Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 29
1>V LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Qérstæð sakamál » _l eldra sína reglulega. Þá bjuggu þeir í húsi sem Mark hafði látið reisa við hliðina á húsi foreldra þeirra. Daginn fyrir óveðrið komu þeir Roderick og Mark flugleiðis til eyj- unnar. Tilefnið var að móðir þeirra varð fjörutíu og átta ára þann dag. Þeir buðu foreldrunum til kvöld- verðar á hóteli i grenndinni. Það var á laugardegi. Daginn eftir ætl- uðu þeir að snúa aftur, annar til London en hinn til Parísar. Það síðasta sem sást til hjónanna var að þau gengu með sonunum út af hótelinu og virtist fara vel á með þeim öllum fjórum. Mannlaust hús Morguninn eftir kom einn granna Newalls-hjóna að húsi þeirra til að athuga hvernig þeim hefði reitt af í illviðrtnu. Roderick kom til dyra og sagði foreldra sína enn sofa. Þegar sami granni kom að húsinu þremur dögum síðar var þar enginn. Hann gerði lögreglunni aðvart. Rannsókn leiddi I ljós að synimir höfðu farið á sunnudeginum, eins og til hafði staðið. Þegar haft var samband við þá og þeim sagt að for- eldrar þeirra væru horfnir var sem þeir kæmu af fjöllum. Þeir sögðust ekki geta skýrt hvarfið. Þeir hefðu borðað hádegisverð með foreldrum sínum á sunnudeginum en kvatt þá síðan. Rannsóknarlögreglumenn á Jers- ey urðu að láta sér nægja þessi svör þótt þeir væru ekki ánægðir með þau. Þeir kvöddu til tæknimenn frá manna minnum. Það svipti þökum af húsum, braut rúður í þúsundatali og velti eða eyðilagði hundruð bíla. En þótt undarlegt megi telja hafði enginn týnt lifmu í því. Eða svo var í fyrstu talið. En svo kom i Ijós að hjónin Nicholas og Elizabeth Newall höfðu horfið úr húsi sinu við ströndina í Saint Brelade. Hjónin voru frá Skotlandi, en þar hafði Nicholas Newall, sem var fimmtíu og sex ára er hann hvarf, verið skipasmiður. Hann hafði efn- ast vel, en þar kom að hann hugðist hætta að vinna og njóta afraksturs erfiðis síns. Þau hjón höfðu lagt af stað til Vestur-Indía á skútu sem þau áttu en komu við á Jersey til að taka vistir. Þar leist þeim hins veg- ar svo vel á sig að þau ákváðu að fara ekki lengra. Þegar þau settust að á eyjunni voru synir þeirra tveir, Roderick og Mark, enn drengir. En daginn sem óveðrið mikla gekk yfir Jersey voru þeir tuttugu og eins og tuttugu og tveggja ára. Afmælisfagnaður Þótt aldursmunurinn á bræðrun- um væri ekki mikill voru þeir mjög ólíkir. Roderick var úthverfur. Hann hafði gengið I úrvalsherdeild- ina Royal Green Jackets þar sem hann hafði hlotið frama. Mark var aftur innhverfur og sóttist lítið eftir félagsskap annarra. Hann gerðist starfsmaður í verðbréfadeild arab- ísks banka í París. Þótt hvorugur bræðranna byggi enn á Jersey heimsóttu þeir for- Englandi og brátt komu í ljós blóð- blettir við arininn í setustofunni, undir teppi þar og í svefnherbergi hjónanna. Grunur beindist strax að sonunum, en þeir héldu fast við fyrri frásögn og sýndu merki reiði yfir því að lögreglan skyldi láta að því liggja að þeir bæru ábyrgð á hvarfmu. Rannsókn var haldið áfram en hún bar engan frekari ár- angur. Heimsreisa Tveimur árum eftir hvarf Newalls-hjónanna gekk Roderick úr hersveitinni nafntoguðu, keypti sér skútu, „Austral Soma“, og lagði upp í siglingu umhverfis jörðtna. Bróðir hans, Mark, hafði áður fengið því komið til leiðar að foreldrar þeirra voru lýstir látnir, þannig að þeim hafði þá tæmst arfur. Mark hafði svo á skömmum tíma ávaxtað féð á svo snjallan hátt að honum hafði tekist að tífalda eign þeirra bræðra, sem var talin jafnvirði um fjögur hundruð milljöna króna. Þeir Roderick og Mark voru nú hálfþrítugir og afar vel efnaðir mið- að við aldur. Fyrir kom að þeir voru spurðir hvað gæti hafa komið fyrir foreldra þeirra, en svarið var ætíð á þá leið að þeir gætu enga skýringu gefið á hinu dularfulla hvarfi þeirra. En rannsóknarlögreglan á Jersey var þeirrar skoðunar að bræðurnir hefðu ráðið foreldra sína af dögum og eina ráðið til að koma lögum yfir þá væri að biða og sjá hvort þeir kæmu ekki upp um sig á einn eða annan hátt. Ummæli í Brasilíu Roderick náði strönd Brasilíu á skútu sinni. í landi kynntist hann laglegri enskri ekkju og henni bauð hann um borð. Er þau höfðu fengið sér nokkur glös reis hann skyndi- lega á fætur og sagði: „Þú stendur frammi fyrir morðingja ... morð- ingja.