Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Fréttir Úttekt erlends ráðgjafarfyrirtækis á Sjúkrahúsi Reykjavikur: Of mikil starfsemi í of litlu húsi - vantar 6 fermetra fyrir hvern sjúkling Ef stærð Sjúkrahúss Reykjavíkur er borin saman við þá staöla í sjúkra- rými sem unnið er eftir í nágranna- löndunum er allt of mikil starfsemi á sjúkrahúsinu miðað við stærð. SHR er með tæpa 15 fermetra á sjúkling en nútímasjúkrahús erlendis er talið þurfa 21 fermetra á hvem sjúkling. Þetta kemur fram í skýrslu erlenda ráðgjafarfyrirtækisins Emst & Young sem hefur verið að athuga rýmisþörf SHR miðað við þá starf- semi sem er þar innan veggja. Skýrsl- an verður tilbúin um áramótin. „Afkastatölur SHR, og raunar ann- arra íslenskra spítala, em fyllilega sambærilegar við fjölmarga aðra spitala á Norðurlöndum sem ráðgjaf- arfyrirtækið er með tölfræðilegar upplýsingar um,“ sagöi Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri SHR. „Ráðgjafamir velta upp spumingum um hvað hægt sé að gera hér, þ. á m. færa til starfsemi innanhúss, færa starfsemi jafnvel út fyrir húsið o.s.frv. Framtíðarþróunin er að fækka rúmum á spítalanum en auka vægi dagdeilda og göngudeildaþjónustu. Skemmri lega kallar á umfangsmeiri þjónustu við hvem einstakling. Það hefur verið vandamál íslensku sjúkrahúsanna að geta ekki komið sjúklingum áfram til visttmar á hjúkrunarheimilum sem era ódýrari úrræði heldur en vistun innan veggja sjúkrahúsa." Þegar hafa tilteknar breytingar og tilfærslur á stóm sjúkrahúsunum ver- ið ákveðnar fyrir næsta ár. Breytingar verða í rúmaskiptingu á SHR á næsta ári. Þegar viðgerðum lýkur á húsnæði sjúkrahússins, sem verður á næstunni, mun gjörgæslan verða flutt í endur- bætt húsnæði á 6. hæð. Aðalstarfsemi öldrunarþjónustunnar er á Landakoti en hluti deildar á sjúkrahúsinu hefur verið notaður fyrir bráðainnlagnir aldraöra. Þar hafa verið 15 rúm en verður fækkað í 6 rúm næsta haust. Sú aðgerð verður metin þegar reynsla er komin á hana. Þessi breyting verður í tengslum við að á næsta ári munu all- ar æðaskurðlækningar flytjast frá Landspítala yfir til SHR. Lýtalækning- ar hafa þegar verið færðar af SHR á Landspítalann. -JSS Baldvin llka yfir milljarð Skötuveislur veröa á íslandi í dag - hjá sumum langt fram eftir Þorláksmessu. Þessi hefö er síöur en svo aö leggjast af. DV upplýsir hér nýjustu aöferöina viö aö matreiöa skötuna þannig aö ekki komi lykt inni í íbúöinni: Fariö meö pottinn út á svalir, kveikiö á gasgrillinu, sjööiö og lokiö svalahuröinni á meöan. Myndin er tekin í Faxamarkaöi í gær. DV-mynd Teitur Tónlistarskóli Garöabæjar: Kennarar ætla í hart - bera mótmæli í hvert hús DV, Aknreyri: Samherjatogarinn Baldvin Þor- steinsson kom til Akureyrar í gær eftir vel heppnaða veiðíferð. Sam- tals nemur aflaverðmæti Baldvins á árinu einum milljarði og einni milljón, að sögn Þorsteins Más Bald- vinssonar, forstjóra Samherja. Afla- verðmætið er þvi 26 milljónum minna en hjá Arnari frá Skaga- strönd sem einnig kom til hafnar í gær. Arnar hefur mun meiri þorsk- veiðiheimildir en Baldvin Þor- steinsson. Afli Amars var 6.400 tonn upp úr sjó en 7.600 tonn hjá Baldvin. Fjórir frystitogarar Sam- herja öfluðu fyrir 3,2 milljarða króna á árinu. -gk Áminntu bæjarstjómina: Bæjarfulltrúar völdu slysið - segir nefndarformaður „Við áminntum