Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Jtj"V Auðunn Kristinsson, stýrimaður og sigmaður, er ein söguhetjan í bókinni ÚTKALL TF-LIF - Sextíu menn í lífshættu: Árið 1997 verður lengi í minnum haft hjá þyrlusveit Landhelgisgæsl- unnar. Á nokkrum dögum í mars- mánuði lenti fjöldi manna í bráðri lífshættu í þremur skipssköðum og í öllum tiifellum kom þyrlan TF-LÍF til hjálpar. Hér erum við að sjáif- sögðu að tala um strand Vikartinds 5. mars, þegar Dísarfellið sökk 9. mars og loks þegar Þorsteinn GK strandaði við Krýsuvíkurberg dag- inn eftir. Alls var 39 mönnum bjarg- að um borð í TF-LÍF og sá sem átti stóran þátt í björgun flestra þeirra, eða 29 talsins, er Auðunn Krist- insson, stýri- maður og sig- maður. Ásamt fé- lögum sín- um á þyrl- unni kom hann 19 mönnum frá borði í Vikartindi og seig niður í ólgusjó á eftir flestum þeim 10 skip- verj- um þyrluvaktinni. í þetta sinn var hann að leysa af yfirstýrimanninn. Við ætluðum að forvitnast örlítið um kappann. „Ég er komungur, fæddur í Reykjavík árið 1972 og ólst upp i höfuðhorginni," segir Auðunn í upphafí spjalls okkar og kemur mjög vel fyrir, traustur og yfirveg- aður og virkar þannig að maöur gæti óhikað treyst hon- um fyrir lífi sínu. bóndi. En hlutimir hefðu æxlast svona, það hefði einnig haft sitt að segja að faðir hans, Kristinn Áma- son, hefði til langs tíma verið stýr- imaður hjá Gæslunni en hann lést um það leyti sem Auðunn hóf þar störf, eða árið 1987. Auðunn fór í Stýrimannaskólann árið 1990 og byrjaði að leysa af sem stýrimaður á varðskipunum tveim- ur árum síðar. Eftir að stýri- mannsnáminu lauk 1994 segist Auðunn að mestu hafa starfað við flugrekstur Gæslunnar og þá fyrst og fremst sem stýr- imaður á þyrlunum. Hann seg- ist til allrar hamingju þeir gerist ekki of glæfralegir. Það gerir engum gott að ganga of langt," segir Auðunn þegar hann reynir að lýsa hinum dæmigerða Gæslu- manni. Ómetanleg reynsla Har Hann segir það mjög ánægjulegt þegar æfingar skila sér með jafn góðum árangri og þær gerðu á árinu. Áhafn- irnar hefðu oft æft bjarganir úr sjó og skipum en þama hefðu aðstæöur bara ver- ið margfalt erfiö- ari. Reynslan frá þess- um at- lenda sem «S' Auöunn í faðmi fjölskyldunnar með soninn Kristin Loga, bráðum 2 ára, í fanginu og eiginkonan, Sigrún Inga, heldur á Jóhönnu Hlín, 4 ára. DV-myndir BG Dísarfells sem komust lífs af. Auð- unn var á dögunum kjörinn maður ársins hjá Landhelgisgæslunni. Hann er ein af söguhetjunum í nýrri bók Óttars Sveinssonar, ÚT- KALL TF-LÍF - Sextíu manns í lífs- hættu. Helgarblaðið heimsótti Auðun í vikunni um borð í varðskipið Tý sem þá var nýlega lagst að Ingólfs- garði. Þar er hann öðru hvoru stýri- maður á milli þess sem hann er á Byrjaði 15 ára sem messagutti í rauninni ólst Auðunn upp hjá Landhelgisgæslunni þvi hann byrj- aði þar sem messagutti á varðskip- unum aðeins 15 ára gamall. Hann segir það í rauninni aldrei hafa ver- ið ætlunina að starfa hjá Gæslunni, hann hefði alveg eins getað hugsað sér að verða kokkur eða jafnvel f fullum skrúða, tilbúinn í útkall, maður ársins hjá Landhelgisgæslunni. sjaldnast í sigmannshlutverkinu þó vissulega sé það æft ítarlega. Hann taki síðan einn og einn túr með varðskipunum. Stærstu þyrlubjarganir Islandssogunnar Eðlilega verða leiðangramir í Vikartind og Dísarfell ofarlega í minningu Auðuns. Þetta eru stærstu þyrlubjarganir íslandssög- unnar, auk strands Þorsteins GK, og verða vonandi aldrei stærri. