Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 66
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 4 « myndbönd Executive Target Executive Target er sakamála- mynd um smákrimmann Nick James sem sérhæft hefur sig i hrað- akstri og þykir einn sá besti í þeirri grein. Síðast hafði hins vegar eitt- hvað farið úrskeiðis og nú situr hann i fang- elsi. Dag einn þegar Nick er í fangelsis- rútunni er ráðist á rút- una og Nick brottnum- inn. í ljós kemur að glæpamað- ur einn hefur augastað á að fá Nick til að aðstoða sig við bíræfið banka- rán. Til að tryggja hlýðni Nicks hef- ur glæponinn numið á brott eigin- konu hans og hótar því nú að ef Nick geri ekki eins og honum sé sagt þá muni hann ekki sjá hana á lífi. Nick á því engra kostra völ ann- arra en að taka þátt í bankaráninu og svo fer að það er hæfni hans að þakka að ræningjarnir ná tilætluð- um árangri. Þegar Nick vill svo fá að sjá eiginkonu sína er honum neitað um það þar sem hans er þörf á öðrum vígstöðvum. Um leið og hann samþykkir ákveður hann að nú sé nóg komið og hann taki til sinna ráða. Með aðalhlutverkin fara Michael Madsen, Keith David og Agie Ever- hart. Leikstjóri er Joseph Merhi. Skífan gefur út Executive Target og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. The Nurse The Nurse er spennutryllir og hefur vakið athygli fyrir mikla spennu og góðan söguþráð. Dag einn þegar hjúkrunarkonan Laura Harrington kemur heim til sín hef- hennar framið morð, skot- ið eigin- konu sína og beint síðan byss- unni að höfði sínu og tekið í gikkinn. Harmi sleg- in en um leið mjög reið ákveður Laura að ná fram hefndum á manninum sem hún tel- ur að beri ábyrgð á ógæfunni en það er Bob Martin, fyrrverandi yfirmað- ur föður hennar, sem nú liggur lamaður, mállaus og rúmfastur eftir hjartaslag. Henni tekst með hrögð- um að komast inn á heimili hans undir því yfirskini að hún eigi að hjúkra honum og tekur síðan að murka llflð úr fjölskyldu hans að honum ásjáandi en án þess að hann geti komið í veg fyrir það. Með stærstu hlutverkin í mynd- inni fara Lisa Zane og Jay Und- erworld. Leikstjóri er Rob Malen- fant. Skífan gefur út The Nurse og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Dante's Peak: blandað saman viö þrívíddartölvu- teiknun, sem fyrirtækið Digital Domain (Apollo 13) sá um. Njósnari hennar hatignar Pierce Brosnan fluttist frá írlandi til Englands 11 ára gamall og gekk þar í leiklistarskóla í London. Eftir að hafa starfað um skeið í leikhús- um í London fékk hann hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Mansions of America, sem vöktu athygli Bandaríkjamanna á honum og hann hóf leik í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Remington Steele. Hann lék i fleiri þáttum beggja vegna Atl- antsála og færði sig síðan yfir í kvikmyndimar og lék í myndum eins og Nomads, The Deceivers, The Fourth Protocol, Mr. Johnson, The Lawnmower Man, Mrs. Doubtfire og Love Affair. Árið 1994 tók ferill hans stórt stökk upp á við þegar hann var valinn í hlutverk njósnar- ans James Bond í Goldeneye, sem varð vinsælasta Bond-mynd frá upp- hafi og halaði inn 350 milljónir doll- ara. Hann hefur síðan leikið í The Mirror Has Two Faces, Mars Attacks!, Robinson Crusoe og The Nephew. Hann lék síðan njósnara hennar hátignar á ný í enn einni Bond-myndinni, sem ætti að sjást i kvikmyndahúsum hér á landi fyrr en síðar. Linda Hamilton flutti til Los Angeles árið 1979 og hóf að leika í sjónvarpi. Hún vakti snemma at- hygli fyrir dramatíska leikhæfileika og fékk hlutverk í fjölmörgum sjön- varpsmyndum, en sjónvarpsáhorf- endur kannast hins vegar flestir við hana úr sjónvarpsþáttunum Beauty and The Beast. Síðast lék hún í sjón- varpi í myndinni A Mother’s Prayer. Eftir að hafa leikið i nokkrum ódýram hryllingsmynd- um fékk hún árið 1984 hlutverk í mynd James Cameron, The Term- inator. Myndin sló í gegn og varð stökkpallur fyrir hana og leikstjór- ann og einnig mótleikara hennar, Amold Schwarzenegger. Hún end- urtók síðan hlutverk sitt í fram- haldsmyndinni Terminator 2: Judgement Day, en meðal annarra mynda hennar eru Mr. Destiny, Si- lent Fall og The Shadow Con- spiracy. -PJ Sands, The Getaway og Species. Leikstjórinn og fram- leiðendurnir vildu að myndin ætti traustan grunn í vísindalegum staðreyndum og skoð- uðu því allt lesefni og myndefni sem þau gátu fundið. Eldfjalla- fræðingar voru fengnir til ráðgjaf- ar og Roger Don- aldson fór að sjá með eigin aug- um eldgos í Kilauea-fjall- inu á Hawaii og bandaríska eldfjallinu St. Helens. Síðan þurftu þau að treysta á tækni- brellur til að myndin liti sem raunverulegast út. Eins og venjan er í stærri myndum nú til dags var hefð- bundnum