
kemur síðan fyrir lagið „Death Is
not the End“ eftir Bob Dylan þar
sem söngkraftar Shane McGowan,
Anita Lane, Kylie „Minogue, PJ Har-
vey, Blixa Bargeld og (í fyrsta sinn
á plötu) Thomas Wydler koma við
sögu. Cave breytti hins vegar merk-
ingu lagsins þannig að í staðinn fyr-
ir huggunina um að eitthvað betra
bíði okkar eftir þetta líf, þá haldi
þjáningarnar áfram eftir dauðann.
„Mér fannst þetta góður endir á
plötuna," segir hinn svartsýni
morðballöðusmiður og Islandsvin-
ur, Nick Cave:
GBG
Nick Cave og P.J. Harvey.
sólóplötuna „Intoxicated Man“, gít-
arleikarinn Blixa Bargeld úr
Einsturzende Neubaten, trommu-
leikarinn þýski Thomas Wydler úr
Die Haut, bassaleikarinn Martyn P.
Casey, hljómborðsleikarinn
Conway Savage og ásláttarleikarinn
Jim Sclavunos. „Á þessari plötu er
mikið um alvarlegar sögusagnir og
gáskafull lög. Við létum tónlistina
endurspegla þetta,“ segir Cave.
„Það var eitthvað mjög ánægjulegt
Kominn í hnapphelduna
Merkismaðurinn Prince kom öllum á óvart á dögunum
hann smellti sér fyrirvaralaust í heilagt hjónaband. Sú heppna? i
magadansmærin og söngkonan Mayte Garcia en hún og Prince
hafa þekkst lengi. Giftingin átti sér stað í meþódistakirkju í Minn-
eapolis, heimabæ Prince, og sá sem framkvæmdi athöfnina var
gamall vinur brúðgumans. Það vakti nokkra athygli yið athöfnina
að merkismaðurinn gifti sig undir upprunalegu nafni sínu, Prince
Rogers Nelson, en hann hefur ekki notast viö það nafh opinberlega
um langa hríð og hefur reyndar sagt að Prinsinn sá sé ekki lengur
til. Brúðarparið kom til kirkjunnar hvort í sinni límúsínunni,
brúðurin í hvitri en brúðguminn i svartri, hvort sem það á að gefa
til kynna mismunandi hreinleika þeirra eður ei? í þaö minnsta
fóru þau saman á brott eftir athöfnina og þá bæði í h\$tu drossí-
unni. Brúðkaupsferðinni var heitið til Hawaii.
-SþS-