Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 45
XJV LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 „Ég nýt þess aö vinna meö bömum og mér hefur lærst að sýna þeim mikla þolinmæði," sagði Díana. „Ég kem einfaldlega fram við blaða- menn eins og þeir séu böm.“ Hún áminnti blaðamenn blíðlega þegar þeir gengu of langt. „Heyrðu, Di,“ hrópaði einn, horfðu til vinstri." Hún brosti vingjamlega. „Ég heiti Díana,“ sagði hún rólega. Hún hætti aldrei að brosa. Brast í grát Hún hélt ró sinni framan af en brast þó einu sinni í grát þegar heill flokkur af bílum blaða- manna var nærri búinn að hrekja hana út af veginum. í annað skipti skildu blaðamenn fúllir iðr- unar eftir miða á framrúðunni á bíln- um hennar: „Þetta var ekki ætlunin. Við biðjumst vel- virðingar." Hún féllst á að sitja fyrir þegar einn ljós- myndarinn hafði hrætt bömin á bamaheimilinu, sem hún vann á, með því að skríða inn um gluggann á klósettinu með allan sinn búnað. „Þú færð tvær mínútur," sagði hún ákveðin. Leifturljósið blikkaði fíómm sinnum og skelfdi tvö böm sem ríghéldu í hana. Þetta urðu eft- irminnilegar myndir sem sýndu heiminum í fyrsta sinn þessa blómarós. Hún haföi annað barnið á mjöðm sér en hélt í hitt en áttaði sig ekki á því að sólin skein gegnum þunnt pilsið svo að allir gátu séð það sem Karl kallaði „frábæra leggi“. Undir myndinni stóð „Glappaskot lafði Díönu.“ Bresku blöðin hvöttu Karl til að gera þessa falslausu stúlku að verðandi drottn- ingu Englands. Sunday Times sagði að hún væri fullkomin; „alvarleg en ekki leiðinleg, indæl en ekki um of, fyndin en ekki kjánaleg, íþróttamannsleg en ekki gróf- gerð og kynþokkafull án þess að vera áberandi.“ „Mér skilst að hún sé alveg kjörin,“ sagði Nigel Dempster á Daily Mail. „Það er búið að tilkynna að hún sé nógu heil- brigð til að geta af sér böm.“ í einni fyrirsögninni stóð: „Karl, ekki Dlrolla." Önnur var á þessa leið: „Maður gæti Dláið fyrir hana.“ Blöðin væntu þess að prinsinn bæri upp bónorð- ið daginn sem hann yrði 32 ára í nóvember 1980, þegar Díana dvaldi með honum og öðmm í konungsfjöl- skyldimni í Sandring- ham. Fréttamenn slógu upp tjöldum við búgarðinn og biðu eftir tilkynningunni. Þeir fylgdust með því þegar Díana kom á föstudegi og þegar hún fór á sunnudegi. Eftir að hún var farin gekk Karl fram hjá þegar hann var að viðra hundana sína. „Því farið þið ekki heim til kyennanna ykkar?" sagði hann. „Ég veit að þið bjuggust við ein- hverjum fréttum á föstudaginn og ég veit að þið urðuð fyrir vonbrigð- Prinsinn og prinsessan af Wales eftir giftingu þeirra í Sankti Pálskirkjunni 29. júlí 1981. um en þið fáið allir að vita þetta bráðlega." Prinsinn var ávittur í leiðara Guardian þegar í ljós kom að hann bar ekki upp bónorðið. „Fréttimar sem bámst frá Buck- inghamhöll í gærkvöldi voru mikil vonbrigði fyrir þjóðina, sem er þjökuð af ágreiningi í efnahags- og stjórnmálum. Menn vom famir að vona aö brúðkaupsklukkur ættu eftir að yfirgnæfa þetta dægur- þras.