Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 34
34 fréttaljós LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 DV Hrunið á f]ármagnsmörkuðum heimsins í október á rót sina að rekja til óheilbrigðs fjármálakerfis Japans. Þetta er mat japanska hagfræðingsins Susomos Saitos sem sagði upp starfl sínu sem yfirhag- fræöingur hjá Credit Suisse í Tókýó til að geta tjáð sig frjálst. Hann stýr- ir nú eigin rannsóknarstofnun, Trilateral Institute, í Tókýó. Nú segir Saito það sem honum þykir og skoðanir hans stinga oft í stúf við skoðanir annarra. Flestir telja að sviptingarnar á mörkuðum í Austur-Asíu, þegar taílenski gjald- miðillinn féll og spákaupmennska með Hong Kong-dollarinn fór af stað, hafl verið orsök hrunsins. Saito segir svo alls ekki vera. Því sé þveröfugt farið. Japanskir bank- ar hafi lánað mikið fé til Taílands, Malasíu, Singapores og Hong Kong. Þess vegna sé orsakar hrunsins að leita í óheilbrigðu fjármálakerfi Japans. Hann á við að ríki í Suðaustur- —— Asíu hafi byggt hraðvaxandi efna- hag sinn að miklum hluta á erlendu fjármagni, einkum japönsku. í Hong Kong sé helmingur lána frá japönskum bönkum. Lán TaOend- inga frá Japan nema 20 prósentum af brúttóþjóðarframleiðslu þeirra. Þegar hrun hófst í kauphöllinni í Tókýó í júní í fyrra hafl japanskir bankar orðið að draga úr útlánum sínum. Þar með hafi lönd eins og Taíland, Hong Kong og Malasía ekki fengið nægt fjármagn til að halda áfram að vaxa. Þar sem Japan flytji út mikið kapítal hafl efnahagurinn í Japan bein áhrif á önnur lönd. Saito segir að efnahagsveldin í heiminum, Bandaríkin, Evrópusam- bandið og Japan, beri sameiginlega ábyrgð á efnahag heimsins. Til þess að styrkja stöðugleikann sé mikil- vægt fýrir japönsku risana að gera sér grein fyrir að þeir beri ekki bara ábyrgð á ,eigin landi. Annars muni óstöðugleikinn í efnhagsmál- um heimsins leiða til áframhald- andi samdráttar í efnahagslífinu, gifurlegs atvinnuleysis og striðs eins og sagan sýnir. Vandi Japans vandi alls heimsins Jón Ormur Halldórsson, sérfræð- ingur í málefnum Suðaustur-Asíu, tekur undir þaö að vandi Japana sé í leiðinni vandi allrar Asíu. „Vandi þeirra getur orðið vandi alls heims- ins. Japanskir bankar eru að kom- ast í vandræði vegna þess að hrun á verði fasteigna, lands og hlutabréfa hefur gert það að verkum að mikið af eignum er veðsett fyrir meira en fengist fyrir þær á frjálsum mark- aði. Þess vegna verða bankar í Jap- an að draga úr útlánum til annarra landa og jafnvel að afturkalla yfir- dráttarlán og skammtíma skuld- bindingar erlendis. Þetta setur þrýsting á gjaldmiðla Asíu, ýtir upp vöxtum og dregur úr fjárfestingu. Þetta getur lika leitt til þess að Jap- anar kaupi minna af skuldabréfum á Vesturlöndum eða selji jafnvel slík bréf.“ Að því er Jón bendir á gæti það þýtt hrun á verði ríkisskuldabréfa í Bandaríkjunum og víðar. „Japanar eiga stjarnfræðilegar upphæðir í Sviptingarnar á fjármagnsmörkuðum: Japans er allra Veröbréfasali í Tókýó aö niöurlotum kominn eftir sviptingarnar sem uröu á fjármagnsmörkuöum í kjölfar yfirlýsingar- innar um gjaldþrot einnar stærstu fjármálastofnunar Japans, Yamaichi-verðbréfafyrirtækisins, síöastliöinn mánudag. Símamynd Reuter. bandarískum rikisskuldabréfum og hafa fjármagnað verulegan hluta af halla síðustu ára á bandarískum ríkisbúskap. Þetta gæti leitt til verð- falls á hlutabréfamarkaði