Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 30 Qíkarkafli Nýja ísland - örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum Framúrskarandi Mál og menning hefur gefiö út bókina Nýja ísland - ör- lagasaga vesturfaranna í máli og myndum. Höfundur er Guöjón Arngrímsson, fyrrum fréttamaöur á Stöð 2, og er þetta fyrsta bók hans. Fjallaö er um flótta hátt í 20 þúsund íslendinga vestur um haf á árunum 1870-1914. Bakgrunn- ur vesturferðanna er skýröur, lýst tildrögum feröanna hér- lendis, fylgst meö fyrstu landnemunum yfir hafiö og leitinni að Nýja- íslandi. Viö birtum hér kafla úr bókinni er segja frá afdrifum íslendinga vestanhafs. Dakota var dæmigerður Rauðárbátur sem hér sést á ánni einhvern tíma á áttunda áratug aldarinnar, og hópur af fólki um borð - sem vel gætu verið íslendingar. Flekinn í forgrunni var algengt farartæki á fljótunum í Kanada á þessum tíma og það voru svona flekar sem íslendingarnir keyptu og notuðu til að fleyta sér í áttina að Nýja íslandi. „Eftir ferðina til Manitoba sneru John Taylor, Sigtryggur og Einar aftur til Ontario og hittu íslending- ana í Kinmount. Þar hafði þeirra verið beðið með óþreyju. Ekki þarf að hafa mörg orð um að fólkinu leist vel á það sem sendimennimir höfðu fram að færa, enda hefur framtíðar- sýnin vart verið glæsileg eftir hörm- ungaveturinn. Hinsvegar var ekki heiglum hent að komast til Winnipegvatns. ís- lendingarnir voru allslausir og höfðu hvorki ráð á fargjöldum né mat og gistingu á hinni löngu ferð út í óvissuna, hvað þá nauðsynleg- um útbúnaði til að hefja búskap á leiðarenda. Útilokað var að leggja af stað nema leita fyrst eftir fjárstuðn- ingi. John Taylor og Sigtryggur héldu enn til Ottawa þar sem kanadísk stjórnvöld höfðu aðsetur, og sóttu um styrk til að fjármagna flutning fslendinganna frá Ontario til Man- itoba. Þeir fengu fyrst dræmar und- irtektir þar sem aðeins var um að ræða flutning fólks frá einu fylki í landinu til annars. Engin hefð eða lög voru um opinberan stuðning við slíkar ferðir. Á endanum var það þó sjálfur forsætisráðherra Kanada, Al- exander MacKenzie, sem veitti styrkinn. Það gerði hann fyrir orð landstjóra Breta, Dufferins lávarð- ar, sem hafði ungur farið um ísland árið 1856 og hrifist mjög af landi og þjóð. Islendinga leitað Þegar ljóst var að styrkurinn fengist ferðaðist Sigtryggur um Ont- ario, leitaði uppi íslendinga og bauð þeim með í förina. Langflestir þáöu boðið, jafnvel þótt nokkrir þeirra væru farnir að búa, jafnvel komnir með kú og sáðkorn í jörð. Tilhugs- unin um að vera með öðrum íslend- ingum og taka þátt i uppbyggingu með þeim þar sem allir gætu hjálp- ast að og veitt hver öðrum stuðning var of freistandi. Sigtryggur og John Taylor voru ávallt í nánu sambandi við kanadísk stjómvöld í Ottawa vegna þessara mála og nú bar svo við að Kanadastjórn réð Sigtrygg til að fara til íslands og selja fólki ferðir vestur til Nýja Islands sumarið 1876. John Taylor var hinsvegar ráðinn sem umsjónarmaður með ferðalagi íslendinganna til Winnipegvatns, og Friðjón Friðriksson túlkur hans. Fólkið safnaðist saman í Toronto, í sama innflytjendahúsinu og þegar það kom til Kanada árið áður, og hinn 25. september lagði hátt á þriðja hundrað íslendinga af stað með járnbrautarlest í vesturátt, al- farið til Nýja íslands. Síðdegis var komið í áfangastað í bænum Sarnia við Huron-vatnið. Þar var fyrir teiknari frá blaðinu Canadian Illu- strated News, sem teiknaði mynd af íslendingum á ferð og birti í blaðinu 13. nóvember, nokkram vikum síð- ar, og mun það eina samtímamynd- in sem til er af þessu mikla ferða- lagi. Um borð í Ontario í Samia var dvalist um nóttina og síðan stigið um borð í gufuskipið Ontario. Skipið var alltof lítið því að auk íslendinganna voru fjöl- margir aðrir farþegar um borð og einnig naut, hestar, svín, kindur og hænsnfuglar. Farangri sínum varð fólkið að hlaða undir sig og ofan á sig svo það gat sig hvergi hrært. Vatnið var úflð og mikill öldugang- ur. Sjóferðin stóð í fjóra sólarhringa samfleytt enda siglt norður Huron- vatnið og vestur allt Superior-vatn- ið í mótvindi. Það