Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1996, Blaðsíða 58
66
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
Handboltamark skall á andlit stúlku í íþróttahúsi:
Sprunga i kjalka og slæmt
brot á nefi og augntóftum
Tíu ára gömul stúlka fékk yfir sig
handboltamark í leikfimitíma í
íþróttahúsinu við Austurberg í
fyrradag með þeim afleiðingum að
hún brotnaði töluvert í andliti.
Snúra hafði verið strengd í stórt
handboltamark til þess að búa til
auka badmintonvöll og var stúlkan
að hanga í snúrunni eftir að leik-
fimitímanum lauk. Hún var flutt
með sjúkrabíl á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur og þar fór hún
strax í aðgerð.
„Stúlkan skall á hnakkann og
fékk markið beint á nefið. Bein
brotnuðu innarlega í nefinu og upp
í báðar augntófir, auk þess sem
sprunga kom í efri kjálka," segir
Kristján Guðmundsson, sérfræðing-
ur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Kristján sagði að stúlkunni liði
þokkalega eftir aðgerðina í fyrradag
en hún væri nokkuð illa útlítandi
og rifin og tætt innan í nefinu.
Hann átti vona á að henni yrði hald-
ið á sjúkrahúsinu fram yfir helgi en
reiknaði ekki með varanlegum
skaða fyrir stúlkuna.
„Mörkin detta ekki þótt hangið sé
í þverslánni en þarna var hangið í
snúrunni og þannig kemur annað
átak á markið. Mér þykir afar leið-
inlegt að þetta skyldi eiga sér stað
og markið mun framvegis ekki
verða notað i þessum tilgangi,“ seg-
ir Gunnar Hauksson, forstöðumað-
ur íþróttahússins. Aðspurður hvort
ekki væri ástæða til þess að festa
mörkin sagði Gunnar að þau væru
boltuð niður í keppni en þarna hefði
þetta mark verið í geymslu við
bekkina og eins og áður sagði notað
til þess að búa til auka badminton-
völl.
-sv
Tíu ára stúlka var flutt á Sjúkra-
hús Reykjavíkur þar sem hún
gekkst undir aðgerð í fyrradag.
Hún brotnaði nokkuð í andliti en
vonir standa til þess að áverkarn-
ir séu ekki varanlegir.
DV-mynd S
Málarekstur fv. skrifstofustjóra gegn Slysavarnafélaginu:
SVFI dæmt til að greiða
Guðbirni 823 þúsund
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær Slysavamafélag ís-
lands til að greiða Guðbimi Ólafs-
syni, fyrrum skrifstofustjóra félags-
ins, þriggja mánaða „aukauppsagn-
arfrest", samtals 823 þúsund krón-
ur, vegna uppsagnar hans á síðasta
ári. Uppsögnin tengdist því að Guð-
björn var meðal annarra ósáttur við
að Hálfdan Henrysson var leystur
frá störfum á sínum tíma.
Guðbjöm hafði stefnt félaginu til
greiðslu hátt í 30 milljóna króna þar
sem hann taldi sig hafa verið ævi-
ráðinn hjá Slysavarnafélaginu á
svipaðan hátt og ríkisstarfsmenn.
Því hafnaði héraðsdómur hins veg-
ar alfarið - ráðningarsamningur
hans og lög félagsins hafi ekki gefið
tilefni til að ætla að hann hafi verið
æviráðinn með sama hætti og ríkis-
starfsmenn.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að óvissa hefði verið um kjör
Guðbjarnar vegna skorts á uppsagn-
arákvæði í ráðningarsamningi.
Hins vegar þótti hann eiga rétt á
auknum uppsagnarfresti sem dóm-
urinn taldi að væri hæfilega metinn
þrir mánuðir að auki við hinn hefð-
bundna uppsagnarfrest.
Slysavarnafélag íslands er jafn-
framt dæmt til að greiða Guðbimi
250 þúsund krónur í málskostnað.
-Ótt
„Tossaskattur“
þegar innheimt-
ur í framhalds-
skólum
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um ríkisreikninginn 1995 er
rekstur framhaldsskólanna tek-
inn sérstaklega fyrir. Þar kennir
ýmissa grasa. Meðal annars
kemur fram að þrír skólar inn-
heimti sérstakt gjald vegna end-
urtekningarprófa, frá 900 til
6.000 króna. Ekki er tekið fram
hvaða skólar þetta eru. Ríkisend-
urskoðun telur að gjaldtaka af
þessu tagi sé ekki heimil sam-
kvæmt lögum um framhalds-
skóla. Henni svipar engu að síð-
ur til hugmynda menntamála-
ráðherra um að taka upp endur-
innritunargjald ef nemendur
falla á prófi, eða „tossaskattinn"
svokallaða.
