Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 6
6
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
I>V
Fréttir
Einn fjölmargra hluthafa í Mex-Ice:
Vonaðist eftir
sólskinsstarfi
- en smábátaútgerð breyttist í mjölverksmiðju
„Mér var á sínum tíma talin trú
um aö hefja ætti smábátaútgerö í
Mexíkó. Mikil bjartsýni réð ríkjum
og ég lagði í þetta smávegis pen-
inga. Síöar komu aðrir hluthafar
inn og ákveðiö var að kaupa mjöl-
verksmiðju," segir Sigurður Ingi
Lúðvíksson, fyrrverandi skipstjóri
og útgerðarmaður, einn fjölmargra
hluthafa í Mexikansk-íslenska út-
gerðarfélaginu hf. Sigurður Ingi
gekk til liðs við fyrirtækið við stofn-
un þess árið 1993 og var þá kosinn í
stjóm. Hann hafði átt smábátaút-
gerö en seldi hana eftir að hafa lent
i alvarlegu slysi. Eins og DV greindi
frá stofnaði Mexikansk-íslenska út-
gerðarfélagið fyrirtækið Mex-Ice
sem keypti mjölverksmiðju í
Culiacán við Kaliforníuflóa. Endur-
bygging verksmiöjunnar hófst árið
1995 og lauk í desember árið 1997
með vel heppnaðri prufukeyrslu.
Síöan hefur ekki komið svo mikið
sem ein sardína i verksmiðjuna og
mexíkóskur banki hefur yfirtekið
eignirnar.
Aöeins verðir
Engin vinnsla hefur veriö í verk-
smiöju Mex-lce síöan prufukeyrt var
í desember 1997. Eina lífsmarkiö
eru veröirnir sem passa aö ekki
veröi stoliö tækjum eöa búnaöi.
nokkurt fé
með sölu út-
gerðar sinn-
Hug-
myndin
hafi
ver-
ið sú
að
hann
legði
fram
meira
fjár-
magn f
fyrir-
tækið.
„Ég
var til-
búinn til
að leggja
fram
nokkrar
milljónir ef því væri að skipta en af
því varð sem betur fer ekki. Ég tel
mig heppinn að hafa sloppið. Það
virðist hafa verið eitthvert stjóm-
leysi í gangi þarna. Að minu mati
var óhreint mjöl í pokahorninu,"
segir Sigurður Ingi.
-rt
DV-MYND INGÓ
Ekkert mjöl
Siguröur Ingi Lúövíksson lagði peninga í smábátaútgerð i
Mexíkó en eignaöist hlut í mjölverksmiöju sem aldrei fór í
gang. Hér er hann meö umbúöir sem áttu aö vera
utan um ómælt magn af mjöli sem enn ból-
ar ekkert á.
„Ég sá von í því að fá vinnu sem
ég þyldi í sólskini og hita í Mexikó.
Um hríð vann ég ýmis viðvik fyrir
félagiö en sá aldrei krónu fyrir
það,“ segir Sigurður Ingi. Hann seg-
ir að ekkert hafi orðið af Mexíkó-
ferð.
„Seinna komu nýir menn að
þessu og ný stjórn var kosin. Ég hef
ekkert heyrt síðan nema á skotspón-
um. Ég heyrði því fleygt að vel
gengi að útbúa verksmiðj-
una og ól þá von í brjósti að
einhverja vinnu væri þar að hafa.
Eftir að verksmiðjan var prufu-
keyrð í desember 1997 hefur verið
þögn um málið. Ég hef spurst fyrir
en fátt er um svör. Mér skilst að
verksmiðjan hafl aldrei fengið hrá-
efni og nú verið yfirtekin af banka í
Mexíkó," segir hann.
Sigurður Ingi segist hafa losað
DV-MYND GK
Hann er á!
Guömundur Jónsson búinn aö setja
í ágæta bleikju í lóninu skammt
frá Húsavík.
Fluguveiði
á þorra
DV, AKUREYRI:________________
Skammt sunnan við Húsavík getur
nú að líta nokkuð stórt lón sem þar
er nýkomið en lónið var búið til og
í það veitt affallsvatni frá orkuveitu
bæjarins sem er þama skammt frá.
