Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 JLj"V dagurílífi Heimsmálin Annasamur dagur í lífi Einar Njálssonar, bæjarstjóra á Húsavík: levst r i kaffinu Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, á vinnustaó sínum. Par er eitt og annað til umræöu og oftar en ekki eru uppi á borðum lausnir á öllum heimsins vanda. DV-mynd gk „Vekjaraklukkan mín hringdi 10 mínútur fyrir klukkan sjö sl. mánudagsmorgun, eins og hún ger- ir venjulega, og ég skreið fram úr og fór í mín hefðbundnu morgun- verk. Þau eru að fara í sturtu og bera á mig psoriasis-krem sem ég geri á hverjum morgni þar sem ég er psoriasis-sjúklingur. Te og rúgbrauð Svo tók við morgunmaturinn, sem er ávallt eins, ég fæ mér einn bolla af te og með því rúgbrauðssneið með osti. Um klukkan átta var ég kominn á vinnustað á bæjarskrifstofunni og dagurinn hófst á því að ganga frá ófrágengnum málum frá því á fóstudeginum, hringja í fólk og svara skilaboðum auk þess sem ég þurfti að skrifa eitt bréf þar sem mér hafði ekki unnist tími til að vinna neitt um helgina. Rætt um hvalaskoðun Við höfum ávallt morgunkaffi á bæjarskrifstofunni klukkan níu til hálftíu þar sem við söfnumst saman og leysum heimsmálin. Ég kom á þann fund um kortér yfir níu og klukkan tíu átti ég fund með fuiltrúa fyrirtækisins Norð- ursiglingar sem gerir út héðan í hvalaskoðunarferðir. Við ræddum ýmis mál í um það bil klukku- stund. Tíminn að þeim fundi lokn- um og fram að hádegi fór svo í að svara skilaboðum sem höfðu kom- ið á meðan ég var á þessum fundi en klukkan tólf á hádegi fór ég í hádegisverð með fulltrúa frá fyrir- tækinu Fjarhitun. Það er verk- fræðifyrirtæki sem veitir Húsa- víkurbæ ráðgjöf og hönnun vegna uppbyggingar hitaveitunnar og Hitaveitan hefur starfað með frá stofnun. Vettvangskönnun Hádegisverðartíminn fór í að ræða verkefni sem framundan eru, s.s. frumhönnun á nýrri að- veituæð fyrir hitaveituna, hugs- anlega staðsetningu rafstöðvar og miðlunar- tanks. Eftir matinn fórum við í vettvangskönnun og skoðuðum nýtt iðnaðarsvæði sem verið er að byggja upp þar sem á að nota þetta heita vatn og við fórum einnig fram í sveit og skoðuðum m.a. hvar hægt væri að koma fyr- ir nýrri aðveituæð. Hóað í þingmenn Þetta tók tímann fram undir hálf- fjögur en þá fór ég að reyna að ná i þingmenn og ráðherra til að skipu- leggja fund í Reykjavík um hafnar- mál á Húsavík sem við ætluðum að reyna að halda síðar í vikunni. Ég var að þessu i rúman klukkutíma og klukkan hálffimm fór ég að und- irbúa fund með meirihluta bæjar- stjórnar til undirbúnings fyrir bæj- arstjómarfund daginn eftir. Þessi fundur hófst klukkan fimm og stóð til klukkan hálfátta og á honum var farið yfir ýmis mál og rætt hvernig mál yrðu lögð fram og kynnt, svo eitthvað sé nefnt. Að loknum þessum fundi fór ég heim og borðaði indælis fískisúpu áður en ég fór á söngæfmgu en ég er að syngja mér til gamans með hópi fólks úr leikfélaginu, lög úr göml- um leikritum meðal annars. Á þessari söngæfingu tók ég tvö sím- töl frá mönnum sem ég hafði lagt skilaboð fyrir um daginn. Blómin í ánni Klukkan hálfellefu var ég kominn heim, fór að búa mig undir að hátta en áður en ég sofna les ég ávallt eitthvað. Núna er á nátt- borðinu bók sem ég hef lesið oft áður og heitir Blómin i ánni, bók sem fjallar um afleiðingar kjarn- orkusprengingarinnar á Hiros- hima. Það hefur hins vegar varla verið komið miðnætti þegar svefninn tók völdin og ég sveif inn í draumalöndin.“ -gk Finnur þú fimm breytingar? 439 „Þaö þarf kannski ekki að koma á óvart að bensínreikningurinn hækki stöðugt á þessu heimili!“ Nafn:______________________________________________________________ Heimili:______________ __________________________________ Vinningshafar fyrir getraun nr. 437 eru: 1. verólaun: 2. verólaun: Anna Aðalh. Halldórsdóttir. Sigurður I. Fanndal, Lyngmóum 9. Hjaltabakka 12 210 Garðabær. 109 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau.með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumiila 2, að verðmæti kr. 3.490,- 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 439 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.