Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 I>"V Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELlN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Niðurlæging íslands í Kyoto Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja ekkert með sér á samningaborð loftmengunarfundarins í Kyoto. Hún er ekki með nein tilboð í farangrinum. Hún hefur ákveðið, að ísland geri ekkert í því að koma málum sínum á hreint, heldur óski hvarvetna eftir undanþágum. Nánast öll ríki og ríkjasamtök hins vestræna heims eru með tilboð í farangrinum. Lengst ganga ríki Evrópu- sambandsins, sem vilja samkomulag um töluverða minnkun loftmengunar á næsta áratug. ísland verður yf- irlýstur skítapjakkur í samanburði við Evrópu. Af skrifum og tali umhverfisráðherra í sumar mátti ætla, að ríkissijórnin hygðist gæta sóma landsins á sviði loftmengunar. Hann vakti sérstaka athygli á, að fyrir- huguð stóriðja stæðist ekki skuldbindingar, sem ísland hefur þegar tekið á sig í eldri samningi frá Ríó. Núna hefur ráðherrann étið allt umhverfishjal ofan í sig. Hann er hættur að segja, að ísland verði að standa að niðurstöðu Kyoto-fundarins til þess að sæta ekki sam- skiptaerfiðleikum við umheiminn. Núna er harm farinn að gera ráð fyrir, að ísland skrifi ekki undir. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gefa ekki hið minnsta eftir í stóriðjunni, heldur heimta undanþágur út á notk- un endurnýjanlegra orkugjafa. Hún ætlar ekkert að gera til að minnka mengun frá fiskiskipaflotanum, heldur heimta undanþágu til að auka hana enn frekar. Þannig hefur ísland þá sérstöðu meðal auðþjóða heims á loftmengunarfundinum í Kyoto, að taka engan þátt í tilboðum um minnkaða mengun og heimta þess í stað undanþágur til að menga enn meira en nú er gert. Þannig niðurlægir ríkisstjórnin íslendinga. Umheimurinn mun ekki fallast á óskhyggju ríkis- stjómarinnar um undanþágur til aukinnar mengunar. Þvert á móti munu menn lýsa í Kyoto og eftir Kyoto yf- ir undrun sinni á þröngsýni íslendinga og skammsýnu sérhagsmunapoti þeirra. ísland fer á svörtu listana. Þannig fer fyrir fólki, sem skortir reisn. Þannig fer fyrir fólki, sem sér ekki út fyrir nef sér. Þannig fer fyrir fólki, sem áttar sig ekki á, að framtíð fiskveiðiþjóðar felst í að taka umhverfisforustu og skapa sér orðstír sem framleiðandi hreinnar og ómengaðrar vöru. í staðinn hrekjumst við út í að þurfa að reyna að þvo íslenzku stimplana af matvælaframleiðslu okkar. Við neyðumst til að reyna að selja afurðirnar undir útlend- um merkjum til að vekja síður athygli útlendinga á því, að varan sé frá íslenzka sóðabælinu. Ríkisstjóm íslands hefur ekki fremur en íslendingar yfirleitt áttað sig á, að straumhvörf hafa orðið í umheim- inum. Umhverfisvernd er ekki lengur eitthvað, sem síð- skeggjaðir sérvitringar mæla með, heldur er hún orðin að opinberri stjórnarstefnu á Vesturlöndum. Umheimurinn er farinn að átta sig á, að um líf og dauða er að tefla í umhverfismálunum. Skítapjakkar eins og íslendingar verða teknir í bakaríið. Viðskipta- þjóðir okkar munu setja okkur stólinn fyrir dymar og hreinlega refsa okkur fyrir smásálarskapinn. íslendingar eru þjóða mest háðir utanríkisviðskiptum. Þess vegna munum við neyðast til að fylgja þeim manna- siðum, sem ákveðnir verða í útlöndum, til dæmis á fund- um á borð við Kyoto. Við getum valið um að hafa sjálfir frumkvæði eða láta kúga okkur til aðgerða. Erindisbréf fulltrúa íslands á Kyoto-fundinn felur í sér yfirlýsingu um, að ísland sé þrýstihópur sóðaskaparins. Það felur í sér niðurlægingu okkar allra. Jónas Kristjánsson Rússneskur harmleikur Þaö ætlar ekkert lát að verða á hinum rússneska harmleik tuttug- ustu aldar. Þrjár kynslóðir Rússa hafa fært látlausar fórnir á altari trúarbragða aldarinnar: Kommún- ismans og hins rússneska heims- veldis. Harmkvælalistinn er orð- inn langur: Heimsstyrjaldir, borg- arastyrjöld, ógnarstjóm, þjóða- morð, fjöldaaftökur, þrælabúðir, hungursneyð og heilaþvottur. Fórnarlömb þessarar harmsögu skipta tugum milljóna. En nú er hvort tveggja hugsjón- in og heimsveldið horfíð af sjónar- sviði sögunnar - með smán. Eftir standa hetjur fóðurlandsstríðsins mikla, eftir tugmilljóna mannfóm- ir í viðureigninni við herskara Hitlers, sem bónbjargarmenn á rústum hins liðna. Fall kommúnismans FALL kommúnismans - gagn- byltingin - kollvarpaði öllu þeirra lífi. Ævisparnaðurinn brann á báli óðaverðbólgu. Nýríkir bófa- foringjar hafa látið greipar sópa um auðlindir þjóðarinnar. Kyn- slóðir blóðfórnanna em dæmdar úr leik þess bófahasars, sem nú geisar i landinu. Þessar kynslóðir