Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Page 20
- miin nálgast________________________ Jólaskemmtun elstu bekkja Austurbæjarskóla FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 í skóginum stóð kofi einn: Hjóla- brettabuxum, íþróttatreyjum og jakkafötum var gert jafnhátt undir höfði. DV-mynd Teitur. við hiphop-tónlist, sem að vísu nýtur ekkert vinsælia en diskóútgáfur jóla- laganna, ef marka má skrikkjótta þátt- töku á dansgólfmu. Þegar vel er liðið á kvöldiö og allir búnir að fá nægju sína í nútímadansi, hlaupum upp og niður stíga, út og inn aftur, krunki á göngum og pukri i einni skólastofunni sem stendur opin íyrir kápur, flykkjast all- ir niður stigana, niður þrjár hæðir. Þar bíður jólatréð með stjömum sín- um í leikfimisalnum og tónmennta- kennarinn við skemmtarann. „Hann spilar alltaf sömu lögin,“ segja Svala og Sólveig. Samt kunna ekki allir text- ann við Snæfrnn snjókarl, né í Bet- lehem er bam oss fætt, en syngja af þeim mun meiri krafti Göngum við í kringum einibeijarunn og I skóginum stóð kofi einn. Þegar búið er að tæma jólalögin halda allir sælir og glaðir út í ffostkalt kvöldið. Nú mega jólin fara að koma. -MEÓ Unglingarnir ólmir í einiberjarunn Unglingunum fmnst ekkert síður en bömunum gaman að halda litlu jól. Þau hafa kannski ekki hátt um það en dansa samt saman í kringum jólatré og syngja af innlifún sem gefur þeim yngri ekkert eftir. Unglingamir í 8.-10. bekk Austurbæjarskóla em engin und- antekning. Á hverju ári, skömmu fyrir jól, hittast þau uppi í risi skólans, þar sem hefðbundið félagsstarf fer venju- lega fram. „Það er opið hús í hverri viku og margt gert. Við förum í borð- tennis eða horfum á vídeó en oftast em böll,“ segja Sólveig Pálsdóttir, 9. bekk og Svala Hjörleifsdóttir, 10. bekk, sem báðar em varamenn í Nemendaráði. Eitt skref inn í fullorðinsárín Litlu jólin em svolítið öðravísi. Þá em allir svo fínir og ekki dregur úr gleðinni að síðasta jólaprófinu lauk um morguninn. Stelpumar era komn- ar í jólakjólana og spariskóna. Sumar em jafiivel í síðkjól og á háum hælum. Strákamir em í jakkafötum og með bindi sem undirstrikar að skref hefúr verið tekið í átt til fullorðinsáranna. Aðrir hafa ekki haft fyrir því að skipta um fót. Nokkrir strákar em í einkenn- isklæðnaði hjólabrettaiðkenda, sem samanstendur af hólkvíðum buxum með kloflð niðri í hnjám og jafnvíðum hettupeysum. Þeir gefa hinum spari- búnu ekkert eftir í jólatrésdansinum þó einn þeirra reyni að koma því til skila að þetta sé aðeins fyrir neðan hans virðingu. Samt er hann með. Það era líka nokkrir strákar sem vora i 10. bekk í fyrra. Jafhvel enn eldri nemend- ur koma á jólatrésskemmtunina. „Þetta er hefð í Austurbæjarskóla," segja Svala og Sólrún sem myndu ekki fyrir nokkrun mun vilja missa af þessu. Jólatréð í leikfimisalnum Krakkamir láta sér ekki nægja að hittast í risinu og dansa kröftuglega Svona gerum viö: „Þetta er hefö í Austurbæjarskóla." 