“ Konan hló, en þegar hún kom í land hélt hún beint til lögreglunnar sem hafði samband við alþjóðalög- regluna Interpol. Hún lét svo lög- regluna á Jersey vita. Var nú tekið að fylgjast með ferðum Rodericks. Kom brátt í ljós að hann hugðist heimsækja frænda sinn í Skotlandi. Lögreglan þar fékk heimild til að koma fýrir hlerunarbúnaði í húsi frændans. Dögum saman lágu hlerunar- menn yfir tækjunum án þess að nokkur kæmi fram sem sannað gæti sekt bræðranna. En skyndilega heyrðist Roderick segja við frænda sinn: „Ég myrti þau. Það var ég sem myrti þau.“ Orðunum fylgdi grátur. Flóttinn mikli Lögreglan réðst til inngöngu í húsið, en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Roderick að flýja. Og á enn óskiljanlegri hátt tókst honum að komast undan í bíl allt til strand- ar á Englandi þar sem hann komst út í skútuna sina. Þoka var þennan dag og þar varð lögreglan að láta sér nægja að horfa á eftir skútunni út i bakkann. Næst fréttist af „Austral Soma“ í Tanger í Norður-Afríku og var ljóst að fyrir dyrum var sigling út á At- lantshafið. Bresk freigáta var send í veg fyrir skútuna og um leið og hún var komin út fyrir lögsögu var hún stöðvuð og Roderick handtekinn. Var hann færður til bresku nýlend- unnar Gíbraltar. Skömmu síðar var bróðir hans, Mark, handtekinn í París. Og nú kom loks í ljós hver ör- lög Newalls-hjón- anna höfðu orðið. En áður en Roder- ick leysti endan- lega frá skjóðunni lýsti hann því yfir að bróðir hans Mark væri ekki sá seki. Hann hefði aðeins hjálpað sér við að koma líkun- um í jörðina. Atburðir óveðursnæturinnar Bræðurnir voru fluttir til Jersey, því þar sögðu þeir að lik foreldra þeirra lægju grafin. Þau fundust í litlum skógi þar sem þeir bræður höfðu leikið sér ungir. Þar hafði hundur þeirra verið dysjaður, en hann hafði dáið úr elli. Er líkin höfðu verið grafin upp komu í ljós áverkar á höfði beggja. Roderick tók á sig sökina. Hann sagði að eftir kvöldverðinn á hótel- inu hefðu þau öll farið heim. Mark hefði hins vegar fljótlega farið út í sitt hús og móðir þeirra upp í svefn- herbergi á efri hæðinni. Þeir feðgar hefðu þvi orðið tveir eftir í setustof- unni. Þar hefðu þeir farið að rífast út af einhverju sem engu málið hefði í raun skipt, en skyndilega hefði faðir hans slegið til sin. Hann hefði þá tekið skörung við arininn og slegið hann i höfðuð. Roderick sagði móður sína hafa vaknað og hefði hann farið upp stig- ann á móti henni. Hún heföi orðið skelfd að sjá hann með skörunginn og þá hefði hann slegið hana. Var ástæðan önnur? Enginn í hópi rannsóknarlögreglumannanna trúði skýringu Rodericks á því hvernig á því stóð að hann réð báð- um foreldrum sínum bana. Þeir voru sannfærðir um að ástæðan væri allt önnur. Hann hefði verið orðinn óþolinmóður í biðinni eftir arfinum. Báðir foreldrarnir hefðu enn verið á miðjum aldri og biðin eftir eignunum hefði því getað orðið löng. Hefði komið til rifrildis milli þeirra feðga um nóttina i stofunni hefði það ekki verið út af neinu smáræði heldur fjármálum. Málið hafði frá upphafi þótt dul- arfullt. En nú þótti það með sér- stæðari málum sem komið höfðu upp á Jersey og eins og vænta mátti fékk það víða um- fjölluti. Báðir bræðurnir fengu ákærur, en ljóst þótti að Mark,! verðbréfasalinn, myndi fá vægari dóm. Og það gekk eftir. Roderick fékk lifstíðarfangelsi en Mark sex ára fangelsi fyrir að hafa hjálpað til við greftrun lík- anna og að hindra að réttvísin næði fram að ganga. En lengra var geng- ið. Eigur bræðranna voru teknar af þeim og fengnar frænda þeirra í Skotlandi. Fégræðgi var því talin orsök morðanna. Margt hefur verið sagt og skrifað um þessa skýringu sem margir telja þá einu réttu. í því sambandi hefur verið vísað í ýmis ummæli Rodericks sem gætu gefið skýringu á því hvers vegna hann greip til þess óyndisúrræðis að reyna að augðast á þennan hátt. Og ein er sú setning sem hvað oftast hefur heyrst nefnd í þessu sam- bandi, en það eru orð sem hann lét sér eitt sinn um munn fara þegar hann var spurður að þvi hvers vegna hann hefði ákveðið að ganga í úrvalsherdeildina sem hann var í árum saman. Svarið var: „Það er gaman að drepa!“ Hvort þau orð voru sögð í fullri alvöru eða ekki veit þó enginn. Glæsileg norræn hönnun FATNAÐUR ÚR MOKKA, LEÐRI OG FISKROÐI. v j'JNNEVA >ESIÖN Sölustaðir: Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5 Rvík. Sunneva Design Hvannavöllum 14 Ak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.