Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 !DV %/aðan ertu? Eg er ættuð að vestan. Pabbi var úr Flatey á Breiðafirði og mamma frá bænum Firði í Múlasveit á Barðaströnd en ég er fædd í vesturbænum, flutti þaðan í Fossvog en fór svo átta ára gömul austur á Homafjörð þar sem ég bjó í sjö ár en þaðan fórum við til Eskifjarðar og svo aftur í bæinn. Ég lít þess vegna alltaf á Horna- ijörð sem minn heimabæ." Þannig lýsir Ólafia Hrönn Jóns- dóttir, leikari, söngkona og grínisti, uppvexti sínum í ýmsum landshornum. Ástæðan fyrir þessu sígaunalífi var sú að faðir Ólafíu vann hjá Landsbanka íslands og var ráðinn útibússtjóri á Höfn og síðar á Eskifirði. Það var árið 1971 sem fjölskyldan tók sig upp og flutti austur. Hvar er þessi Hornafjörður? „Ég hélt að Homafjörður væri þar sem Langanesið er. Mér fannst það svona homlegasti stað- urinn á landinu. Svo var mér náttúrlega sýnt þetta á korti. Hornafjörður var ekki í vega- sambandi með suðurströndinni til Reykjavíkur svo þegar við komum að ánum á Skeiðarár- sandi var bUIinn settur á pramma og ferjaður yfir strauminn. Þetta fannst okkur auðvitað heljarmik- ið ævintýri en ég minnist þess ekki að ég væri hrædd. Ég man að þetta studdi hugmyndir mínar um að maður væri að flytjast á mjög afskekktan stað. Ég var sannfærð um að við myndum flytja í torfbæ sem samt væri með öllum nýtísku þægind- um. Þetta voru mínar hugmyndir um sveitina enda var ég bara átta ára. Ég veit ekki af hverju ég héit þetta því ég hafði verið i sveit og þar var ekki torfbær. Ég held að Gunna systir hafi skrökvað þessu að mér. Henni tókst einu sinni að fá mig til að trúa því að pylsur yxu á trjám.“ Það reyndist heldur ekki vera torfbær sem fjölskyldan fékk til afnota á Hornafirði. Systkinin Lék hálfan asna í Kardimommubænum - Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og söngvari, rifjar upp æskuárin á Hornafirði og víðar voru fimm og Ólafía er þeirra næstyngst. í þorpinu þótti koma nýja bankastjórans heldur en ekki saga til næsta bæjar þvi þar hafði ekki banka- stjóri haft búsetu áöur. Hornafjörður var einangraðri en margir aðrir stað- ir á landinu fyrstu árin eftir að Ólafía flutti þangaö. Það gjörbreyttist 1974 þegar brýmar yfir vatnsfollin voru tekin i notkun og auðveldara varð að ferðast landveg til Hornafjarðar frá Reykjavik. „í endurminningunni er þetta eins og sprenging. Allir vildu fara hringveginn og það varð endalaus gestagangur. Á þessum árum stækkaði bærinn talsvert. Ég minnist einnig þess hvernig far- andverkamennirnir, sem komu í stórum hópum á hverju ári, settu svip á bæinn.“ Hornafjörður skiptist í Innbæ og Útbæ og Ólafía tilheyrði Út- bænum. Þegar slæmt var í sjóinn kom fyrir að flæddi yfir eiði milli bæjarhlutanna og þá varð Útbær- inn eyja. Krakkamir í bæjarhlut- unum voru yfirleitt vinir en stundum sló í brýnu milli þeirra. „Það vom styrjaldir milli Útbæ- inga og Innbæinga en það var mest fyrir minn tíma,“ segir Ólaf- ia. Nú er búið aö fylla nógu mik- ið upp til þess að ekki flæðir yfir eiðið lengur. Anna Lú og Lolla Bank Ólafía segist hafa leikið sér mik- ið við Dodda bróður sinn, sem er ári eldri en hún, þegar fjöl- skyldan bjó í Fossvogi og hann var neyddur til að hafa hana með í Leynifélaginu Ofurhugum sem starfaði í Fossvogi. Þegar til Hornafjarðar kom eignaðist Ólafía fljótt nýja vini. Þar var fremst í flokki Ánna Lú. „Það er rétt að taka fram að Lú er svona heimatilbúið viðumefni eða ættarnafn sem loddi við alla fjölskyldu Önnu og á rót sína að rekja til hrekks sem pabbi hennar átti þátt i fyrr á öldinni. Sá sem varð fyrir hrekknum sagði: Þú ert nú meiri ljúgarinn, í æsingi. Þar með var ættamafniö komiö. Þetta var algengt á Homafirði og þurfti ekki mikið til. Ég var kölluð Lolla Bank þegar ég var krakki á Hornafirði og öll mín systkini. Þetta var vísun í að vera dóttir bankastjórans." Hermt eftir Þorsteini Ö Þær vinkonumar léku sér tölu- vert