Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Síða 38
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 JL^'V’
leikhús
Stjömur á morgunhimni eftir rúss-
neska leikskáldið Alexander Galín
verður frumsýnt í Iðnó 29. desember
næstkomandi. Verkið var frumílutt
árið 1986 af Malý-leikhúsinu í Lenín-
grad og hefur síðan verið sýnt um all-
an heim. Sögusviðið er Moskva við
setningu Ólympíuleikanna árið 1980 og
fylgst er með persónum á botni samfé-
lagsins sem em sviknar um þátttöku í
Ólympíugleðinni. Þær em dæmdar til
þess að húka í köldum kumbalda þeg-
ar Ólympíueldurinn fer hjá, enda ekki
þess verðar að vera hluti af ímynd
Moskvuborgar. Á einni nóttu kynn-
umst við vonum, ástum og þrám þess-
ara einstaklinga sem standa andspæn-
is sameiginlegum örlögum en bregðast
við á ólikan hátt.
Leikstjóri sýningarinnar er Magnús
Geir Þórðarson og Sigrún Edda Bjöms-
dóttir er einn af leikurum hennar. Hún
leikur Önnu, gleðikonu sem er komin
á botninn.
Hóra með stórt hjarta
„Hún er komin á það stig að gera
það fyrir flösku og gúrkur og svoleið-
is,“ segir Sigrún Edda. „Hún byijaði
þó vel, eins og allar stelpur þegar þær
: em ungar og sætar, en það er farið að
slá í hana af drykkju og lifnaði. Hún er
nánast róni - en með stórt hjarta. Hún
sér til þess að allir borði og er tilbúin
að deila öllu sem hún á með öðrum. En
það þýðir ekki að hún sé góð móðir.
Hún hefur eignast nokkur stykki sem
menn vora svo góðir að taka frá henni.
Það má eiginlega lýsa henni best
með því að hún sé grimm og góð. Hún
sveiflast hratt á milli heitra tilfinn-
inga, sérstaklega ef menn ætla að vaða
yfir tilfmningar hennar eða koma of
nálægt flöskunni hennar, enda segir
hún: „Mín eina hamingja er fúttið í
sprúttinu."
Sögusviðið er Moskva og persónum-
ar em utangarðsfólk. Um hvað fjallar
é verkið?
„Það fjallar um ólíkt fólk sem er á
ólíkum stöðum í lífinu en býr við
sömu aðstæður í eina nótt,“ segir
Magnús Geir. „Það er nóttin þegar
Ólympíueldurinn er borinn til
Moskvuborgar árið 1980.“
„Það sem þetta fólk á sameiginlegt,"
bætir Sigrún Edda við, „er að það er
óæskilegt. Það er ekki til sýnis þegar
Ólympíuleikamir em haldnir og
ástæðumar em margvíslegar."
Ástarsaga á botninum
Magnús Geir: „Það má líka segja að
með Ólympíuleikunum sé fjarlægur
draumur að rætast en þau era svipt
v. þeim draumi á síðustu stundu. í stað-
inn fyrir að taka þátt í hátíðahöldun-
um era þau fjarri þeim, húka í litlum
kumbalda og fa ekki einu sinni að vera
þátttakendur.“
Sigrún Edda: „En þrátt fyrir þessar
erfiðu aðstæður og kulda era þama
mjög heitar tilfmningar og húmor.
Irmi í þessum litla heimi er í rauninni
allur tilfmningaskalinn og inni í sög-
unni af þessu fólki er lítil ástarsaga.
Svona ástarsaga á botninum. Þessar
persónur beijast með kjafti og klóm
fyrir voninni þótt hún sé víðs fjarri."
Þið segið að þau fái ekki að vera
: þátttakendur. Varla er þetta íþrótta-
fólk? „Nei, þetta er ekki spuming um
að taka þátt í leikunum heldur hátíð-
inni í borginni. Svo er þetta líka
spuming um viðskipti. Þetta era hórur
og borgin full af viðskiptavinum. Svo
er þama líka löngunin til að upplifa
dýrðina. Á meðan á Ólympíuleikunum
stóð vora allar búðir fylltar af vörum
svo ásýnd Moskvuborgar breyttist al-
Magnús Geir Þórðarson leikstjóri.
gerlega. Það vildu allir vera í Moskvu,
bæði af viðskiptaástæðum og vegna
skemmtanagildisins. “
Örugg ástíeina nátt
Leikarar í sýningunni, auk Sigrún-
ar Eddu, era Edda Björg Eyjólfsdóttir,
Margrét Ákadóttir, Jóhanna Vigdís
Amardóttir, Nanna Kristín Magnús-
dóttir, Gunnar Hansson og Stefán
Jónsson. Konumar leika hórur sem
era á ólíkum stigum, hafa ólikan „stat-
us“ og finna sér ólíkar leiðir til að lifa
af. Síðan fylgjumst við með Valentinu
sem er einhvers konar húsvörður í
þessum kofa og í góðu sambandi við
lögregluna í Moskvu.
