Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 DV fréttir Stjórnarformaður íslenskrar getspár: Vill sameina Get- spá og Getraunir - eða auka samrekstur fyrirtækjanna „Það hefur verið ákveðin sam- vinna milli íslenskra getrauna og íslenskrar getspár í langan tíma sem bæði fyrirtæki hafa haft hag af. Mér fmnst því eðlilegt að athuga ítarlega hvort ekki eigi að stíga skrefið til fulls og sameina fyrir- tækin eða auka samreksturinn," sagði Sigurbjöm Gunnarsson, stjórnarformaður íslenskrar get- spár, við DV. Á aðalfundi fyrirtæk- isins, sem haldinn var í fyrradag, varpaði hann fram ofangreindri hugmynd. íslensk getspá er í eigu Ung- mennafélags íslands, íþrótta- og Ólympíusambands íslands og Ör- yrkjabandalagsins. Fyrirtækið rek- ur lottóið og Víkingalottóið. Is- lenskar getraunir eru í eigu ríkis- ins en reknar af ÍSÍ, UMFÍ og íþróttanefnd ríkisins. í stjóm fyrir- tækisins eiga einnig sæti fulltrúar frá KSÍ og ÍBR. Getraunir reka Lengjuna og 1x2. Samvinna fyrirtækjanna er í því fólgin að Getspá leigir Getraunum aftiot af sölukerfi sínu. „Þó að stórum hluta séu það sömu aðilar sem reka þessi tvö fyr- irtæki þá er að ýmsu að hyggja áður en hægt yrði að gera þetta. En ég lýsti því yfir á aðalfundinum að ég teldi fulla ástæðu til að íhuga það alvarlega. Það yrði beggja hagur að sameina reksturinn eða hagræða honum á annan hátt. Ég geri ráð fyrir að þessari umræðu verði hald- ið áfram nú. Ef þetta verður gert veröur það í sátt og samlyndi allra sem eiga hlut að máli.“ Sigurbjöm sagði að afkoma Get- spár hefði verið góð á síðasta rekstrarári. Heldur hefði þó dregið saman í rekstrinum en það mætti alltaf búast við hæðum og lægðum. Tekjuafgangur hefði nú verið 325 milljónir. Ráðstafað hefði verið til eignaraðila 334 miiljónum króna. -JSS Ákærandi í Heiðmerkurmálinu telur sök tvíburanna liggja ljósa fyrir: Ásetningsmanndráp Þórir Oddsson, ákærandi í Heið- merkurmálinu, þar sem tvíburum er gefið að sök manndráp af ásetn- ingi, sagöi í sóknarræðu sinni í lok réttarhalda í gær að lögfullar sann- anir hefðu komiö fram um að þeir hefðu báðir ætlaö að bana Lámsi heitnum Lámssyni aðfaranótt ann- ars október. Þórir sagði að bræð- urnir Sigurður og Ólafur Hálfdánar- synir hefðu átt jafnan hlut aö sök - þeir hefðu í sameiningu yfirbugað manninn og ráöið honum bana. í dómsalnum Óttar Sveínsson Annar ekki talinn andlega heill í réttarhaldinu í gær kom fram hjá Hannesi Péturssyni geðlækni að hann teldi ekki að fangelsisrefsing kæmi að gagni hvað varöar Sigurð sem ekki er talinn andlega heill á Tvíburarnir þegar þeim var birt ákæra geösmunum. Öm Clausen spurði geðlækninn m.a. að því hvort hægt væri að líta á athæfi Sigurðar, sem lét 13 kílóa stein falla á höfuð fóm- arlambsins, þannig að honum hefði í raun ekki verið sjálfrátt vegna andlegs ástands hans. Hannes kvað svo vera enda væru viðbrögö manns með andlegan sjúkdóm eins og Sig- urður væri með gjaman fyrirvara- laus og hann ætti erfitt með sjálf- stjóm. Þessi svör vekja upp vangaveltur um hvort hinn fjölskipaði dómur Héraðsdóms Reykjaness muni dæma Ólaf, sem er sakhæfur, í fang- elsi en bróður hans til vistunar á viðeigandi stofnun sem myndi þá verða réttargeödeildin að Sogni. 