“ Þetta var Camilla Það lá við að allt færi út um þúf- ur þann 16. nóvember 1980 þegar bókarkafíi Sunday Mirror birti frétt á for- síðu undir fyrirsögninni „Hin kon- unglega ástarlest." Blaðið greindi frá því að ónefndur lögregluþjónn héldi þvi fram að lafði Díana hefði átt tvær nætur í leyni með Karli prinsi um borð í lestinni. í lestinni var glæsilegt eldhús, setustofa og svefnherbergi og var aðeins notuð þegar konungsfjölskyldan ferðaðist um starfs síns vegna. Sagan sagði að Karl hefði verið um borð í lest- inni eftir að hafa sinnt störfum sínum í hertogadæminu í Comwall og að hann hefði boðað Díönu á sinn fund. Henni hefði síð- an verið laumað gegnum vega- tálma lögreglunnar um hánótt. Með greininni fylgdi mynd af lest- inni þar sem hún stóð í Wiltshire og undir henni stóð: „Ástin hlómstrar." Gróflega misboðið „Algjör ósvífni og helber ósann- indi,“ þmrnaði blaðafúlltrúi drottn- ingarinnar út úr sér. „Hennar há- tign er gróflega misboðið." Höllin krafðist afsökunarbeiðni og að greinin yrði tekin til baka en rit- stjórinn, Robert Edwards, sat fastur við sinn keip. Hann sagði að hann hefði eiösvama frásögn manns sem hefði séð konu stíga um borð í lest- ina tvær nætur í röð og dvelja í nokkra tíma með prinsinum í svefn- herbergi hans og laumast svo burt. En ritstjóranum urðu á ein mistök, hann hélt að ljóskan væri Díana. „Þetta var Camilla Parker Bow- les,“ sagði John Barratt. „Hún var byrjuð aftur með Karli eftir að Mo- untbatten dó og hún hringdi til að votta honum samúð sína. Ég veit þetta vegna þess að ég var að ganga frá í Broadlands þá og var í stöðugu sambandi við prinsinn. Hann leyndi því ekki að frú Parker Bowles var komin aftur í líf hans. Hann sagði að hún væri að hjálpa honum að ná áttum. Þau vom marga klukkutíma saman, riðu út, fóm á veiðar og skotveiðar. Hún kom fram eins og gestgjafi hans i matarboðum, skipu- lagöi hádegisverðarboð og helgar- boð úti í sveitum. Auðvitað sá hún líka um að útbúa gestalistann. Karl kallaði hana Frigg sína.“ (sbr. Frjá- dag í Róbinson Krúsó.) „Hún var eins og sniðin fyrir hann, hestamaður og greiðvikin. Karl er rétt eins og allir mennimir í Windsor, og þá tel ég með þá Lou- is lávarð og FUippus prins. Þeir era hrifnir af karlmannlegum konum. Langir leggir í reiðbuxum. Þeir vUja að konurnar þeirra líkist hrossum." (MiUifyrirsagnir eru blaðsins.) LAGERSALAN Bíldshöföa 14 Opnum lagersölu að Bfldshöfða 14 laugardaginn 29. nóvember. Opið frá kl. 13-18. * Mikið úrval af búsáhöldum, bökunarform í miklu úrvali. * Mikið úrval verkfæra. * Hillur í barnaherbergið, geymsluna, skórekkar o.fl. * Strauborð og þurrkgrindur. * Ðyssupokar, veiðivesti, peysur og bolir. * Baromet og hitamælar. *Eldhúsvogir og baðvogir. * Ðurstavörur, gólfþveglar og gluggasköfur. * Vörutrillur, ruslavagnar og hjólbörur. * Snúrustaurar og úðunarkútar. * Slöngur, allar stærðir og slöngutengi. * Browning skotvesti. * Mikið úrval af öðrum vöruflokkum. V/SA Gerið góð kaup á Lagersölunni Opið alla daga frá kl. 13-18. Ú t'llb b Ú^ílop'UJJJi l fsláttur C Gouda 26% í éapakkningum á tilboði í næstu verslun kostaði áður 740 kr. kostar núna 592 kr. , Þú sparar 148 kr. á kíló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.