Er ágætis hiti á vatninu og úr lón-
inu rennur lækur til sjávar.
1 lónið voru settar eitt þúsund
bleikjur af ýmsum stærðum, allt frá
nokkur hundruð gramma fiskum
upp í 3-4 punda fiska og mönnum er
heimilt að fara að lóninu hvenær
sem er og kasta fyrir fisk endur-
gjaldslaust. Þegar vorar er reiknað
með að bleikjan gangi til sjávar og
komi siðan til baka þegar kemur
fram á sumarið, feit og falleg.
Þegar DV átti leið þarna um nú í
vikunni var einn maður að veiðum
í lóninu. Þar var á ferðinni Guð-
mundur Jónsson og hann sveiflaði
flugu sinni fimlega út yfir vatnið og
bleikjan tók hjá honum. Ekki ama-
legt það, að standa í bleikjuuveiöi á
flugu á þorra. -gk
Sjö bílslys á sjö mánuöum:
Kristín lenti í því áttunda
- varö ekki um sel
7 bílslys á 7 mánuðum
- «íí «r ««ir kriaúJiM-iáktit
Kristín Jónsdóttir þroska-
þjálfi, sem komst í fréttimar
siðastliðið haust eftir að hafa
lent í sjö umferðarslysum á
sjö mánuðum, hefur nú lent í
því áttunda. Kristín skipti
yfir á vetrardekk á bifreið
sinni í síðustu viku og á leið-
inni heim af dekkjaverkstæð-
inu losnaði eitt hjólið undan.
Kristín sá hvað verða vildi
og tókst í tima að renna bíl
sínum út í vegkant á Vesturlandsvegi
áður en tjón hlaust af.
„Það voru í raun þijú hjól undir
bílnum þegar ég stansaði og mér varð
ekki um sel. Ég er orðin dauðhrædd
um að þetta eigi eftir að enda illa ef
svo fer fram sem horfir. Ég held að ég
sé heimsins mesti hrakfallabálkur,"
sagði Kristín sem þorir vart orðið að
Fréttln um Kristínu og slysin sjö
Er líklega mesti hrakfallabálkur í
heimi.
stinga brauðrist í samband af ótta við
slys.
Kristín Jónsdóttir hefur haft bílpróf
í 14 ár og telur sig vera í góðri þjálfún
sem bílstjóri. Hún hefur alltaf verið í
fúllum rétti í öllum þeim um-
ferðaróhöppum sem hún hef-
ur lent í og hefúr fullan bón-
us hjá tryggingafélagi sínu.
Hrakfallasaga Kristínar í
umferðinni er sem hér segir:
Fyrst var ekið aftan á hana á
rauðu Ijósu gegnt Fíladelfíu-
kirkjunni við Laugavegin. Þá
var ekið utan í hana í Grafar-
vogi, síðar i Mosfellsbæ og þá
aftur í Grafarvogi. Hjól datt
undan bíl hennar á leið norður í land
og í Mosfellsbæ ók bíll í veg fyrir hana
með þeim afleiðingum að hún ók út af.
Svo var það nú síðast að hjólið með
nýja vetrardekkinu losnaði undan sem
fýrr greindi. „Ég veit ekki hvað veldur.
Mér stendur ekki á sama,“ sagði Krist-
ín Jónsdóttir. -EIR
Jan Kjærstad fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Ein dómnefnd fauk
Norski rithöfundurinn Jan
Kjærstad sigraöi í kapphlaupinu
um Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs í gær með þriðja bindi
sinu um sjónvarpsstjömuna Jonas
Wergeland, einhverja umfangs-
mestu rannsókn á norsku samfé-
lagi í bókmenntum síðari tíma. Að-
dáendur höfundarins heima og er-
lendis hafa verið æfir af reiði yfir
því að fyrri bindin skyldu ekki
vera lögð fram og þegar lokabind-
ið, sem kom út 1999, var
ekki lagt fram heldur
varð allt vitlaust. Lauk
deilum svo að norska
dómnefndin sagði af sér,
en ný nefnd hlýddi kröf-
um lesenda og lagöi Opp-
dageren (Landkönnuð-
inn) fram með ofan-
greindum árangri.
