Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Qupperneq 56
FRÉTTAS KOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
Ofanflóðasjóð-
ur samþykkir
húsakaupí
_ Hnífsdal
Ofanflóðasjóður samþykkti í gær
að styrkja ísafjarðarkaupstað til
kaupa á húsum á snjóflóðahættu-
svæðum í Hnífsdal á staðgreiðslu-
markaðsverði.
„Sveitarfélagið hyggst bjóða við-
komandi eigendum staðgreiðslu-
markaðsverð. Það er ásættanlegt, að
mati Ofanflóðasjóðs," segir Magnús
Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í um-
hverfisráðuneytinu.
„Ég er langt frá því að vera sátt-
ur. Ef þetta verð stendur, sem mér
var gefið upp, þá vantar mig eina og
hálfa til tvær milljónir til að geta
keyþt sambærilegt hús,“ segir
Hjörtur Ágúst Helgason, húsasmíða-
-meistari í Hnífsdal, í samtali við
DV. Hann býr með fjölskyldu sinni
að Fitjateig 5. Húsið er á hættu-
svæði vegna snjóflóða. 1 fyrravetur
mátti fjölskyldan ekki búa í húsinu
í þrjá mánuði vegna snjóflóðahætt-
unnar.
Alls eru það um 20 íbúðir í Hnífs-
dal sem eru á hættusvæði. -IBS
Sjópróf Dagfara GK:
Vildum í
' heimahöfn
- segir skipstjórinn
„Útgerðarstjóri skipsins hafði
samband við mig og það hafði áhrif
á þá ákvörðun að freista þess að
koma aflanum í heimahöfn í Sand-
gerði. Það var ekki mjög slæmt í sjó-
inn þegar við komum fyrir Reykja-
nesið og við ætluðum að reyna að
komast inn áður en versta veðrið
skylli á,“ sagði Guðmundur Garð-
arsson, skipstjóri á Dagfara GK 70,
en sjópróf fóru fram hjá sýslumann-
sembættinu í Keflavík í gær vegna
brotsins sem Dagfari fékk á sfg i
vikunni og eyðilagði öll tæki í brú.
* Guðmundur taldi að áhöfnin
hefði verið í nokkurri hættu. Einn
skipverji fékk á sig mikið högg,
missti meðvitund og í ljós hefur
komið að einn hálsliður er brotinn.
Njörður hf. fór fram á þáð við
tryggingafélag sitt, Tryggingu hf.,
að sjópróf færu fram. Málið verður
sent ríkissaksóknara og mun hann
taka endanlega ákvörðun um niður-
stöðu málsins. -ÆMK/-sv
Árekstrar í rokinu
Eitthvað virðist rokið hafa farið
illa í ökumenn í Reykjavík í gær því
20 árekstrar voru tilkynntir til lög-
reglu frá því kl. 10 og fram að kvöld-
■A->*mat. Þykir íjöldinn heldur í hærri
kantinum. -sv
Birgir Þórðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands:
Salmonella i gras-
bítum um allt land
- ekkert nema aukið hreinlæti getur útrýmt salmonellu
„Því miður er það orðið aOt of
algengt að salmonella fínnist í
grasbítum, hestum, kúm og kind-
um og hún fínnst orðið um næst-
um allt land. Það eina sem hægt
er að gera til að útrýma salmon-
ellu er að auka hreinlæti. Að
skolpræsi séu lengd út fyrir stór-
straumsfjöru og að loka sorp-
haugum. Sem betur fer eru bænd-
ur orðnir meðvitaðir um þá
hættu sem markaðir þeirra eru í,
sem og heilsa manna, ef ekki
tekst að útrýma salmonellunni,"
sagði Birgir Þórðarson, hjá heil-
brigðiseftirliti Suðurlands. Hann
hefur manna mest fengist við
þennan vágest, salmonellu í mat-
vælum.
Fram á allra síðustu misseri
hafa menn talið að salmonellu
væri aðeins að finna í eggjum og
kjúklingum en það er ekki rétt.
Hún hefur borist með sjófugli,
sem hefur lifað á sorphaugum og
úrgangi skolpræsa, um nær allt
land. Salmonellan berst með fugl-
inum á tún og engi, í vatnsból
dýra og í lóðnubræðslurnar.