„Hún er svona eins og korktappi,"
segja þau Magnús Geir og Sigrún
Edda. „Það er alveg sama hvað koma
mörg flóð, hún bjargar sér alltaf. Hún
er manneskja sem hagnast á öllu og
nær alltaf að bjarga sér. Hún bítur á
jaxlinn og nær að lifa af en undir niðri
krauma allar tilfmningamar."
„En hún hefur líka hagsmuna að
gæta,“ bætir Sigrún Edda við. „Sonur
hennar er í lögreglunni og hann fer að
tengjast einni af þessum hórum. Það er
óæskilegt og við það myndast mikil
spenna.“
Enn ein persónan er vitleysingurinn
Alexander sem er af geðveikrahæli í
nágrenninu en eins og Magnús Geir
segir þá er margtekið fram að hann sé
ekki vitleysingur heldur eðlisfræðing-
ur. Sigrún Edda: „Hann er þetta ör-
ugga ljúfmenni sem gerir aldrei neitt;
bara hlustar, horfir og trúir og auðvit-
að verður ein hóran ástfangin af hon-
um. Það er mjög öraggt ástarsamband.
Ástarsamband sem lifir af nóttina og
er mjög fallegt á meðan á því stendur."
Ostio
hörkuna
Er kafað í líf allra persónanna þessa
nótt?
„Nei. Við kynnumst sögum persón-
anna, þó misdjúpt," segir Magnús
Geir. „Við kynnumst þeim við sér-
stæðar aðstæður eftir vonbrigðin af
því að vera hafnað
vegna ólympíu-
leikanna. Þær era
allar að reyna að
breiða yfir ástæð-
una fyrir því að
þær eru þama
staddar, nema
Anna.“
„Já,“ segir
Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki Önnu sem hún segir vera góða og
grimma og þakkláta fyrir allt sem mennirnir hafa gert henni.
Sigrún Edda sem leikur Önnu. „Hún
er svo stolt yfir því að „þeir“ skyldu
hafa svona mikið fyrir henni; komu
alla leið heim til hennar til að sækja
hana.
Það eina sem hún reynir að breiða
yfir er fylliriið og aldurinn. Henni
frnnst hún vera komung, bara ef hún
fer í bað. Og hvað fylliríið varðar þá
trúir hún því ekki að hún sé fúll fým
Astarsamband sem lifir af nóttina getur veriö fallegt.
í þessu harða litla umhverfi þrífast allar mannlegar tilfinningar.
Persónurnar - sem eru faldar fyrir Ólympíugestunum - eru
sérkennilegar og áhugaveröar.
en hún er farin að
skríða á fjórum fót-
um. Þá er hægt að
fara að tala um það.“
Þetta hljómar allt
óstjómlega fyndið,
þótt þetta sé óskap-
lega dapurlegt.
„Þetta er tragikó-
mískt,“ segir Magnús
Geir. „Þetta er mjög
hörkulegt umhverfi
en það er margt mjög
rússneskt við þessar
persónur, rétt eins og
hjá Tsjekhov um síð-
ustu aldamót þótt í
ólíku samfélagi væri.
Þótt aðstæður séu
svona erfiðar eiga
þær sér allar
drauma.“
Sigrún Edda bætir
við: „Þessar persón-
ur geta verið hvar sem er, vegna þess
að verkið fjaliar um tilfmningar þeirra
og aðstæður sem era sámmannlegar.
Þær fæðast inn í vissan heim og hafa
hvorki þekkingu, kjark né möguleika á
að koma sér út úr honum.“
„Verkið er fullt af spumhigum en
leitar ekki svara," segir Magnús Geir.
„Það er ekkert útskýrt og höfundur
fellir ekki dóma yfir neinu. Hann er
mjög flinkur í persónusköpun
og því era persónumar sér-
kennilegar og áhugaverðar.
Þær afhjúpast smátt og smátt
og eru mjög heilsteyptar.“
Og þá er bara að telja dag-
ana fram að frumsýningunni
29. desember þegar loksins
verður tækifæri til að sjá
þetta margslungna verk sem
hefur farið sigurför um heim-
inn, kómið hörðustu hjörtum
til að vikna og húmorslaus-
ustu hausum til að hlæja.
Hér á landi ér verkið í þýð-
ingu Áma Bergmann, höfund-
ur leikmyndar og búninga er
Snorri Freyr Hilmarsson, lýs-
ing er í höndum Þórðar Orra
Péturssonar. Tónlistin í sýn-
ingunni er eftir Skárren ekk-
ert en í þeirri hljómsveit era
Guðmundur Steingrímsson, Frank
Hall, Eirikur Þórleifsson og Hrannar
Ingimarsson. -sús
Valentína (Margrét Akadóttir)
þessi sem kann að bjarga sér.
er
Barist með kjafti og
klóm fyrir voninni
Stjörnur á morgunhimni er jólaleikritið í Iðnó. Magnús Geir Þórðarson og Sig-
rún Edda Björnsdóttir segja frá fólkinu sem var óæskilegt í hinni glitrandi
Moskvuborg nóttina sem Ólympíueldurinn var borinn inn í borgina