líka. Það veltur því á miklu fyrir Vesturlönd og heiminn allan að hlutabréf í kauphöllinni í Tókýó lækki ekki meira svo japanskt fjármagn leiti síður heim til að bjarga bönkum þar eystra." Jón segir að svipað sé raunar að gerast í Hong Kong. „Fjármagn það- an er á bak við umtalsverðan hluta af iðnvæðingunni i Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið að vonast eftir því að fjármagn frá Hong Kong fjár- magni einkavæðingu næstu ára í Kína. Verðfall á fasteignum í Hong Kong, sem ekki er orðið mikið en gæti orðið það, ásamt verðfalli í kauphöllinni þar gæti sett banka og fjármálamenn í sama vanda og nú hefur skapast í Japan. Þetta gæti Jón Ormur Halldórsson: Vandi Japans getur oröiö vandi alls heimsins. þvi þýtt minni fjárfestingu í Kína, ekki síður en annars staðar í Asíu.“ Fjárfestingar minnka í Eitt aðaláhyggjuefnið í Asíu er einmitt nú hvort sviptingarnar á fjármagnsmörkuðum í Austur-Asíu eiga eftir að breiðast út til Kína, að því er kemur fram í grein í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Hingað til hafa allir sérfræðingar talið að efna- hagur Kína sé alltof traustur til þess að hann geti orðið fyrir áhrifum. Nú bendir hins vegar ýmislegt til að svo sé ekki. Fyrr i haust birti Alþjóðabankinn niðurstöður rannsóknar þar sem fullyrt er að hagvöxtur í Kína hafi í mörg ár verið orðum aukinn. Ann- að tákn er að mjög hefur dregið úr erlendum fjárfestingum í Kína. Frá janúar til september minnkuðu þær um 38,8 prósent. Búist er við að er- lendar fjárfestingar minnki enn frekar á næsta ári vegna almennrar efnahagskreppu. Þar sem efnahagur Kína byggir að miklu leyti á iðnaði til útflutnings, og það er í honum sem erlendir aðilar fjárfesta, valda þessar tölur óróa. f grein í International Herald Tri- bune er minnt á að efnahagsvöxtur- inn í Austur-Asíu á síðasta áratug og í byrjun þessa áratugar hafi ver- ið svo ótrúlegur að heimurinn hafi velt því fyrir sér hvaða töfraformúla hefði verið notuð. Sjálfir leiðtogam- ir í þessum löndum sögðu þróunina byggjast á „austrænum gildum“. Hagfræðingar bentu á hversu íbú- amir spömðu mikið miðað við tekj- ur og félagsfræöingar bentu á lága skilnaðartíðni. Efnt var til sér- stakra skoðunarferða til fyrirtækja þar sem starfsmenn fengu æviráðn- ingu og þar sem byggð vom hús fyr- ir starfsmenn á lágu verði. Aðrar þjóðir voru yfir sig hrifnar af hin- um björtu hliðum „austrænu gild- anna“. En í nafni samvinnu milli stjórnvalda og fyrirtækja átti ýmis- legt misjafnt sér stað. I Suður- Kóreu, Indónesíu og Taílandi not- færðu menn sér hinar dökku hliðar „austrænu gildanna". Stjórnmála- menn skipuðu ríkisbönkunum að veita lán til verkefna sem vinir Þorvaldur Gylfason: Ég hef aldrei haft mikla trú á kenningunni um austræn gildi. þeirra högnuðust á. Þorvaldur Gylfason hagfræðipró- fessor kveðst aldrei hafa haft mikla trú á kenningunni um austræn gildi. Skýringuna á hinum mikla ár- angri sem Austur-Asíulöndin hafa náð á undangengnum mannscddri segir Þorvaldur vera einfalda í raun og veru. Auk þess að leggja mikla rækt við menntun hafi þau lagt mikla rækt við styrka hagstjóm og þokkalegan þjóðfélagsjöfnuð. „Hvatinn til að spara og fjárfesta hefur verið mikill í skjóli lítillar verðbólgu. Austur-Asíulöndin hafa einnig hagað gengisskráningu svo að hún hefur verið hvati til útflutn- ingsaukningar. Hlutfall erlendra viðskipta af þjóðarframleiðslunni hefur verið mjög vaxandi og er nú orðið mjög hátt í mörgum þessara landa . Þetta þrennt, menntun, fjár- festing og mikill útflutningur, hafa verið helstu lyftistangirnar undir efnahagsárangurinn sem þarna hef- ur náðst. Þessar gárur á verðbréfa- markaði núna breyta engu um þetta.