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég lenti í því að bjarga mönnum úr strönduðu skipi og síðan nokkrum dögum síðar úr sjó, í bæði skiptin við mjög slæm skilyröi. Sem betur fer lendir maður ekki í slíku dags daglega," segir Auðunn og hallar sér aftur í stýrimannsstólnum. Þegar hann er spurður hvers kon- ar manngerðir ráðast til starfa hjá Gæslunni segir hann að menn þurfi ekkert endilega að vera „geggjaöir". Þetta sé í raun eins og hvert annað starf. Ævintýraljómi „Menn hafa brennandi áhuga á löggæslu- og björgunarstörfum til sjós og lands. Auðvitað er ákveðinn ævintýraljómi yfir þessu. Starfið er fjölbreytt og snýst sem betur fer ekki alltaf um svona bjarganir eins og í marsmánuði. Við þvælumst víða um land og kynnumst alls kon- ar fólki og aðstæðum. Það er líklega það sem heldur mönnum í þessu. Síðan er það auðvitað ólýsanleg til- finning að bjarga lífi annarra og heldur manni gangandi lengi, vegur upp á móti þeim atvikum þegar verr gengur. Menn þurfa að vera yfirveg- aðir, reyndar pínulítið hræddir svo vikum væri ómetanleg og myndi skila sér í framtíðinni. En hvaða hugsanir skyldu renna í gegnum huga Auðuns þegar hann er að störfum við lífshættulegar að- stæður eins og við björgun Dísar- fellsmanna eða á brúarvæng Vikar- tinds? Hann segist fyrst og fremst hafa hugsað til eiginkonu sinnar og barnanna tveggja. Aldrei hafi hann hugsað að nú væru síðustu sekúnd- Meö viðurkenningargripinn, áletr- aða loftvog, sem vinnufélagarnir gáfu honum sem manni ársins. ur lífsins að líða. Líöanin hafi hins vegar oft verið betri eins og í olíu- blautum ólgusjó innan um brak Dís- arfellsins. „Ég minnist þess t.d. þegar ég var á brúarvæng Vikartinds og skipið tók að halla í hriminu. Þá hugsaði ég með mér hvað ég væri að þvælast þarna, af hveiju ég væri ekki heima í huggulegheitum uppi í sófa eins og aðrir landsmenn,“ segir Auðunn og glottir. Hann segir að ekki megi gleyma þætti eiginkvennanna. Kona sín, Sigrún Inga Kristinsdóttir, sýni starfi hans mikinn skilning enda hafi hún um tíma starfað á varð- skipunum sem háseti eftir að þau kynntust. Erfitt fyrir konurnar „Það er auðvitað erfitt þegar við stökkvum upp úr rúminu um miðj- ar nætur og hverfum eitthvað út í óvissuna. Þær vita ekkert hvert við erum að fara og hvenær við komum aftur. Eiginkona Benónýs Ásgríms- sonar flugstjóra, Kristín Gunnars- dóttir, lýsir þessu einmitt mjög vel í bók Óttars.“ Eins og kom fram áður var Auð- unn nýlega kjörinn maður ársins hjá Landhelgisgæslunni. Þetta er í fyrsta sinn sem slík útnefning fer fram og ekki að ósekju eftir glæsi- legan árangur þyrlusveitanna. Enda fengu þær afhent afreksmerki ís- lenska lýðveldisins úr hendi forset- ans á Bessastöðum sl. vor. Byggist á samvinnu „Starfið byggist á samvinnu allra áhafnarmeðlima en auðvitað var það ánægjulegt og mikill heið- ur fyrir mig að vera kjörinn mað- ur ársins,“ segir Auðunn og greini- legt að undir niðri leynist stoltur maður. Hann segist reikna með að starfa áfram hjá Gæslunni, viðurkennir að stefnan sé sett á yfirstýrimanns- stólinn og loks skipherrann ef Guð lofar. Undirritaður telur óhætt að fullyrða að afrek þessa árs dugi ein og sér til að hækka Auðunn nú þegar um tign. Að minnsta kosti tók hann sig vel út í yfirstýri- mannsstólnum á meðan viðtalið fór fram í Tý! -bjb {Svelgdist á sölt- um, olíublönduð- um sjónum I „Auóunn var um þaö bil aö I komast niöur aö Karli: „Nú dembdi Hilmar mér nió- ur í sjóinn, ótrúlega nálœgt manninum, fannst mér. Hann | var ekki nema 3-4 metra frá mér. Ég leit upp og sá manninn veifa til mín með annarri hendi. „Þaö er sennilega allt í lagi | meö hann, “ hugsaói ég. Áöur en ég komst aö honum fór ég nióur í öldudal. Þegar ég skaust upp aftur lamdist sjórinn 1 heldur óþœgilega utan í mig. Ég j reyndi að synda aö manninum Sog fann um leiö hvernig olía skvettist yfir mig. Ég saup á sölt- | um, oliublönduöum sjónum. I Mér svelgdist á en reyndi aö ná I andanum aftur. Þegar ég var aö synda aö manninum reif alda í I* mig og henti mér í burtu. Ég fór á kaf. Mér gekk erfiölega aö synda en sundblöökurnar hjálp- uöu mér. Mér fannst olían þyngja mig en ég lá á bakinu og setti hjálminn upp í ölduna. Ég tók í manninn. Hann virt- ist vera alveg rólegur. Ég heils- aöi og spuröi hvort allt vœri í lagi meö hann. Maöurinn horföi til mín og kinkaöi kolli. Ég setti lykkju utan um hann, I dró festinguna aö honum og leit Sj upp til aö gefa Hilmari merki i um aó hífa. ““ (Útkall TF-LÍF, bls. 114)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.