Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 44
%ákarkafli
LAUGARDAGUR 29. NOVEMBER 1997
y Metsölubókin Royals, Breska konungsfjölskyldan, að koma út á íslensku:
Ottast lögsókn frá Buckingham
Royals, einhver umtalaðasta og söluhœsta bókin í Banda-
ríkjunum um þessar mundir, er að koma út á islensku á næst-
unni og nefnist Breska konungsfjölskyldan. Höfundur bókar-
innar er Kitty Kelley en það er Hans Kristján Árnason sem gef-
ur bókina út hér á landi. Var hún þýdd á mettíma og fékk
-^Hans nokkra valinkunna menn til þess verks. í
bókinni er rakin saga Windsorfjölskyldunnar frá
upphafi til dagsins í dag. Kitty byggir hana á viðtöl-
um við 800 einstaklinga, þ. á m. núverandi og fyrrver-
andi starfsmenn Buckinghamhallar. Af þeim sökum
m.a. hafa útgefendur bókarinnar í Bandaríkjunum,
Time Warner, ekki lagt í það ennþá að gefa hana út í
Bretlandi af ótta við lögsókn frá Buckinghamhöll. Hins
vegar selst bókin líkt og heitar lummur á Heathrow-
flugvelli!
Við birtum hér kafla úr bókinni, fyrst úr 5. kafla þar
sem segir frá brúðkaupi Elísabetar drottningar og Fil-
ippusar og loks úr 12. kafla þar sem greint er frá upphafi
sambands þeirra Díönu heitinnar og Karls.
upinn af Kantaraborg því yfir að
giftingarathöfn Elísabetar prinsessu
væri „nákvæmlega hin sama og æt-
luð er hverjum múgamanni sem
hugsanlega gengi i
höfuðdjásna sem sáust þarna.
„Skartgripirnir við þetta brúð-
kaup voru ótrú-
um allan
heim.“
Þessi
blaðamað-
ur, sem
gekk um
með silki-
vasaklúta
í jakka-
vasan-
um,
gegndi
sama
hlut-
verki
„Að morgni brúðkaupsdagsins lét
Filippus í Ijósi kvíða sinn gagnvart
því að giftast konu sem átti fyrir
höndum að verða stofnun. „Við
borðuðum morgunverð saman,“
sagði ættingi síðar, og hann sagði:
„Ekki veit ég hvort ég er feikilega
kjarkaður eða feikilegt flón.““
Georg VI. konungur og drottning
hans höfðu gert eigið brúðkaup að
-^sjónarspili og þekktu þau því betur
en nokkur annar gildi þess að setja
glæsta sýningu á svið fyrir þegnana.
Þau kunnu að hrífa almenning með
blæstri úr silfurlúðrum og gullnum
hestvögnum. Þau gerðu sér grein
fyrir því að slíkt sjónarspil voldugs
konungsveldis myndi beina huga al-
mennings frá eymd sviplausrar ævi
og sameina samveldið í fagnaðarhá-
tíð. Allir fyndu til sællar hlutdeild-
ar sinnar í konungsfjölskyldunni
sem styrkti jafnframt tilfinningaleg
ítök konungsveldisins í þegnum sín-
um.
Litskrúð á erfiðri leið
Máttur slíkrar viðhafnar fór ekki
íram hjá Winston Churchill, sem
hafði þau orð um væntanlega
vígsluathöfn 1947 að hún væri eins
og „litskrúð á erfiðri leið okkar". í
New York Times var minnst á
„kærkomið tilefni til glaðværðar i
hinu hrjáða Englandi, sem er þrúg-
að á friðartímum af vandræðum
sem eru litlu léttbærari en erfiðleik-
ar ófriðartíma". Daginn eftir braut
litil stúlka í Brooklyn sparibaukinn
sinn og sendi prinsessunni kalkún í
brúðkaupsgjöf „af því að hún á
heima í Englandi og fólk hefur ekk-
ert að borða i Englandi".
Aðeins fjórir mánuði voru til
stefnu að undirbúa brúðkaupsfógn-
uð, og konungur og drottning tóku
nú að einbeita sér að búningunum -
kallarar i miðaldabúningum - skar-
latsrauðum og gylltum, riddaraliðið
með gljáandi fjaðurskrýdda hjálma,
leiftrandi sverð, tindrandi heiðurs-
merki, blóðrauða linda og gljáandi
brjóstskildi. Allt var þetta dregið
fram úr geymslum þar sem það
hafði legið síðan 1939. Aftur varð
klæðnaður aðalumræðuefni kon-
ungsfjölskyldunnar og skömmtun-
armiðum var safnað frá ráðherrum
til að tryggja það að Elísabet
prinsessa væri vel að heiman búin í
fatnaði og fengi stórkostlegan brúð-
arkjól. Hún tjáði kventískuhönnuði
'sínum, Norman Hartnell, að hún
vildi ganga inn kirkjugólfið klædd
einhverju einstæðu og stórfenglegu.
