Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 mtal --- Qddný Sen kvikmynda- fræöingur hefur skrifaö bók um ömmu sína og nöfnu, ævintýrakonuna Oddnýju Sen, sem giftist kínverskum ríkismanni í Edinborg og flutti meö honum til Kína. Oddný Sen yngri skrifar bók um einstæð örlög Oddnýjar Sen eldri: Kínverskir skuggar Oddný Sen, Parísarmenntaður kvikmyndafræðingur, hefur skrifað ævisögu ömmu sinnar og nöfnu, Oddnýjar Sen frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi, sem giftist kínverskum ríkismanni og flutti til lands sem var íslendingum fjarlægara en himnaríki. Hún átti ævintýralegri ævi en þorri islenskra kvenna fyrr og síðar og þess vegna eðlilegt að sonardóttir hennar gerði henni þann heiður að festa sögu hennar á blað. Þó spurðum við hvemig þessi söguritun hefði komið til. Skjpun í draumi „Ég kom til íslands eignalaus, frá- skilin, atvinnulaus og allslaus um áramótin 1993-94. Maðurinn minn fyrrverandi, sem er Breti, varð hel- tekinn af gúrú í Indlandi og sendi stóran hluta af eigum okkar til að borga fyrir holdsveikraspítala. Og aðrar eigur mínar skemmdust í vatnsflóði í París. Ég fór að vinna við allt sem til féll, blaðamennsku, dagskrárgerð, til að borga knýjandi skuldir, en það er erfitt í lausa- mennsku að hafa meira en í sig og á. Eina nótt vakna ég upp af værum blundi við það að mér finnst amma standa hjá mér og skipa mér að skrifa sögu sína. Ókei, hugsaði ég. Því þetta er náttúrlega geggjuð saga.“ - Kynntistu ömmu þinni? „Já, ég hafði mjög persónuleg tengsl við ömmu meðan hún lifði. Hún bjó hjá okkur síðustu árin og ég lék mér iðulega inni í herberginu hennar að öllum kínversku djásn- unum hennar. Einu sinni braut ég Ming-vasa frá þvi einhvem tímann löngu fyrir Krist og hún skammaði mig ekkert. Hún klæddi mig í mand- arínaföt og ég var eins og lítil kín- versk prinsessa. Ég hafði gaman af að setja á mig skartgripina alla og naglahlífamar . . . Þetta var fram- andi heimur sem ég hef alltaf búið að síðan. Og þessi heimur kom til mín þeg- ar ég stóð þarna uppi allslaus og hún skipaði mér í draumi að skrifa sögu sína. Ég hripaði upp drögum að ævisögu hennar og sendi í Kvik- myndasjóð og fékk styrk til að skrifa handrit. í tvö ár var ég í stanslausri fjármögnunarleit sem var aö mestu árangurslaus, meðal annars vegna þess hvað myndin þótti dýr í vinnslu. Þó fékk ég tvo styrki í viðbót, frá Menningarsjóði útvarpsstöðva og svo komst ég 1 undanúrslit í Genfarkeppninni. En ég ákvað að leggja kvikmynd- ina til hliðar í bili og koma sögunni frá mér í öðru formi. Éór til Parísar og skrifaði bókina á átta mánuðum og hún er komin út hjá Iðunni. En eiginlega er þetta ekki bók fyrir mér heldur kvikmynd. Ég læt lýsingar á senum úr kvikmyndahandritinu halda sér í bókinni til þess að les- andi sjái þær fyrir sér og finnist hann vera á staðnum. Þessi tvö ár notaði ég líka til að leita heimilda. Ég fékk bréf sem amma hafði beðið mömmu að varð- veita fyrir sig og bréfin frá ömmu frá Kína. Ég tók líka viðtöl við mömmu sem hafði hugsað um ömmu síðustu árin og þekkti hana afar vel, og sagan byggist að miklu leyti á sögum sem gengu í fjölskyldu minni. Auk þess sem ég vissi fyrir komst ég þá að því að afi minn hafði átt hjákonu I Kína og eign- ast með henni þrjú börn. Það hafði ekki far- ið hátt en ég fékk fulla vissu fyrir þessu þeg- ar ég las bréf sem frændi pabba míns skrif- aði honum frá Kína og var í fór- um hans. Annað bréf var þar með á kínversku sem ég lét þýða fyrir mig í París. Það var skrif- að af 11 ára gömlum hálfbróður föður míns, og þar tilkynnir hann honum lát afa, hvernig það bar að höndum og hvað hafði gerst á undan.