Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Side 43
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 %enning 47k Hilmir Snær Guðnason, leikstjóri Gullna hliðsins, jólasýningar Þjóðleikhússins: draumum er allt hægt Ómar af hausthörpu Sefur ló i lautu rótt Ijóst er hrauns um búöir yfir hvelfist angannótt áin kyssir fiúöir. 1 SNóttin kær með hlýja hönd hugljúf strýkur vanga draums í fögur leiðir lönd llf um ey og tanga. I Höfundur gefur bók- ina út sjálfur. Annan í jólum verður eitt af þekkt- ustu verkum islenskra leikbók- mennta, Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, frumsýnt í Þjóðleikhús- inu. Þetta er íjórða uppfærsla leik- hússins á Gullna hliðinu. Það var sýnt fyrir tæpum 50 árum, en á næsta ári er einmitt hálf öld liðin frá því Þjóðleikhúsið tók til starfa. Eins og alkunna er fjailar Gullna hliðið um ferðalag Kerlingar (Edda Heiðrún Back- man) með sálina hans Jóns síns (Pálmi Gestsson) til himnaríkis eftir lát hans. Kerlingin hefur mátt þola meira súrt en sætt í sambúðinni með honum Jóni sín- um. Hann var víst ekki bamanna best- ur og er það ástæðan fyrir því að hún efast um móttökur sálar hans við hlið Himnaríkis. Kerlingin ákveður þvi að taka málin í sínar hendur. Hún veiðir sál Jóns í skjóðu með síðasta andvarp- inu og leggur síðan af stað í stórgrýtt og bratt ferðalag. Á leið sinni mætir hún mörgum horfnum kunningjum þeirra hjóna úr jarðvistinni sem hafnað hefur verið í himnaríki. Á uppleið kerlingar, sem er niðurleið svo margra annarra, bíður Óvinurinn (Guðrún S. Gísladótt- ir) færis á að tæla hina glötuöu niður til sín í brennistein Helvítis. Hver uppfærsla fylgir sínum tíma Þjóðleikhúsið hefur fengið einn af sínum bestu leikurum af ungu kynslóð- inni, Hilmi Snæ Guðnason, til að leik- stýra þessari uppfærslu á Gullna hlið- inu. Hann hefur ekki áður leikstýrt hjá Þjóðleikhúsinu en á að baki reynslu í leikstjóm hjá framhaldsskólum og Nemendaleikhúsinu þar sem hann setti upp Krákuhöllina eftir Einar örn Gunnarsson síðastliðið vor. Hilmir Snær segist að sjálfsögðu hafa þekkt þjóðsöguna um Sálina hans Jóns míns þegar hann tók verkefnið að sér og las lika Gullna hliðið á meðan hann var í Leiklistarskólanum. Hann hefur hins vegar ekki séð neinar af fyrri upp- færslum Þjóðleikhússins á verkinu, enda tæp 25 ár síðan það var síðast sett á svið. „Ég hef ekkert reynt að gera leikritið nútímalegra, þó ég búist við að mín uppfærsla fylgi sínum tíma. Ef hún gerði það ekki væri ekki til neins að setja leikritið upp aftur. Þá væri nóg að gera sjónvarpsupptöku sem síðan væri sýnd á hverju ári. Ég held þetta eigi við um allar leiksýningar. Það er alltaf reynt að gera öðmvísi en síðast, án þess þó að það sé markmið í sjálfu sér.“ - Þegar hefur vakið athygli sú ákvörðun þin að láta konu leika skratt- ann. Hvemig kom það til? „Þetta var eitt af því fyrsta sem ég ákvað,“ segir Hilmir. „Djöfullinn er freistari sem reynir að tæla Jón til sin og mér fannst eðlilegt að láta hann vera kvenmann. Mér fannst líka að það hlyti að vera hættulegra fyrir kerlinguna. Hún á í samkeppni við Óvininn og það að hann skuli vera kvenmaður gerir baráttu hennar bæði sárari og erfiðari.“ - Birtist Skrattinn kannski alltaf í líki þess sem freistaði manns í lífinu? „Já, ég held það hljóti að vera,“ segir Þórarinn Guðmunds- son hefúr sent frá sér Ijóðabókina Ómar af hausthörpu með 44 ljóð- um sem flest em undir hefðbundnum hátt- um. Bók- inni skipt i þrjá hluta. I þeim fyrsta er aðal- efniö lýsing á siglingu um Shannon á ír- landi og fléttast gelískt þjóð sagnaefni inn ljóðin. í öðrum hluta eru mixmin’ga- og stemn- ingsljóð og í þeim þriðja ljóðaþýðingar, oft á þekktum söngljóðum og dægurlagatextum. Ljóðið „Nótt í Aðal- dal“ er í öðram hluta bókarinnar: Blómahandbók Vaka-Helgafell hefur 3 gefið út Blómahandbók heimilisins - Allt um stofublóm og innijurtir. Þar eru veittar ítarlegar og aðgengilegar leið- beiningar um daglega umhirðu blóma sem koma að góð- um notum nú þegar sól hækkar á lofti og blómin í stofuglugg- anum fara að rétta úr kútn- um. Glæsilegar lit- myndir eru af hverri jurt sem rætt