með öðrum krökkum í fjör- unni og í ýmsum eltingaleikjum, s.s. fallin spýtan og þess háttar en leiklistin var samt það áhugamál sem þeim fannst mest heillandi. „Við vorum í rauninni alltaf að búa til leikrit, bæði til flutnings á sviði og i útvarpi. Það eru ein- hvers staðar til ennþá sýnishorn af leikritum okkar á segulbandi. Það má heyra þar hvemig við hermdum eftir dramatískum leikkonum og Þor- steinn Ö. Stephen- sen hefur greini- lega verið mikil fyrirmynd því það var mikið humm- að og ha-að á milli setninga. Þetta voru hádramatísk leikrit þar sem veðrið var oft mjög vont og mikið spáð í hvort hann Ólafur kæmist í tæka tíð eða yrði úti.“ Fyrsta hlutverkið var hári Fyrstu skrefin á leiksviðinu steig Ólafia ekki á Hornafirði held- ur í Breiðagerðisskóla þegar hún var átta ára og lék héra. „Ég var sú eina sem lærði text- ann sinn og var alveg grjót- hneyksluð á hinum krökkunum sem voru með blöðin í höndunum. Njáll Guðmundsson, kennarinn okkar, sagði þeim að það væri allt í lagi og ég man að ég var líka mjög hneyksluð á honum fyrir þessa lausung." Þær stallsystur Anna Lú og Lolla Bank voru síleikandi á í prófíl Snævar Már 17 ára júdómaður Hann heitir Snævar Már og er talinn okkar efnileg- asti júdómaður. Hann var að koma heim frá Dan- mörku gulli hlaðinn þar sem hann stundaði nám við Vejen-Sport College með ströngum júdóæfingum og keppni. Fullt nafn: Snævar Már Jóns- son. Fæðingardagur og ár: 15. maí 1982,- Maki: Engin. Börn: Engin. Skemmtilegast: Hanga með vinum mínum. Leiðinlegast: Að læra. Olafía Hrönn Jónsdóttir bjó í sjö ár á Höfn í Hornafiröi og steig þar sín fyrstu spor á leiksviöinu þegar hún lék háif- an asna í Kardimommubænum. DV-mynd ÞÖK Homafirði og Ólafía segist hafa farið upp á svið við öll tækifæri sem gáfust, hvort sem það vora skólaskemmtanir, skátaskemmt- anir eða leiksýningar en á Homa- firði var starfandi öflugt leikfélag. Hálfur asni í Kar- dimommubænum „Við lékum mikið í skólanum. Stefán Ólafsson kennari, sem þar var og er enn, var óþreytandi við að hvetja okkur áfram og fleiri kennarar voru einnig mjög áhugasamir og léku jafnvel með okkur. Fyrsta hlutverkið mitt á sviði í alvöruleikriti var hjá leikfé- laginu þegar það setti Kar- dimommubæinn á svið þegar ég var 12 ára. Ég mátti velja hvort ég léki póstsvein eöa hálfan asna og valdi auðvitaö asnann því mér fannst það mun meira krefjandi hlutverk. Á þessum árum var það besta hrós sem ég fékk ef einhver sagði að ég væri góð að leika. Ég var afturhelmingurinn af asnanum og hélt um mittið á Dísu Imsland. Anna Lú lék einmitt ljón- ið í sömu sýningu. Ég þurfti að æfa án búnings í langan tíma og var alltaf að hringja í búningakon- una til að vita hvernig búningnum liði. Þetta var stórkostlega gaman og á þessum árum á Homafirði varö ég staðráöin í að verða leik- kona. Ég reyndi mikið til að fá Önnu Lú vinkonu mína með mér í leiklistarskólann en það tókst ekki og ég hef mjög sjaldan náð henni upp á svið.“ -PÁÁ Uppáhaldsmatur: Nauta- lundir Uppáhaldsdrykkur: Sprite. 'allegasta manneskja: Birta, ’layboy-stúlka. Fallegasta röddin: Nina i Cardigans. Fallegasti líkamshluti: Aug- un. Hvaða hlut fmnst þér vænst um? Sjónvarpið mitt. Hvaða teiknimyndapersóna myndiröu vilja vera? Kenny. Uppáhaldsleikari: Edward Norton. Uppáhaldstónlistarmaður: Ég er alæta á tónlist. Sætasti stjórnmálamaður: Siv Friðleifsdóttir. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Drew Carrie. Leiðinlegasta auglýsingin: Ég hef verið laus við þær í hálft ár. Skemmtilegasta kvikmynd- in: Sleepers. Sætasti sjónvarpsmaður- j inn: Dóra Takefusa. Uppáhaldsskemmtistaður: í | góðra vina hópi í heimahúsi. Besta „pikk-öpp“-línan: Hæ, ég er nýr í bænum, geturðu nokkuð gefið mér leiðbeining- ar um hvemig ég kemst heim til þín. Hvað ætlaðir þú að verða? Frægur. Ég ætlaði sko að meika það. Eitthvað að lokum: Gleðileg jól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.