Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 47 Getty-safnið opnað i Nú standa vonir til að Getty- s safnið í Los Angeles verði opnað | formlega þann 16. desember næst- | komandi. Það er raunar íjórum | árum á eftir áætlun en bygging |i þess hefur staðið yfir í 14 ár og er ; kostnaður talinn vera nálægt ein- um milljarði íslenskra króna. í safninu er griðarlegt safn listaverka og í allt eru fímmtíu p salir skreyttir verkum frá mis- | munandi tímabilum. Aðgangseyr- ir er enginn en hins vegar þurfa menn að greiða tæpar fjögur | hundruð krónur fyrir bílastæði. | Lengri afgreiðslutími Verslunareigendur í Zúrich, I stærstu borg Sviss, geta nú haft búðir sínar opnar mun lengur en áður hefur tíðkast. Svisslending- | ar hafa búið við strangar reglur í p þessum efnum. í Zúrich gengu borgarbúar að kjörborði og í kjöl- | farið mega verslanir vera opnar I til átta á kvöldin. Skautað í París í tilefni jólanna verður sett upp | skautasveÚ fyrir framan ráðhús I® Parisarborgar. Svellið verður þúsund fermetrar að stærð og umkringt norskum barrtijám til þess að fá sanna jólastemningu. Hellirigning í Aþenu Það blés ekki byrlega í Aþenu í vikunni. Þá dundi á borgarbúum 1 eitthvert mesta vatnsveður í mörg 1 ár. Vatnsflóðið rann eftir götum | borgarinnar og hafði gríðarleg | áhrif á umferð bíla. Þá geisuðu stormar í Argos á Pelópsskaga svo | að loka varð umferðaræðinni á | milli Korinþu og Trípóli. Kert öryggisgæsla í kjölfar fjöldamorðanna í | Luxor-hofinu í Egyptalandi hefur öryggisgæsla verið hert til muna. Hermenn eru á hverju götuhorni | en hins vegar er lítið um ferða- f menn, enda hefúr fjölda ferða tii | landsins verið aflýst undanfarið. j Vel er tekið á móti þeim fau | ferðamönnum sem heimsækja | landið þessa dagana og fá þeir til | dæmis rósavönd við komuna til ( landsins. Ferðaiðnaður er mikil- | væg atvinnugrein í Egyptalandi j og óttast þarlendir ferðaaðilar að I afleiðingar ódæðisverkanna verði langvarandi. Faraldur í Mosambík í Mósambík ríkir nú erfitt i ástand en þar geisar auk kóleru Inýr faraldur eitlabólgu. Á síðustu sex vikum hafa hartnær hundrað j manns verið greindir með eitla- bólgu en sjúkdómurinn berst með ákveðinni flugnategund sem lifir j á rottum. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður strax getur fólk dáið innan 48 stunda. Spilavíti í Sydney í síðustu viku var opnað nýtt spilavíti í Sydney sem kallast Star City Casino. Opnun spilavít- isins var einkar glæsileg og var meðal annars boðið upp á ókeyp- ( is tónleika með Diönu Ross. ( Spilavítið sjálft er engin smá- ; smíði en þar eru 200 spilaborð, * 1500 spilakassar auk risavaxins sjónvarpsskjás þar sem menn geta fylgst með kappreiðum. Rofar til í Asíu Svört mengunarský, sem leg- ið hafa yfir suðausturhluta Asíu, eru nú smám saman að láta í minni pokann fyrir ( monsúnrigningum og breyttri vindátt. Loftið í Indónesíu, Singapore, hluta Malasiu og Fil- ippseyjum hefur verið eitrað svo vikum skiptir og hefur um- fram aðra lagst á eldri borgara : og astmaveika. Þess mun ekki langt að bíða að fólk á þessum stöðum fari að sjá aftur til sólar. Y .... ....................... Pompei liggur undir skemmdum: Snúa vörn í sókn Þeir sem hafa ferðast um Suður- Ítalíu hafa margir lagt leið sina til hinnar fornu rómversku borgar Pompei. Pompei er sjálfsagt ein frægasta borg sögunnar en hún ligg- ur nú undir miklum skemmdum og í þetta skipti eiga náttúruhamfarir ekki hlut að máli. Árið 62 reið mikill jarðskjálfti yfir borgina og sextán árum síðar tók næsti nágranni Pompei, eldfjall- ið Vesúvíus, að spúa eldi og borgin lagðist undir öskulag. Það var reyndar til gæfu því öskulagið vemdaði allt sem undir var og það eru þeir hlutir sem ferðamenn skoða í dag. Fornminjarnar í Pompei þykja varpa ótrúlega skýru ljósi á daglegt líf Rómverja til forna og margir líkja Pompei við tímavél sem færir gesti aftur um 2000 ár í einu vet- fangi. Síðustu tvö hundruð árin hafa fomleifafræðingar unnið hörðum höndum að því að grafa borgina meira og meira upp. Því