Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 JLlV Hkvikmyndir ^ 7 áfc DFCMonni^M ■kirtci AS Dagsljós trkkAIUbl ickk 01DV FULLfil REiSN Oborganlo: ■ i aösókn 1 ; lamanmynd som hefur fengið frábæra rii sínu sem og í Bandarikjunum.“ Slmi 551 9000 Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. i A Laugarásbíó - Most Wanted Plottá Undanfamar vikur viröist ég fátt annað hafa gert en að skrifa um samsærismyndir og ætla því ekki að hefja þennan dóm minn á upptalningu á þeim myndum sem sýndar hafa verið í íslenskum kvikmyndahúsum undan- fama mánuði. Orsakimar fyrir þessari miklu flóra era mér með öllu huldar. Samsærismyndir voru algengar á kaldastríðsárunum en þá gaf pólitískt andrúmsloft tím- ans hugleiðingum um njósnir og laumuspil lausan taum- inn. Engin af samsærismyndum síðasta árs hefur náð óvenjulega miklum vinsældum svo vart er hægt að segja að markaðurinn sé að laga sig að nýjum smekk. Fátt bendir líka til þess að myndimar spegli sýnilegt óöryggi í stjómmálum bandarísks samtíma. í Most Wanted leikur Keenen Ivory Wayans hermanninn Sgt. James Dunn sem dæmdur er til dauða fyrir morð á yfirmanni sinum. Honum er bjargað af hópi sérsveitar- manna sem stjórnað er af ofurstanum Grant Casey (Jon Voight). Fyrsta verkefni Dunns er að ráða svikarann og auðkýfinginn Donald Bickhart (Robert Culp) af dögum þar sem hann er í fylgd forsetafrúarinnar. Eitthvað fer úrskeiðis því áður en Dunn nær að hleypa af skoti liggur forsetafrúin í valnum. Dunn áttar sig fljótlega á því að honum er ætlað að taka á sig sökina fyrir morðið og hundeltur af lögreglu og sérsveitarmönnum reynir hann að komast inn að miðju svikavefsins. Wayans, sem er einnig handritshöfúndur myndarinnar, hefði mátt vinna fléttuna betur því of mikið er um lausa enda. Margar aukapersónumar em aðeins uppfyllingarefhi og hafa það hlutverk að keyra söguþráðinn áfram. Af Most Wanted má þó hafa ágætisskemmtun. Hún er meðalmynd og sem slík veldur hún ekki vonbrigðum. Wayans stendur sig með prýði og kvenhetjan, sem leikin er af Jillian Hen- nessy, er að því leyti merkileg að hún þvælist ekki fyrir hetjunni og á ekki í ástarsambandi með henni. Jon Vo- ight á þó í miklum vandræðum með að skila hlutverki sínu á sannfærandi hátt. Hann fékk líka verstu setning- amar. Leikstjóri: David Hogan. Aöalhlutverk: Keenen Ivory Wa- yans, Jon Voight, Jillian Hennessy, Robert Culp, Paul Sorvino, Wolfgang Bodison og Eric Roberts. Guðni Elisson Kvikmyndatónlist: Gamalt og gott Wedding og L.A. Con- fidental. Óðurtil Burt Bacharach Eitthvert besta tónskáld á sviði dægurtónlistar er Burt Bacharach. Popparar nútímans hafa hver af öðrum verið að uppgötva hvílik lista- smíð lög hans era. Er nærtækt að nefna Pál Óskar sem hefur ósjald- an látið í ljós hrifningu Tónlistariðnaðurinn í Bandaríkjunum er enn stærri en kvikmynda- iðnaðurinn. Þetta hafa kvikmyndaframleið- endur gert sér grein fyrir á undanfómum árum og því skiptir það orðið miklu máli hvort tónlistin nái til fólks eða ekki. Plata með lögum úr kvik- mynd, sem selst í millj- ónaeintökum, getur aukið aðsókn til muna. Þessi þróun í kvikmyndatónlist gerir það að verkum að hlutur hinna raunverulega kvikmyndatónskálda er oft minni en gott þykir. Það hefur verið aðall góðra kvik- myndatónskálda að láta tónlistina falla það vel að efninu að hún falli sjáifkrafa inn í myndina auk þess sem hún grafi um sig i heilabúi áhorfandans. Gott dæmi um slík tónskáld er Bernard Herrmann sem samdi mikið fyrir Alfred Hitchcock og John Williams. Á undanfómum árum hef- ur hann borið höfuð og herðar yfir kvik- myndatónskáld og er hægt að nefna mörg dæmi um hans afrek. En ég ætla hér að- eins að nefna eitt, stefið úr Jaws, sem bæði límir sig við myndina og áhorfand- ann. Hinn geirinn í kvikmyndatónlistinni er val á réttum lögum í kvikmynd. Þá er oft- ar en ekki