Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 31
I>V LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 %6karkafli « að koma út hjá Máli og menningu: fólk með aðstoð Friðjóns og sagði meðal annars að hann væri útvalinn til að leiða þennan hóp í hinar miklu óþekktu lendur. Eftir það munu ein- hverjir hafa kallað hann Móses. Eft- ir messu var slegið upp fjörugu harmónikkuballi. Hópurinn hélt svo áleiðis með lestinni til Grand Forks við Rauðá, sem skilur fylkin Minnesóta og Dakóta og rennur norður í Winnipegvatn. Þar fóru íslending- arnir um borð í gamlan gufubát, International, með hárri yfirbygg- ingu og aflhjóli í stafni. Tveir stórir flatir dallar eða prammar voru fest- ir við hliðar hans og þar var einnig staflað fólki og farangri og síðan siglt af stað. Ferðin niður ána norð- ur til Winnipeg gekk seint enda strandaði Internationalinn oft á grynningum. Bærinn skyldi heita Gimli Það mun hafa verið á hinu viku- langa ferðalagi á Rauðánni sem einn ferðalanganna, Ólafur Ólafsson frá Espihóli, stakk upp á því að bær íslendinganna sem standa átti við íslendingafljót skyldi heita Gimli. Ólafur var sterkefnaður bóndi í Eyjafirði þegar hann ákvað að flytja á brott og var því sjálfsagður leið- togi i hópnum sem fór 1873. Fyrsta árið var hann í Kanada en flutti svo til Wisconsin, og fór þaðan ásamt Jóni Ólafssyni og Páli Bjömssyni í landaleit til Alaska. Þar var hann allan veturinn og var nýkominn til baka til Wisconsin þegar hann slóst í fór með fólkinu á leið til Manitoba. Síðar átti Ólafur enn eftir að vera á faraldsfæti því hann flutti til Norð- ur-Dakóta og enn síðar til Alberta og þaðan til vesturstrandarinnar. Síðdegis hinn 11. október var komið að ármótum Assiniboine-ár og Rauðár þar sem Winnipeg stendur og tekið land. Þetta var stór stund í þessum þrjú þús- und íbúa land- nemabæ. Múgur og margmenni beið íslendinganna og þótti að sögn flestum furðuleg sjón, því búist hafði verið við eskimóum. Winnipeg var ekki mikilfenglegur bær að sjá í þá daga, götur fáar og húsin ekki reisu- leg nema hið gamla virki Fort Garry, með fjórum tumum og háum víggirðingum á mUli. Hið nýstofn- aða bæjarblað, Manitoba Free Press, flutti frétt um íslendingana 12. október, daginn eftir komu þeirra, og bar þeim vel söguna: Þeir koma vel fyrir „Þeir koma vel fyrir, greint og ffamúrskarandi fólk og mjög dýr- mæt viðbót við byggðina hér í fylki okkar.“ (They are smart looking, in- telligent and excellent people, and are a most valuable acquisition to the population of our Province.) Koman til Winnipeg varð þó ís- lendingunum ekki sú gleðistund sem ætlað var þvi þar varð fólkinu ljóst að ekkert hafði verið heyjað fyrir það um sumarið eins og því hafði verið lofað. Virðist hafa verið um einhvern dularfullan misskiln- ing að ræða, og reyndist hann af- drifaríkur. Hey vora nauðsynleg til að hægt væri að hafa kýr við Winnipegvatn að vetri til og mjólk- andi kýr vom ómetanlegar fyrir bamafjölskyldur. Virðast íslending- amir þrír sem urðu eftir í Winnipeg úr landskoðunarleiðangrinum, Skafti, Kristján og Sigurður, hafa verið taldir mundu heyja fyrir þá sem á eftir komu. En það gerðu þeir ekki heldur fengu sér vinnu hjá CPR-jámbrautinni. Mun þessi mis- skilningur og klúður hafa valdið nokkurri sundrungu meðal íslend- inganna þegar leitað var sökudólg- anna. Mjólkurlaus vetur Þegar fólkið sá frarn á mjólkur- lausan vetur í óbyggðunum reyndu ýmsir að leita sér vinnu í Winnipeg og hugðu þar á vetursetu þar. Virð- ist John Taylor hafa hvatt menn til þess. Jafnframt höfðu þeir sem fóra með málefni innflytjenda í bænum afskipti af íslendingunum og mælt- ust til þess að konur og böm yrðu eftir í bænum, að minnsta kosti þar til karlmennirnir væm búnir að koma upp húsum í nýlendunni. Að- stæður í-Winnipeg voru hinsvegar afleitar til að taka við slíkum fjölda fólks, húsnæði ónógt og lélegt það sem til var, og erfitt að sundra fjöl- skyldunum sextiu. Þó munu 50 til 80 manns, um fjórðungur hópsins, hafa orðið eftir í Winnipeg en sá eini sem heimildir nafngreina er Bjöm Kristjánsson Skagfjörö, með konu sinni og bömum sá sem lýsti undrum og stórmerkjum í Glasgow í upphafi bókar. Fyrir flesta í hópnum var ekki um annað að ræða en að halda áfram þótt um áhættufór væri að ræða. John Taylor hafði undir höndum fjármuni frá kanadískum stjórnvöldum sem dugðu fyrir helstu nauðsynjum og mat sem end- ast átti fram að jólum, þegar sleða- fært yrði til baka. Einhvemveginn þurftu Islending- arnir að koma sér á leiðarenda, sem var við mynni ís- lendingafljóts í meira en 150 kíló- metra fjarlægð frá Winnipeg. Gufu- bátur