“ Hruninn heimur „Amma mín kynnist afa mínum í Edinborg og giftist honum þar,“ heldur Oddný áfram. „Þau fluttust til Kína árið 1922 og settust að á glæsilegu heimili fjöl- skyldu hans í borginni Amoy. Nokkrum árum seinna misstu þau frumburð sinn, Erlend, úr hundaæði. Þá var faðir minn hvítvoðungur. Þetta er einhver skelfilegasti dauðdagi sem hægt er að hugsa sér, og ég tel að hjóna- band ömmu og afa hafi ekki beðið þess bætur. Þó var hún kyrr í mörg ár. Þama var hennar heimili og heim- ur sem henni fannst heill- andi eftir bréfum hennar að dæma. í þeim lýsir hún landslaginu og umhverfmu og ég felli þær lýsingar inn í minn texta. - Ég hef ekki farið til Kina sjálf, því mið- ur. Amma yfirgaf Kína árið 1937. Hún komst burt á síð- asta skipi áður en Japanir gerðu innrásina í Sjanghai, rétt náði skipinu með börn- in sín tvö, Jón og Signýju. Þetta var japanskt skip. Ein sagan í fjölskyldunni segir að hún hafi púðrað börnin og sett á þau hatta til að gera þau vestrænni, af ótta við að þau yrðu tekin og sett í fangabúðir. í Singapúr komst hún síðan á norskt skemmtiferðaskip og sigldi kringum hálfan hnöttinn til íslands. Með sér hafði hún líka dýrgripasafn fjölskyld- unnar. Eftir að hún fór var heim- ili þeirra lagt í rúst; afi flutt- ist til Sjanghai með seinni konu sinni, eigur hans voru gerðar upptækar, og hann fékk 40 kiló af hrísgrjónum á mánuði í laun fyrir háskóla- kennsluna. Hann lést úr krabbameini 12 árum eftir að amma fór. Amma var nítján ára þeg- ar hún fór frá íslandi og tæplega fimmtug þegar hún kom til baka. Fyrst bjó hún á sínu gamla heimili á Breiðabólsstöðum þó að þrengslin þar væru mikil. Hún varð kennari við Kvennaskólann eins og hana hafði dreymt um þegar hún var að alast upp, enda var hún uppfræðari af ástríðu. Hún hélt sýningar á dýrgrip- unum frá Kína og skrifaði bók um siði og venjur í Kina sem kom út 1941 og er helsta heimild mín í Kínakaflan- um. Svo fékk hún sér litla íbúð á Amtmannsstlg þar sem hún bjó með börnunum sínum og kom smám saman undir sig fótunum. En viðbrigðin hljóta að hafa verið mikil eftir lífið í Kína þar sem hún hafði þjón á hverjum fingri. Þetta voru tveir ólíkustu menningarheimar sem hægt er að hugsa sér, og ég held að þetta hafi verið henni mikið áfall. Hún sagði móður minni að hún hefði harmað þá ákvörðun sína að fara frá Kína og í bréfum þaðan til Jóns Vestdal, bróður hennar, kemur fram að hún er mjög tvístígandi. Amoy er í mínum huga stórkostleg- asti staður á jörðinni, segir hún, minnir á himnaríki. Fram á síð- ustu stund vissi hún ekki hvort hún átti að fara eða vera, en Jap- anir voru stöðug ógn. Árás þeirra á Sjanghai og Peking hjálpaði ömmu til að taka ákvörðun. Hún vissi að það var bara tímaspurs- mál hvenær þeir kæmu til Amoy. Ég þakka almættinu fyrir að hún skyldi fara þá. Undanfar- ið hef ég verið að reyná að finna fólkið mitt í Kína, hálf- systkini föður míns, en fyrir- spurnir mínar hafa engan árangur borið. Ég er hrædd um að þau hafi orðið fóm- arlömb menningarbylting- arinnar af því þau voru menntafólk. Ég veit ekki einu sinni hvar afi minn er grafinn. Ég veit að það voru ekki til peningar fyrir jarðarförinni svo líklega liggur hann í ljöldagröf.“ Heimildaskáldskapur - Hvemig vannstu bókina? Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.