er raunar svo farið að mikill fjöldi þeirra gripa sem fundist hefur hefur verið ijarlægður og er nú hýstur á þjóð- minjasafni Napólíborgar. Það sem menn óttast hins vegar er að hin vinsæla borg sé að deyja drottni sínum hægt og rólega. Minjasafni Pompei var lokað fyr- ir 1975 vegna stöðugra þjófnaða. Á næstu fimmtán árum var yfir 600 hlutum stolið úr borginni. Öryggis- gæslu hefur til langs tíma verið mjög ábótavant en nú stendur til að bæta úr því og ráða fjölda manns til starfa. Ferðamönnum fjölgað Það er fleira sem ógnar framtíð Pompei og þar er vaxandi mengun einn stærsti þátturinn. Veðráttan hefur einnig sett sitt mark á borg- ina og til dæmis hefur ótæpilegt sól- arljós eytt freskum borgarinnar smám saman svo nú sést vart í þær. Þá hefur ferðamönnum fjölgað ár frá ári og nú heimsækja borgina um tvær milljónir manna. Sem betur fer hafa safnyfirvöld í Pompei ákveðið að snúa vörn i sókn og gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að bjarga borginni frá því að deyja drottni sínum hægt og rólega. Samtökin World Monuments Watch hafa sett af stað áætlun til að safna nægu fé til að laga það sem aflaga hefur farið. Ferðamenn framtíðarinnar geta því enn lagt lykkju á leið sína þeg- ar þeir eiga leið um Suður-Ítalíu og heimsótt hina merku borg í betra ásigkomulagi en hún hefur verið í mörg ár. KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR Afls TANNIOG TÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. Fínustu veitingahúsin: Níu vikna bið eftir borði Að panta borð á eftirsóttum veitingahúsum í borgum á borð við París, London og New York getur verið torsótt mál. Það þýðir víst lítið fyrir venjulegan ferða- mann að ætla sér að labba beint inn á virðulegan veitingastað og setjast að snæðingi. Það er aftur ljóst að veitingahúsin sem hér eru nefnd að neðan þurfa síst að kvarta yfir dræmri aðsókn. Þeir sem eru á leið til New York, London eða Parísar og vilja borða á fínum veitingastöðum ættu að huga að borði í tíma. í New York þykir mjög fint að borða á veitingahúsinu Le Circue 2000. Ætli menn að njóta matar þar á föstudags- eða laugardags- kvöldi þýðir ekkert annað en að panta borð með að minnsta kosti sex vikna fyrirvara. Láti menn sér nægja hádegisverð dugar þriggja vikna fyrirvari. Veitingahúsið Aubergine í London slær þó öll met því þar er biðin að meðaltali níu vikur eftir borði að kvöldi til og mælt er með þriggja mánaða fyrirvara vilji menn borða á laugardagskvöldi. Á virkum dögum er hugsanlegt að fá borð í hádeginu með nokkurri heppni. Restaurant Alain Ducasse er afar þekkt í París og þar er miðað við sex vikna bið. Túristar sækja gjarna staðinn í ágúst en þá eru flestir Parísarbúar í sumarleyfi. Líkamsrækt í Eiffelturni Flestir vita að það er hollara að ganga upp stiga en taka lyftu. í Eif- felturninum eru til dæmis 1.060 tröppur og þar á bæ hafa menn leitt getum að því að með því að ganga upp á sæmilegum hraða brenni maður 280 kaloríum á leiðinni upp en eitthvað minna á leiðinni niður. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð við líkamsrækt en þó ekki ekki svo slæm. Ekki kváðu ferðamenn brenna jafnmiklu þegar þeir ganga upp stigana í Frelsisstyttunni en þar eru tröppumar aðeins 354 og gönguhraðinn ekki mikill vegna gif- urlegra þrengsla í stigaganginum. Mesta brennsla á sér þó stað í pýramídum Egyptalands en upp- gangan tekur um 20 mínútur og áreynslan er á við fjallaklifur. í kaupbæti er svo stórkostlegt útsýni til Kaíró. Mikil fjölgun gesta í sumar DV, Fljótum Tæplega tíu þúsund og þrjú hundruð manns komu í Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Varmahlíð í sumar og er aukningin um 6.800 manns frá því árið á undan. Ekki er ólíklegt að nýtt húsnæði Upplýsingamiðstöðvarinnar hafi dregið fólk að og sömuleiðis minja- gripasala handverksfólks sem var í sama húsi. Komum íslendinga fjölgaði úr eitt þúsund í 6900 en útlendingum fjölg- aði aðeins um eitt þúsund og var að- sóknin mest í júlímánuði. -ÖÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.