Hún lét hann sverja sér þagnareið
og hótaði því að snúa sér að öðrum
kventískuhönnuði ef lýsingar á
brúðarkjól hennar seytluðu út til al-
mennings fyrir hjónavígsluna. Hinn
..konunglegi hönnuður lét starfsfólk
sitt undirrita eiðstaf um algera
þagmælsku og kalka glugga
vinnusalarins að innan, en síð-
an voru þykk, hvít mússulíns-
tjöld hengd fyrir þá til þess að
enginn gæti séð inn. Hartnell,
sem kvaðst hafa fengið hugmynd
sína úr „Primavera" eftir Bott-
icelli, sá Elísabet fyrir sér sveip-
aða feiknunum öllum af beinhvitu
satíni og tjulli, ísaumuðu tíu þús-
und smáperlum og smákristöllum.
Kostaði þetta allt saman tveggja
mánaða verk tíu útsaumskvenna og
tuttugu og fimm saumakvenna.
160 km af þræði
Meðan á hjónavígslunni stóð,
skyldu tvær saumakonur vera til
taks í Abbey, ef svo færi að taka
þyrfti spor í kjólinn. Tjullslæða
brúðarinnar var þrettán og hálfur
metri að lengd, og í henni voru
hundrað og sextíu kílómetrar af
þræði. Elísabet var því úthlutað eitt
hundrað fatamiðum til viðbótar, og
að auki tuttugu og þremur aukamið-
um fyrir hverja af átta brúðarmeyj-
um hennar. Ýmsir velunnarar
sendu henni enn fremur þrjú hund-
ruð áttatíu og sex pör af nælonsokk-
um - slíkt var afar dýrmætt fyrir
ungar konur
sem bjuggu við
erfiðleika end-
urreisnarár-
anna í
Englandi eftir
stríð.
Hvergi var
horft í kostnað
þegar Elísabet
valdi sér föt til
heimanbún-
aðar. Fyrir
brúðkaupsnótt-
ina valdi hún
náttkjól og
slopp við hæfi
frá stórverslun
Joske í San
Antonio í
Texas; kostaði
hann 300 dali,
tvöfalt mánað-
arkaup flestra
Bandaríkja-
manna. í hinn
ljósbeinhvíta
georgettekjól fóru þrjátíu og sex
metrar af silki með satinrósum út-
saumuðum í upphlutinn; sloppur-
inn var úr brókaði, munstraður
með agnarsmáum lávörðum og löfð-
um sem hneigðu sig í menúett, var
það allt handsaumað. Forstöðukona
gjafapökkunardeildar stórverslun-
arinnar þvoði sér geysivandlega
eins og skurðlæknir áður en hún fór
höndum um hinn dýrmæta pakka.
Við hjónavígsluna lýsti erkibisk-
. ^'^iúíi^mtánára)i
-——(KrPttán araj,Kanv\ sinnl ,
sónuiegs ^.ngU þe\rra. legir,“ sagði
ist á ireKa dóttir danska ambassadorsins er
hjónaband
þessa sömu dagstund í lítilli
sveitakirkju í afskekktu þorpi:
Sömu bænir hafðar uppi, sama
blessun veitt.“ Svo var það sem á
milli bar: Tólf brúðkaupstertur í
hinni konunglegu veislu, þar á með-
al ein sem var 2,7 metrar á hæð og
Filippus skar með sverði sínu, í
hverri sneið var sykurskammtur
heillar viku fyrir meðalfjölskyldu;
2666 brúðargjafír, þar á meðal
hreinræktaður veðhlaupahestur,
loðfeldur úr minkaskinni, tuttugu
og tveggja karata kaffistell úr gulli,
sjónvarpstæki, fimmtíu og fjögurra
karata bleikur demantur, sagður
hinn eini sinnar tegundar í heimin-
um, plantekra og veiðihús í Kenya.
