Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Page 29
JjV FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
X
29
Strætisvagnar hlaðnir gjafavörum koma um helgar til HornaQarðar:
Jólunum stolið frá okkur
- segja kaupmenn og gagnrýna bæjarstjóra fyrir að leigja farandsölum húsnæði
DV, Höfn, Hornafirði:
„Þaö geta verið allt að þrír mark-
aðir í gangi i einu, alltaf um helgar,
rétt fyrir jólin, rétt fyrir fermingar
og aðra toppa,“ segir Guðrún Ing-
ólfsdóttir, kaupmaður í Orkuverinu
á Hornafirði. Farandsalar sem kom
með heila strætisvagna fulla af jóla-
vöru hrella verslunareigendur á
Homcdirði og em nánast að stela
jólunum, segja heimakaupmenn.
Ekki minnstir í sölu gjafavöru er
Dublin á íslandi og Lotto sem kaup-
menn segja eyðileggja heimamark-
aðinn endanlega og nánast stela jól-
unum frá staðbundnum verslunum.
Þjónustuaðilar stofnuðu fyrir
nokkrum dögum Samtök verslunar-
og þjónustu á Homafirði. Ekki hvað
síst beinast spjót kaupmanna að far-
andsölum og þeir gagnrýna bæjar-
stjóra því íþróttahús bæjarins eru
leigð farandsölumönnum. Auk þess
hafa stjómmálaflokkarnir leigt hús-
næði s.ín fyrir farandsalana. Á ann-
að hundrað manns vinnur hjá versl-
unum og þjónustufyrirtækjum
Homaíjarðar.
„Við höfum aldrei sagt eitt eða
neitt, kaupmemi hér, en núna höfum
við komið við kaunin á ýmsum ráða-
mönnum hér,“ sagði Guðrún. Hún
segir að gatnagerðargjöldin séu há, til
dæmis þurfi kaupfélagið að borga 10
milljón krónum meira á Höfn en þeir
þyrftu að gera í Reykjavík.
Stofnfundur nýju samtakanna 8.
desember hófst með óformlegum við-
ræðum um helstu viðfangsefni sam-
takanna, svo sem hvemig ætti að
spoma við ágangi farandsala, sam-
skipti við bæjarfélagið, sorphirðu-
gjöld af verslunar- og þjónustuaðilum
og gatnagerðargjöld sem kaupmenn
segja óheyrilega há. Greint var frá
umræðum á fundi sem nokkrir fúll-
trúar verslunar- og þjónustufyrir-
tækja sátu með Garðari Jónssyni
bæjarstjóra fyrr um daginn en áður
hafði bæjarstjóra verið send greinar-
gerð þar sem mótmælt var leigu á
húsnæði bæjarfélagsins til farandsala
í samkeppni við starfandi verslunar-
og þjónustuaðila í Homafírði.
Bæjarstjóri tjáði fundarmönnum
að bæjarfélagið ætlaði að móta sér
reglur varðandi leigu á húsnæði bæj-
arfélagsins til farandsala. Hann taldi
ekki óeðlilegt að íbúar nytu hag-
stæðra tilboða á varningi farandsal-
anna. Hann sagði að bæjarfélagið
þyrfti á leigutekjum að halda fyrir
þessar húseignir en rétt væri að
bjóða húsnæðið til afnota á eðlilegu
markaðsverði. Fulltrúar verslunar og
þjónustu mótmæltu þessu harðlega
og ítrekuðu sjónarmið sin, að hér
væri um óeðlilega samkeppni að
ræða þar sem farandsalar væru ein-
ungis að fleyta rjómann af viðskipt-
unum með viðkomandi vöruflokka í
ódýrri aðstöðu sem byggð hefði verið
fyrir almannafé. Jafnframt skoruðu
fulltrúarnir á bæjarstjóra að beita sér
fyrir því að húsnæði á vegum bæjar-
félagsins yrði í framtíðinni ekki leigt
til slíkra aðila til höfuðs verslunar-
og þjónustuaðilum í Homafirði.
í stjóm Samtakanna voru kosin
þau Guðrún Ingólfsdóttir, Orkuver-
inu, formaður, Stefán Jónsson,
Martölvunni, og Guðný Helgadóttir,
Lóninu.
-JI
Þúsundir eiga
ekki fyrir mat
SEG sjónvarp 28”
50 megariða með
textavarpi og
scart tengi
Jólaverð
36.990 k,
- og þeim fjölgar mitt í góðærinu, segja fulltrúar líknarsamtaka
Mæðrastyrksnefnd var færð góð gjöf í vikunni þegar eigendur og starfsfólk veitingastaðanna Asks og Nings gáfu
andvirði jólagjafa starfsfólksins í kjúklingum. Reyndist gjöfin vera um eitt tonn af kjúklingum sem Mæðrastyrks-
nefnd kemur í réttar hendur fyrir jólin. Eigendur staðanna, hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir,
afhentu gjöfina. DV-mynd ÞÖK
HIISASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
SEG sjónvarp
20” með
textavarpi
Jólaverð
19.990 kr.
