Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 43
- sem ág geri á tónlistarsviðinu, segir Bjarni Hafþór, „með á nótunum" DV, Akureyri: „Þegar ég lauk vinnu við upptök- ur á þessum diski ásamt Kristjáni Edelstein útsetjara og þeim öðrum sem komu að gerð disksins, hélt ég í einfeldni minni að nú væri mesta vinnan að baki, verkinu væri eigin- lega lokið. En það var nú öðru nær. Ég hef komist að þvi að það er mjög mikið verk að fylgja svona verki eft- ir, að upptökum loknum taka við viðtöl á útvarps- og sjónvarpsstöðv- um, í blöðum, og að koma fram sjálfur á öðrum vettvangi ef því er að skipta," segir Bjarni Hafþór Helgason, en hann hefur sent frá sér sinn fyrsta geisladisk með eigin tón- smíðum sem ber heitið „Með á nót- unum“. Það er óhætt að segja að á geisla- diski sínum sýni Bjami Hafþór á sér nýjar hliðar. Tónsmíðar hans hafa þó heyrst oft áður en þá í flutn- ingi annarra og t.d. gerði Akureyr- arhljómsveitin Skriðjöklar nokkur laga hans landskunn fyrir nokkrum ánun. En þrátt fyrir þær tónsmíðar er Bjarni Hafþór án efa þekktastur fyrir að hafa starfað sem sjónvarps- maður í áratug, lengst af fyrir Stöð 2 á Akureyri. Ný reynsla „Það að standa í kynningarstarfí á sjálfum mér hefur auðvitað verið ný reynsla fyrir mig, enda er ég vanari þvi að vera hinum megin borðsins og hef þá oftar en ekki ver- ið i því hlutverki að koma þeim á framfæri sem hafa verið að gefa eitt- hvað út, geisladiska, plötur eða bækur svo eitthvað sé nefnt. Þar af leiðandi vissi ég nokkuð út á hvað þetta gengur. Ég get heldur ekkert kvartað undan viðtökunum, þær hafa verið mjög góðar. Fólk á fórn- um vegi hefur lýst yfir ánægju sinni með lögin mín og það skiptir auðvit- að mjög miklu máli fyrir mig. Það fær mig til að trúa því að ég hafi verið að gera eitthvað gott og það skiptir höfuðmáli. Það sem hef- ur hins vegar komið mér mest á óvart er hversu gífurlega mikið framboð er á nýjum geisla- diskum á mark- aðnum. Ég á hins vegar erfitt með að trúa því að í þá alla hafi verið lagt jafn- mikið fjármagn og í mínu tiifelli." - Hvað kostar disk- urinn „Með á nótun- um“? \ „Heildarkostnaður- inn er talsvert á aðra milljón sem mér skilst________ að sé nokkuð há fjárhæð „-arrl\ Hatj?°r' ” miðað við það sem al- ^rarnfær'- Bjarni geröi sér lítið fyrir og afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra Eins og sjá má var gjöfinni vel tekiö. nokkur eintök af nýju geisluplötunni. DV-mynd E.ÓI. löngun minni að koma tónlistinni minni á framfæri. Það er svo til að kóróna það verk ef einhverjir aðrir en ég njóta þess, þá er ég ánægður." - En hver var aðdragandinn, þú ert búinn að vera að semja tónlist um árabil en hefur ekki drifið í þessu fyrr? en annaö kkert warktn'ð'&ere sem mennt gerist þótt auðvit- að hljóti að vera til dæmi um diska sem hefur kostað meira að framleiða." Þá er ág ánægður . - Varstu búinn að safna í sjóð áður en þú fórst af stað í þetta verk- efni? „Nei, viðtökurnar verða að leiða það í ljós hvort þetta dæmi kemur til með að standa undir sér fjárhags- léga. Annars hefur markmiðið með þessari útgáfu aldrei verið fjárhags- legt. Markmiðið hefur ekki verið neitt annað en að fullnægja þeirri „Ég var búinn að velta því fyrir mér í alllangan tíma að koma efni á geisladisk og gera það með persónu- legum hætti þannig að ég tæki sjálf- ur þátt í flutningnum. Ég tók um það ákvörðun í jánúar á þessu ári að ráðast í þetta og upptökur hófust síðan í maí. Það má segja að tvö ný lög hafi orðið til þess að ég lét verða af þessu og taldi mig vera kominn með nægjanlegt efni í hendurnar. Annars vegar var það lagið „ísland fallega Island" og hins vegar lagið „Nýfæddur." Síðar bættist svo við rokklag sem heitir „Út í sveit“ og ég var fyllilega sáttur við það sem ég hafði í höndunum." Persónulegur diskur - Það vekur athygli að diskurinn þinn er mjög persónulegur og þú til- einkar t.d. ákveðnum aðilrnn nokkur laganna. „Já, það má segja að það beri vitni þeirri persónulegu hugsun sem ég hef gagnvart disknum að ég hef á textablaði sem hon- um fylgir, látið þess getið hverjum nokk- ur laganna eru til- einkuð, og mér finnst það sjálfsagt vegna aðdraganda þess að diskurinn varð til. Ég hefði t.d. aldrei látið hann frá mér fara án þess að geta þess að síð- asta lagið, sem heitir „Heims- ins ljós“ og Óskar Péturs- son Álfta- gerðisbróðir syngur, er tileinkað foreldrum mínum. Lagið hefur ákaflega sérstaka stöðu í mínum huga, ekki síst vegna þess að foreldrar minir hafa sagt að lagið skuli sungið við útfarir þeirra.