Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 62
70 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Bjarni Guðbjörnsson Bjarni Guðbjömsson, fyrrv. m.a. í stjórn þingmanna bankastjóri og alþingismaður, áttatíu og fimm ára í dag. er Starfsferill Bjami fæddist í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MR 1930 og kennaraprófi frá KÍ1941. Á ámnum 1933 til 1939 var Bjarni bifreiðarstjóri í Reykjavík en hóf störf við Útvegsbanka íslands 1941 og starfaði við þann banka allt til 1983 er hann lét af störfum sökum aldurs. Hann var ráðinn útibústjóri við Útvegsbankann á ísafirði 1950 og gegndi því starfi í tæpan aldar- fjórðung, varð útibússtjóri í Kópa- vogi 1973 en á árunum 1974-83 var hann aðalbankastjóri við Útvegs- bankann í Reykjavík. Á ísafirði var Bjarni bæjarfull- trúi fyrir Framsóknarflokkinn 1955-70, þar af forseti bæjarstjórnar 1962-66. Hann sat í miðstjórn Fram- sóknarflokksins og var alþm. fyrir Vestfirði 1967-74, eftir að hafa verið varaþingmaður tvö kjörtímabilin þar á undan. Bjami hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum og setið í stjórn fjölda stofnana og fyrirtækja, samtaka Atlantshafsbanda- lagsins 1971-74. Hann var lengi norskur vararæðis- maður á ísafirði og hefur starfað fyrir Knattspyrnufé- lagið Val í Reykjavík. Fjölskylda Bjarni kvæntist 1.11. 1941 Gunnþórunni Bjömsdóttur, f. 14.11. 1919, húsmóður. Hún er dóttir Björns Krist- jánssonar, f. 22.2. 1880, d. 10.7. 1973, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri og alþm., og Rannveigar Gunnarsdótt- ur, f. 6.11.1901, d. 29.1.1991, húsmóð- ur. Böm Bjarna og Gunnþórunnar eru Bjöm Ragnar, f. 15.5. 1943, við- skiptafræðingur og framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Brynjólfsdóttur lyfjatækni, f. 22.5.1946; Þórdís, f. 25.4.1948, d. 5.10. 1995, hárgreiðslu- og skrifstofumað- ur í Reykjavík, en eftirlifandi mað- ur hennar er Henrik G. Thoraren- sen, f. 1.5. 1950; Gunnar Þór, f. 8.4. 1957, sagnfræðingur og framhalds- skólakennari, kvæntur Jóhönnu Einarsdóttur talmeina- Torfasonar, á Hvallátrum, Brands- Bjarni Guöbjörnsson. fræðingi, f. 8.6. 1958. Bjami á sjö bamabörn. Bjarni er einn eftirlif- andi systkina sinna en þau vora: Sigríður, f. 4.10. 1901, d. 27.7. 1930, búsett í Reykjavík; Jens, f. 30.8. 1903, d. 1.5. 1978, bók- bandsmeistari og íþrótta- frömuður í Reykjavík; Friðjón, f. 23.10. 1905, d. 29.3. 1982, vélstjóri og síð- ar sundhallarvörður í Reykjavík; Torfí, f. 5.12. 1907, d. 18.3. 1983, starfsmaður hjá tollstjóra, búsettur í Reykjavík; Þórdís, f. 30.4. 1910, d. 17.6. 1923; Ásgerður Jensína, f. 31.8. 1914, d. 24.10. 1930. Foreldrar Bjarna vora Guðbjöm Guðbrandsson, f. í Miklagarði í Saurbæ 9.7. 1875, d. 26.7. 1927, prent- ari og bókbindari í Reykjavík, og Jensina Jensdóttir, f. 25.3. 1879 á Hóli í Hvammssveit, d. 25.12. 