Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 JL>V »%-éttaljós_________________________ Gífurlegur tilflutningur á aflaheimildum: Milljarðabrask með kvóta - eða hrein og klár hagræðing? 56.958 40.312 39.269 DV, Akureyri: milli skipa sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð og faersla aflamarks milli skipa sem gerð eru út ffá sömu verstöð en ekki í eigu sömu aðila. Þessi viðskipti voru um 44% aflaheimildanna. Þar fara ffam við- skipti sem eru lokuð hvað varðar upplýsingar. Þau viðskipti geta því falist í beinni leigu, jöfnum skiptum milli tegunda eða hreinlega að einn aðili „geymir" aflaheimildir fyrir annan. Hafi viðkomandi t.d. veitt meira en heimildir hans sögðu til um þá getur hann fengið að „geyma“ aflaheimild fyrir annan og skilað til baka á næsta fiskveiðiári. nöfnum menn kjósa að kalla þessi viðskipti. „Það veit í sjálfu sér enginn hversu mikil viðskipti er um að ræða þegar sægreifamir eru að versla með kvóta sín á milli. Menn tala jú um að þessi viðskipti séu ekki ólík undirheimaviðskiptunum með eiturlyf að þvi leytinu til aö enginn veit hvaða fjárhæðir fara þama á milli manna. Ég get út af fyrir mig slegið því fram að þessi upphæð sé á bilinu tveir til fjórir milljarðar króna á ári og ég væri ekki hissa þótt rétta upphæðin væri einhvers staðar þama mitt á milli, eða um 2,5 til 3 milljarðar." Þótt ummælin hér að framan bendi ekki til mjög nákvæmrar vit- neskju um umfang viðskiptanna koma þau frá manni sem hefur fylgst vel með á þessum vettvangi undanfarin ár og reyndar komið nærri þeim sjálfur. Staðreyndin er nefnilega sú að viðskipti eru að því leyti „neöanjarðar" að enginn veit með hvaða upphæðir verið er að höndla. Tölur liggja fyrir um hvaða magn af fiski menn em að versla með en um verðmætið eða í hve miklum mæli sé um að ræða beina leigu er erflðara að nálgast upplýs- ingar, og reyndar útilokað. „ueyma" aflaheimildir Á síðasta fiskveiðiári var höndl- að með 224 þúsund tonn af botnfisk- Flutningur á aflamarki 96'97 87 þús. tonn. Milll skipa sem ekkl eru gerö út frá sömu verstöö Mllli skipa enda sé um bein sklpti aö ræöa 20 þú$. tonn. 43 þús. tonn. Milli skipa sem gerö eru út frá sömu verstöö kvóta afla- marksskipa, sem lætur nærri að vera um þrír fjórðu af öllum kvóta þeirra, og um 130 þúsund tonn fóru milli manna í svokölluð- um „beinhörðum viðskiptum" en undir þau viðskipti flokkast færsla aflamarks 4,4 milljarðar? Til að sýna hversu auðvelt er að fá einhverja upphæð út úr þessum svokölluðu „beinu viðskiptum" má geta þess að tilflutningur innan þeirra á þorski nam um 58 þúsund tonnum á síðasta fiskveiðiári. Ekki er talið fjarri lagi að meðalleiguverð á þeim tíma fýrir kíló af þorski hafi verið um 75 krónur þannig að þá fæst út talan 4,3 til 4,4 milljarðar. Og þá er bara verið að tala um þorskinn. Sem fýrr er þeirri spumingu þó ósvarað hvemig þessi viðskipti fóru fram og hvort einhver umtalsverð- ur hluti þeirra fór fram þannig að peningar væru réttir „undir borðið“. Þetta er flókið mál og ekki nema von að menn greini á um hvað sé að gerast. Eru „sægreifamir" að sópa til sín stór- um fjárupphæð- um með þessu „braski", eins og sumir orða það, eða á sér hér stað hrein og klár hagræð- ing sem kemur öllum til góða? Leidd hafa veriö að því rök, með því að umreikna það aflamark sem skiptir um hend- ur yfir í krónur, aö einhverjir „greifar" séu að hagnast á þessum viðskiptum um hundruð milljóna króna á hverju ári, en ekki em allir á því máli. 74 þús. tonn Milil sklpa sömu útgeröar Hvað er að gerast þegar 725 þús- und tonna aflaheimildir hér við land skipta um hendur á einu og sama fiskveiðiárinu? Er á ferðinni það sem kallað hefur verið „kvóta- brask