Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 21 tóhlist Jóhanna V. Þórhallsdóttir með nýjan geisladisk: Johanna V. Porhallsdottir er a flauelsmjuku notunum á nýja diskinum. DV-mynd PÖK Flauelsmjúkt úr fortíðinni „Ég er aö hverfa svolítið aftur til fortíöar. Ég hef verið á kafi í þess- um sígilda söng, að stjóma kómm, kenna og syngja verk alvarlegu tón- skáldanna. Síðan var ég með LR í Fögru veröld í fyrra og það kom mér á bragðiö á ný og af stað í því sem heyrist á plötunni," segir söng- konan Jóhanna V. Þórhallsdóttir sem nýverið sendi frá sér plötuna Flauelsmjúkar hendur. Óhætt er að segja að Jóhanna sýni á sér nýjar hliðar á þessum diski sem þó tengist upphafi feriis hennar. Með henni á plötunni em m.a. gamlir félagar hennar úr Di- abolus In Musica. í hljómsveitinni eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir pí- anóleikari, Páll Torfi Önundarson gítarleikari, Sveinbjöm I. Baldvins- son gitarleikari, Tómas R. Einars- son bassaleikari og Þorbjöm Magn- ússon kongatrommuleikari. Gleðitónlist „Þetta er svona gleðitónlist, tangó og djass, yndisleg tónlist. Ég finn að ég fer létt með þetta, nýt mín í þessu og þegar svo er langar mann alltaf til þess að gera meira. Ég vona að ég geti haldið áfram en við skulum sjá hvemig þessum diski verður tekið áður en ég fer að leggja drög að þeim næsta.“ Aðspurð hvort hún hafi sagt skil- iö við klassíkina segir Jóhanna það alls ekki vera, a.m.k. ekki í bili. Hún ætli sér að halda áfram að syngja það sem hún hafi gaman af í það og það skiptið, vinna með kór- ana og halda áfram í kennslunni. Svið frá fyrri tíð „Það er nú einu sinni svo með okkur söngvarana að við erum alltaf að reyna að hafa i okkur og á með því að nýta okkur það sem við höfum lært. Ég er bara að því, víkka sjóndeildarhringinn og færa mig yfir á svið sem ég þekki frá fyrri tíð. Ég hef fengið góð tækifæri í klassík- inni, að syngja með Sinfóníunni, Kammersveitinni, íslensku hljóm- sveitinni og víðar. Þar er röðin kannski frekar komin að yngra fólk- inu. Ég hef fengið mitt og er mjög ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að gera þennan disk,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir að lok- um. Jóhanna verður með hljómsveit sinni í Norræna húsinu á myndlist- arsýningu Tryggva Ólafssonar klukkan 16 í dag. -sv HUN ER KOMIN he\ma ^ KKá ferð um landið Lau. 29. nóv. kl. 21:00 Neskaupstaður Egilsbúð Sun. 30. nóv. kl. 21:00 Eskifjörður Hótel Askja Mán. 01. des. kl. 21:00 Egilsstaðir Café Nielsen Mið. 3. des. kl. 21:00 Höfn í Hornafirði Pakkhúsið Fim. 4. des. kl. 21:00 Kirkjubæjarklaustur Hótel Edda JAPIS BRAUTAROLTI 2 • KRINGLUNNI LAUGAVEGI 13 SIMI 562 5200 ORMSSONHF Lágmúla é • Sími 533 2800 ■ti f 2X25 W.RWS framht. - 2X10 W.RWS miðjuht. - 2X10 W.RWS bakht. • Stafrænt útvarp með FM/AM/ LW 40 st. minni m/RDS. • Þriggja diska spilari • Forstilltur tónjafnari m/5 minnum • Tímastillir + vekjari • Tvöfalt segulband • Fjarstýring __________________ Reykjavík Byggt og Búið. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrlmsson, Grundarfiröi. Ásubúö, Búöardal. Vestflröir: Geirseyjarbúöin Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur. ísafiröi. NorAurland: Kf. V-Hún.. Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri. Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavlk Austurland: Kf. Héraðsbúa, Egitsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Vólsmiöjan Höfn SuAurland: Árvakinn. Selfossi. Rás, Þorlákshöln. Brimnes. Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg. Grindavlk. CDC 430 • 2X20 W.RWS - surround • Stafrænt útvarp með FM/AM og 40 st. minn! • Þriggja diska spilari • Forstilltur tónjafnari m/5 minnum • Tímastillir + vekjari • Tvöfalt segulband • Fjarstýring 2X100 W.RWS surround. • Stafrænt útvarp með FM / AM / LW 40 st. minni m/RDS. • Þriggja diska spilari • Forstiiltur tónjafnari m/5 minnum • Tímastillir + vekjari • Tvöfalt segulband • Fjarstýring • 8” Bassa hátalari SHA.RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.