1930, húsfreyja. Ætt Guðbjörn var sonur Guðbrands, b. í Miklagarði í Saurbæ í Dölum sonar. Móðir Guðbrands var Guð- rún Einarsdóttir. Móðir Guðbjöms var Guðrún Tómasdóttir, b. í Steinadal í Kolla- firði, Jónssonar, b. á Hólum í Reyk- hólasveit, Björnssonar. Móðir Tómasar var Guðrún Guðbrands- dóttir. Móðir Guðrúnar Tómasdótt- ur var Kristín Árnadóttir, b. í Steinadal, Jónssonar. Jensína var dóttir Jens, hrepp- stjóra og dbrm. á Hóli í Hvamms- sveit, Jónssonar, b. í Ásgarði, Magn- ússonar. Móðir Jens var Ingibjörg Bjarnadóttir. Móðir Jensínu var Sigríður Daní- elsdóttir, prests í Ögurþingum, Jónssonar, prests á Auðkúlu, Jóns- sonar. Móðir Daníels var Ingibjörg Oddsdóttir, prests er hvarf frá Miklabæ í Skagafirði, Gíslasonar, biskups Magnússonar. Móðir Odds var Ingibjörg Sigurðardóttir, lög- sagnara að Geitaskarði, Einarsson- ar. Móðir Sigríðar var Ólöf Tómas- dóttir í Hvalsnesi, Jónssonar. Bjarni verður að heiman á afmæl- isdaginn. Hörður Kristinsson Dr. Hörður Kristinsson, grasa- fræðingur og forstöðumaður Akur- eyrarseturs Náttúrufræðistofnunar íslands, til heimilis að Amarhóli í Eyjafjarðarsveit, er sextugur í dag. Starfsferill Hörður fæddist við Oddagötu á Akureyri en ólst upp að Amarhóli í ■J Kaupangssveit, nú Eyjafjarðarsveit. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1958, námi í grasafræði, dýrafræði og plöntusjúkdómum frá háskólan- um í Göttingen 1962 og doktorsprófi í grasafræði frá Göttingen 1966. Hörður vann að rannsóknaverkefn- inu Fléttuflóra íslands við Duke-há- skólann í Bandaríkjunum 1967-70. Hörður var grasafræðingur við Náttúrugripasafnið á Akureyri og Lystigarð Akureyrar 1970-77, stundakennari við MA 1970-71 og við HÍ 1971-76 og prófessor í grasa- fræði við HÍ 1977-87. Hann var for- stöðumaður Náttúrugripasafnsins 1974-77 og hefur verið forstöðumað- ur Náttúrufræðistofnunar Norður- lands á Akureyri er síðar var nefnt Akureyrarsetur Náttúrufræðistofn- unar íslands, frá 1987. Hörður hefur skrifað fjölda rit- gerða og greina varðandi grasa- fræðilegar rannsóknir í íslensk og erlend tímarit. Hann er höfundur plöntuhandbókarinnar, útg. á ís- lensku 1986, á ensku 1987 og á þýsku 1990. Fjölskylda Hörður kvæntist 22.9. 1988 Sig- rúnu Björgu Sigurðardóttur, f. 22.11. 1948, launafulltrúa hjá Akureyrar- bæ. Hún er dóttir Sigurðar Guð- laugssonar, fyrrv. bónda á Hafurs- stöðum, og Auðbjargar Albertsdótt- ur húsfreyju. Hörður kvæntist fyrri konu sinni 1.6. 1963, Önnu Maríu Jóhannsdótt- ur, en þau skildu 1978. Hún er dótt- ir Jóhanns Konráðssonar söngvara og Fanneyjar Oddgeirsdóttur. Böm Harðar: Fanney Harðardótt- ir (kjördóttir), f. 15.11. 1961, röntgentæknir á Akureyri, gift Sig- fúsi Hreiðarssyni og eiga þau tvö böm; Inga Björk Harðardóttir, f. 12.11. 1964, gullsmiður á Akureyri, gift Rúnari Friðrikssyni, hún á eitt barn frá fyrri sambúð. Systkini Harðar eru Magnús Kristinsson, f. 13.6. 1943, kennari, leiðsögumaður og þýðandi, búsettur í Stuttgart í Þýskalandi; Hallmund- ur Einar Kristinsson, f. 2.12. 1946, leikmyndateiknari á Akureyri; Kristinn Örn Kristinsson, f. 28.8. 1957, tónlistarkennari og píanóleik- ari i Reykjavík. Foreldrar Harðar eru Kristinn Sigmundsson, f. 13.11.1910, fyrrv. bóndi að Amarhóli í Kaupangssveit, og k.h., Ingveldur Hallmundsdótt- ir, f. 7.10. 