Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 36
36 ' þþlgarviðtalið
+
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 J3"V LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997
Hielgarviðtalið «
við. í fyrra vsir platan óaggressív en
flippaði þó aðeins út í endann. Þessi
nýja er ekkert nema árásir. Síðasta
lagið á henni er samt hinn ljósi
puntkur við enda jarðganganna."
Hvers vegna ertu í þessum árás-
arham?
„Þetta var bara ósagt. Þetta er hin
víddin á hinu hamingjusama falli.“
Nú er óhemju mikið af íslensk-
um plötum gefið út á þessum árs-
tima. Að hvaða leyti finnst þér tón-
listarbransinn hafa breyst frá þvi
sem var?
„Þegar ég fór af stað var landa-
kortið í músík þannig að maður
reyndi ekki að gefa út hér á landi.
Þetta breyttist með 68-kynslóðinni í
Skandinavíu. Upp spratt ný og óháð
útgáfa og þannig var kominn mark-
aður fyrir sæmilega „intelektúal“ lý-
rík. Hér á landi plottuðu félags-
hyggjumennirnir en að lokum var
það kapítalistinn sem framkvæmdi
og 1972 kom mín fyrsta plata út.“
Nöldurtónar
Þegar þú litur til baka yfir feril-
inn og skoöar stöðu þína í dag, lít-
urþú þá á þig sem skallapoppara?
„Ég var aldrei „aksepteraður" af
poppurum sem poppari. Þannig
fmnst mér ég vera skyldari þeim sem
eru að byrja í þessu en þeim sem eru
búnir að finna stóra sannleikann."
Fylgistu mikið með þeirri tónlist
sem er í gangi í dag?
„Það eru nöldurtónar á plötunni
sem sýna að ég er íhaldssamur. Ég
leita aftur í rætumar. Þær liggja frá
New York til Memphis. Þetta er
bræðingur úr uppvextinum sem
blandast saman við íslenska gullöld
eða háðsútgáfu hennar og rokk í
Bandaríkjunum frá 1954, ’55 og ’56.“
Hvað finnst þér um danstónlist?
„Þegar ég hlusta á þessa músík þá
skil ég betur hvers vegna alsælufar-
aldurinn gekk yfir. Mér leiðist ein-
hver uppfundinn trommutaktur sem
gengur heilt lag með örlitlum breyt-
ingurn."
Nú hefur Björk starfað meó raf-
tónlistarmönnum á öllurn sinum
sólóplötum.
„Björk gæti starfað með karlakór
og eitthvað gott kæmi örugglega út
úr því.“
Námsferillinn hjá Björk
Hvernig var ykkar samstarf?
„Minn námsferill hjá henni mein-
arðu. Ég vann fyrst með henni þegar
ég var beðinn um að gera „sánd-
trakk" við kvikmyndina Nýtt líf sem
gamall skólabróðir minn gerði. Þetta
var nokkurs konar redding og mér
gafst lítill tími til að semja. Ég ákvað
því að gera það besta í stöðunni. Ég
fékk hana til að syngja sjómannalög
og lög um Vestmannaeyjar eftir
minni. Hún fékk enga texta til að-
stoðar. Það vakti takmarkalausa at-
hygli mína að heyra hana syngja
þessi lög. Hún mundi textabrot úr
lögunum og laglínur. Annað spann
hún svo bara á staðnum. Við sung-
um saman lagið Maja litla í dúett en
ég afréð að nota það ekki í myndinni.
Svo unnum við saman árið 1985
með Kuklinu og þá var hún orðin
meðvitaðri um sig sem tónskáld og
gerði hlutina meira á sínum eigin
forsendum. Árið 1987 söng hún svo
bakraddir á Loftmyndina og er þá
orðin þvílíkur snillingur. Þá var orð-
ið nóg að setja hana inn í tilfmningu
laganna og þá söng hún þau inn og
náði að túlka þau hárrétt. Þá var nóg
að segja: Syngdu eins og lítil börn að
leika sér í leðju, og hún gerði það ná-
kvæmlega."
Víl vinna með Emilíönu
Hefurðu hug á að vinna meira
með henni?
„ Ég hef alltaf pláss fyrir hana og
á erfitt með að nota aðra eftir að hafa
unnið með henni. Ég hefði reyndar
áhuga á að vinna með Emilíönu
Torrini ef réttar aðstæður væru fyr-
ir hendi. Hún stóð sig afbragðsvel á
Megasarlögum."
Hvernig finnst þér útgáfurnar á
lögunum þinum þar?
„Ég er rosalega ánægður. Ég hef
ekki átt séns á því að spila með
bandi en ég hef alltaf verið kaldur
við að gera „radikal" breytingar á
mínum lögum.“
Nú varstu aó koma úr tónleika-
ferðalagi. Heldurðu einhverja tón-
leika i tilefni af útkomu nýju plöt-
unnar?
