Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Qupperneq 50
58 afmæli LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1996 Hjördís Hjörleifsdóttir Hjördís Hjörleifsdóttir, fyrrv. skólastjóri Grunnskólans í Holti i Önundarfirði, til heimilis að Mosvöllum í Mosvallahreppi, verð- ur sjötug á morgun. Starfsferill Hjördís fæddist á Sólbakka á Flateyri við Önundarfjörð og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi 1942—44, starfaði í Bretlandi 1947^8 og í Danmörku 1948-50, var á nám- skeiði við Húsmæðraskólann á Laugarvatni 1952, lauk húsmæðra- kennaraprófi 1954 og stundaði síð- ar nám við MH 1979-80. Hjördís var ráðskona Núpsskóla 1950-52, ráðskona í Fornahvammi í Norðurárdal 1954-55, ráðskona í Reykjavík 1955-57, kennari við Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði 1958-76, skólastjóri Grunnskólans í Holti í Önundarfirði 1976-91, og jafnframt kennari við Gagnfræða- skólann á ísafirði og við Hús- mæðraskólann Ósk um skeið. Hjördís sat um skeið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1972 og 1973, var fullrúi á þingi Samein- uðu þjóðanna 1977, sat í áfengis- varnarnefnd ísafjarðar í nokkur ár, í Fræðsluráði ísafjarðar og hef- ur sinnt fleiri nefndarstörfum. Fjölskylda Fóstursonur Hjördísar er Már Kristinsson, f. 10.3. 1954, vélstjóri á Dalvík, kvæntur Herborgu Harðar- dóttur húsmóður og eiga þau tvo syni, Einar og Hörð. Systkini Hjördísar eru Ingibjörg S. Hjörleifsdóttir, f. 1929, húsmóðir á ísafirði; Ásdís Hjörleifsdóttir, f. 1930, skólastarfsmaður í Kópavogi; Kristjana Hjörleifsdóttir, f. 1932, sjúkraliði í Bergen; Hringur Hjör- leifsson, f. 1933, skipstjóri á Fá- skrúðsfirði; Finnur Torfi Hjörleifs- son, f. 1936, lögmaður í Hafnarfirði; Örn Hjörleifsson, f. 1939, skipstjóri á Akranesi. Foreldrar Hjördísar voru Hjör- leifur Guðmundsson, f. 1896, d. 1984, verkstjóri og pípulagningar- maður á Sólvöllum á Flateyri, og k.h., Sigrún Jónsdóttir, f. 1899, d. 1974, húsmóðir. Ætt Hjörleifur var bróðir Guðrúnar, móður Finns Magnússonar, kaup- manns á ísafirði, fóður Magnúsar, fyrrv. framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna, og Stefáns læknis. Bróðir Hjörleifs var Georg, faðir Guðmundar læknaprófessors. Hjörleifur var sonur Guðmundar, útvegsb. á Görðum, Jónssonar, b. í Breiðadal, Andréssonar. Móðir Hjörleifs var Gróa, systir Finns i Hvilft, föður Hjálmars, fyrrv. forstjóra Áburðarverksmiðj- unnar, Ragnheiðar skólastjóra og Gunnlaugs, alþm. í Hvilft. Gróa var dóttir Finns, b. í Hvilft, Magnús- sonar, alþm. þar, bróður Torfa alþm. á Kleifum, Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, og Ragnhildar, langömmu Snorra skálds og Torfa, fyrrv. sáttasemjara, Hjartarsona. Magnús var sonur Einars, hrepp- stjóra og dhrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar, af ætt Einars skálds í Eydölum. Móðir Gróu var Sigríður Þórarinsdóttir frá Vöðlum Jóns- sonar, b. í Unaðsdal. Sigrún var dóttir Jóns, búfræð- ings á Veðrará, Guðmundssonar, b. á Ketilsstöðum, Pantaleonssonar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Jóns