1913, fyrrv. hús- freyja að Arnarhóli. Ætt Kristinn er bróðir Finns, fyrrv. landsbóka- varðar. Kristinn er sonur Sigurmundar Kristins, b. á Ysta-Hóli í Kaupangssveit, bróður Önnu, ömmu Stefáns Frið- bjömssonar, fyrrv. sveitarstjóra á Siglufirði. Sigurmundur var sonur Bjöms, b. á Svertingsstöðum, bróð- ur Guðmundar, langafa Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara. Systir Björns var Dýrleif, langamma Bjöms Friðfinnssonar hjá Reykjavíkurborg og Stefáns Friðfinnssonar hjá íslenskum aðal- verktökum. Björn var sonur Guð- mundar, b. á Grýtu, Jóhannssonar, bróður Þuríðar, ættmóður Skútu- staðaættarinnar. Önnur systir Guð- mundar var Sigurlaug, langamma Sigrúnar, móður Kristjáns Eldjárns forseta. Móðir Bjöms var Anna Ás- mundsdóttir. Móðir Sigmundar var Matthildur Þorfinnsdóttir, b. á Litlu Hámundarstöðum, Jónssonar. Móð- ir Kristins á Amarhóli var Friðdóra Guðlaugsdóttir, b. á Þröm í Garðsárdal, Jóhannesson- ar, og Guðnýjar Jónasdótt- ur. Ingveldur er dóttir Hall- mundar, trésmiðs á Brú á Stokkseyri, Einarssonar, b. í Brandshúsum, Einarsson- ar, b. í Butra í Fljótshlíð, Einarssonar. Móðir Hall- mundar var Þórann Hall- dórsdóttir, trésmiðs á Teigi, Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdótt- Móðir Ingveldar var Ingibjörg Bjamadóttir, b. í Túni, Eiríkssonar, b. þar, bróður Kristínar, langömmu Brynjólfs Bjarnasonar, heimspek- ings og ráðherra. Eiríkur var sonur Bjarna, b. í Árbæ, Stefánssonar, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækj- arættarinnar Halldórssonar. Móðir Eiríks var Margrét Eiríksdóttir, ættfóður Bolholtsættarinnar Jóns- sonar. Móðir Bjama í Túni var Hólmfríður Gestsdóttir, b. i Vorsa- bæ Guðnasonar og Sigríðar JSigurð- ardóttur, systir Bjama riddara. Móðir Ingibjargar var Guðflnna Guðmundsdóttir, b. í Hróarsholti Tómassonar. Hörður og Sigrún Björg taka á móti gestum að heimili sínu, í dag, laugardaginn 29.11., frá kl. 15.00-18.00. Hörður Kristinsson. ur. Nicolína Kjærbech Vigfúsdóttir Nicolína Kjærbech Vig- fúsdóttir skrifstofumaður, Álfaskeiði 3, Hafnarflrði, verður sextug á morgim. Starfsferill Nicolína fæddist í Sumba í Færeyjum og ólst þar upp. Auk húsmóður- starfa hefur hún verið um- boðsmaður Happdrættis DAS í Hafnarfirði í tuttugu og fímm ár. Þá er hún starfsmaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar. Fjölskylda Nicolína giftist 30.8. 1958 Óskari Vigfússyni, f. 8.12. 1931, fyrrv. for- seta Sjómannasambands íslands og - formanni Sjómannafélags Hafnar- fjaröar. Hann er sonur Vigfúsar Jóns Vigfússonar og Epiphaníu Ás- J bjömsdóttur í Hafnarfirði. ' Böm Nicolínu og Óskars era Val- borg K. Óskarsdóttir, f. 7.8. 1958, skrifstofumaður, gift Finnboga Guðmundssyni bifvélavirkja, eiga þau tvö böm; Óskar Ásbjörn Ósk- arsson, f. 26.8. 1958, starfs- maður hjá ísal, kvæntur Hjördísi Ö. Jónsdóttur dag- móður, eiga þau fjögur börn; Ómar Óskarsson, f. 18.2. 1963, framkvæmda- stjóri, kvæntur Erlu Maríu Kristinsdóttur hjúkranar- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Nicolínu: Kathrína, f. 1.12. 1928, d. 1.11. 1969; Jacob, f. 19.9. 1931, d. 4.4.1941; Jacoba, f. 19.9.1942, húsmóðir í Þórshöfn í Færeyjum, gift Kristjáni Jensen. Foreldrar Nicolínu: Niels Pauli Kjærbech, f. 28.11. 1904, d. 10.4. 1981, kóngsbóndi, og Valborg Kjærbech, f. 27.9. 