var ámóta sigling og frá íslandi til Skotlands. í Duluth í Minnesótafylki, við vesturenda Superior-vatnsins, sem þá var smábær með um 300 ibúum, beið hópur íslendinga eftir því að slást í forina, kominn nokkur hundrað kílómetra leið sunnan frá Milwaukee. Að kvöldi 30. septem- ber, þegar gufuskipið Ontario náði landi urðu fagnaðarfundir, menn fengu sér í staupinu og glöddust fram eftir nóttu. Frá Duluth fór hópurinn með hinni nýlögðu Northem Pacific- járnbraut vestur yfir Minnesóta, og var höfð helgarviðdvöl í Glyndon á sléttunum. Þar var fólkinu komið fyrir í stóra verksmiðjuhúsi og þótti vistin ekki góð. Á sunnudeginum prédikaði John Taylor yfir hópnum „Sigurður Erlendsson frá Aðaldal í Þing- eyjarsýslu og kona hans Guðrún Eiríksdótt- ir og fimm böm komu vestur með stóra hópnum 1876.1 endurminningum sínum lýs- ir Sigurður komu þeirra til Nýja íslands. Eftir margra vikna strembið ferðalag strandaði farkostur þeirra í Rauöárósum við Winnipegvatn: „Næsta færan morgun var ferðinni heitið að Gimli. Þá fengu flestir familíufeður bát með tveimur áram, er landar kölluöu dalla, þveríjöl negld fyrir báða enda; þeir munu hafa flotið með 14 hundrað pund i logni. í árósum fékk eg eitt þetta far og bar á það koffort, sængurfót, konu og 4 böm, Stefán, 12 ára, Jóhannes, 8 ára, Kristíönu, 5 ára, og Sigfús, 1H árs. Jakobína, 16 ára, fór í vist til bónda þrjár mílur frá Winnipeg. Með þenna farm á tvær árar röri eg norður með landi og náði inn á Gimli-tjöm um klukkan 3. Þá gjörði þramuskúr, svo allt varð gegnblautt. Við norðurenda tjarnarinnar setti eg upp bátinn og gengum við norður aö Gimli, kon- an með bam í fanginu, holdvot, og eg með annað, en drengirnir gengu með okkur. Þar fékk eg flatreftan kofa að vera í um nóttina, hurðarlausan. Þar var þó ekki gott að vera fyrir hrakið fólk.“ Sigurður þvældist um næstu vikurnar og leitaði að bújörð. Hann fór með öðrum manni á bátkænu norður eftir ströndinni, en gekk illa að komast leiðar sinnar fyrir roki og fenjum við landið. Hann þrammaði um landið við Gimli í meira en viku, en ákvað að lokum að fara til Mikleyjar. Þang- að reru þeir tveir, hann og Helgi Tómason, og fundu landskika sem þeir ákváðu að gera að sínum. Sigurður fékk leyfi til aö vera um veturinn í kofaræfli sem var í umsjá sögun- armyllu á eynni og þóttist heppinn, þótt að- stæöur væru bágar: „enginn strompur var upp úr þakinu, svo þar var naumast líft fyr- ir reyk.“ Hann reri nú einn til baka til Gimli, um 60 kílómetra leið á vatninu, sótti fjölskylduna og reri aftur til eyjarinnar. „Þá var eg orðinn þreki mínu fjær af maga- veiki. Þaö fór vika til þeirrar ferðar.“ Fjölskyldan var matarlitil en Sigurður veiddi fisk sem hélt í þeim lífinu um haust- ið. Um veturinn snjóaði óskaplega: „Eg og drengur minn, Stefán, á 12. ári, þurftum að kafa flesta veðurfæra daga um skóginn í mitt læri og dýpra, til að leita að þurrum við og höggva og bera heim og reisa svo hverja spýtu á annan enda í þessa kleystó [eldstó úr leir (e. clay)], og þó að kafna úr reyk eða skjálfa oft af kulda. Eg var farinn að telja minn hvern dag síðastan, milli jóla og nýárs, úr magaveiki, og þá að skilja eftir konu og 4 börn.“ En Sigurður lifði og hann og fjölskyldan sluppu við bólusóttina um veturinn þótt hún legði í valinn fólk á næsta bæ. „í aprílmánuði sama vor tók eg mér land eina mílu hér frá, norður með vatni, og byggöi mér þar bjálkahús, ekki laglegt. Stef- án var mín önnur hönd og fylgdi mér að öll- um verkum þó ekki væri gamall. Jóhannes minn, þá 8 ára, færði okkur miðdagsmat á hverj- um degi (steiktan hvítfisk) og þótti mér hann gjöra það vel, brautarlaust með landi norður liðuga mílu, á móti köldum vetrar- stormi, og bera sig karlmannlega. Þá var eg glaður hjá drengjunum mínum og þóttist sjá að þeir gjörðu eitthvað ef þeir lifðu dl.“ Sem þeir og gerðu. Öll fimm börn þeirra hjóna náðu fullorðinsaldri og eiga fjölda af- komenda í Manitoba og víðar. Drengirnir Stefán og Jóhannes urðu víðkunnir athafna- menn." Þá var eg glaður hjá drengjunum mínum...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.