“ Syngur sjálfur - Þetta lag er það eina á disknum sem þú syngur ekki sjálfur. Þú ert nú kunnur fyrir eitt og annað, en ekki þó fyrir söng. Hvers vegna varð þetta ofan á? „Þetta hefur vakið nokkra at- hygli, það er alveg rétt. Þeir sem stjórnuðu þessu og höfðu mest um það að segja að þetta varð niður- staðan hafa síðar sagt að ákvörðun- in hafi verið hárrétt, enda gefi þaö disknum mun persónulegri blæ að ég syng sjálfur. Magnús Kjartans- son hljóðfæraleikari sagði t.d. við mig á dögunum að þetta hafi verið rétt ákvörðun og erlendis væri þessi háttur frekar regla en undantekn- ing. Hér á landi hefðu menn hins vegar þá tilhneigingu að líta svo á að ekki væru á eyjunni nema 3-4 söngvarar og þeir ættu að syngja allt sem væri gefið út.“ Hvaða Lára? - Eru einhver lög á disknum sem þú álítur að geti orðið vinsælli en önnur? „Lögin eru farin að heyrast all- nokkuð og það virðist sem „Lára, ljúfa Lára“ ætli að gera það gott. Ég hef fengið talsverðar fyrirspumir um það við hvaða Láru sé átt í text- anum. Af því verst ég þó allra frétta enda er það pólitísk ákvörðun okk- ar Eggerts Skúlasonar, sem samdi textann með mér, að láta ekkert uppi um það, sérstaklega í ljósi þess a&komatónV's^^'S'gk að textinn byggir að nokkru leyti á sannsögulegum heimildum. Af öðr- um lögum sem hafa fengið mikla spilun get ég svo nefnt „ísland falj”" lega ísland", „Heimsins ljós“ og „Út í sveit" án þess að ég viti nokkuð um það hvort þau eigi eftir að verða vinsælli en hin.“ Bjarni Hafþór segir að óvæntasta og gleðilegasta uppákoman í allri þeirri vinnu sem var við diskinn og myndbönd sem honum fylgdu, hafi verið þegar myndbandið við „ísland fallega ísland“ var gert. „Það var löngu ákveðið að gera myndband við þetta lag og ég var þeirrar skoðunar að við það þyrfti aðrar lausnir en hefðbundnar ís- lenskar landslagsmyndir. Ég mundi þá eftir því að nágranni minn á æskuárunum á Húsavík, Jón Jó- hannesson, sem lést í desember, 1994, hafði átt kvikmyndatökuvél og tekið talsvert af myndum. Sigríður systir hans leyfði mér að skoða kvikmyndir úr safninu hans og þar fann ég algjöra gimsteina sem voru myndir í lit frá árunum 1968 til 1971 og þær myndir eru uppistaðan í myndbandinu. Auk þess voru gerð myndbönd við „Láru, ljúfu Láru“ og „Út í sveif ‘ og þetta efni er nú kom- ið á sjónvarpsstöðvarnar." Dúett með Ragga Bjarna - Verður framhald á þessu, kem- ur annar geisladiskur áður en langt um líður eða er þetta „minnisvarð- inn“? „Ég held ég geti fullyrt að þetta er ekki það síðasta sem ég geri á tón- listarsviðinu. Ég get alveg látiö þess getið hér að ég er langt kominn með að semja lag sem við Ragnar Bjama- son áætlum að syngja saman. Það hefur vinnuheitið „Ferðamenn" og ég held að við gætum orðið nokkuð flottir félagarnir með það lag. Ég er auðvitað nokkuð brattur að ætla að fara að syngja með sjálfum Ragga Bjarna en hann hældi mér fyrir sönginn á disknum mínum svo ætli maöur láti ekki bara slag standa. Annars á ég aldrei lög á lager og ég geymi aldrei lög sem ég er ekki fullkomlega ánægður með. Mér fell- ur hins vegar býsna vel að semja lög fyrir einstaka tilefni og ég hef ekki nokkrar áhyggjur af að geta ekki hrist eitthvað fram úr erminni ef mér býður svo við að horfa,“ sagði Bjarni Hafþór. -gk Síöan eru liöin mörg ár... Bjarni Hafþór áriö 1989 meö hár niöur á heröar, við hljómboröiö aö semja lag. DV-mynd gk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.