1904, húsmóðir i Þórshöfn. Nicolina er í útlöndum á afmælis- daginn. Nicolína Kjærbech Vigfúsdóttir. Kristján Pálsson Kristján Pálsson vél- fræðingur, Bakkavegi 33, Ísafírði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist á ísa- firði en ólst upp á Flateyri. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi, lauk þaðan gagnfræða- prófl 1963, lærði vélvirkj- un í Vélsmiðju Hafnarfjarðar 1963-68 er hann lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein, stundaði nám við Vélskóla íslands og lauk þaðan prófi 1971. Kristján var vélfræðingur hjá RARIK við Mjólkárvirkjun 1971-72, yfirvélstjóri á Páli Pálssyni ÍS-102 1972-77 en hefur síðan verið vél- fræðingur og verkstjóri hjá Orku- búi Vestfjarða. Fjölskylda Kristján kvæntist 25.11. 1972 Ólöfu Helgadóttur, f. 14.10.1950, hús- móður. Hún er dóttir Helga Bjöms- sonar og Kristjönu Jónasdóttur. Böm Kristjáns og Ólafar era Jóna Lind Kristjáns- dóttir, f. 20.1. 1968, leik- skólakennari í Hnífsdal, maður hennar er Guð- mundur Rafn Kristjánsson og era dætur þeirra Silja Rán og Hekla Dögg; Karit- as Elísabet, f. 29.8. 1972, starfsmaður hjá Flugleið- um, búsett í Reykjavík, maður hennar er Þröstur Hilmarsson og er sonur þeirra Hilmar; ísak, f. 8.9. 1977, starfsmað- ur hjá Orkubúi Vestfjarða; Rakel Helena, f. 1.4. 1981, nemi við Fram- haldsskóla Vestfjarða. Systkini Kristjáns: Matthías, nú látinn; Sigþór; Sturlaugur; Aðal- heiður Guðbjörg; Pálína; Matthías. Foreldrar Kristjáns: Páll Ásgeirs- son, sem nú er látinn, vélstjóri á ísa- flrði, og k.h., Þorgerður Jensdóttir húsmóðir sem nú dvelur á Hlíf II á ísafirði. Kristján og Ólöf taka á móti gest- um í félagsheimili Orkubús Vest- Qarða í Engidal í dag, laugardaginn 29.11., kl. 20.00. Kristján Pálsson. Til hamingju með afmælið 29. nóvember 85 ára Einar H. Björnsson, Hjarðarhaga 40, Reykjavík. Guðmundur Pétursson, Hrafnistu í Hafnarfirði. 75 ára Margrét Kristinsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. 60 ára Ásmundur Hallgrímsson, Háaleitisbraut 28, Reykjavík. Hann verður að heiman. Hulda Þorvaldsdóttir, Rjúpufelli 46, Reykjavík. 50 ára Lúðvík Hraundal, Stífluseli 4, Reykjavik. Magnús Pétur Karlsson, Miðgarði 3, Keflavík. Rúnar Eiríkur Siggeirsson, Amartanga 81, Mosfellsbæ. Björn Gunnarsson, Dalbraut 39, Akranesi. Benedikt Jóhannsson, Krossanesi, Þverárhreppi. Seselía María Gimnarsdóttir. Hjallalundi 16, Akureyri. 40 ára Hafliði Guðmundur Guðjónsson, Álakvísl 71, Reykjavík. Rún Rafnsdóttir, Álakvísl 48, Reykjavík. Bjöm Erlingsson, Laufengi 164, Reykjavík. Sigrún Árnadóttir, Gerðhömram 21, Reykjavík. Sólrún Ámadóttir, Gullengi 1, Reykjavík. Helga Geirþrúður Þorvaldsdóttir, Borgarholtsbraut 68, Kópavogi. Smári Hlöðversson, Reynihvammi 4, Kópavogi. Þórey Guðmundsdóttir, Álfatúni 33, Kópavogi. Sigurbjarni Þórmundsson, Súlunesi 3, Garðabæ. Björn Guðbrands Ólafsson, Þúfu, Mosfellsbæ. Fróði Oddsson, Hríseyjargötu 5, Akureyri. ------777777] Smáauglýsinga 'ýMM' xm m deild DV er opin: • virka daga kl. 9-221 • laugardaga kl, 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga erfyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Alh. Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á fösfudag. aW milli hirr)in. - son , Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.