var viðstödd athöfnina með fóður
sínum. „Ég var gersamlega orðlaus
yfir öðru eins. Þetta bar svip af því
sem var fyrir stríð. Allir höfðu farið
í bankann til að sækja skartgripina
sína úr geymslu. Demantshöfuð-
djásn sýndust hversdagsleg og fyrr-
um hertogaynjan af Rutland hafði
vafið demöntum um allt höfuöið á
sér. Hún sagði að það væri belti
ömmu hennar. Kona með vefjarhött
úr perlum á stærð við kirsuber
gekk fram hjá annarri hefðarfrú
klyfjaðri af smarögðum sem flóðu í
knippum niður axlir hennar eins og
þrúgur á vínviði. Indverjarnir báru
brjóstskUdi úr roðasteinum og
demöntum og vöfðu arma sína safír-
um frá úlnliðum upp á axlir.“
Upphaf
sambands
Díönu og
Karls
Elísabet II stendur á svölum Buckinghamhallar, umkringd fjölskyldu sinni,
og veifar til þegna sinna eftir krýningu hennar 2. júni 1953. Eftir fjórtán ára
þrengingar af völdum styrjaldar, endurreisnar og skömmtunar eyddi Stóra-
Bretland sem svaraði 2,1 milljaröi króna í krýningarvikunni. Kjóll drottning-
ar kostaði ríkisstjórn hennar sjötíu milljónir króna.
Atján hestvagnar fóru fyrir
skrúðgöngunni en meðal hinna kon-
unglegu gesta voru sex kóngar, sex
drottningar, sjö prinsessur, ein
prinsessa er fór með ríkisstjórn,
einn prins er fór með ríkisstjórn,
einn indverskur rajah, einn krón-
prins, ein krónprinsessa, sjö greifar,
sex greifynjur, ellefu greifar neðar
jarli að tign, fjórtán hertogar og ell-
efu hertogaynjur er báru megin-
hluta þeirra sextíu og sjö demants-
„Blaðamenn
komust ekki á
snoðir um Díönu
fyrr en um haus-
tið 1980 þegar hún
sat við hlið Karls
við ána Dee og
horfði á hann
veiða. Blaðamað-
urinn James
Whitaker og ljós-
myndarinn Arth-
ur Edwards komu
auga á hana með
sterkum sjón-
auka. Þegar hún
sá að þeir voru að
fylgjast með þeim
lét hún sig hverfa svo lítið bar á.
Þeir höfðu uppi á henni i London og
nokkrum dögum síðar kynnti
Whitaker „lafði Di“ fyrir lesendum
sínum.
„Hún var lagleg, en engin
bomba,“ sagði hann síðar. „Hún var
heillandi en bjó ekki yfir persónu-
töfrum. En samt tókst henni að gera
kraftaverk fyrir framan nefið á mér
og breyta sér í glæsilegustu konu í
heimi, dáða af fjölmiðlum og fólki
unni um Ösku-
busku. Whitaker veifaði töfrasprot-
anum sínum, umijöllun, og í grein
eftir grein sagði hann að hún væri
„sú sem best er til þess fallin að
verða næsta drottning okkar.“
Hann lofaði „sakleysi“ hennar,
„heillandi persónuleika" og „lima-
burð.“ Starfsbræður hans tóku síð-
ar undir þetta en í mismiklum
mæli.
Díana breskari en Karl
Á tæpum tveimur mánuðum
heillaði þessi ljúfa dóttir jarlsins
konungdæmið sem þráði heitt að
prins þess fyndi fallega, ljóshærða
prinsessu. Díana var fullkomin.
Hún var breskari en Karl, sem var
sextánmenningur hennar í gegnum
Jakob I. konung og hún var hefðar-
kona sem gat rekið ættir sinar til
Karls H. á fimm vegu. „Hún var líka
skyld svo að segja hverri einustu
persónu í franska aölinum,“ sagði
Harold Brooks-Baker, ritstjóri
Debretts, ættfræðisafnsins. „Hún
er meira að segja skyld bróður
Napóleons og átta forsetum Banda-
ríkjanna, þar á meðal Georg Was-
hington."
Það sem mestu máli skipti var að
Díana var mótmælendatrúar og átti
sér enga fortíð. Meydómur hennar
tryggði að hún var þess verðugri en
aðrar að verða drottning og eignast
erfmgja. Filippus prins féllst meira
að segja á ráðahaginn. „Hún getur
komið með hæð i ættina," sagði
hann eins og hún væri kynbóta-
meri.
Breska pressan og almenningur
virtist ekki fá nóg af þessari ungu
konu sem þau kölluðu „feimnu Di“.
Myndir af henni prýddu forsíður
dagblaða og tímarita þar sem hún
hallaði undir flatt og lét augnlokin
síga aðeins. „Hún er 19 ára og full-
komin, ensk rós,“ stóð í Sun. Þessi
stúlka í blúndublússunum sínum
var hið fullkomna tákn sakleysis-
ins. „Dlsamleg," stóð í Mirror.
Blaðamenn eltu hana fótgangandi,
eltu litla, rauða bílinn hennar í um-
ferðinni og klifruðu upp á húsþök
til að taka myndir af henni. Þeir
hundeltu hana á hverjum degi á göt-
unni, í símanum og í starfi hennar.
„Elskan mín, hvemig geturðu
umborið þennan ófógnuð?" spurði
Karl.