Dæmi eru um að salmonella hafi
fundist í fiskimjöli sem notað er í
fóðurbæti. Birgir segir að á til-
tölulega stuttum tíma hafi sorp-
hirðumái tekið framforum. Slíkt
er fyrirbyggjandi og það eina sem
dugar. Þó eru sorphaugamál úti á
landi víða í ólestri og það vantar
á að skolræsismál séu komin í
lag.
Birgir Þórðarson sagði að þeg-
ar salmonella kom upp í sláturaf-
urðum á Selfossi í haust hafi heil-
brigðiseftirlit Suðurlands skrifað
umhverfis- og landbúnaðarráð-
herra og beðið um að þessi mál
yrðu tekin til alvarlegrar skoðun-
ar. í framhaldi af því skipaði ráð-
herra starfshóp sem er og hefur
verið að vinna í þessum málum.
„Það er alveg sama hvernig
menn velta þessu vandamáli fyr-
ir sér, það er bara til ein vörn og
hún er aukinn þrifnaður á öllum
þeim sviðum þar sem hætta er á
að salmonella geti þrifist," sagði
Birgir Þórðarson. -S.dór
Þær eru vel búnar þessar skólastúlkur og í vetrarveðrinu í gær veitti ekki af.
Stoppið hjá sjoppunni var örstutt en þó náðu þær að kíkja á tímaritsforsíðu
sem fremur er ætluð fullorðnum. DV-mynd GS
Prófmál hjá Héraðsdómi Vesturlands:
Grásleppukarlar
ákærðir í „einka-
landhelgismálí“
Réttarhöldum er lokið í máli
fimm grásleppukarla, þriggja frá
Reykhólum, eins frá Stykkishólmi
og eins úr Reykjavík en þeir hafa
verið ákærðir fyrir að leggja grá-
sleppunet í netalögnum landeigenda
við nokkrar eyjar, m.a. Langey, í
Breiðafirði. Þeim er jafnframt gefið
að sök að hafa lagt net á æðarvarps-
tíma og þar með brotið lög um frið-
un æðarvarps sem er friðlýst við
eyjarnar.
Málavextir voru þeir að mennirn-
ir lögðu grásleppunet á umræddum
svæðum sumarið 1994. Landeigend-
ur kvörtuðu til sýslumanns sem fól
Landhelgisgæslunni málið. Menn af
varðskipi lögðu hald á netin og
mældu m.a. fjarlægð þeirra frá
landi. í kjölfar rannsóknar voru
mennirnir síðan ákærðir.
Þegar grásleppukarlarnir komu
fyrir Héraðsdóm Vesturlands kom
fram að þeir telja sig hafa leyfí til að
stunda grásleppuveiðarnar - það sé
í raun ósanngjarnt að aðeins land-
eigendur megi leggja net og njóta
þeirra hlunninda sem fást af æðar-
varpi.
í málinu var tekist á um svoköll-
uð netlög en í þeim felst í rauninni
að landeigendur hafi sína einka-
landhelgi eða lögsögu. Þar er um að
ræða svæði allt að 112 metra frá
landi. Hér er því um prófmál að
ræða sem varðar hagsmuni mun
fleiri landeigenda og fiskimanna.
Héraðsdómur Vesturlands mun
kveða upp dóm í málinu í mars.
-Ótt
Blinda og ófærð víða um land
Landsmenn fengu góðan skammt af um í gær.
vetrarríkinu í gær. Á Norðurlandi var Þungfært var orðið í úthverfum á
viða mjög blint og hvasst og lítið ferða- Akureyri í gær og fjórir árekstrar urðu
veður. Sömu sögu var að segja vestur með stuttu millibili. Kvaðst lögreglan í
með Norðurlandinu og austur á raun hissa á að ekki skyldi vera meira
Vopnafiörð. Þar var að sögn lögreglu um óhöpp. Einn meiddist smávægilega
ailt orðið ófært og sást ekki milli húsa í einum árekstrinum en aðallega var
þegar DV talaöi austur á sjötta tíman- um að ræða eignatjón. -sv
ER RAÐID EKKI AD BURSTA
TENNURNARí SKEPN-
UNUM?
Veðrið á morgun:
Víðast
þurrt
syðra
Á morgun verður norðan
'stinningskaldi eða allhvasst.
Éljagangur eða snjókoma norð-
anlands en víðast þurrt syðra.
Frost 2 til.8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 61
Sími 533 2000
Ókeypis heimsending
Smá- auglýsingar sVO'a
DV woo
550 i