Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 47
-
DV LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997
SYÍðsljÓSr
Sjónvarpsþáttur um Mezzoforte eftir 20 ára starf:
Gerum plötu
- segir Eyþór Gunnarsson píanóleikari
„Við höfum verið að malla i lága
drifmu í nokkur ár og sjáum enga
ástæðu til þess að hætta því meðan
okkur bjóðast einhver áhugaverð
tilboð. Það gerist alltaf annað slagið.
Við erum alltaf að fara til einhverra
furðulegra landa til þess að spila,
bætum jafnt og þétt i safnið,“ segir
Eyþór Gunnarsson, píanóleikari
Mezzoforte, í samtali við DV. Hljóm-
sveitin stendur á merkum tímamót-
um því á þessu ári eru 20 ára frá því
hún kom fyrst saman.
Fjórir liðsmenn sveitarinnar hafa
verið með frá byrjun, Jóhann Ás-
mundsson bassaleikari, Gunnlaug-
ur Briem trommuleikari, Friðrik
Karlsson gítarleikari og Eyþór. Pilt-
arnir hafa svo yfirleitt haft með sér
saxófónleikara. Kristinn Svavars-
son byrjaði með þeim en eftir að
hann hætti leituðu þeir fanga út fyr-
ir landsteinana. Nú hafa þeir fundið
íslenskan blásara sem þykir standa
sig sérlega vel. Drengur þessi er
Óskar Guðjónsson.
Alíslenskir á ný
„Við höfðum engan hér á landi til
þess að fylla skarð Kristins en með
Óskciri urðum við alíslenskir á ný
og starfhæfír aftur. Þá flutti Friðrik
til London og flækti málið.“
Hvað með þetta mall í lága drif-
inu? Hefur stefnan ekkert verið sett
á að gíra drossíuna eitthvað upp?
„Ég hugsa að við gerum plötu á
næsta ári og síðan verðum við bara
að sjá til hvernig það gengur. Við
vöknum yfirleitt eitthvað til lifsins í
kringum plötugerð en það þýðir
ekkert að vera að skipuleggja eitt-
hvað af viti fyrr en við sjáum hvað
verður með plötuna, hvernig hún
kemur til með að ganga.“
Eyþór segir lítið vera hægt að
segja um plötuna eins og er, annað
en að þeir hafi rætt um að gera
hana. Hann segir vinnuna með
Mezzoforte vera þeim yfirleitt kær-
komin hvíld frá hinu daglega bauki.
Sú vinna sé kannski það sem standi
hjarta þeirra næst. Þar séu þeir að
mestu leyti á sinum eigin forsend-
um.
Aðspurður hvort liðsmenn sveit-
arinnar hafi breyst mikið á þessum
20 árum segir Eyþór svo vera. Þeir
hafi vitaskuld þroskast eins og eðli-
legt hljóti að teljast á þetta mörgum
árum, að vísu svolítið hver i sína
áttina en þeir finni sér yfirleitt ein-
hvem sameiginlegan flöt þegar þeir
komi saman.
Til 30 landa
„Tónlistin breytist nokkuð eftir
því sem hver og einn kemur með
nýja og nýja strauma inn í samstarf-
ið. Þetta er alltaf jafngaman því með
þessu samstarfi fáum við tækifæri
til þess að gera fullt af hlutum sem
við gætum ekki gert með neinni
annarri hljómsveit. Við höfum ferð-
ast til næstum 30 landa og fleiri slík
eru alltaf inni í myndinni. Oftast
fáum við einhver tilboð en ef þau
koma ekki berum við okkur eftir
þeim,“ segir Eyþór og bætir við, að-
spurður um móralinn í bandinu, að
þeir hafi starfað það lengi saman að
þeir séu löngu búnir að hefla af aUa
alvarlega vankanta.
Þátturinn um sveitina verður
sýndur á Stöð 2 næstkomandi
mánudag. -sv
Strákarnir í Mezzoforte komu saman á Stöð 2 á fimmtudaginn til þess að horfa á forsýningu að þættinum. Þessir
fjórir hafa verið með frá byrjun en Óskar Guðjónsson saxófónleikari var ekki mættur. DV-mynd ÞÖK
DENTIL 95 mm x 1,25m
EGG & DART 95 min x 1,25m
Kynningartilboð
30% afsláttur af skrautlistum og rósettum