Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
45
Kasparov
reyndist ofjarl
tölvunnar
Einvígi Kasparovs við tölvuna
Dimmblá í Philadelfíu vakti miMa
athygli langt út fyrir raðir skáká-
hugamanna, enda kemur raunveru-
legt inntak einvígisins öllum við,
þ.e. hversu öflug er tölvan orðin í að
líkja eftir mannlegri hugsun?
Skáklistin hefur löngum verið
tölvuáhugamönnum hugstæð sem
haft hafa áhuga á gervigreind. í eöli
sinu er skákin einfóld, takmarkast
af 64 reitum og 32 taflmönnum.
Samt eru möguleikamir nánast
óendanlega margir. í enskri bók er
frá því greint aö mögulegar mis-
munandi skákir, fjörutíu leikir eða
færri, séu 25 x 10 í 115. veldi. Þetta
er svimandi há tala; talsvert hærri
en sekúndufjöldinn sem liðinn er
frá því jörðin varð til og hærri en
áætlaður fjöldi rafeinda í himin-
geimnum (talinn vera nálægt 10 í
79. veldi). Þegar tölvan er orðin
sterkari en fremstu skákmeistarar
heims hefur tölvutæknin því unnið
mikilvægan sigur.
Umsjón
Jón L. Árnason
Framfarir tölvuforritanna hafi
verið miklar síðan fyrsta tölvuskák-
mótið var haldið, árið 1970. Sem
dæmi má nefna að eitt forritanna á
mótinu, Marsland að nafni, hafði
þann veikleika að valiö milli besta
og versta leiksins að þess dómi
réðst nánast af tilviljun. Nú eru for-
ritin orðin býsna öflug, eins og
margir eigendur PC-tölva eru til
vitnis um. Því mátti búast við
spennandi keppni milli Kasparovs
og IBM-tölvunnar Dimmlár sem get-
ur reiknað út 50 miiljarða mögu-
leika á þremur mínútum.
En þessir gríðarlegu reiknihæfi-
leikar gagnast lítt ef stöðumatið er
ekki í lagi. Þetta er hinn veiki blett-
ur tölvuforritanna því að hvemig
sem reynt er að fóðra þær á skyn-
sömum leiðum til að meta taflstöður
verður aldrei hægt að búa til algild-
ar reglur. Skákin er einu sinni
þannig að í ákveðnni stöðu geta tví-
peð verið sterk, sem að öðru jöfnu
eru ekki eftirsóknarverð, eða ridd-
ari sterkari en biskup. Ekki þarf
heldur að minnast á þau mörgu
dæmi þegar tölvan seilist eftir peði
á kostnað stöðunnar án þess að geta
reiknað út afleiðingamar.
Dimmblá vann fyrstu skákina
gegn Kasparov og tefldi hana nokk-
uð vel. Kasparov jafnaði metin eftir
langt og strangt endatafl og tveimur
næstu skákum lauk með jafhtefli.
Kasparov var greinilega brugðið við
þessa óvæntu mótspymu en um leið
virtist hann hafa áttað sig á veik-
leikum tölvunnar. í tveimur síðustu
skákum einvígisins komu fram til-
tölulega einfaldar stöður sem reynd-
ust tölvunni ofviða - mannlegt inn-
sæi skorti.
Grípum niður í síðustu skákir
einvigisins þar sem veikleikar tölv-
unnar komu sem gleggst í ljós. í 5.
einvígisskákinni var þessi staða á
borðinu eftir 23 leiki. Dimmblá
hafði hvítt og átti leik:
Staðan er í jafnvægi en bmgðið
getur til beggja vona. Kasparov
bauð jafntefli er hér var komið sögu
en forráðamenn tölvunnar höfnuðu
boðinu. Þess má geta að á venjulegri
heimilistölvu kýs forritið Fritz 4
svörtu stöðuna en metur taflið þó
því sem næst jafnt.
