Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Side 14
i4 fyrír 15 árum LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Fimmtán ár eru liðin frá því tveir eyjapeyjar settu íslandsmet í mara- þonsundi er þeir syntu 25 kílómetra í sundlaug Vestmannaeyja á fimmt- án tímum. Þetta voru þeir Smári K. Harðarsson og Arnoddur Erlends- son, báðir þá á kafi i sund- iðkun. Syntu þeir mara- þonið til styrktar sund- deild ÍBV, gengu í hús fyrir afrekið og söfnuðu áheitum á hvem kíló- metra. Smári var þá 18 ára en Arnodd- ur 16. „Þetta gékk ótrúlega vel, við söfn- uðum heilmiklu," sögðu Arnoddur og Smári í viðtali við helgarblaðið í vikunni er þeir voru fengnir til að riQa upp afrek- 'ð. Þegar >eir byrj- ðu að æfa sund sem Æskufélagarnir úr Eyjum, kafararnir og sundþjálfararnir Smári (t.v.) og Arnoddur, hittust í Sundhöll Reykja- víkur um síöustu helgi þegar liö þeirra kepptu í Bikarkeppninni í sundi. DV-mynd S guttar vora þeir hvor í sínu félag- inu, Smári í Tý og Arnoddur í Þór. Seinna voru félögin sameinuð með góðum árangri. Erfiðast yfir nóttina „Sundið var vel undirbúið og tók mikið á. Erfíðast var að synda yfir blánóttina. Síðan lifnaði yfir manni Arnoddur tók hraustlega til matar síns er maraþonsundinu lauk, kjúklingalærin runnu ofan í hann hvert á fætur ööru. DV-mynd Guömundur þegar fór að birta. Það hélt okkur gangandi að annað slagið gerðum við hlé og'fengum að borða orkurík- an mat,“ sagði Arnoddur og Smári bætti við að hann mundi aðallega eftir Nizza-súkkulaðinu sem þeir fengu. I dag minnti það góðgæti sig alltaf á maraþonsundið! Fyrirsögn á frásögn helgarblaðs DV þann 6. nóvember 1982 var: „Draumurinn er aö synda frá Eyjum í land“. Þá sögðust þeir eiga sér þann draum að synda ellefu kíló- metra leið frá Eyjum til meginlands- ins. í dag hafa þeir ekki enn látið drauminn rætast en segja ekkert útilokað. Þeir séu á besta aldri og í toppformi. í raun hafi þeir synt þá vegalengd síðan - bara neðansjávar þar sem þeir starfa báðir sem at- vinnu- kafarar í dag. Á und- anfórnum 15 árum hafa leiðir þeirra _ nefnilega legið i nánast sömu áttir. Þeir lærðu atvinnuköfun í sama skólanum í Bandaríkjunum, unnu um skeið hjá Landhelgisgæslunni og síðan í Vestmannaeyjum eða þar til fyrir nokkrum árum að Arn- oddur flutti til Reykjavíkur. Smári býr enn í Eyjum. Auk köfunarinn- ar eru þeir báðir sundþjáifarar, Smári þjálfar ÍBV og Arnoddur Breiðablik. Einnig stunda þeir vaxtarrækt af kappi en þess má geta að Smári keppti á íslands- mótinu í vaxtar- rækt um síðustu helgi og hafnaði i öðra sæti í sínum flokki. Lét hann sér það ekki nægja heldur nældi sér í „pósu- verölaunin" svokölluðu eða Smári kominn upp úr lauginni eftir maraþonsundiö fyrir 15 árum. DV-mynd Guömundur bestu framkomuna. „Hér áður fyrr var oft gert grín að okkur. Við værum að kafa á daginn, æfa sund á kvöldin og siðan svæfum við í vatnsrúmum á nóttinni. Við hlytum að vera komnir með tálkn og sundfit," sagði Arnoddur og þeir félagar skelltu upp úr. Smári bætti við að þeir hefðu orðið að losa sig við vatns- rúmin þegar þeir festu ráð sitt, unnusturnar hefðu flotið fram úr rúmunum og út á gólf! Enda báðir vel yfir hundrað kíló að þyngd. Tédandi um líkan feril virðist Smári hafa skotist fram yflr Arnodd að einu leyti. Ef Guð lofar verður hann í fyrsta sinn pabbi um næstu jól, eða „á jóladag klukkan tvö,“ eins og Smári orðaði það ákveðið. Spurning hvað Arnoddur lætur það viðgangast lengi! -bjb ..Draxiinuriiui er ‘ aðsyndafrá Ijyjuiu i lau<r* -segja Ivclreyjapeyjarscni nýiegaseltu iNlandsmet i mnraþonsundi o(í synlu slanslansl samtuls (immtíu kílúmetra verðlaun fyrir lelA Samhentir kafarar og „fyrrum" maraþonsundkappar úr Eyjum: Draumurinn óráðinn - að synda frá Eyjum til meginlandsins bókaormurinn Margrét Gestsdóttir, sögukennari í MR: Sturlunga innan seilingar Það má segja að minn bókalestur sé þríþættur. í fyrsta lagi snýr hann að sjálfsögðu að mínu starfi. Þannig er Sturl- ungasaga oftast inn- an seilingar á þessum árstíma þar sem Sturl- ungaöldin er til umfjöll- unar í einum bekknum. I öðra lagi er það lestur með börnunum mínum tveimur og loks bókalestur mér til af- þreyingar sem stjórnast hvorki af nemendunum né börmmum," seg- ir Margrét Gestsdóttir, sögukenn- ari í MR og bókaormur vikunn- ar. Margrét sagði mikið „stuð“ vera um þessar mundir á heimilinu. Hún og n- - **' in væru á kafi í Namiu-bókunum svokölluðu