Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 DV i< eríend tíðindi Stríð og lýðræði Kosningarnar í Rússlandi hafa breytt pólitísku landsiagi á rússneska þinginu. En þaö er alls ekki víst að úrslitin muni stuðla að auknum póli- tískum stöðugleika. Stríðreksturinn í Tsjetsjeníu átti mikinn þátt í sigri þeirra afla sem standa Vladimír Pútin forsætisráöherra nærri. Og vaida- staða hans er gjörsamlega háð því hvernig stríðinu lýkur. Víða hafa úrslit þingkosning- anna í Rússlandi verið túlkuð sem sigur umbótaafla og mikilvægur áfangi í lýðræðisþróun eftir enda- lok Sovétríkjanna. í ljósi þess hvernig kosningabaráttan var háð verður að draga allt annan lærdóm af niðurstöðunum. Þær endur- spegla vissulega sterka stöðu Vla- dimírs Pútins, forsætisráðherra og fyrrverandi yflrmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem var gjör- samlega óþekktur embættismaður fyrir aðeins fjórum mánuðum, og valdaklíkunnar í Kreml, sem stendur að baki Borísar Jeltsín forseta. Og þingið verður án efa já- kvæðara í garð stjórnvalda en áður. Vald kommúnista hefur veikst, þótt þeim hafi tekist að bæta við sig örlitlu fylgi á lands- vísu, vegna þess að stuðnings- flokkum þeirra gekk illa í kosning- unum. En það breytir ekki þeirri staðreynd að rekja má úrslitin að miklu leyti til tveggja þátta sem eiga ekkert skylt við lýðræði: stríðsreksturinn í Tsjetsjeníu og misnotkun stjómvalda á áhrifa- mestu fjölmiðlum landsins. Máttur fjölmiðla Einingarflokkurinn, sem naut stuðnings Pútíns, fékk nánast eins mikið fylgi og kommúnistar eða um fjórðung atkvæða. Þessi flokk- ur var stofnaður fyrir þremur mánuðum og var augljóst andsvar stjórnvalda við mið-vinstra banda- lagi Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra í Moskvu, og Jevgenís Prímakovs, fyrrverandi forsætisráðherra, Föð- urlandi-öllu Rússlandi, sem marg- ir bjuggust við að yrði öflugasta stjórnmálaaflið. Talsmaður Ein- ingarflokksins, Sergej Shoigu, ráð- herra almannavama, er vinsæll, en flokkurinn sjálfur hefur enga stefnuskrá og er aðeins lauslegt Erlend tíðindi Valur Ingimundarson bandalag mið-hægri afla. Það segir allt sem segja þarf að þjóðkunnur fjölbragðaglímukappi skipaði ann- að sæti kosningalistans á eftir Shoigu, og var honum ætlað það hlutverk að laða að sér fjöldafylgi vegna vinsælda sinna á iþrótta- sviðinu! Á helstu sjónvarpsstöðv- unum var Einingarflokknum gróf- lega hampaö á kostnað Föður- landsbandalagsins og Frjálslynda flokks Grígorís Javlinskýs. Bak við það stóð einn ríkasti fjármála- maður og fjölmiðlabarón Rúss- lands, Bóris Berezovský, sem fyrir aðeins ári átti yfir höfði sér ákæru vegna víðtækrar spillingar. Nú misnotaði hann ekki aðeins fjöl- miðlavald sitt heldur keypti sér þingsæti í leiöinni. Bandalag Lúzkovs og Prímakovs, sem spáö hafði verið um 30% fylgi fyrir að- eins nokkrum vikum, fékk aðeins 12% í kosningunum, og stuöning- ur við flokk Javlínskýs minnkaði úr 7% í tæplega 6%. Þegar banda- lag hægri afla undir forystu Sergejs Kíríenkós, fyrrverandi for- sætisráðherra, og Anatólis Tsjúbaís, fyrrverandi starfsmanna- stjóra Jeltsíns, lýsti yfir stuöningi við Pútín skömmu fyrir kosningar (eftir að hafa hafnað samstarfi við hann nokkru áður) brá svo við að fjölmiðlarnir fóru skyndilega að fjalla um það á jákvæðan hátt. Ár- angurinn lét ekki á sér standa, bandalagið fékk um 9% atkvæða í kosningunum og mun meira fylgi en gert var ráð fyrir. Þetta er ekki síst athyglisvert fyrir þá sök að forystumenn flokksins höfðu verið óvinsælir: Kiríenkó var við völd þegar efnahagskreppan reið yfir árið 1998 og Tsjúbaís var sakaður um spillingu í tengslum við einka- væðingaráætlun stjórnvalda. Stríðið í Tsjetsjeníu gerði Pútín kleift að hrifsa frumkvæðið í sínar í hendur i kosningabaráttunni. Nú er svo komið að um 75% Rússa styðja hann og ef fram heldur sem horfir á hann sigur vísan í forseta- kosningunum næsta sumar. Sú skoðun er útbreidd að Pútín sé „sterki maðurinn" sem þjóðin þurfl á að halda til að glíma við það neyðarástand sem blasir við í Rússlandi á mörgum sviðum. En hverju hefur hann áorkað? Hann hefur lítið getað sinnt efnahags- málunum vegna þess að nær allur hans timi hefur farið í stríðsað- gerðimar í Tsjetsjeníu sem eru orðnar að helsta tákni rússneskrar þjóöernishyggju. Þegar Javlinský leyfði sér að leggja til að samið yrði vopnahlé og viðræður hafnar við Alan Maskhadov, forseta Tsjetsjeníu, var honum umsvifa- laust refsað af fjölmiðlum og kjós- endum. Pútín og Tsjetsjenía Rússneska