bæjarstjórnina," sagði Guðmundur Hallgrímsson, for- maður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar. Nefndin hefur ítrekað samþykkt sína um að Smári Ólason sé hæfastur umsækjenda í starf skólastjóra. Jafnframt hefur nelhdin lýst óánægju sinni með afgreiðslu málsins í bæjarstjóm. Guðmundur sagði að þar væri um „slæma stjóm- sýsluaðgerð" að ræða. „Skólanefnd hefúr ekki stjóm á þróuninni," sagði Guðmundur. „Það er ljóst að allir kennaramir styðja Smára heilshugar. Ég aðvaraði bæj- arfulltrúana og sagði að það yrði stórslys ef þeir veldu annan umsækj- anda fram yfir Smára. En þeir völdu slysið. Þá spyr ég: Var þessi umsækj- andi svona miklu hæfari að þaö rétt- lætti aö fara út í þetta stríö og setja allt skólastarf í uppnám? Við því hef ég enn ekki fengið svar.“ -JSS Kennarar Tónlistarskóla Garða- bæjar ætla ekki að una þeirri nið- urstöðu að bæjarstjórn komist upp með að brjóta reglugerð skólans við meðferö ráðningar nýs skóla- stjóra skólans. Kennaramir ætla að bera mótmæli í hvert hús í Garðabæ á næstunni. Þá ætla þeir „í hart“, eins og einn úr þeirra hópi orðaði það, ef bæjarstjórn breytir ekki ráðningunni. Skólanefnd hafði mælt með yfir- kennara skólans, Smára Ólasyni, til starfsins. Málið fór til bæjarráðs og þaðan til bæjarstjómar sem samþykkti hins vegar að ráða Agn- esi Löve. Allir kennarar skólans skrifuðu undir mótmæli þar sem vísað er i reglugerð skólans þar sem segir að bæjarráð ráði „skóla- stjóra og aðra fasta starfsmenn að fengnum tillögum skólanefndar". Þess má geta að mikill meirihluti kennara skólans studdu Smára skriflega þegar hann sótti um starfið. „Það eru geysilega mikil von- brigði í röðum kennara með fram- gang málsins innan bæjarstjórnar," sagði Ólafur Elíasson, kennari í tón- listarskólanum, í samtali viö DV. „Það er einhugur meöal kennara um þessi mótmæli. Þeim er aðallega beint gegn vinnubrögðum bæjar- stjómar. Ég hélt satt að segja að svona vinnubrögð tíðkuðust ekki lengur á íslandi. Það er mat allra sem ég hef talað við innan skólans að hér sé Smári Ólason yfirkennari, sem fagleg nefnd taldi hæfastan til að gegna þessu starfi, að veröa fyrir persónulegri óvild bæjarfulltrúanna sem eru ekki menn að meiri af þeim sökum. Tónlistarskóli Garðabæjar er mjög framsækinn skóli sem hefur á að skipa vel menntuðu kennaraliði. Allir sem þekkja til vita að skóla- starfið hefur hingað tO verið öflugt og metnaðarfullt. Hvemig sem á það er litið hefur bæjarstjóm valdið miklum skemmdum á góðum skóla með þessum hrossakaupum." -JSS Barnaverndarmálið vekur mikla athygli: Urðu að skipta um númer - því síminn hringdi látlaust daga og nætur „Síminn stoppaði ekki hjá okkur eftir að DV fór að segja frá máli okkar. Það endaði með því að við urðum að skipta um númer,“ sagði Sigrún Ragnarsson sem búsett er í Noregi. Dóttir þeirra á nú í mála- ferlum við barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Nefndin hafði svipt foreldra stúlkunnar forræði yfir henni. Þeir fluttu siðan til Noregs og hófu baráttu þaðan fyrir forræð- inu. Eftir tiu ára baráttu þeirra breytti barnaverndamefnd úr- skurði sínum og veitti foreldrun- um fullt forræöi yfir dótturinni. Dóttirin ákvað þá að höfða mál á hendur nefndinni því með breyt- ingu á úrskurði sínum hefði hún viðurkennt mistök. „Til okkar hefur hringt fjöldi fólks frá Islandi, sem er að leita ráðlegginga hjá okkur,“ sagði Sig- rún. „Fegin vildum við geta hjálp- að þeim öllum. En þegar svo var komiö að síminn hringdi alla daga og fram á nætur þá neyddumst við til að skipta um númer. Þetta sýn- ir best hversu margir eiga í vand- ræðum vegna samskipta sinna við barnaverndaryfirvöld. En rauði þráðurinn er að gefast aldrei upp.