eftir C.S. Lewis, sígild- um breskum barnabókum. „Ég hef lítinn tíma yfir veturinn til að lesa fyrir sjálfan mig. Auðvit- að hef ég aÚtaf eitthvað í takinu en ég er óralengi með hverja bók. Ég les þeim mun meira á sumrin. Ef ég horfi núna á náttborðið mitt þá var ég rétt að ljúka nýjustu bókinni eft- ir Milan Kundera, Óljós mörk, sem komin er út sem syrtla hjá Máli og menningu. Milan er í miklu uppá- haldi hjá mér, búin að lesa öll hans verk aftur og aftur. Nýja bókin var prýðileg nema heldur stutt," segir Margrét. Annar rithöfundur, sem er í uppáhaldi hjá Margréti, er Jeanette Winterson. Meðal þeirra verka hennar sem hafa verið þýdd á íslensku er Ástríðan og segir Margrét þá bók mjög góða. Skáld- sögur hennar séu það yfirleitt enda margverðlaunaður höfund- ur á ferð. „Að sjálfsögðu komast fleiri höf- undar að hjá mér. Þegar ég er mjög þreytt og hef mikið að gera þá gríp ég til annarrar breskrar „vinkonu" er nefnist Margaret Drabble. Hún peppar mig alltaf upp. Því miður hefur ekkert komið út á íslensku eftir hana,“ segir Margrét sem er tíður gestur á bókasöfnum og kilju- deildum bókaverslana. Það eru ekki aðeins breskir höf- undar sem heilla sögukennarann heldur einnig þeir norrænu. Frá því Margrét var unglingur segist hún hafa haldið upp á Selmu Lag- erlöv, einkum Gösta Berlings sögu. „Sú bók kippir manni inn í annan heim og það getur verið af- skaplega notalegt," segir Margrét að endingu sem hyggst skora á Valgerði Ólafsdóttur læknaritara sem næsta bókaorm helgarblaðs- ins. -bjb \ Margrét Gestsdóttir gerir mikiö af því aö rýna í Sturlungasögu þessa dagana vegna sögukennslunnar í MR um Sturlungaöldina. DV-mynd S METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Helen Fleldlng: Bridget Jone's Diary. 2. Terry Pratchett: Hogfather. 3. Dlck Francls: To The Hilt. 4. Mlchale Crlchton: Airframe. 5. Arthur C. Clarke: 3001: The Rnal Odyssey. 6. Cathrlne Cookson: The Bonny Dawn. 7. John Grlsham: The Partner. 8. Wilbur Smlth: Birds of Prey. 9. Stephen Klng: Wizard and Glass. 10. Tom Clancy: Politika. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Paul Wilson: The Little Book of Calm. 3. Frank McCourt: Angela's Ashes. 4. Scott Adams: The Dilbert Principle. 5. John Gray: Men are from Mars, Women are from Venus. 6. Alec Guinness: My Name Escapes Me, 7. Howard Marks: Mr. Nice. 8. Nick Hornby: Fever Pitch. 9. Dalsy Goodwln(ed); The Nation's Favourite Love Poems. 10. Bill Watterson: It’s a Magical World. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Terry Pratchett: Jingo. 2. Andy McNab: Remote Control. 3. Dlck Francls: 10-lb Penalty. 4. Catherine Cookson: The Lady on My Left. 5. Arundhati Roy: The God of Small Things. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Michael Palln: Full Circle. 2. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 3. Dlckle Bird: My Autobiography. 4. Andrew Morton: Diana: Her true story in Her Own Words. 5. Francls Gay: The Friendship Book 1998. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Stephen Klng: Wizard and Glass. 2. Tom Clancy: Politika. 3. David Baldacci: Total Control. 4. James Patterson: Jack & Jill. 5. Steve Martinl: The List. 6. Joanna Llndsay: Say You Love Me. 7. Kaye Glbbons: Virtuous Woman. 8. Kaye Gibbons: Ellen Foster. 9. Robert Heinleln: Starship Troopers. 10. Mlchael Crlghton: Airframe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Rlchard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff. 2. Rlc Edelman: The Truth about Money. 3. Ýmsin Chicken Soup for the teenage Soul. 4. Ýmslr: Chicken Soup for the Mother’s Soul. 5. Carmen R. Berry og Tamara Traeder: Girlfriends. 6. Frances Mayes: Under the Tuscan Sun. 7. Stephen E. Ambrose: Undaunted Courage. 8. Peter Maas: Underboss. 9. Ýmslr: Chicken Soup for the Woman's Soul. 10. James McBride: The Colour of Water. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. James Patterson: Cat & Mouse. 2. Danlelle Steel: The Ghost. 3. Dominick Dunne: Another City, not My Own. 4. Charles Frazier: Cold Mountain. 5. Robert Ludlum: The Matarese Countdown. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Ýmsir: Joy of Cooking. 2. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 3. Seymour M. Hersh: The Dark Side of Camelot. 4. Jon Krakauer: Into Thin Air. 5. Fran McCourt: Angela's Ashes. (Byggt á Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.