Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Síða 36
44 Kþróttir
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
Töframaðurinn Earvin Magic Johnson er byrjaður aftur:
Sannfærður um sigur í
baráttunni við alnæmið
Hann er 36 ára gamall og hefur
ekki spilaö alvöru körfubolta í fimm
ár. Hann hefur reynt fyrir sér sem
þjálfari og sem stjórnarmaður, er 15
kílóum of þungur, lyftist varla frá
jörðu þegar hann reynir langskot -
og er með alnæmisveiruna í blóð-
inu.
Samt ætlar allt að ganga af göfl-
unum í Los Angeles. Virðulegir
borgarar bíða klukkustundum sam-
an fyrir utan Forum-höllina,
heimavöll LA Lakers, bara til að sjá
honum bregða fyrir. Sumir þeirra
eru forstjórar sem hafa lokað skrif-
stofum sínum í tilefni dagsins.
Kvikmyndastjörnur fljúga yfir þver
Bandaríkin til að verða vitni að
þessum mikla viðburði. Sumar
þeirra fá ekki einu sinni miða.
Stóru tímaritin, Time og News-
week, láta taka af honum forsíðu-
myndir. Dagblöðin birta fréttir af
honum á forsíðum sínum, fyrir ofan
blaðhausinn. Bandaríska körfu-
knattleikssambandið íhugar að
velja hann í ólympíuliðið 1996.
í Forum er löngu orðið troðfullt
af áhorfendum og fréttamönnum.
Virtir íþróttafréttamenn húka uppi
í rjáfri með tölvur sínar og skrifa af
miklum móð.
Og svo skorar snillingurinn sína
fyrstu körfu. Hann fær sendingu frá
félaga sínum, Cedric Ceballos, nálg-
ast hringinn rólega frá hægri og
lyftir boltanum í gegnum hann.
Ekkert sérstakt við þetta, svona
gera menn á hverjum degi. En For-
um leikur á reiðiskjálfi, miðpunkt-
ur athyglinnar er baðaður skærum
ljósum kastaranna og fréttamenn-
irnir punkta hjá sér í grið og erg.
En það eru enn 15 mínútur þang-
að til leikurinn byrjar og þetta er
bara upphitunin!
Já, þetta er Earvin (Magic) John-
son og það er greinilegt að hann er
ekki einhver venjulegur körfubolta-
maður.
Aldrei getað hætt
Fyrir fimm árum fór líka allt á
hvolf út af þessum manni. Þá upp-
götvaðist alnæmisveiran í blóði
hans. Hann vildi halda áfram að
spila körfubolta ári siðar en þegar
andstæðingarnir lýstu sumir hverj-
ir yfir ótta sínum við smit 1 átökun-
um undir körfunni ákvað Magic að
hætta alveg sem atvinnumaður.
Hann hefur hinsvegar aldrei get-
að slitið sig frá íþróttinni. Magic
spilaði með bandaríska landsliðinu
á ólympíuleikunum í Barcelona
1992 og þá flykktust frægustu
íþróttamenn heims að honum til að
fá eiginhandaráritun. Hann stjórn-
aði liöi Lakers í 16 leikjum árið 1994
en hætti þegar hann komst að raun
um að sigurvilji leikmannanna jafn-
aðist ekki á við hans eigin.
Magic hefur ferðast um heiminn
með sitt eigið stjörnulið og spilað
sýningarleiki. Þegar loksins kom að
því að liðið tapaði leik var hann
ekki sáttur, leysti liðið upp og stofn-
aöi nýtt.
Æfingar í UCLA
Á sumrin hefur Magic ætíð hald-
ið sér í formi með því að leika sér i
körfubolta í sal UCLA-háskólans.
Með honum hafa spilað þekktir og
óþekktir körfuboltamenn og hann
hefur ráðið ferðinni, stjórnað leikj-
um hinna eldri gegn þeim yngri. í
sumar bar svo við að vegna launa-
deilna í NBA-deOdinni mátti hann
ekki spila með leikmönnum þaðan.
Hann var meðeigandi í Lakers og
reglur deildarinnar bönnuðu hon-
um að umgangast leikmennina á
meðan deilan stóð yfir.
Magic fór að mæta klukkan níu á
morgnana til að hlíta reglunum. En
það spurðist fljótt út. Fyrsta morg-
uninn mættu tveir NBA-leikmenn
með honum, þann næsta voru þeir
orðnir tólf. Hann hringdi á skrif-
stofu deildarinnar og spurði hvað í
ósköpunum hann ætti aö gera. „Ég
er ekki áð umgangast þá, þeir eru
að umgangast mig,“ sagði hann.
Daginn eftir mættu Hakeem Ola-
juwon og Reggie Miller, og flestir
leikmanna LA Lakers og LA Clipp-
ers klukkan níu um morguninn, og
einir eitt hundrað áhorfendur!