“ -JSS Stuttar fréttir dv Rísi úti Guöni Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra segir Degi að hann vilji sjá ráðunauta- stöðvar rísa úti á landi. Hann segir fjarri lagi að hann sé að flytja einhver verkefhi til borgarinnar. Hafi varann á Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar segir vissara fyrir al- menning að hafa varann á gagnvart söfnunum og tryggja að óskað sé eft- ir fjárframlögum á réttum forsend- um. Fjöldi fyrirspuma hefúr borist vegna safhana sem menn kannast lítt við. Bylgjan greindi frá Sýknuð Bifreiðastöð Þórðar Þórðarsonar hefur veriö sýknuð í Héraðsdómi Vesturlands af riftunarkröfu þrota- búsins. Bústjóri þess vfldi rifta þeim gjömingi Þórðar þegar hann seldi sonum sínum bifreiðastöðina. Dagur greindi frá. Selt RARIK Á fundi bæjaryfirvalda í Hvera- gerði og RARIK í gær var gengið frá sölu á dreifikerfi rafveitu bæjarins tfl RARIK. Kaupverð er 215 milljón- ir króna. Mbl. greindi frá. Síminn að einkavæða Landssíminn er farinn að einka- væða hluta starfsemi sinnar án vit- undar Alþingis, að mati sumra þing- manna sem íhuga að taka málið upp á þingi. Veriö sé að færa einkafyrir- tæki tugmilljónir króna á silfúrfati. Stöð 2 greindi frá. Hækkar vexti Mjög liklegt er að Seðlabanki ís- lands hækki vexti um 0,5 % á næstu dögum. Birgir ís- leifur Gunnars- son, bankastjóri Seðlabankans, segir að mikfls að- halds sé þörf til að spoma gegn verð- bólgu. Stöð 2 greindi frá. VG næststærst Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð er með 20,5% fýlgi í nýrri skoð- anakönnun Gallups og fær þar með næstmest fylgi á eftir Sjálfstæðis- flokknum. RÚV greindi frá. Skötuveisla Útgerðar- og rækjuvinnslufyrir- tækið Skagstrendingur býður öllum bæjarbúum tfl skötuveislu í dag, Þorláksmessu, í félagsheimilinu Fellsborg. Búist er við um 300 manns, eða um helmingi íbúa sveit- arfélagsins. Dagur greindi frá. 1000 kvartanir 1000 kvartanir berast greiðslu- kortafyrirtækinu VISA í hveijum mánuði út af færslum á reikningum sem korthafar kannast ekki við. Vilja umsókn Meira en tveir þriðju íslendinga á aldrinum 25-44 ára vilja að sótt verði um aðfld að Evrópusamband- inu. RÚV greindi frá. Lyfin hækka Hlutur almennings í lyfjaverði hækkar nú um áramótin, sam- kvæmt nýrri reglugerð. Meint leynimakk Sigurjón Bene- diktsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins á Húsavík, ásakar Reinhard Reynis- son bæjarstjóra um að hafa ekki kynnt bæjar- stjóm né bæjarráði efhi skjals sem inniheldur gmnn að samræmdu mati á Ljósavík hf. og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Til stendur að sameina fyrirtækin. Mbl. greindi frá. Kveikt í bálkesti Kveikt var í áramótabálkesti á Valhúsahæð á Seltjamamesi í nótt og brann hluti hans áður en náðist að slökkva eldinn. Þá var tilkynnt um eld á veitingastað um hálf- tvöleytið í nótt en kviknað hafði í jólakreytingu. Skemmdir urðu nær engar. -hlh a landi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.