á Breiðabólstað, langafa Frið- jóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, föður Þórðar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, og langafa Gests, föður Svavars, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Hallsstöðum á Fellsströnd, Jónssonar og Ingveld- ar Þorkelsdóttur. Móðir Sigrúnar var Guðrún Ingi- björg, systir Kristínar, langömmu Jóhanns Gunnars Þorbergssonar yfirlæknis. Önnur systir Guðrúnar var Gunnjóna, móðir Jóns Guð- jónssonar, bæjarstjóra á ísaflrði, afa Halldórs Jónssonar læknis. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Arnar- nesi í Dýrafirði, bróður Torfa, langafa Einars Odds Kristjánsson- ar alþm. Jón var sonur Halldórs Torfasonar, b. þar, bróður Magnús- ar, langafa Jóns forseta. Torfi var sonur Mála-Snæbjarnar, lrm. á Sæ- bóli, Pálssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg, systir Ríkeyjar, Hjördís Hjörleifsdóttir. ömmu Snorra Jónssonar, forseta ASÍ, og langömmu Jónu Gróu Sig- urðardóttir borgarfulltrúa. Bróðir Ingibjargar var Finnur, afi Mars- ellíusar Bernharðssonar, skipa- smiðs á ísafirðj, og Braga Eiríks- sonar, forstjóra Skreiðarsölunnar og föður Böðvars lögreglustjóra. Guðrún S. Gísladóttir Guðrún S. Gísladóttir, Kirkju- vegi 11, Keflavík, verður áttræð á morgun. Starfsferill Guðrún fæddist i Garði i Gerða- hreppi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún stundaði nám við Hérðasskólann á Laugarvatni. Eft- ir að hún gifti sig stundaði hún húsmóðurstörf á stóru heimili. Þau hjónin fluttu til Keflavíkur 1959. Fjölskylda Guðrún giftist 17.4. 1938 Erling Eyland Davíðssyni, f. 8.3. 1916, d. 8.9. 1974, sjómanni og bifreiða- stjóra. Hann var sonur Davíðs Björnssonar, búfræðings og smiðs í Reykjavík, siðar bóksala í Winnipeg, og k.h., Kristjönu Guð- brandsdóttur húsmóður. Böm Guðrúnar og Erling eru Örn Erlingsson, f. 3.2. 1937, útgerð- armaður í Keflavík og á hann flmm böm; Steinn Erlingsson, f. 14.1. 1939, innheimtustjóri Hita- veitu Suðumesja, kvæntur Hildi Guðmundsdóttur, fyrrv. kaup- manni og eiga þau fjögur börn; Steinunn Erlingsdóttir, f. 28.12. 1941, húsmóðir í Keflavík, gift Ólafi Sigurðssyni kennara og eiga þau' þrjú börn; Þorsteinn Erlingsson, f. 28.5. 1943, útgerðarmaður i Kefla- vík, kvæntur Auði Bjarnadóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Pálína Erlingsdóttir, f. 4.10. 1949, húsmóðir í Landskrona í Svíþjóð, gift Hans Erik Magnús Hákonsson húsasmið og eiga þau tvö börn; Stefanía Erlingsdóttir, f. 28.6. 1953, starfsmaður hjá Pósti og síma, gift Birgi Svan Símonarsyni, rithöf- undi og kennara og eiga þau tvö böm. Systkini Guðrúnar: Þorsteinn, f. 7.10.1917, d. 25.8.1939, kennari; Sig- hvatur Jón Gíslason, f. 16.6. 1920, fyrrv. afgreiðslumaður í Keflavík, kvæntur Ingveldi Hafdísi Guð- mundsdóttur og eiga þau fjögur böm; Ingibjörg Gísladóttir, f. 4.8. 1926, húsmóðir í Keflavík, ekkja eftir Bjarna Vilberg Albertsson og eiga þau einn son. Foreldrar Guðrúnar voru Gísli Sighvatsson, f. 4.5. 1889, d. 19.9. 