í eigu Hud- sonflóafélagsins, Coleville, var eini stóri farkosturinn sem fór um Winnipegvatn, en gjald fyrir far með honum töldu ís- lendingarnir of hátt. í Winnipeg voru til gríðarstór- ir flatbotna við- arprammar, uppundir tíu metrar á lengd og með nálega eins metra háum borðstokki, og vom notaðir við vöru- og timbur- flutninga á Rauðá. Þeir voru annað- hvort dregnir með gufubátum eða látnir reka undan straumnum og þá stjakað áfram og frá landi. Islend- ingarnir höfðu ekki önnur ráð en að kaupa sex slíka fleka, auk eins át- tærings, svokallaðs York-báts. Flek- amir lágu í fjöruborði Rauðár og þangað fór hópurinn með allt sitt hafurtask og hlóð farangrinum um borð. Einn þeirra var Stefán Eyjólfs- son, sem skrifaði þessa frægu sögu í forspárstíl íslendingasagna í endur- minningum sínum: Dimmur í norðrinu „Dagurinn kom, sem allt var und- irbúið; bátamir lágu við land aust- ur af Notre Dame-stræti í Winnipeg, fólkið var að flytja í þá, veður var allblítt og loft heiðskírt. Seint um daginn var eg staddur á Rauðár- Guðjón Arngrímsson, höfundur Nýja íslands. Fyrsti landnemahópurinn í Sarnia í Ontario 25. september 1875. Teikning úr Canadian lllustrated News. Lestin skil- ar fólkinu af sér á hafnarbakkann þar sem gufuskipið Ontario bíður þess, og er byrjað að kynda gufuketilinn fyrir ferðina til Duluth. Teiknarinn hefur tekið vel eftir höfuöbúnaði kvennanna. bakkanum. Jón Taylor var þar líka og horfði yfir fólkið iðjandi við út- búnaðinn. Eg sá til norðurs, því þangað var nú að fara. Þókti mér sorti nokkur hylja norðrið og segi við Taylor: „Nú er hann dimmur í norðrinu." Taylor lítur til mín, var hljóður um tíma, en segir svo: „Nú er loft fagurt, og sé eg ekki hvar þú myrkur lítur, eða mun þig hug bresta til fararinnar; ef svo er, þá er enn tækifæri til að verða eftir, og hefi eg áður hvatt þig og aðra sem eftir geta orðið til þess.“ „Ekki mun eg eftir verða,“ svaraði eg. „Loftið var að vísu fagurt, en dísir framtíð- arinnar höfðu myrkvað mér sýn.“ Fleytunum var ýtt út á ána úr lægi sínu laugardaginn 16. október. Það var glaða- sólskin og heitt, og hugur í fólkinu. Ferðin gekk seint. Erfitt var að stýra flekunum, sérstaklega þegar sex fóru saman líkt og hér. Fjörutíu manns komust fyrir á hverjum fleka, og vildu margir skipta sér af stjóm þeirra og etja kappi við hina flekana. Oft strand- aði halarófan á steinum eða steytti á grynningum og þegar farið var um straumharða kafla, sem eru nokkrir í Rauðánni, fóra sumir í land og gengu með bakkanum frem- ur en að eiga líf sitt undir svo vafa- sömum farkosti. Flekaflotinn í tog Þetta ferðalag tók nokkra daga og veðrið lék við fólkið. Þeg- ar kom i ósa Rauðár og inn á Winnipegvatn minnkaði straum- urinn smám sam- an og að lokum hreyfðust flek- arnir ekki úr stað í fjöru- borðinu. Þá kom gufubát- urinn Coleville að og tók flekaflot- ann í tog eins og samið hafði John Taylor, mað- urinn sem kom fs- lendingum í fyrstu kynni viö Nýja ísland. verið um. Þannig var siglt norður gríðarstórt vatnið. Fremst fór gufu- báturinn litli spúandi á hálfri ferð og síðan flekarnir hver aftan í öðrum í yfir hundrað metra langri röð og á þeim rúmlega tvö hundrað íslend- ingar með farangur sinn. Framan af gekk ferðalagið um vatnið vel, en þegar liða tók á þenn- an næstsíðasta dag í sumri, fimmtu- daginn 22. október, fór að hvessa og kvika kom á vatnið. Flekarnir vom ekki góð sjóskip. Upp úr klukkan fjögur stöðvaði skipstjórinn skip sitt og kastaði akkemm og var þá hálfan annan kílómetra frá landi. Ferðin á vatninu að mynni íslend- ingafljóts þar sem byggðin átti að rísa var þá rétt hálfnuð, og enn ófarnir að minnsta kosti 40 kUó- metrar á úfnum sjó. Skipstjóri Coleville taldi glapræði að halda ferðinni áfram og ákvaö að snúa tU baka að Rauðá. Ekki var um annað að ræða fyrir íslending- ana en fara i land og hafa hraðan á. Fyrst reru nokkrir karlanna á York- bátnum og fundu heppUegan lend- ingarstað. Svo voru Uekarnir dregn- ir og stjakað að ströndinni þar tU allir höfðu fast land undir fótum. Fyrsti viðkomustaður hópsins í Nýja íslandi var um tveggja kUó- metra langt sendið nes út í vatnið, lágt og mjótt, kaUað WUlow Point og íslendingamir þýddu það beint og nefndu Víðines eða Víðirnes. Þar réttu menn úr sér í sandfjöranni um kvöldið, ánægðir með að vera komnir nokkurnveginn á leiðar- enda eftir langt ferðalag og mikla óvissu en jafnframt hikandi um það sem framundan var. En enginn tími var tU þess að slaka á og safna kröft- um.“ (MiUifyrirsagnir eru blaðsins.) Oongtón/eiAar ÍS97-Í999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.