stjórnin mun vafa- laust eiga auðveldara með að koma málum sínum í gegn á þing- inu, eins og breytingum á skatta- lögum. En það þarf alls ekkert að vera að úrslit kosninganna stuðli að auknum pólitiskum stöðugleika þegar til lengri tíma er litið. Valda- staða Pútíns er gjörsamlega háð því hvemig Tsjetsjeniu-striðinu lyktar. Og það er ekki nóg að sigra á vígvellinum. Rússar munu eiga í erfiðleikum með að finna trúverð- uga leiðtoga til að halda við völd- um sínum í Tsjetsjeníu enda hafa hemaðaraðgerðir þeirra bitnað á óbreyttum borgurum og leitt til þess að um 250 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Reiði rússneskra stjórnvalda hefur í auknum mæli beinst gegn Georgíu vegna þess, að þarlend stjórnvöld hafa ekki viljað aðstoða við að „út- rýma hryðjuverkaöflum" í Tsjetsjeníu. Sú spurning vaknar hvort Pútín þurfi á stríði að halda fyrir forsetakosningamar til að beina athygli frá efnahags- og fé- lagsvandamálum heima fyrir. - Vonandi verður Georgía ekki næst í röðinni. Krakkarnir f Sólgarösskóla viö jóiatréö á litlu jólunum í fámennum skóla. DV-mynd Örn Þórarinsson Jólaundírbúningur í fámennasta grunnskóla landsins: Krakkar í Bangsabæ bættust í hóp hinna eldri „Það gefur augaleið að þar sem nemendur eru svona fáir verða allir að hjálpast að við jólaundirbúning- inn. Krakkamir gera sér það alveg ljóst að allir verða að leggja eitthvað á sig, hver eftir aldri og getu. Við njótum dyggrar aðstoðar tónlistar- kennarans sem æfir allan söng og hljóðfæraleik. Svo hjálpar ráðskon- an okkur líka við ýmislegt," sagði Guðrún Halldórsdóttir, aðstoðar- skólastjóri i Sólgarðsskóla í Fljót- um, þegar fréttamaður DV spurði hana hvemig undirbúningur jól- anna gengi í skóla þar sem nemend- ur eru aðeins átta talsins. „Annars er þetta með nokkuð hefðbundnu sniði frá ári til árs. Krakkamir taka þátt í aðventu- kvöldi héma í kirkjunni. Eru þá með söngatriði og sýna helgileik. Svo höldum við litlu jólin síðasta skóladag fyrir jólafrí,“ sagði Guð- rún. Það ríkti sannarlega gleði hjá krökkunum þegar þau héldu litlu jólin sín viku fyrir jól. Dagamir á undan höfðu aö hluta til fariö í und- irbúning. Þau höfðu skreytt skólann og búið til hluta af skrautinu sjálf. Einnig höfðu þau gert jólakort, út- búið jólapakka og æft sálma undir stjórn Önnu Jónsdóttur tónlistar- kennara. Að þessu sinni tóku krakkarnir af gæsluvellinum Bangsabæ, sem hóf starfsemi í haust, þátt í litlu jólunum og voru krakkar á aldrinum eins og hálfs til tólf ára þarna saman komin. -ÖÞ Minnt á glæsileg ártöl DV, Hólmavfk:________________________ Mikið er farið að skreyta hús og það fyrr en áður var venja, bæði til sveita en þó einkum í fjölmennari byggðum. Þar hafa sumir hugsað lengra fram í tímann og komið nýju ár- tali með fallegum stöfúm inn í skreyt- ingu fyrir þessi jól, ártal sem er fyrir flesta ef ekki alla hluti sérstakt: árlalið 2000 auk ársins sem nú er að renna út, 1999. Myndin er af Kópanesbraut 6 á Hólmavík en þar búa Ágústa K. Ragn- arsdóttir og Ingimundur Pálsson ásamt bömum sínum. -GF Á húsi þeirra Ágústu og Ingimundar er minnt á hin glæsilegu ártöl, 1999 og 2000. DV-mynd Guöfinnur Finnbogason W Odýr jólagjöf sem aldraðir framleiða: Grjónapokinn hægir á vöðvaspennu og verkjum DV, Akranesi:______________________________ Starfsþjáifun hefur lengi verið fastur liður í hinu daglega lífi dvalar- og hjúkr- unarheimila hér á landi. Á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi er handavinna og almennt fóndur einn mikilvægast þátturinn í rekstrinum og þar eru ýms- ir skemmtilegir og þarfir hlutir frarn- leiddir af hinum öldruðu íbúum með leiðsögn leiðbeinanda. Þar á meðal er er grjónapokinn, sem notið hefúr mikiila vinsælda, enda ódýr, þægileg og fljót- virk lausn. Pokinn er hannaður og saumaður á heimilinu og gerður að sænskri fyrirmynd. Pokinn er hitaður, t.d. í örbylgjuofni, og síðan lagður á lík- amann með lítið handklæði á milli ef hitinn er of mikiil. Pokinn hentar vel fyrir þá sem þjást af verkjum og vööva- spennu eða eru kulvísir; einnig er hægt að nota hann sem kælipoka, t.d. við Þórdís Baldvinsdóttir meö grjóna- pokann. DV-mynd Daníel tognun. Gijónapokinn inniheldur að- eins náttúruefni, hrísgrjón, fræ og þurrkaðar jurtir. Hann hefúr reynst mörgum vel, t.d. gigtarsjúklingum, bæði sem verkjastilling og til mýkingar á stirðum liðum. Leiðbeiningar fylgja með hverjum poka sem verður að teljast ein ódýrasta jólagjöfm í ár. -DVÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.