„Jú, ég var að koma úr tónleika-
Megas segist betur staddur en margir sem ekkert láta ofan í sig af fíkniefnum:
ferðalagi um Norðurlönd og Þýska-
land. Tónleikahald er allt annað nú
en áður. Þá var algengara að maður
væri að spila fyrir þrjár kynslóðir í
einu. Afar og ömmur sátu með
barnabörnin. Hægt var að halda tón-
leika þar sem ekki voru vínveiting-
ar. Svo voru skólafélögin svipt skóla-
gjöldunum þegar þau voru lögð af.
Sá sjóður var notaður til tónleika-
halds. Það var hafður einhver lítill
aðgcmgseyrir en listamaðurinn fékk
greitt eftir taxta. Kynslóðin í dag fær
ekki til sín listamennina nema að
það borgi sig fjárhagslega. Sú lýrík
sem er í gangi hjá hljómsveitunum
er skömminni skárri en sú
akademíska.
Kjaftasögurnar hylja
mann
Nú hefurðu nýlokið við að þýða
Trainspotting. Er eitthvað annað
á prjónunum?
„Ég datt inn í leikhús með því að
þýða leikrit og var beðinn um að
skrifa uppkast að leikriti. Ég er að
skrifa leikrit núna.“
Hvað með útgáfu á tónlist á
nýju ári?
„ Það er trúlegt að ég geri á bilinu
eina til þrjár á næsta ári. Þrjú verk-
efni eru uppi á borðinu hjá mér og
svo virðist sem öll þeirra eigi eftir
að ganga í gegn.“
Kjaftasögurnar hafa alltaf fylgt
einfaranum Megasi. Frœgt er orð-
ið þegar fjölmiðlar gerðu sér mat
Megas hefur allt frá upphafi ferils
síns verið hálfgerður útlagi í heimi
dægurtónlistarinnar. Með textum
sínum og lagasmíðum hefur hann
fetað slóð sem fáir hafa vogað sér inn
á nema þá helst í samfylgd hans
sjálfs. Fyrir skömmu kom út ný
breiðskífa Megasar sem ber heitið
Fláa veröld. Megas hefur átt annríkt
upp á síðkastið, er nýkominn úr tón-
leikaferðalagi um Norðurlönd og
Þýskaland ásamt dúettinum Súkkat
en saman flytja þeir tónleikadagskrá
sem þeir kalla Megasukk og var upp-
Ijaflega flutt á Fógetanum í Reykja-
vík fyrir fullu húsi. Svo hefur Megas
nýlokið við að þýða handritið að Tra-
inspotting sem sett verður á fjalir
Loftkastalans innan skamms. Undir-
ritaður spurði hann fyrst hvað hon-
um þætti um þá kynslóð fólks sem
þar er lýst.
Alþýðan í „gettóum
„I gamla daga var stórveldið á
Bretlandseyjum og drottnaði yfir ná-
grannalöndunum. Aðferð Breta til að
halda völdum í Skotlandi er að líta
undan og leyfa eymdinni að grass-
era. Skotar eru líkari Skandínövum í
þessari hörðu flkniefnaneyslu en
þrátt fyrir þessa hörðu heróínneyslu
og firringu þessa fólks er það mjög
meðvitað um hatur sitt á Bretum.
Þessi þriðja kynslóð sem vex úr grasi
við almennt atvinnuleysi lifir í ör-
væntingarfullri neðanjarðarmenn-
ingu þar sem neysla á svo hörðum
efnum er í raun ákveðið „statemenf‘.
Skosk yfirvöld hafa gert átak í ferða-
mannaiðnaði sem hefur falið í sér að
lífga upp á miðborgakjarnana og
byggja þar mikil inannvirki. Á með-
an býr alþýða manna í gettóum.
„Veldu“, ræðan þar sem aðalsögu-
hetjan veltir því fram hvort velja
skuli líf meðaljónsins með ísskápum,
sjónvarpstækjum og öðru slíku, er í
raun retorísk spurning. Auðvitað
velur maður það ekki.“
r
Island subbulegast
Er ástandið þar mjög slœmt
miðað við hvað gengur og gerist
annars staðar?
„Þar sem lögreglan er meira að
skipta sér af þessari neðanjarðar-
menningu er hún subbulegri. Skot-
land er subbulegt, Skandinavía
subbulegri og ísland subbulegast. í
Köben sér maður heróinmellur,
kaupir dóp og sex og er að skemmta
sér. í sömu götu eru svo huggulegri
mellur í þar til gerðum hóruhúsum
og þar lítur allt þokkalega út. í Osló
eru mellur hallærislegar og hætta
ekki á að klæöa sig á kynæsandi hátt
til að forðast afskipti lögreglu. í
skáldsögunni minni sem kom út fyr-
ir einum þremur árum lýsti ég
ástandinu hér á landi í fíkniefna-
heiminum eins og ég ímyndaði mér
það og þær spár sem ég hafði um
þann heim eru að rætast."
Um hvað ertu að fjalla á nýju
plötunni?