Þríleikur Kjærstads hef-
ur vakið jafnvel meiri
Jan Kjærstad.
hrifningu utan Noregs en
innan, ekki síst í Dan-
mörku, og er ástæðan talin
sú hve tæpitungulaust hann
lýsir þjóð sinni. Norömenn
koma fyrir sem óttalega
sjálfsánægt fólk í verkinu
og þeir eru ekki allir jafn
ánægðir með það.
Verðlaunin eru 350.000
dkr. og verða afhent í Ósló
4. apríl í vor. -SA
Unisjón:
Reynir Traustason
netfang: sandkorn@ff.is
Saman í Brussel
Ymsar
/angaveltur
bafa verið uppi
um að Jón
Baldvin
Hannibalsson
sendiherra ís-
lands í Was-
hington hygð-
ist verða
sendiherra í
Kína. Nú er
um það talað í helstu kreðsum ut-
anríkisþjónustunnar að ekkert
verði af Kínafor Jóns Baldvins og
Bryndísar Schram. Þau muni
halda til Brussel þar sem Jón Bald-
vin endi feril sinn en hann fer á
eftirlaun eftir nokkur ár. Þessu til
stuðnings er bent á að börn sendi-
herrahjónanna, Glúmur Bald-
vinsson og Kolfinna Baldvins-
dóttir búi bæði þar. Fjölskyldan
muni því sameinast í Belgíu ...
Dularfull Stella
Eitt bes
varðveitt;
leyndarmá
bókmennta-
geirans er það
hver felur sig
á bak við höf-
undarnafnið
Stella Blóm-
kvist sem selt
hefur morð-
bækur sínar aBcci-
lega. Hjá forlagi Stellu, Eddu, verj-
ast menn allra frétta. Giskaö hefur
verið á að Stefán Jón Hafstein
væri þarna kominn í dulargervi en
það mun vera alrangt. „Stella" er
kona á fertugsaldri sem skrifað hef-
ur bækur undir réttu nafni en ekki
orðið þekkt enn þá...
iPÓSTURINN
íslandspóstur hjálpar
Mán-
aðamót
| janúar c
febrúar
| vilja oft
vefjast
fyrir
fólki.
Líður þá mörgum eins og her-
mönnunum sem komu frá Víetnar
og endurlifðu atburðina. Heimilis-
feður og mæður vakna upp eftir
martraðir um margítrekaðar posa
færslur í búðum fyrir jólin. Flestb
fógnuðu þess vegna þegar íslands-
póstur kynnti nýja og byltingar-
kennda tækni í baráttunni við
vísareikningana. Með sérstökum
aðgerðum ætla Einar Þorsteins-
son og aðrir starfsmenn Islands-
pósts að hjálpa lítilmagnanum ef
marka má fréttir. Tilraunir voru
gerðar í Suðurhlíðum Reykjavíkui
og lofuðu góðu. Aðferðin var ein-
fóld: einfaldlega að bera ekki út
neinn póst heldur fela hann á ör-
uggum stað ...
Ánægja með Ármann
Keppendur og
stjórnendur
Gettu betur eru
hæstánægðir
með hinn nýja
dómara, Ár-
mann Jakobs-
son. Spuming-
ar hans þykja
traustar og
dómarinn fer I
á kostum. Ár-
mann var ráðinn sem dómari í
kjölfar þess að Ólína Þorvarðar-
dóttir hafði verið eitt ár í dómara-
sætinu við misjafnan orðstír. Bæði
Ármann og Logi Bergmann Eiðs-
son stjórnandi stunduðu á sínum
tíma nám við Menntaskólann við
Sund en lið skólans er að vanda í
úrslitum. Ármann hirti stig af
sporgöngumönnum sínum á dögun-
um en lýsti þvi jafnframt að aðrir
skólar heföu fengið stig fyrir sama
svar. „Vil ekki vera sakaður um að
hygla mínum skóla,“ sagði dómar-
inn við mikil fagnarlæti áheyr-
enda....