24. Dc3
Dimmblá vann fyrstu skákina gegn
Kasparov og tefldi hana nokkuð vel.
Fritz 4 kýs einnig þennan leik en
trúlega er 24. De3 betra. Hvítur þarf
ekki að óttast 24. De3 Bg4 25. Rc2.
24. - f5 25. Hdl Be6 26. De3?
Nú fer tölvan að tefla ráðleysis-
lega. Eftir 26. Hd2 Hc8 (ekki 26. -
f4?? 27. Rxe6 og hótar máti) 27. Db2
f4 28. Rxe6 Dxe6 29. Hcl ætti að vera
unnt að halda jöfhu.
26. - Bf7 27. Dc3 f4 28. Hd2 Df6
29. g3
Hvítim er kominn í miklar ógöng-
ur - í fáum leikjum hefur taflið
breyst svörtmn í hag. Leppun ridd-
arans er banvæn.
29. - Hd5 30. a3 Kh7 31. Kg2
De5 32. f3
Eða 32. gxf4 Dxf4 33. De3 Hg5+ 34.
Khl Dg4 35. Dg3 e3! og biskupinn
skerst i leikinn.
32. - e3 33. Hd3 e2 34. gxf4
el=D 35. £xe5 Dxc3 36. Hxc3 Hxd4
- Og Kasparov vann auöveldlega.
í sjöttu skákinni átti Dimmblá
slæman kafla í byrjun miðtaflsins
en missti svo algjörlega fótfestu.
Tölvan hafði svart og átti leik í þess-
ari stöðu:
X **
á i m iii
fe
i
A A
A A
A ÉL B 1
ia*a
ABCDEFGH
Svartur á lakara tafl en staðan er
traust. Vel mætti hugsa sér áætlun
á borð við þá að flytja biskupinn til
f6, setja kóngshrókinn á d8 og skipta
upp á c4. En Dimmblá missir þráð-
inn:
17. - Bb4? 18. He3 Hfd8 19. h4
Rge7? 20. a3 Ba5? 21. b4 Bc7 22.
c5
Eins og í fimmtu skákinni hefur
tölvan kastað dýrmætum leikjum á
glæ.
22. - He8 23. Dd3 g6 24. He2 Rf5
25. Bc3 h5 26. b5 Rce7 27. Bd2
Kg7 28. a4 Ha8 29. a5 a6 30. b6
Bb8??
Hér brestur stöðumatið gjörsam-
lega. Tölvan metur yfirráðin yfir e5
meira en innilokun hróksins á a8.
Auðvitað var 30. - Bd8 þvingað.
31. Bc2 Rc6 32. Ba4 He7 33. Bc3
Re5?
Annar afleitur leikur, sem bygg-
ist á röngu stöðumati. Fróðlegt
hefði verið að sjá hvemig Kasparov
hefði unnið úr stöðuyfirburðum sín-
um eftir t.d. 33. - Dc8.
34. dxe5 Dxa4 35. Rd4 Rxd4 36.
Dxd4 Dd7
Ekki 36. - Dxd4 37. Bxd4 og síðan
38. Hb2 og 39. c6 og vinnur. Takið
eftir aö nú er biskupinn á b8 graf-
inn lifandi og með honum hrókur-
inn á a8. Ekki þarf að spyrja að
leikslokum.
37. Bd2 He8 38. Bg5 Hc8 39.
Bf6+ Kh7 40. c6! bxc6 41. Dc5 Kh6
42. Hb2 Db7 43. Hb4
Og stjómendur Dimmblár kusu
að leggja niður vopn. Svartur getur
sig hvergi hrært en hvítur fær valið
úr vinningsleiðum. Áfram gæti t.d.
teflst 43. - Kh7 44. De7 Dxe7 45. Bxe7
He8 46. b7 Ha7 47. Bc5 og síðan 48.
Hcbl, 49. Bxa7 og 50. b8=D.