tækni- brellum og áhættuatriðum Eldfjallafræðingurinn Harry Dalton (Pierce Brosnan) er fenginn til að rannsaka minni háttar skjálftavirkni nálægt smábænum Dante’s Peak, sem liggur skammt frá gömlu eldfjalli. Bærinn er við Bfcþað að ná samningum við milljóna- mæring sem ætlar að fjárfesta í bænum, sem yrði lyftistöng fyrir efnahag bæjarins. Harry bregður í brún þegar hann sér ummerki sem hann telur vera forboða öflugs eld- goss og biður borgarstjórann Rachel Wando (Linda Hamilton) um að flytja íbúana á brott. Hefjast þá deil- ur um brottflutninginn og trúverð- ugleika Harrys sem enda ekki fyrr en fjallið gýs. Harry og Rachel leggja af stað upp fjallið til að bjarga bömum hennar (Jeremy Foley og Jamie Renée Smith) og móður (Elizabeth Hoffman), sem neitar að yfirgefa heimili sitt. Hugmyndin um eldfjallamynd kviknaði í huga framleiðandans #>Ooseph M. Singer þegar hann heyrði viðtal við eldfjallafræðing, sem náð- ist á upptöku rétt áður en hann lenti í gas- og öskuskýi frá eldfjalli og lést. Hann fór að kanna málið og komst í samband við hóp jarðfræð- inga hjá United States Geological Survey. Hann fékk síðan handrits- höfundinn Leslie Bohem til að semja handrit byggt á hugmyndum hans um stórslysamynd með eld- fjallafræðing í aðalhlutverki. Uni- versal-kvikmyndaverið keypti hand- jvitið og Roger Donaldson var feng- inn til að leikstýra. Jafnvígur á öll form Roger Donaldson er fjölhæfur leikstjóri og virðist jafnvígur á öll kvikmyndaform. Hann fæddist í Ástralíu en fluttist til Nýja-Sjálands 19 ára að aldri og hóf þar kvik- myndaferil sinn. Hann gerði fyrstu tvær myndir sínar 1 Nýja-Sjálandi, en það voru Sleeping Dogs og Smash Palace. Myndirnar urðu mikil lyftistöng fyrir nýsjálenska kvikmyndaiðnaðinn og vöktu at- hygli bandaríska framleiðandans Dino De Laurentis, sem fékk Don- aldson til að leikstýra The Bounty, með Mel r.; ' í* Já r ■■■ í *■' - * . "1 ts !■ ** « 5- ^ *• Sf i I . ,«**«*..••w'V.'tl Gibson og Anthony Hopk- ins í aðalhlutverkum. Næst leikstýrði hann Sissy Spacek í Marie: A True Story og síðan Kevin Costner, Gene Hackman og Sean Young í No Way Out, sem varð mjög vin- sæl. Síðan þá hefur hann leikstýrt Cocktail, Cadillac Man, White Eldfjallafræöingur og borgarstjóri: Pierce Brosnan og Linda Hamilton í hlutverkum sínum. UPPAHALDSMYNDBANDIÐ MITT Eva Ásrún Albertsdóttir, Ijósmóðir og söngkona Hrifin af||. Bean „Eg verð að viðurkenna það a vegna tímaleysis horfi ég myndbönd og gef mér sjali til að fara í bíó. Það er þvi helst að ég geti nefnt einhverjar gamlar myndir sem ég sá sem barn og unglingur sem uppáhaldskvikmyndirnar mínar. Mér dettur fyrst í hug Sound of Music eða Tónaflóð. Þegar ég sá hana var þetta allt svo nýtt og framandi fyrir mér og mér fannst þetta alveg stórkostleg mynd. Annars get ég sagt að ég er helst hrifin af gaman- myndum og dramatískum myndum. Þær verða líka að hafa öguþráð, húmor og ein- iVMSf boöskap. Ég er hins vegar eyrert hrifin af óðgeðslegum há- lennumyndum eða hryllings- yndum. Mér finnast svoleiðis myndir alger skelfmg og þær ætti yfirhöfuð ekki að framleiða. Ég vil bara hafa það huggulegt og slappa af yfir kvikmyndum. Mér finnst Mr. Bean skemmtileg- ur þótt hann skjóti nú oft langt yfir markið. Mér er alveg sama hvaðan myndirnar eru. Þær verða bara að standast þær gæða- kröfur sem ég geri al- mennt til mynda. Það er hins vegar voða gaman að horfa á franskar eða ítalsk- ar myndir og heyra eitthvað annað en ensku. Það er líka annar karakter í þessum evrópsku myndum. Að lokum get ég nefnt gömlu Áfram- myndirnar. Mér fundust þær alveg frábærar á sínum tíma en ég veit ekk- ert hvernig mér þættu þær núna.“ -glm l|yi§ That Darn Cat That Dam Cat kemur frá Walt Disney og er eins og flestar myndir frá þeim bæ gamansöm fjölskyldu- mynd. Nú eru þeir farnir að endur- gera sjálfa sig því That Darn Cat er endur- gerð myndar frá árinu 1963. í að- alhlut- verki var þá eitt helsta að- dráttarafl Disneys, Haylay Mills. Nú er það Christian Ricci sem fær að spreyta sig á sama hlutverki. í myndinni segir frá hinni sextán ára gömlu Patti Randall sem leiðist ósköp í bænum þar sem hún býr. Leiðindin hverfa þó þegar kötturinn hennar DC kemur einn daginn heim með mikilvæga vísbendingu í dular- fullu mannránsmáli. Patti áttar sig strax á að hér hefur hún komist í feitt. Hún k£illar því til lögreglu og þar með hefst rannsókn sem snýst upp í mikið ævintýri þar sem hver hættan rekur aðra og óvæntar uppá- komur bíða við hvert hom. Auk Ricci leika í myndinni Peter Boyle og Doug E. Dough. Leikstjóri er Bob Spiers. Sam-myndbönd gefur That Darn Cat út og er hún leyfð öllum ald- urshópum. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.