Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 JjV Reykjavíkurmót í tvímenningi 1997: Sverrir og Magnús Reykjavrkurmeistarar Eins og kunnugt er af fréttum þá sigruðu Sverrir Ármannsson og Magnús E. Magnússon í Reykjavík- urmeistaramótinu í tvímenningi sem haldið var í Bridgehöllinni við Þönglabakka um sl. helgi. Raunar var sigurinn tæpari en oft áður því úrslitin réðust í síðasta spili mótsins en þá spiluðu Sverrir v Umsjón h 'V.. S)Ý}}. ------~:,v ----- Stefán Guðjohnsen og Magnús við Guðmund Pál Amar- son og Brian Glubog sem höfðu leitt mótið svo til óslitið síðustu umferð- imar. Glubog er bandarískur bridgemeistari sem er hér staddur í vetrarfrii og ætlaði sér að næla i Reykjavíkurmeistaratitil. Sverrir og Magnús komu í veg fyrir það og -reyndar gersigraðu þeir í síðustu lotunni og lentu Guðmundur Páll og Brian í þriðja sæti á eftir feðgunum Hjalta Elíassyni og Eiríki Hjalta- syni. Þátttaka var mjög léleg, aðeins 23 pör mættu til leiks og hefir þátttak- an minnkað árlega. Ýmsar skýring- ar hafa komið fram á því en ég held að sú liklegasta sé að menn bíði spenntir eftir því hvem Sverrir vel- ur með sér og síðan sé áhuginn á öðru sætinu takmarkaður. En víkjum að þriðju síðustu lotu dbúflQs Óðinsgötu 7 við Óðinstorg Sími 562 8448 mótsins en þá voru Sverrir og Magnús í þriðja sæti og munaði 47 stigum á þeim og efsta pari sem var Guðmundur Páll og Brian. Markviss blekkispilamennska Magnúsar leggur gildra fyrir sagn- hafa sem hann fellur fyrir. Skoðum það. A/Allir ♦ 5 V KG874 -f ÁK72 * 964 4 ÁKD87 «1053 ♦ 54 4 D108 4 G964 «Á ♦ D1098 4 ÁKG2 4 1032 « D963 ♦ G63 4 753 Með Magnús og Sverrir í n-s og Guðbjöm Þórðarson og Steinberg Ríkarðsson í a-v gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Noröur 1 ♦ pass 1 « 14 1G pass pass pass Auðvitað er klént hjá a-v að kom- ast ekki í geim á 26 punkta en hvaða geim? Þrjú grönd og fimm tíglar standa á borðinu. En standa þrjú grönd? Sverrir, sem var með drottningu meira en venjulega, að hans sögn, spilaði út spaðatvisti, fimmið og skák_______________________ Sverrir Ármannsson og Magnús E. Magnússon með verðlaunagripi sína. kóngur frá Magnúsi. Síðan kom spaðasjö og austur, sem vissi af drottningunni fyrir aftan sig, lét ní- una. Sverrir drap á tíuna, spilaði meiri spaða og þeir félagar tóku fimm fyrstu slagina. Það vora 120 til a-v en algjör toppur fyrir n-s. Fimm sagnhafar höfðu spilað geim í grandi og unnið frá þremur upp í fimm. Aðrir höfðu fengið fleiri slagi í bút. ----/------------------------ Jón Viktor unglingameistari Islands Skammt er stórra högga í milli hjá Jóni Viktori Gunnarssyni, 17 ára gömlum skólapilti, sem á Hellis- mótinu á dögunum krækti sér i 2. áfanga að titli alþjóðlegs meistara. Um síðustu helgi sigraði hann á unglingameistaramóti íslands sem ætlað er skákmönnum tvítugum og yngri. Jón Viktor sýndi mikla þrautseigju á mótinu og náði efsta sætinu þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu skák sinni gegn Ómari Þór Ómarssyni, ungum og efnilegum skákmanni. Allar skákir sínar sem eftir voru vann Jón Viktor og hreppti þar með titilinn eftirsótta, „Unglingameistari íslands 1997“. Staða efstu manna varð þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 2. Bragi Þorfinnsson 5,5 v. 3. - 5. Björn Þorfmnsson, Berg- steinn Einarsson, Arnar E. Gunn- arsson 5 v. 6. Torfi Leósson 4,5 v. 7. - 10. Guðni Stefán Pétursson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Janus Ragnarsson og Ólafúr ísberg Hann- esson, 4 v. Að sigurlaunum hlýtur Jón Vikt- or ferð á skákmót erlendis. Honum gefst því kærkomið tækifæri til að freista þess að ná siðasta áfanga að alþjóðlega meistaratitlinum sem nú er innan seilingar. Skákstjórn önn- uðust Haraldur Baldursson og Sig- urbjörn Björnsson. Jón Viktor er sókndjarfur skák- maður sem kýs frekar að láta vaða á súðum en fara með löndum. Skák- menn, sem þannig tefla, verða að vera við því búnir að tapa einni eða tveimur skákum í byrjun móts. Fléttukóngurinn Mikhail Tal var t.a.m. þekktur fyrir að þurfa nokkr- ar skákir til þess að koma sigurvél- inni i gang. Tapskák Jóns Viktors í fyrstu umferð var þessu marki brennd. Skákina tefldi Jón bráðskemmtilega en á einu andartaki varð honum á fingurbrjótur sem ungur og efnileg- ur andstæðingur hans var ekki seinn að færa sér í nyt. Þess ber að geta að umhugsunartími á mótinu var aðeins 1 klukkustund til þess að ljúka skákinni. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Ómar Þór Ómarsson Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Rbd7 9. Bd3 Dc7 10. 0- 0-0 b5 11. Hhel Bb7 12. Rd5! Rxd5 Mögulegt er að þiggja fómina með 12. - exd5 sem hvítur svarar best með 13. Rf5 með sóknarfærum. 13. exd5 Bxd5? Þetta virðist sterkt en betra er 13. - Bxg5 og áfram gæti teflst 14. Hxe6+ fxe6 15. Dh5+ g6 16. Bxg6+ hxg6 17. Dxh8+ RfB 18. Rxe6 og hvít- ur á ýmis færi í annars tvísýnni stöðu. 14. Dxd5! exd5 15. Hxe7+ Kf8 16. Bf5 Hd8 17. Be6! f6 Svartur verður mát í 2. leik ef hann þiggur þessa fóm. 18. Hf7+ Ke8 19. Rf5! Hg8 20. Hel? Einfaldast er 20. Hxd5 fxg5 21. fxg5! og fyrr eða síðar kemur Rxd6+ og svartur verður að sætta sig við tapað endatafl. Dc5 21. Bxd7+?? Þrátt fyrir mistökin í 20. leik á hvítur enn sigurstranglega stöðu en þessi fingurbrjótur kostar skákina. Athyglisvert er 21. He7+ Kf8 22. Bxd7 fxg5 23. Be8 en svartur sleppur út eftir 23. - Hxe8 24. Hxe8 Kf7 25. Hle7+ Kf6 26. Hxg8 Kxf5 o.s.frv. Besti leikurinn er hins vegar ein- faldlega 21. Bh4! og þótt hvítur eigi aðeins tvo létta menn fyrir drottn- ingu er ekki að sjá að svartur bjargi taflinu. 21. - Kxf7 22. He7+ KfB 23. Be6 Dgl+ 24. Kd2 Dxg2+ 25. Kdl Dg4+ 26. Kd2 Dxf5! 27. Bxf5 Kxe7 - svartur stendur nú með pálmann í höndunum og í 47. leik lagði hvítur niður vopn. Stórmót Investbankans Alexei Sírov tapaði fyrstu og einu skák sinni á Investbankamótinu í Belgrad í lokaumferðinni og missti þar með af sigurlaununum. Fyrir umferðina voru Sírov, Ivantsjúk og Anand jafnir og efstir - Ivantsjúk og Anand gerðu jafntefli í sínum skák- um en Sírov tapaði fyrir Beljavskí. Úrslit mótsins urðu þessi: 1.-2. Vassily Ivantsjúk (Úkraínu) og Viswanathan Anand (Indlandi) 6 v. af 9 mögulegum. 3. Alexei Sírov (Spáni) 5,5 v. 4. - 6. Joel Lautier (Frakklandi), Vladimir Kramnik (Rússlandi) og Boris Gelfand (Hvíta-Rússlandi) 5 v. 7. Alexander Beljavski (Slóveníu) 4,5 v. 8. Kiril Georgiev (Búlgaríu) 3,5 v. 9. Ljubomir Ljubojevic (Júgóslav- íu) 3 v. 10. Alexander Kovacevic (Júgó- slaviu) 1,5 v. Ivantsjúk var úrskurðaður sigur- vegari vegna hagstæðari stigatölu en Anand. Hann þótti hafa teflt listavel, sérstaklega vakti skák hans við Beljavskí athygli. Ivantsjúk lét sér hvergi bregða þótt kóngsstaða hans virtist opin og hélt ótrauður áfram markvissri stöðubaráttu. Þeg- ar betur var að gáð var enginn sóknarmáttur í aðþrengdri svörtu stöðunni og svo fór að lokum að Beljavskí réð ekki við þungann. Hvítt: Vassily Ivantsjúk Svart: Alexander Beljavskí Gamal-indversk vöm. 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. f3 e5 4. Re2 Be7 5. c4 0-0 6. Be3 c6 7. Dd2 Rbd7 8. d5 cxd5 9. cxd5 Rh5 10. Rbc3 Rb6 11. b3 h6 12. 0-0-0 Bg5 13. g4 Bxe3 14. Dxe3 Rf6 15. Rg3 a5 16. h4 a4 17. Kb2 axb3 18. axb3 Rbd7 19. Bb5 Rc5 20. b4 Ra6 21. Hal Rh7 22. Rfl Bd7 23. Bxd7 Dxd7 24. Db6 Hfc8 25. Re3 RfB 26. Kb3! Re8 27. Rc4 De7 28. De3 Hd8 29. g5 h5 30. Hhcl g6 31. Rb5 Hab8 32. f4 Dd7 33. Hc3 De7 34. Dxf4 Hbc8 35. Hc3 De7 36. Ha2! Rac7 37. Rd4 Ha8 38. Hf2 Hal 39. Hcf3 Hbl+ 40. Kc3 Hd7 41. Rb6 - og svartur gafst upp því að f7 verður ekki varinn. Atmót öölinga Júlíus Friðjónsson vann allar skákir sínar á atskákmóti öðlinga - 40 ára og eldri, sem lauk í vikunni. Hann hlaut 9 vinninga. í 2. sæti varð Jóhann Öm Sigurjónsson með 8 v. og Sigurjón Sigurbjörnsson kom næstur með 5,5 v. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgríms- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.