-JLÁ
Cll
þú mætir
aldrei of
seint
í skólann!
auka starfsréttindi þín og starfsframa?
í dag er dagur símenntunar.
Frá kl. 13-17 er opið nús í 50 skólum og öðrum
fræðslustofnunum um land allt. Þér er boðið að taka þátt
í tuttugu mínútna námskeiðum, allt frá beinaskurði til
stjörnufræðiforrita. Boðið er upp á veitingar, gestaþraut,
happdrætti o.m.fl. - Tekið verður vel á móti börnunum.
Það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt og
auka við menntun sína.
Menntun er eina fjárfestingin sem aldrei verður frá þér tekin!
Þér standa opnar dyr á eftirtöldum stöðum:
Bankamannaskólinn-fræðslumiðstöð bankamanna, Snorrabraut 29
Bréfaskólinn, Hlemmur S
Búnaðarbanki íslands- Fjármálanámskeið, Tryggvagata 24
Farskóli Þingeyinga, Framhaldsskólarnir á Húsavik og Laugum
Ferðamálaskóli Íslands, Höfðabakki 9
_________ Félags- og fræðslumiðstöð iðnaðarins, Hallveigarstigur I
Félag islenskra gullsmiða
Félag meistara og sveina í fataiðn
Félag pípulagningarmeistara i Reykjavik
Fræðsluráð byggingariðnaðarins
Fræðsluráð málmiðnaðarins
Hárgreiðslumeistarafélag íslands
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík
Landssamband bakarameistara
Ljósmyndarafélag íslands
Prenttæknistofnun
Samband íslenskra tannsmiðameistara
Samstarfsnefnd atvinnulifs og skóla
Úrsmiðafélag íslands
Félagsmálaskóli UHFÍ, Fellsmúli 26, Hreyfdshúsið
Fjölbrautarskólinn við Ármúla, Ármúli 12
Fjölbrautaskóli Suðurlands/Farskóli Suðurlands, Selfoss
Framhaldsskóli Vestfjarða / Farskóli Vestfjarða, Torfnesi, ísafjörður
Framhaldsskólinn i Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjar
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Grensásvegur 16
Fullorðinsfræðslan, Gerðuberg I
Háskólinn á Akureyri, Oddfellow-húsið v/Sjafnarstíg, Akureyri
Heimilisiðnaðarskóíinn, Laufásvegur 2
Hvammshlíðarskóli: Fullorðinsfræðsla fatlaðra á Akureyri, Hvammshlíð 6
Iðntæknistofnun - fræðslusvið, Keldnaholt
Kvöldskóli Kópavogs, Snælandsskóti v/Furugrund
Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins og Gísla Rúnars, Aðalstræti 6
Menntaskólinn við Hamrahlíð - Oldungadeild, Hamrahlið
Hyndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagata 15
Námsflokkar Reykjavíkur, Hiðbæjarskólinn, Frikirkjuvegur I
Prenttæknistofnun, Hallveigarstígur I
Slysavarnaskóli sjómanna:
Skólaskipið Sæbjörg v/Grófarbryggju í Reykjavíkurhöfn
Starfsþjálfun fatlaðra, Hátún 10 d
Stjórntækniskóli Islands, Höfðabakki 9
Stjórnunarfélag íslands, Ánanaustum 15
Stjórnunarskólinn, Sogavegur 69
Tölvu- og verkfræðíþjónustan, Grensásvegur ló
Tölvuskóli íslands, Höfðabakki 9
Tölvuskóli Reykjavíkur, Borgartún 28
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Viðskipta- og tölvuskólinn, Ánanaust 15
Vitund hf., Laugavegur 47
Vimulaus æska, Grensásvegur 16
Ökuskólinn í Hjódd, Þarabakki 3
Rannsóknaþjónusta Háskólans Evrópskt ár simenntunar 1996
Lífið
er rétti
tíminn
til aö læra