Baráttan við alnæmi
enn ein áskorunin
Magic er mikill keppnismaður og
þannig hefur hann mætt sjúkdómn-
um ógurlega sem yfir honum vofir.
„Þetta er eins og stórleikur, úrslita-
keppni. Enn ein áskorunin. Ég vil
alltaf koma fólki á óvart og sigrast á
því ómögulega. Það var sagt við mig
að ég væri of stór til að leika sem
bakvörður. Það var sagt við mig að
ég kynni ekki að skjóta. Mitt svar
var alltaf: Jæja, ég skal sýna þér.
Þetta er bara enn eitt dæmið,“ segir
Magic.
Sannfærður um að hann
sigrist á veirunni
Hann kennir sér einskis meins,
en hve lengi endist það? David Ho,
læknir hjá Aaron Diamond stofnun-
inni sem sérhæfir sig í rannsóknum
á alnæmi, segir að mesta óvissan sé
fólgin í því hvenær Magic hafi smit-
ast. „Við köllum þetta „núllið.“ Hafi
núllið verið nokkrum mánuðum
áður en ljóst var að hann væri með
veiruna, er ekkert óeðlilegt við
Magic. Margir eru einkennalausir
eftir fimm ár og meðaltíminn án
einkenna er tíu ár. Hafi núllið hins-
vegar verið fyrir 15 árum, erum við
að upplifa merkilegan hlut. Sem
stendur er veiran ekki til vandræða
vegna lyfjameðferðar, lífernis hans
og hugarfars. Hann er sannfærður
um að hann sigrist á veirunni, og
hver veit? Kannski tekst honum að
halda út þangað til nægilega góð
lækning finnst. Það eru til dæmi um
að fólk lifi góðu lífi, án einkenna, 15
árum eftir smit. Núna getum við
fullyrt að hann hefði aldrei þurft að
hætta að spila körfubolta en það gat
enginn sagt til um fyrir fimm árum.
Earvin hefur undirtökin í barátt-
unni sem stendur en enginn veit
hve lengi það endist,“ segir David
Ho.
Vill deyja á vellinum
Magic hefur leitt sjúkdóminn hjá
sér eins og mögulegt er en hann hef-
ur líka verið í fararbroddi í kynn-
ingu á honum og forvarnarstarfi í
Bandaríkjunum. Barátta hans hefur
verið mörgum alnæmismituðum
mikilvægt fordæmi. Hann segist
ætla að verða allra karla elstur en
að sjálfsögðu hefur hann líka gert
ráð fyrir hinum möguleikanum.
„Þegar stundin rennur upp mun ég
biðja um körfubolta og að mér sé
ekið inn á völlinn. Þar vil ég deyja,“
segir hann.
„Hlustið ekki á
kjaftasögur"
Það er ekki langt síðan Magic
sagði í viðtali: „Það eina sem ég sé
eftir er að þriggja ára gamall sonur
minn muni aldrei sjá mig í búningi
Lakers." Og það var bara um miðj-
an janúar sem hann sagði: „Nei, ég
hef enga ástæðu til að byrja aftur.
Líf mitt eins og best verður á kosið
og því vil ég ekki breyta.“ Eftir að
Magic sást skömmu síðar á æfingu
hjá Lakers sagði umboðsmaður
hans: „Hlustið ekki á kjaftasögur.
Hann er bara að reyna að kveikja í
leikmönnum Lakers. Hann er mjög
sáttur við sjálfan sig. Hann byrjar
aldrei aftur.“
Jú - töframaðurinn er byrjaður
aftur. Hann er þungur á sér, er ekki
í byrjunarliði Lakers, en töfrarnir.
eru skammt undan. í þriðja leik sin-
um var hann stigahæsti leikmaður
Lakers, tók 7 fráköst og átti 6
stoðsendingar. Körfuboltahallirnar
eru troðfullar hvar sem hann kem-
ur.
Það voru ákveðin tímamót í um-
ræddum þriðja leik þegar einn
mótherja hans var Karl Malone,
maðurinn sem á sínum tíma átti
mestan þátt í því að Magic hætti við
að halda áfram að spila eftir að veir-
an uppgötvaðist. Malone lýsti þá
yfir áhyggjum sínum yfir því að
verða fyrir smiti ef hann mætti
Magic. Magic ber engan kala til
Malones. „Hann sagði það sem hin-
ir þorðu ekki að segja, og honum
ber að hrósa fyrir það,“ segir Magic.
í dag er viðhorfið annað hjá
Malone og hann lýsti því yfir fyrir
skömmu að ekkert væri að óttast.
Það er tímanna tákn sem gefur til
kynna að viðhorf fólks hafi breyst.
Leikmenn NBA-deildarinnar hafa
áttað sig á því að það eru meiri lík-
ur á að markataflan í Forum-höll-
inni hrynji yfir þá en að þeir smit-
ist af alnæmi af Éarvin Magic John-
son.
-VS