1981, formaður og útgerðarmaður i Garði, og k.h., Steinunn Stefanía Steinsdóttir, f. 18.10. 1895, d. 31.1. 1944, húsmóðir. Guðrún og börn hennar taka á móti gestum í sal Karlakórs Kefla- víkur við Vesturbraut í Keflavik á morgun, sunnudaginn 25.2., kl. 16.00-19.00. Guðrún S. Gísladóttir. Þórflur Elísson Þórður Elísson, Þórustíg 9, Njarðvík, verður níræður á morg- un. Starfsferill Þórður fæddist að Vatnabúðum í Eyrarsveit og ólst upp í Eyrarsveit- inni. Hann var einungis ellefu ára þegar hann byrjaði að stunda sjó- mennsku á opnum árabátum. Næstu flórtán árin eða til 1935 var hann háseti á togurum. Þá tók hann til við trillubátaútgerð, fyrst frá Hellisandi á Snæfellsnesi en síðan frá Njarðvík. Síðustu sextán Brúðkaup Höfium sali fyrri minni og stærri brúðkaup Látið okkur sjá um brúðkaupsveisluna. Hóm JjglÁND 5687111 starfsárin starfaði Þórður í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur en þar hætti hann störfum sjötíu og átta ára að aldri. Fjölskylda Þórður kvæntist 26.4. 1930 Mar- gréti Jónsdóttur, f. 5.4. 1907 að Þingvöllum í Helgafellssveit, Ijós- móður á Snæfellsnesi og á Reykja- nesi í áratugi. Hún er dóttir Jóns Sigmundssonar, b. á Þingvöllum og síðar útvegsb. á Hellissandi, og Kristínar Jónsdóttur húsfreyju. Böm Þórðar og Margrétar era Kristin Dagbjört, húsmóðir í Njarð- vík; Vilborg Katrín, húsmóðir í Reykjavík; Jón Sigmund; Steinþór Breiðfjörð, prestur í Hafnarfirði; Margrét Þórunn, starfsmaður í New York. Fyrir átti Margrét soninn Hilm- ar Ölver, búsettur í Gautaborg. Systkini Þórðar voru Guðjón; Gísli Karel; Guðrún; Snorri; Lilja; Helga; Kristberg. Af systkinahópn- um era aðeins Þórður og Helga á lífi, svo og fósturbróðir, Haraldur Valdimar Hólmsteinn. Þórður Elísson. Foreldrar Þórðar vora Elís Gísla- son, bóndi í Vatnabúðum í Eyrar- sveit, og Vilborg Jónsdóttir hús- freyja frá Helgafelli í Helgafells- sveit. Þórður tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Kristínar, að Grandarvegi 13, Njarðvík, á morg- un, sunnudag, kl. 15.00-17.00. Til hamingju með afmælið 24.febrúar 80 ára Ketill R. Sigfússon, Háteigsvegi 22, Reykjavík. 70 ára Hallbjörn Bjömsson, Austurbergi 12, Reykjavik. Hann er að heiman. 60 ára Hólmfríður Sigurðardóttir, Syðri-Jaðri, Staðarhreppi. Hjálmfriður Þórðardóttir, Asparfelli 2, Reykjavík. Guðjón Haraldsson, Bjarkargrund 42, Akranesi. 50 ára Bergljót Sigurðardóttir, Skipholti 52, Reykjavik. Herdís Óskarsdóttir, Glitvangi 19, Hafnarfirði. Ingibjörg Ólafsdóttir, Sundabakka 11, Stykkishólmi. Þuríður Svanbjömsdóttir, Völvufelli 50, Reykjavik. Emil Ragnarsson, Uppsalavegi 16, Húsavík. Vilborg Georgsdóttir, Hamrahlíð 22, Vopnafirði. Baldur Árni Friðleifsson, Mímisvegi 13, Dalvík. 40 ára Guðjón Emil Ingólfsson, Engihjalla 17, Kópavogi. Benedikt Gunnar Ingvarsson, Hjallabraut 43, Hafnarfirði. Guðrún Vigdís Jónsdóttir, Hlíðarhjalla 59, Kópavogi. Karitas Anna Þórðardóttir, Álftahólum 6, Reykjavík. Ólöf Stefana Pálmadóttir, Hlíðarbraut 1, Blönduósi. Elsa Hákonardóttir, Dalatanga 10, Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.