verið að hugsa um sölu- á plötu og fýrir vikið líður kvikmyndin oft fyrir að vera með tónlist sem engan veginn á heima í myndinni. Þetta er aðallega gert í myndum sem ætlaðar em táningum og ungu fólki, sem fer í bíó og hlustar á popptónlist. Þessa dagana er verið að sýna tvær kvikmyndir með ólíkri tónlist þar sem tekist hefúr ákaflega vel til með laga- val. Em það myndimar My Best Friend’s sína á Bacharach og hann söng lög hans á ballöðuplötunni sinni. Þeir sem valið hafa lög í hina vinsælu kvikmynd My Best Friend’s Wedding em hrifnir af Bacharach. Er megnið af lögun- um í myndinni eftir hann, flest í meðfór- um ungra söng- kvenna sem vom varla búnar að slíta bamsskónum þegar lögin vora hvað vin- sælust. Undanskilin er Jackie De Shannon sem er samferða- maður Bacharach. Til að gera langa sögu stutta þá era útsetningar virkilega góðar, uppruninn er látinn halda sér og söngur góður. Þeim sem hafa séð myndina er sjálfsagt efst í huga í sambandi við tónlist- ina þegar leikaramir sungu I Say a Little Prayer í eftirminnilegu atriði á veitinga- stað. Það em fleiri góð lög á þessari plötu. Tony Bennett dúkkar upp með góða út- setningu á The Way You Look Tonight. Hið eiginlega tónskáld myndarinnar, James Newton Howard, sem er ósk- arsverðlaunahafi fyrir kvikmyndatónlist, lokar plötunni með svítu úr My Nest Fri- end’s Weddings og er það eina nýja tón- listin. Má segja að hlutur hans á plötunni sé frekar rýr. Örlög hins gamalreynda Jerrys Goldsmiths (sem einnig á óskarsverðlaun uppi í hillu) á plötunni með tónlistinni úr L.A. Confidental era þau sömu og Howards. Hann fær að byrja með mínútu- langt stef og enda plötuna á þema myndar- innar. Inni á milli era svo dægurlög og djass sem hljómuðu fýrri hluta sjötta ára- tugarins og er valið einstaklega vel heppn- að og skemmtileg hlust- un. Má þar nefna tvö lög með Dean Martin og er annað jólalag sem á það skihð að fá að heyrast oftar. Um djassinn sjá þeir félagar Chet Baker og Gerry Mulligan. Það er engin spuming að leikstjórinn Curtis Han- son hefur verið með í ráðum við val djsslag- annna því glöggir djassá- hugamenn hafa öragg- lega tekið eftir því að í veislu einni í myndinni, þar sem djassinn ómar, era tveir menn á sviði sem era að blása í trompet og barítonsaxófón. Era þeir eins og klónaðir Baker og Mulligan. Bæði L.A. Confidental og My Best Fri- end’s Wedding era dæmi um að hægt er að gera góðar plötur með lögum úr kvik- myndum en því miður era sams konar plötur miklu fleiri þar sem eingöngu er verið að hugsa um sölumöguleikana á kostnað þess sem máh skiptir, kvikmynd- arinnar sjálfrar. -HK Myrkrahöfðinginn: Hilmir Snær leikur síra Jón Hrafn Gunnlaugsson hefur að undan- förnu verið að vinna að undirbúningi fyrir tökur á nýjustu kvikmynd sinni, Myrkrahöfðingjanum, en handritið hef- ur hann unnið í samvinnu við Þórarin Eldjárn upp úr Píslarsögu síra Jóns Magnússonar, sem skrifuð var á áran- um 1650-1660. í Píslarsögunni lýsir séra Jón galdraofsóknum sem hann taldi sig verða fyrir af hendi nágranna sinna sem síðar vora dregnir fyrir dóm. Þótt Píslarsagan sé kveikjan að Myrkrahöfð- ingjanum taka handritshöfundarnir sér fullt skáldaleyfi. Mikh leit hefur staðið yfir að karheik- ara í hlutverk síra Jóns. Nú er þeirri leit lokið. Hilmir Snær Guðnason fær að spreyta sig á hlutverkinu. Enn þá stend- ur yfir leit að leikkonu í aðalkvenhlut- verk myndarinnar, Þuríði, sem ekki var orðin tvítug þegar sagan gerist. í vor var auglýst eftir leikkonu og bámst um 150 umsóknir og er verið að vinna úr þeim. Áætlað er að upptökur á Myrkrahöfð- ingjanum hefjist i lok janúar. Aöalupp- tökumar fara fram á Reykjanesi þar sem byggð hefur veriö sautjándu aldar dómkirkja og í Hvassahrauni á Vatns- leysuströnd þar sem bær og kirkja síra Jóns hafa verið reist. -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.