hafa mátt bergja bikar örbirgðar, niðurlægingar og örvæntingar í botn. Lífslíkur rússneskra karl- manna hafa lækkað um áratug á jafnlöngum tíma - og eru nú 57 ár. Fyrrverandi nýlenduþjóðir Rússa, frelsinu fegnar, sækja flest- ar hratt fram til bættra lífskjara. Slóvenai’, Eistar, Pólverjar, Ung- verjar, Tékkar og Króatar eru í fararbroddi. Lýðræðið virkar. Réttarríkið er að festa sig í sessi. Efnahagurinn fer óðum batnandi. Erlent íjármagn svo nemur tugum Jón Baldvin Hannibalsson milljarða Bandaríkjadala veðjar á innlent einkaframtak, sem leyst hefur verið úr læðingi. Þessar þjóðir munu innan fárra ára ferð- ast á fyrsta farrými Evrópulestar- innar til aukins frjálsræðis og vaxandi velmegunar. Enn í hers höndum EN SEX ÁRUM eftir fall komm- únismans og valdatöku Borisar Jeltsins er Rússland enn i hers höndum. Á s.l. ári vöknuðu þó veikar vonir um að það versta væri að baki. Fall þjóðarfram- leiðslunnar hafði stöðvast. Verð- bólgan var í rénun. Rúblan virtist stöðug. Erlendir Qárfestar, sem hingað til hafa forðast geðþótta- stjóm og stjómleysi eins og heitan eldinn, voru aö byrja að gefa Rúss- landi velvild vafans. Anatoly Chubais, fjármálaráð- herrann, sem kommúnistar jafnt sem þjóðernissinnar, herforingjar og nýríkir bófaforingjar, samein- uðust um að hata, var hægt en ör- ugglega að byggja upp trú á, að ríkisstjóm í Rússlandi gæti náð árangri. Tvö ár í viðbót - og Rúss- land yrði komið á beinu brautina, vonuðu menn. En það reyndist of gott til að vera satt í sl. viku rak Jeltsín fjár- málaráðherrann og nánustu sam- starfsmenn hans á dyr. Ástæðan? í reynd sú, að Chubais taldi tíma til kominn að bjóða fjármálamafí- unni birginn. Hann neitaði að af- henda henni 4ða stærsta fjar- skiptafyrirtæki landsins, á gjaf- virði og án útboðs. Mafían svaraði með heiftúðugri gerningahríð í fjölmiðlum (sem allir em i hennar eigu). Fjármálaráðherranum var gefið að sök að hafa þegið ríflega fyrirframgreiðslu fyrir væntan- lega bók, - um hvað? Jú, um reynsluna af einkavæðingu í Rússlandi! Það er sagan um „ránsfeng ald- arinnar“ - sem skjólstæðingar gamla kerfisins og nýríkir bófafor- ingjar hafa sölsað undir sig i sam- einingu. Erlend fjárfesting í Rúss- landi er aðeins brot af þeim auð- æfum, sem mafian hefur forðað úr landi til ávöxtunar á fjármála- mörkuðum heimsins. ÞAÐ segir meira en mörg orð um trú hinnar nýríku yfirstéttar á framtíð Rússlands. En meðan maf- ían makar krókinn, blæðir Rúss- landi út. Rússlands óhamingju verður allt að vopni. Boris Jeltsín kallaöi Anatoly Chubais til fundar við sig í Moskvu í vikunni. Símamynd Reuter skoðanir annarra Örlagasaga okkar tíma „Um þessar mundir fær heimsbyggðin nýja inn- S sýn í eina af mestu örlagasögum okkar tíma. Winnie Mandela, einn af fremstu stjórnmálamönnum Suð- ur-Afríku, situr nú á ákærendabekk sannleiksnefnd- (arinnar, ákærð fyrir hlutdeild í fjölmörgum ;; grimmdarlegum morðum á meðan eiginmaöur hennar, Nelson Mandela, núverandi forseti Suður- ;; Afriku, var í fangelsi. Þau eru nú skilin. Sannleiks- j nefhdin er enginn dómstóll, undirstrikar fbrmaður hennar, Desmond Tutu biskup og friðarverðlauna- í hafi Nóbels. Nefndin á ekki að kveða upp dóm, held- ur leita sátta með því að veita þeim sakaruppgjöf ! sem segja sannleikann og iðrast. Winnie Mandela er ! ekki ein þeirra.“ Úr forystugrein Aftenposten 27. nóvember. Erfiðleikarnir í Asíu „í besta falli eru tvö til þrjú erfið ár framundan í :: efnahagslífu Asíurikja. Þar sem kaupgeta þeirra minnkar og þau leitast við að flytja meira út, er næsta víst að viðskiptahalli Bandaríkjanna muni hækka til muna. Vöxturinn í bandarísku efnahags- lífi verður ekki eins hraður og hann hefði annars orðið. Hvort afleiðingarnar verða alvarlegri veltur á því hvemig tekið verður á ólgunni á komandi dög- um og vikum.“ Úr forystugrein Washington Post 25. nóvember. Auðmýking í Bosníu „Með Bandaríkin í broddi fylkingar hafa Vestur- lönd reynt frá því í sumar að víkja Radovan Kara- dzic, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba og nú meintum stríðsglæpamanni, til hliðar. Sú stefna hefur gjör- samlega misheppnast og Bosníu-Serbar hafa snúið bakinu við Vesturlöndum meö því aö styðja ekki Biljönu Plavsic, skjólstæðing þeirra. Vesturlönd hafa haldið dauðahaldi í Biljönu Plavsic, núverandi forseta. Þau veittu kosningabaráttu hennar fjár- stuðning og hemaðarstuðning til að losa um tak Karadzics á lögreglunni og fjölmiðlum." Úr forystugrein Aktuelt 27. nóvember. mmm ifswaaaasB^aKtiwiciaMiHgfjmiMiaiLaBasagasaKsgmagai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.