“ Þorvaldur segir gárurnar hins veg- ar þarfa áminningu um það að þessi lönd þurfi að halda áfram að bæta og styrkja efnahagslífið hjá sér. Það eigi ekki síst við um bankakerfið og samspil stjórnvalda og einkafyrir- tækja. „Þessi samskipti eru of náin. Það eru of mikil hagsmunatengsl milli bankakerfisins og atvinnulífs- ins og stjórnvalda í sumum þessara landa. I Taílandi er sagt að allir stjórnmálamenn eigi banka og allir bankar eigi tvo stjórnmálamenn. Þessi tengsl verður að rjúfa til að dreifa valdinu og auka öryggið í efnahagsþróuninni." Þorvaldur telur að hrunið í Japan á mánudaginn megi rekja til skipulagsveikleika sums staðar í einkageiranum og bankakerfinu þar eins og í nokkrum öðrum Austur- Asíulöndum, fyrst og fremst í Taílandi, Malasíu og Kóreu. Tæpast austrænt módel Jón Ormur segir efnahagsvand- ræðin í Asíu best skýrð með al- mennum lögmálum efhahagslífsins frekar en með tilvísun til aust- rænna gilda. Hann greinir jafnframt frá því að i efnahagsmálum hafi ríki Austurlanda farið leiðir þar sem ríkinu sé ætlaður miklu stærri hlut- ur en gerist á Vesturlöndum. „Þetta er hins vegar með afar mismunandi hætti eftir ríkjum og það er tæpast hægt að tala um austrænt módel i þessu sambandi." Að því er Jón greinir frá eru Hong Kong og Singapore, sem nú eru ein- hver ríkustu lönd í veröldinni, til að mynda gjörólík að þessu leyti. Rík- ið hefur hægt um sig í Hong Kong en í Singapore er það allt í öllu. Rík- ið í Singapore á og rekur 600 fyrir- tæki. Sum þeirra er verið að einka- væða en aðeins að hluta. Ríkið er enn að setja upp ný fyrirtæki og fjárfesta í öðrum og það ekki síður erlendis en heima fyrir. Taívan einkennist af gífurleginn fjölda lítilla fyrirtækja, að því er Jón útskýrir. Efnahagslíf Suður- Kóreu er að stórum hluta í höndum 15 stórfyrirtækja sem eru hvert um sig á kafi í nánast öllum hugsanleg- um iðngreinum og þjónustugrein- um. „Það er því mjög erfitt að alhæfa og enn erfiðara að finna samnefnara í austrænum gildum þegar kemur að efnahagslifinu. Nema þá þann helstan aö nánari samvinna er á milli ríkis og einkafyrirtækja en tíðkast eða jafnvel er löglegt á Vest- urlöndum. Ríkið er yfirleitt fyrir- ferðarmeira í fjárfestingu í atvinnu- lífinu en á Vesturlöndum en þetta er þó ekki alveg algilt.“ Jón bendir á að i raun séu sömu gildi alls staðar þegar kemur að sjálfum fjármálamörkuðunum. „Það má kannski finna önnur gildi í at- vinnulífi en tæpast á fjármálamörk- uðum sem eru orðnir nánast algjör- lega alþjóðlegir. Það er enginn mun- ur á því að kaupa gjaldeyri og ríkis- skuldabréf eða hlutabréf í stórfyrir- tækjum í London, Singapore og Tókýó.“ Hann segir að efnahagslíf margra Asíulanda sé hins vegar miklu við- kvæmara fyrir áhrifum af fjármála- mörkuðum en efnahagslíf Vestur- landa. Ástæðan sé sú að efnahagslíf- ið sjálft sé ekki eins markaðsvætt og fjármálamarkaðirnir. „Þess vegna geta sjokkin orðið meiri þeg- ar hlutirnir fara af stað.“ Byggt m.a. á International Herald Tribune og Dagens Nyheter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.