er um og aftast er nafnaskrá. Bjöm Jónsson og Örnólfur Thorlacius þýddu bókina og Óli Valur Hansson garð- yrkjuráðunautur veitti sérfræðiráðgjöf. Hilmir Snær og brosir í kampinn. Hann á það til að segja fleira með þessu brosi en í töluðum orðum. - Þegar við hittumst fyrir nokkrum vikum út af viðtali um annað sagðistu óneitanlega vera stressaður fyrir þessa sýningu. Finnurðu ennþá fyrir stressi núna þegar aðeins nokkrir dagar eru í frumsýningu? „Ég hef engan tíma til að vera stress- aður. Ég hef um svo margt annað að hugsa." - En er ekki mikið verk fyrir ungan leikstjóra aö leikstýra jólauppfærslu Þjóðleikhússins sem leikhúsaðdáendur bíða eftir með mikilli óþreyju? „Það eina sem gerir þessar jólafrum- sýningar meira stressandi en aðrar er tímapressan. Það er ekki hægt að fresta frumsýningunni þó maður feginn vildi og því er alltaf mikið að gera síðustu dagana fyrir jól. Ég er hér í húsinu frá því klukkan átta á morgnana fram að miðnætti að fara yfir hluti með tækni- mönnum á milli æfinga með leikurum. Lokaæfingin er á Þorláksmessu og eftir hana hlaupa allir í búðir að kaupa jóla- gjafimar. Jólin verða því eins konar litlu jól, þar sem allir eru að vinna á annan og hætt við að jólasteikin verði tormelt hjá sumum. En það góða við þetta er að menn hafa þessa tvo daga til að hlaða batteríin. Þeir ættu þvi að Kerlingin (Edda Heiörún Backman) og seiökonan Vilborg (Tinna Gunnlaugsdótt- ir) reyna aö hlúa aö ótuktinni honum Jóni (Pálmi Gestsson) á banabeöinum. Ljúf sál og vel gefin v - Þú segist líta á Gullna hliðið sem draum Kerlingar? „Davið sagði sjálfur við vin sinn sem las leikritið og skildi það ekki alveg að þetta væri draumur hennar. Mér þótti sniðugt að lesa leikritið út frá því. Draumurinn er leið til að gera verkið aö meira leikhúsi. í draumum er allt leyfi- legt og hægt. Ég held reyndar það hafi alltaf verið vitað að leikritið er draum- ur þó það hafi kannski ekki verið und- irstrikað áður.“ - Kerlingin gerir allt til að koma Jóni til himna þrátt fyrir að hafa mátt þola ýmislegt i hjónabandinu. Hún hlýtur einhvemtima að hafa óskað honum til helvítis. Er þetta samviskubitið sem er að naga hana? „Hún er ljúf sál sem hefur látið ýmis- legt yfir sig ganga í stormasömu sam- bandi,“ segir Hilmir Snær. „En hún er líka vel gefin og því má vel vera að hún hafi einhvem tíma óskað honum til andskotans. En þegar hann deyr þarf hún að halda í hann. Er ekki oft sagt þegar fólk deyr að það sé okkar sem eft- ir lifum að sleppa sálinni svo hún kom- ist á endastaðinn? Kannski er það líka okkar að ákveða hvort hinir látnu lenda á himnum eða í helvíti. Eða setjumst við ekki gjaman í dómarasætið og vilj- um ákveða hver var ónytjungur og hver ekki?“ - Er það ekki guðlast að halda þvi fram að við mennimir ákveðum enda- stað hinna látnu, ekki Guö? „Ég sagði kannski!" -MEÓ koma fullir orku í leik- húsið á frumsýningar- daginn." Stanslaus hausverkur - Hver er munurinn á því að vera leikari og að leikstýra? „Munurinn er einna helst sá að leikritið vík- ur aldrei frá leikstjór- anum. Ég er búinn að vera með stanslausan hausverk frá því ég tók þetta að mér,“ segir hann og brosir aftur. „Leikarinn hefur auð- vitað áhyggjur af sínu hlutverki, en leikstjór- inn er með hugann við allt batteríið. Hann þarf að gæta þessa að allt smelli saman og að hlutimir gangi upp. Maður finnur eina lausn í dag sem ekki gengur upp á morgun. Þá þarf að finna nýja lausn og þannig gengur þetta. En ég lít fyrst og fremst á þetta sem áskorun. Það er gott að vera ekki of öraggur með sig og Hilmir Snær Guönason leikstýrir jólaleikriti Þjóðleik- hússins, Gullna hliöinu eftir Davíð Stefánsson. verða örlítið hræddur. Þá neyðist mað- ur til að tuska sjálfan sig örlítið til. Það er allt i senn skemmtilegt og erfitt." - Þú ert sem sagt enginn rútínumað- ur? „Ég er allt of lítill rútínumaður! Mér þykir gott að breyta til og læra eitthvað nýtt. Með því að taka að mér leikstjórn læri ég líka heilmikið um sjálfan mig sem leikara og um eðli leikhússins." —7--------- jjrval - heftir þú lesið það nýlega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.