sægreifanna" sem raka til sín milljörðum króna „undir borðið" eða er hér um að ræða hina einu og sönnu hagræðingu sem útgerðar- menn segja að þeir hafi gripið til í sífellt ríkari mæli undanfarin ár? 200 aflaheimildum Leigt og endurleigt Er nema von að spurt sé. Almenn- ingur veit að um geysileg verðmæti er að ræða þar sem aflaheimildim- £ir em og þessi sami almenningur upplifir eilífar þrætur um kvóta og kvótabrask ýmist þannig að ómak- lega sé að sægreifunum vegið eða þá hitt, sem er mun algengara, að þess- ir sömu sægreifar geri sér sífellt meiri mat úr „sameign þjóðarinn- ar“ þar sem fiskistofnarnir em. Kvótar séu leigðir og endurleigðir og svo framvegis og enginn skilur neitt nema fáir „útvaldir". Svo ræða menn um sægreifa, leiguliða og jafn- vel kvótakónga sem er nýyrði, not- að yfir þá sem hafa ________________ efnast af því að braska með kvóta án þess að eiga hlut í sam- eigninni. Þess em dæmi að menn sem hafa efnast af slíkum viöskiptum séu famir að láta á sér bera í þjóðfélag- inu sem fjárfestar. Völlurinn á þeim þykir einnig sýna hvað sé umleikis þegar kvótavið- skipti em annars vegar. „Beinhörð viðskipti" Sem fyrr sagði nam tilflutningur á aflaheimildum á síöasta fiskveiði- ári, sem lauk 31. ágúst, 725 þúsund tonnum og þar af var botnfiskur 224 þúsund tonn. Þessum flutningi afla- heimilda er skipt upp í fjóra flokka. I einum er tilflutningur milli skipa í eigu sömu útgerðar sem nam 74 þúsund tonnum sé eingöngu horft 180 160 140 68.439 f -40 32.653 22.054 ■ 10.52711.070 r~ 1.486 397 þús. tonn Ufsi Karfl Steinbitur Grálúöa Skarkoli Þorskur Langlura Innlent fréttaljós Gylfi Kristjánsson á botnfiskinn. í öðmm flokki er til- flutningur milli skipa og sé þá um jöfn skipti að ræða og þar nam magnið 20 þúsund tonnum. Þá eru eftir tveir flokkar, þeir flokkar sem sumir vilja kalla „beinhörð við- skipti". Annars vegar er um að ræða flutning milli skipa sem era gerð út frá sömu verstöð en eru ekki i eigu sömu aðila, sem nam 43 þúsund tonnum, og loks flutningur milli skipa sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð, en hann nam 87 þúsund tonnum, og sem fyrr höldum við okkur við botnfiskinn. 2,5 til 3 milljarðar? Allar þessar aflatilfærslur eiga að berast Fiskistofu þannig aö haft er með því eftirlit hversu mikill til- tlutningur á aflamarki er. Hins veg- ar er eftirlitið ekki til þegar að því kemur að fylgjast með þessum við- skiptum til hlítar og hvort einhverj- ir fjármunir, og þá hversu miklir, skipta um hendur vegna þessara til- færslna, leigu, skipta eða hvaða Þetta er hagræðing „Hinn almenni verkamaður í Reykjavík heldur að það sé enginn fiskur veiddur hér við land, það sé bara braskað með aflaheimildimar, þannig er búið að leggja málið upp. Það má hins vegar benda fólki á að allar aflaheimildar eru nýttar og fiskurinn unninn," segir Reynir Þorsteinsson sem rekur Kvótamark- aðinn ehf. á Raufarhöfn. „Ég get fullyrt að 70-80% af öllum viðskipt- um með aflaheimildir eru tegunda- skipti og það sem er að gerast er hagræðing. Þó gerist það t.d. að þeg- ar einn aðili lætur annan hafa 50 tonn af einni tegund og fær 50 tonn af annarri tegund í staðinn að töl- umar koma báðar inn sem flutning- ur á aflaheimildum og margir kjósa að kalla þetta beinhörð viðskipti," segir Reynir. Annar viðmælandi DV segir að engar umræður þurfi um það hvort sægreifarnir „sölsi undir sig stórar upphæðir á hverju ári í kvótabrask- inu“, eins og hann orðaði það, það sé borðleggjandi. En „undirheima- viðskipti" em þetta að því leytinu til að ekki em allar upplýsingar á borðinu og á meðan svo er verður tekist á um þessi viðskipti í þjóðfé- laginu. -gk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.