Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 199' Bjóða ungfrú heimi at- hvarf Seychelleseyjar hafa boöiö aðstandendum keppninnar um ungfrú heim athvarf í landi sínu. Seychelleseyjar eru ríki á V-Indlandshafi, norður af Madagaskar. Seychellesbúar hyggjast slá tvær flugur i einu höggi; bjarga keppninni og koma sjálfum sér á kortið. Eins og kunnugt er hafa breskir feministar fengið því framgengt að keppnin verði ekki haldin þar í landi í bráð. Leigubílstjórar læra mannasiði Stétt leigubílstjóra í New York er þekkt fyrir að vera fremur erfið i samskiptum á köflum enda sjálfsagt taugastrekkjandi að aka um götur borgarinnar. I síðustu viku keyrði um þverbak þegar bílstjóri læsti þrjá ferðamenn inni i bíl sínum og meinaði þeim útgöngu eftir að hafa reynt að ná af þeim peningum. Skóli í borginni hefur boðið fram námskeið í kurteisi og samskiptum og vill skylda alla bílstjóra til að taka kúrsinn. Hvort þeir verða við því á eftir að koma í ljós. Kína á toppnum í nýrri alþjóðlegri könnun verður Kína vinsælasti ferða- mannastaður árið 2020. Þá gera menn ráð fyrir að yfir 137 millj- I ón túristar muni heimsækja landið árlega. Á hæla Kína komu Bandaríkin, Frakkland Í og Spánn. South Beach eða „Rívíera Bandaríkjanna" hefur getið sér orð fyrir að vera paradís þeirra sem vilja njóta lífsins á heillandi hvítri sandströnd á daginn oc sietta úr klaufunum á kvöldin. South Beach er nýr áfangastaður Flugleiða: Ströndin sem aldrei sefur í Tilslökun í Moskvu Tollyfirvöld í Moskvu hafa ákveðið að létta á kröfum sín- um varðandi farþega sem yfir- gefa landið á Sheremetyevo- flugvelli. Samkvæmt gömlu reglunum þurftu allir farþegar að gefa upp hversu mikla pen- inga þeir hefðu handbæra. Nú þurfa aðeins þeir sem hafa meira en 500 dollara að sýna ; staðfestingu frá banka um hvaðan peningarnir koma. Tollyfirvöld í Moskvu hyggjast endurskoða þessa ákvörðun í lok janúar á næsta ári og líta á ! þessa tilslökun sem tilraun. Nýr Flugleiðavefur Nýlega voru teknir í notkun þrír nýir veflr á vegum Flug- leiða: á íslandi, 1 Bandarikjun- um og á Bretlandi. Vefimir eru gagnvirkir sem þýðir að nú er hægt að bóka miða, skrá sig í Vildarklúbbinn og tilboðsklúbb, skoða fargjöld og fá upplýsingar um laus sæti eins og staðan er hverju sinni. Slóðin f íslenska vefnum er http://www.icelandair.is Flugleiðir bjóða í fyrsta skipti í vetur upp á ferðir til hins geysivinsæla ferðamannastaðar South Beach á Flórída. Flugleiðir hafa til margra árið boðið ís- lendingum upp á ferðir til Flórída í Bandaríkj- unum. Þar hafa staðir eins og St. Petersburg, Orlando og Ft. Lauder- dale verið hvað vinsæl- astir. í vetur hyggjast Flug- leiðir hins vegar bjóða upp á nýjan valkost en það eru ferðir til South Beach sem er syðsti hluti hinnar víðfrægu sólarstrandar Miami. Beach. South Beach varð þekktur ferða- mannastaður á þriðja og fjórða áratug aldar- innar en þá hélt hið ljúfa líf innreið sína til strandarinnar. Hótel, veitinga- og skemmti- staðir risu eins og gorkúlur um alla ströndina. Byggingar- stíllinn þótti afar ný- stárlegur á þeim tíma en gengur nú undir nafninu Art Deco. Á árum seinni heimsstyrjald- ar fóru vinsældir South Beach hníg- andi og það var ekki fyrr en í upp- hafi níunda áratugarins að strand- bærinn reis aftur til vegs og virð- ingar. Jón Kári Hilmarsson er farar- stjóri Flugleiða á South Beach. Þeg- ar DV hitti Jón Kára í vikunni var hann að leggja síðustu drög að und- irbúningi fyrstu ferðar Flugleiða með íslendinga á þennan nýja áfangastað. „í mínum huga má líkja South Beach við Ibiza á Spáni. Það er ekk- ert launungarmál að þetta er kjör- inn staður fyrir þá sem vilja sletta úr klaufunum og skemmta sér ær- lega. Fram til 1980 var þetta aðallega sumarleyfisstaður fyrir eldri borg- ara en þá gerðist það að tískuljós- myndarinn Bruce Weber tók mikið af myndum þarna og smám saman fóru fyrirsætur og leikarar að sækja South Beach grimmt. í dag er South Beach suðupottur spennandi at- burða og þar er alltaf eitthvað að gerast, hvenær sólarhringsins sem er,“ segir Jón Kári. Fallegur arkitektúr Uppbygging South Beach þykir hafa tekist með afbrigðum vel og þykja gömlu Art Deco húsin hið mesta augnayndi i dag. Svo vel þótti takast til á South Beach að nú er ströndin á skrá yfir sögustaði sem njóta sérstakrar minjaverndar í Bandaríkjunum. I ferðablöðum gengur South Beach gjarna undir heitinu „Rívíera Bandaríkjanna" á meðan aðrir líkja henni við St. Tropez með ívafi af hinni gömlu góðu Ameríku á blóma- skeiði sveiflunnar. South Beach hefur einnig getið sér gott orð fyrir gríðarlegan fjölda veitingastaða og Jón Kári tekur undir þau orð. „Það er einn af kost- um South Beach að staðurinn er ekkert of stór og það er ekkert til- tökumál að fara ferða sinna fótgang- andi. Það er mjög mikið af verslun- um og veitingahúsum á South Beach, að ekki sé talað um nætur- klúbba og dansstaði sem er að flnna á hverju götuhorni." Stutt til Miami Frá South Beac er um fimmtá: mínútna akstur t: stórborgarinna Miami en þar er a finna ýmsa aíþre\ ingu. í borginni e starfrækt sinfóníi hljómsveit, óper og ballet auk fiöld listasafna. Einni er mikið ur íþróttaviðburði o þar eru auðvita vinsælastir körfi boltaleikir og an eríski fótboltinn. Fjölskrúðugt mannlíf Flestir ferðamem sem sækja Soutl Beach heim eru fr Bandaríkjunur eða S-Ameríku þótt Evrópubúar séi í auknum mæli að uppgötva stac inn. „Það er ansi litríkt mannlifið South Beach enda kemur þarn saman mikill fiöldi listamanna o fyrirsæta, að ógleymdum stórstjörr um úr kvikmyndaheiminum," segi Jón Kári. Verðlag á South Beach er svipa' og annars staðar á Flórída og er a mennt ódýrt í það minnsta á ís lenskan mælikvarða. Að sögn Jón Kára er framboð veitinga- o: skemmtistaða svo fiölbreytt a> mönnum sé í sjálfsvald sett hversi miklu þeir vilja eyða. Það er auðvil að hægt að lifa hátt en einnig m, halda ferðakostnaði innan skynsarr legra marka. -a]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.