Ríkisendurskoðun telur það
sömuleiðis ekki í samræmi við
lög að í sex framhaldsskólum
hafi sérstöku refsiálagi verið
bætt við skólagjöld vegna þeirra
nemenda sem ekki greiða á
gjalddaga og þeirra nemenda
sem fá skólavist eftir að gíróseðl-
ar fyrir gjöldin hafi verið sendir
út. Refsiálagið er frá 1.000 til
3.000 krónur, mismunandi eftir
skólunum sex.
í skýrslunni kemur fram að
innheimta gjalds af ljósritun
blaða fyrir nemendur framhalds-
skóla sé afar mismunandi. Ríkis-
endurskoðun segir verulegan
misbrest á innheimtu þessa
gjalds og ráðstöfun. Dæmi séu
um það í einkum skólanna að
ljósritunargjald renni í kaffisjóð
kennara.
-bjb
Guðmundur Bjarnason hefur kveikt á gasloganum í Álfsnesi á Kjalarnesi. Ögmundur Einarssonr, framkvæmastjóri
Sorpu, til vinstri, og Guðmundur Bjarnason ráðherra virða hann fyrir sér. DV-mynd ÞÖK
Sorpa í Álfsnesi:
Gasi brennt til að forð-
ast gróðurhúsaáhrif
Tvö umferðar-
slys í Ölfusi
Tvö umferðarslys urðu i Ölfusi í
gær. Það fyrra varð á Suðurlands-
vegi austan við Ingólfshvol um há-
degisbilið þegar bifreið valt út i
skurð. Fjórir voru í bílnum og var
einn þeirra fluttur meðvitundarlaus
á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hann var
með höfuðáverka en hinir þrír
sluppu með minni háttar meiðsl.
Þá varð árekstur tveggja bila við
Sandhól í Ölfusi um klukkan 17 í
gær. Annar bíliinn lenti út í skurð
við áreksturinn. Ökumenn og far-
þegar sluppu án meiðsla. -RR
Símasöfnun Fé-
lags
ungra fíkla
Félag ungra fikla, FUF, hyggst
opna miðstöð þar sem boðið verður
upp á stuðningshópa, félags- og
klúbbstarfsemi, ráðgjafa og margt
fleira. í fréttatilkynningu frá félag-
inu segir að ætlunin með þessu sé
að virkja unga fikla sem vilja ná
bata og hafa löngum til að lifa
skemmtilegu lifi án vimuefna.
FUF leitar til þjóðarinnar þar
sem það stendur fyrir símasöfnun
nú um helgina. Sjálfboðaliðar munu
taka við framlögum í síma 552 1800
frá klukkan 8 á morgnana til mið-
nættis dagana 6.-8. desember. -RR
Guðmundur Bjamason umhverf-
isráðherra kveikti í gærkvöldi á
gasbrennara sem brennir metangasi
sem myndast í urðunarsvæði Sorpu
í Álfsnesi. Gasinu er safnað saman
um röranet í hluta urðunarsvæðis-
ins og dælt í gegn um hreinsibúnað
og loks brennt. Ástæðan er sú að
metangas er gróðurhúsalofttegund
og því óæskilegt að það berist út í
andrúmsloftið.
Ögmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segir að þetta
sé í sjálfu sér óæskileg meðferð á
gasinu sem hefur sömu eiginleika
og það gas sem flutt er inn til lands-
ins til ýmissa nota. Hann segir að
Sorpa geti framleitt allt það magn af
gasi sem ísland nú flytur inn. Smá-
vægilega viðbót þurfi við þann bún-
að sem í gær var tekinn í notkun til
að framleiða 200 tonn af gasi tilbúnu
til hvers kyns nota, m.a. á bifreiðar
í stað bensíns. -SÁ
Kópavogur:
Alvarlegt umferðarslys
Alvarlegt umferðarslys varð á
Hafnarfj arðarvegi undir Hamra-
borgarbrú í Kópavogi í gærkvöld.
Bíllinn, sem var á leið suður veg-
inn, rann til í hálku og lenti á
undirstöðum brúarinnar.
Ökumaður og einn farþegi voru
í bílnum og að sögn lögreglu slös-
uðust báðir að því er talið alvar-
lega. Báðir voru fluttir á slysa-
deild.
-RR/S