9,5 milljóna bótakrafa í sóknarræðunni kynnti Þórir sækj- andi persónulegar bótakröfur ekkju Lárusar heitins auk bama þeirra á hendur tvibumnum - 9,5 milljónir króna. Reikna má með að dómurinn fallist a.m.k. á hluta þeirra. Ljóst er að það vom tvíburarnir einir og að því er fram hefur komið báðir sem bönuðu Lárusi. Þeir em aðallega ákærðir fyrir manndráp af ásetningi. Réttarhöldin hafa hins vegar að hluta til snúist um hvort hægt sé að sakfella þá fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Ákæmvaldið hafnar slíkum vangaveltum enda hafi Sigurður m.a. látið umræddan stein falla á manninn auk þess sem Ólafur ók bíl yfir hann - eftir að hann varð reið- ur og uppgötvaði að bræðurnir höfðu aðeins samtals 8 þúsund krónur upp úr þessu óhugnanlega vegna manndrápslns í Heiðmörk. ráni sem hafði framangreindar af- leiðingar. Reyndu ekki að hjálpa deyj- andi manni Þórir sagði að bræðumir hefðu í sameiningu ætlað að ræna manninn og atlaga þeirra hefði verið fjölþætt til að yfirbuga manninn. „Þetta var einungis til þess falliö að bana manninum," sagði Þórir. Hann varpaöi síðan fram spuming- um þegar hann lýsti því hvernig bræðumir bám sig að eftir að Ólaf- ur hafði sparkað í höfuð mannsins og Sigurður lét steininn falla á hann: „Reyndu þeir þá að veita mannin- um bjargir? Nei, þeir rændu vesk- inu hans og óku síðan yfir hann,“ sagði Þórir Oddsson. Dóms er að vænta innan þriggja vikna. Grétar Guðmundsson festir hér hjálm á styttu af víkingi sem stendur við Strandgötuna í Hafnarfirði. Hjálmi víkingsins var stolið á vfkingahátíð- inni í Hafnarfirðl i sumar sem leið en nú hefur Grétar séð til þess að vík- ingurinn er kominn með höfuðskraut sitt á nýjan leik. DV-mynd ÞÖK stuttar fréttir Loðnuveiði glæðist Svo virðist sem loðnuveiðin sé að glæðast I gær var flotinn um 60-70 mílur norður af Sléttu og þar vom skipin að fá allt að 150 tonna köst. Heildaraflinn á vertíðinni í gær nam um 462 þúsund tonn- um og vora þá óveidd um 95 þúsund tonn Laugavegur lagaður Borgarráð hefur ákveöið að fara í endurbætur á Laugaveginum, frá Vitastíg að Bar- ónsstíg, sambæri- legar þeim sem þegar hafa verið gerðar að Vitastíg. Reiknað er með 30 bílastæðum á þessum kafla. Óku of hratt Lögreglumenn á Dalvík og í Ólafsfirði tóku sjö ökumenn fyrir að aka of hratt á þjóðveg- inum frá Ólafsfirði og hálfa leiö inn á Akureyri seinni part dags í gær. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða. Árekstur í Ólafsvík Tveir fólksbílar skullu harkalega saman á gatnamót- um í Ólafsvík í gær. Báðir bíl- amir vom óökufærir á eftir. Minni háttar meiðsl urðu á fólki. Liðsauki í Leiftur Knattspyrnliðið Leiftur á Ólafsfirði endurheimti í gær Pál Guðmundsson sem lék með norska liöinu Raufoss á þessu ári. Páll samdi við Leiftur til tveggja ára og þaö sama gerði Arngrímur Amarson, bráðefnilegur sóknarmaður frá Húsavík. Mikið um árekstra Mikið var árekstra í höfuð- borginni i gær. Lögreglan sagöi ástæðuna eflaust góða veðriö, akstursskilyröin og of mikinn hraða. Ekki var vitað um slys á fólki í þessum óhöpp- um. Ekki með í Kyoto Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður segir útlit fyrir að íslendingar verði ekki aöilar að lokasamþykkt fundar í Kyoto um takmörkun út- blásturs gróður- húsalofttegunda. Hann segir að þetta geti leitt til þess að málflutningur íslend- inga um umhverfismál verði ótrúverðugur. Bylgjan sagði frá. Hafnfirðingar með Vegasmálið Ríkissaksóknari hefur falið Guðmundi Sophussyni, sýslu- manni i Hafnarfirði, að annast kæru nektardansmeyjar á hendur Haraldi Böðvarssyni, eins eiganda Vegasar. Lög- reglustjórinn í Reykjavík fór þess á leit aö öðra embætti yrði falin rannsókn málsins vegna skyldleika síns við Har- ald. Hilmir Snær í aðalhlutverk Hilmir Snær Guðnason hef- ur verið ráðinn í aðalhlutverk- ið í kvikmynd Hrafns Jökuls- sonar, Myrkrahöföingjanum. Myndin segir sögu séra Jóns Magnússonar sem uppi var á 17. öld. Áætlað er að upptök- umar á myndinni hefjist í lok janúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.