„Þetta er afbrigði af heimur versn-
andi fer. Nafnið ætti að gefa eitthvert
„hint“. Þetta er konsept-plata en
samt með einu meginþema. Titill
plötunnar er tilvísun til ljóðabálks
sem kom út fyrir 34 árum síðan.“
Var bara ósagt
Er hún mjög frábrugðin fyrri
plötum þínum?
„Platan sem ég gaf út i fyrra var
blúsplata, innhverf og ekki svona
fingurbendandi plata eins og þessi.
Hún átti ekki að vera þaö, þróaðist
bara þannig. Til að komast hjá
krabbameini veröur maður að
stunda einhverja sjálfsþerapíu og
þetta er mín þerapía. Blúsinn er af-
sprengi manna sem gátu lítið slegið
frá sér og kjósa því að snúa sér inn á
úr samkynhneigð hans og ef
kjaftasögurnar snúast ekki um
það þá er það fíkniefnaneyslan.
Hvað finnst honum um þœr?
„Kjaftasögurnar eiga það til að
hylja mann og þegar það gerist
kemst maður upp með alls kyns sið-
leysi sem meðaljóninum gæti ekki
dottið í hug.“
Kannaði hneigðir mínar
Hvað með kjaftasögurnar um
kynhneigð þína?
„Það er einn af betri bröndurum
aldarinnar. Þegar skynsemin blund-
ar fara skrímslin á stjá. Þegar skyn-
semin er tekin og svæfð með eter er
fjandinn laus. Þegar ég fór að kanna
það hvort ég hefði hneigðir sem
beindust að eigin kyni, sem er al-
gengt meðal fólks, komust sögur á
kreik. Ég lenti í hrikcdegum kvenna-
málum á þessum tíma og tók kalda
og lógíska ákvörðun um að kanna
hneigðir mínar. Það var skemmti-
legt að sjá fjölmiölana glotta yflr
þessu. Ég lenti meðal annars í við-
tali á Bylgjunni við fjölmiðlamann
sem er vel þekktur í dag. Þá var ég
nýkominn frá Taílandi og hann
spurði mig hvort ég hefði búið þar
með mönnum? Ég svaraði því til að
yfir regntímann væri mikið af eðl-
um á sveimi en annars hefði ég búið
með mönnum. Eftir þetta „ex-
periment" hef ég haldið mig við hitt
kynið.“
Staðlaður alkóhólisti
Hvað með fíkniefnaneysluna?
„Ég hef alltaf verið með gott kon-
tról þegar ég hef verið að taka upp í
hljóðveri og verið með allt vel undir-
búið og skipulagt, sama í hvaða
ástandi ég hef verið. Ég gæti gefið
þér lista yfir það sem ég neyti. En ég
er edrú, „sóber" og „klín“. Margir
sem ekkert láta ofan í sig eru verr
staddir og með allt niðrum sig. Menn
verða útlagar þegar þeir fara að
neyta efna sem eru ólögleg,"
Hefur neyslan sett mark á þig?
„Hefurðu hugsað um allan þann
sykur sem þú hefur látið ofan í þig
eða séð eftir að hafa lesið einhverjar
bækur sem þú vildir heldur eiga
ólesnar?"
Ertu alkóhólisti?
„Já, samkvæmt staðlaðri skil-
greiningu þeirri sem þjóðimar hafa
komist að samkomulagi um að sé
mælikvarði á það. Fyrstu fyllirí eru
oftast ekki skemmtileg hjá fólki. Ég
fann strax á minu fyrsta fylliríi að
þetta var ástand sem ég kunni við.
Ég varð í senn ósýnilegur og ofsýni-
legur. Vinir mínir notuðu þetta bara
til hátíðabrigða en ég kunni við þetta
sem varandi ástand."
Hefðbundinn
fjölskyldumaður
Finnst þér þú hafa verið dœmd-
ur hart?
„Fólk er hrætt við lýríkina. Ef ég
hefði lifað vammlausu lífi og samið
sömu tónlist hefði verið fundin önn-
ur leið til að draga úr mér tennurn-
ar.“
Hvernig lífi lifirðu í dag?
„Ég er á kafi í þeim verkefnum
sem ég er að sinna. Ég er nýbúinn
með þýðinguna á Trainspotting og
það var átakaverk að gera. Annars er
ég svona nokkuð hefðbundinn fjöl-
skyldumaður. Ég er með yngsta
drenginn minn hjá mér. Sá er fimm
ára. Svo á ég einn sem er í tónlistar-
námi í Frakklandi og annan sem er
Megas seglr nýju plötuna vera
„svona fingurbendandi."
-
trúbador og hefur fengist viö skrift-
ir.“
Likjast þeir þér mikið?
„Þeir virka á mig sem endurbætt-
ar „versjónir" af sjálfum mér sem er
gott eftir nokkurt ógengi frummynd-
arinnar.“
-Jón Atli Jónasson
*?