30 syngjandi konur í Húnaþingi vestra: Lillukórinn kominn á geisladisk Það má með sanni segja að tónlistin sé í hávegum höfð í Húnaþingi vestra. Nú er Lillukórinn á Hvammstanga bú- inn að gefa út geisladisk sem ber nafn- ið „Ég hylli þig Húnaþing" eftir sam- nefhdu lagi og ljóði sem er á diskinum og er eftir Pétur Aðalsteinsson frá Stóra-Borg. Lagavalið er fjölbreytt og má þar nefna íslensk alþýðulög, gömul reviulög og dægurlög. Kórstjóri og að- alhvatamaður að stofnun kórsins er Ingibjörg Pálsdóttir og hefúr hún verið kórstjóri frá upphafl. Hijóðritunin fór fram í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga og upptöku stjómaði Sigurður Rúnar Jónsson en undirleikari var Guðjón Pálsson. Lillukórinn samanstendur af um 30 konum sem koma víðsvegar að úr Húnaþingi vestanverðu og æfa einu sinni í viku allan veturinn. Þær stöll- ur hafa sungið við ýmis tækifæri svo og farið í tónleikaferðir bæði suður og norður. Kórinn hóf starfsemi sina 1992, en það ár var upphitunarárið og ekki lagt í tónleikahald, en síðan hafa verið árlegar uppákomur hjá kómum Þann 1. desember síðastliðinn hélt kórinn „Péturskvöld“ þar sem eingöngu vora sungin lög og ljóð Péturs Aðal- steinssonar og var nánast húsfyllir í fé- lagsheimilinu á Hvammstanga. Guðr. Jóh. Krakkar á kaffihús Krakkarnir fyrir framan jólatréö á Gistiheímili Ólafsvík- DV-mynd Pétur DV, Ólafsvík: Krakkar á aldr- inum þriggja og fjögurra ára, nem- endur á Leikskól- anum Krílakoti í Ólafsvík, brugðu undir sig betri fætinum fyrir skömmu og fóru ásamt kennurum sínum á kafflhús. Þetta var liður í jólaundirbúningn- um þeirra. Börnin slepptu í þetta sinn að leika sér úti eins og þau ur- gera vanalega eftir hádegið. Það var alveg æöi að fá að fara á kafFihús. Já, það var bara miklu betra að fara á kaffihús og syngja jólalög, hlusta á jólasögur, borða gott meðlæti og sötra ýkt gott súkkulaði eins og þau sögðu á Gistiheimili Ólafsvíkur en þar var tekið vel á móti þeim af þeim eigendum veitingahússins. Þá fóra einnig margir bekkir úr grunn- skólanum í Snæfellsbæ á kaffihús á aðventunni. Mjög mikið er um skreytingar í öll- um Snæfellsbæ nú um þessi jól. Nær allir ljósastaurar við ibúðagötur eru vafðir marglitum slöngum eins og nú tíðkast. íhúarnir kaupa efnið sem til þarf en bæjarfélagið sér um uppsetn- inguna og mikið hefur verið að gera hjá starfsmönnum áhaldahússins við það. Þá eru flestir sveitabæir mikið skreyttir og stór jólatré era á mörg- um stöðum í bæjarfélaginu. -PSJ Rauöa kross-börnin viö sjúkrabíl Noröfjaröardeildarinnar. Jólalegt í kuldanum Norðfirskar fjölskyldur létu ískulda ekki aftra sér þegar jólaljós- in á bæjartrénu voru formlega tendruð um síðustu helgi. Þar fór fram falleg og hátíðleg athöfn og lögðu margir sitt til að svo yrði. Börnin frá leikskólanum Sólvöllum sungu, þverflautunemendur tón- skólans spiluðu undir stjóm Sigur- borgar Ragnarsdóttur. Séra Sigurð- ur Rúnar Ragnarsson flutti ávarp og kirkjukórinn söng. Rauða kross- deildin veitti þeim bömum viður- kenningar sem safnað höfðu á tombólum en deildin átti einmitt af- mæli á föstudaginn var. Trompet- sjálfsögðu komu jólasveinar í heim- blásarar tónskólans léku undir sókn. -SJG stjórn Bjarna Ágústssonar og að Lúörarnir voru þeyttir af kappi þrátt fyrir kuldann sem blés um Noröfirðinga. Myndir Sigrún Júiía

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.