Fiölgun virðist vera í hópi þeirra
sem ekki eiga til hnifs og skeiðar þessi
jólin ef marka má aðsókn í hjálp stofn-
ana sem veita matar- og fatagjafir til
fólks hér á landi. Á bak við þær hjálp-
arbeiðnir sem berast em líklega á
milli fimm til tíu þúsund einstakling-
ár.
Mæðrastyrksneíhd, Hjálpræðisher-
inn og Hjálparstarf kirkjunnar hafa
verið áberandi í þvi að sinna þeim sem
af einhverjum ástæðum eiga ekki fyrir
mat eða fatnaði fyrir jólin.
Ásgerður Flosadóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar, segir að í fyrra
hafi um 1.100 umsóknir um aðstoð
borist nefridinni fyrir jólin, en að baki
hverri umsókn em einn eða tveir fúll-
orðnir og kannski tvö til þijú böm.
Þetta geti því verið um 4000 manns.
„Á föstudag var fjöldinn sem til okk-
Ford T bíll
aldarinnar
Ford Model T var valinn „bíll aldar-
innar“ af fjölþjóðlegri nefnd 133 bíla-
blaðamanna með hliðsjón af atkvæða-
greiðslu almennings sem nefndin efndi
til á netsíðu sinni samhliða sínum störf-
um. Ford T fékk 742 stig í lokatalningu
en næstur í röðinni var Mini-bíllinn
breski með 617 stig. Þar á eftir kom
Citroén DS með 567 stig, þá Volkswagen
bjailan með 521 stig og loks Porsche 911
með 301 stig.
ar hefúr leitað frá 1. desember um 700.
Nú em stærstu dagamir eftir og án efa
verður fullt hjá okkur fram að jólum
en við höfum opið á Þorláksmessu.
Það skynja fáir aðrir en þeir sem
vinna beint við svona líknarstörf þá
þörf sem fyrir hendi er. Ég get ekki séð
að góðærið nái til þeirra sem minnst
mega sín. TO okkar leita fyrst og
fremst einstæðar mæður, öryrkjar og
aldrað fólk. Aðstoðin er í þríþættu
formi, matarmiðar, matarpokar, sem
afgreiddir era ffá 13. desember, og fata-
úthlutun," segir Ásgerður.
Jónas Þórir Þórisson hjá Hjálpar-
starfi kirkjunnar segir að 2100 einstak-
lingar um allt land hafi notið aðstoðar
hjálparstarfsins um síðustu jól. „Þörf-
in fyrir aðstoð hefur farið vaxandi all-
an ársins hring. Á ársgrundvelli hefur
aukningin hjá okkur verið um 16%.
Margir sem til okkar leita em öryrkj-
ar og alveg ljóst að fjöldi fólks berst í
bökkum."
Miriam Óskarsdóttir hjá Hjálpræð-
ishemum segir að um 250 fúlltrúar
fjölskyldna hafi leitað til þeirra eftir
aðstoð það sem af er desember og þeim
eigi eftir að fjölga. „Síðan eigum við
von á trúlega 120 manns í mat á að-
fangadagskvöld. Þar fá líka allir sína
pakka. Þá verðum við með hátíð fyrir
eldri borgara á þriðja i jólum.“
Hundmð leita til Hjálpræðishersins
eftir fatnaði. Gjöf ÍSAL í formi áls sem
fyrirtækið keypti aftur á eina milljón
og þijátíu þúsund kemur hjálparstarf-
inu vel. -HKr.
Þær Guðrún Sóley Gestsdóttir og Gunnur Eiríksdóttir afhentu ABC hjálparstarfinu ágóðann af Listahátíð krakka sem
haldin var í haust. Eina úr þessum duglega hópi vantaði í gær, Helgu J. Markúsdóttur. Það var Guðrún Margrét Páls-
dóttir hjá ABC sem tók við fénu. DV-mynd Hilmar
Listahátíð krakka rekin með rokgróða:
Fátæk börn njóta hagnaðarins
Sjaldan er mikill ágóði af listinni
- en þremur 12. ára telpum sem
fengu þá hugmynd að halda Listahá-
tíð krakka i haust sem leið, tókst að
ná endum saman og vel það. í gær
afhentu þær ABC barnastarfinu 50
þúsund krónur, hagnaðinn af lista-
framtakinu í Tjarnarbíói í haust.
Þetta fé mun koma í góðar þarfir
meðal fátækra, munaðarlausra
bama víða um heim.
Listahátíðin gekk vel, foreldramir
trúðu því nánast ekki hversu vel allt
var skipulagt. Fjölmargir góðir tón-
listar- og danskrakkar komu fram - spilaði frítt sem leynigestur. Húsið
og í lokin kom sjálfur Skítamórall og var nánast fullskipað. -JBP
Tilvalin
• S "I • • •
Tolagro