Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 DV Alfred Sirven Handtaka hans á Filippseyjum gæti haft afdrifaríkar afieiöingar fyrir rétt- arhöldin yfir Roland Dumas. Réttarhöldunum yfir Roland Dumas frestað Réttarhöldunum yfir Roland Dumas, fyrrum utanríkisráðherra Frakklands, verður frestað á mánu- dag, að þvi er upplýst var í París í gær. Ástæðan er handtaka Alfreds Sirvens, fyrrum yfirmanns hjá rík- isoliufélaginu Elf, á Filippseyjum í gærmorgun. Hann hafði verið á flótta síðan 1997. Sirven er miðpunktur eins stærsta spillingarhneykslis í Frakk- landi á síðari timum þar sem olíufé- lagið Elf er sakað um að hafa eytt hundruð milljóna króna í mútur til háttsettra stjórnmálamanna, þar á meðal Dumas, i tengslum við sölu á herskipum til Taívans. „Þetta er pólitískt samsæri," sagði Sirven við fréttamenn á Fil- ippseyjum. Hann neitar að hafa að- hafst nokkuð rangt. Fjölskyldur í mál við stjórn Líbíu Bandarískar fjölskyldur fórnar- lamba sprengjutilræðisins í flugvél Pan Am yfir Lockerbie ætla að höfða mál á hendur líbískum stjórn- völdum og krefja þau um 850 millj- arða króna í skaðabætur. Lögmaður fjölskyldnanna 150, Lee Kreindler, sagði þó í gær að þær þyrftu senni- lega aö sætta sig við umtalsvert lægri fjárhæð. Fulltrúar fjölskyldnanna hittu dómara í New York í gær til að skipuleggja hvenær mál þeirra yrði tekið fyrir. Útsendari líbisku leyni- þjónustunnar var í vikunni dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir tilræðið. Erfiö staöa Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráöherra Danmerkur, líst ekki á sjálf- stæöisbrölt Færeyinga. Nyrup harmar áform Færeyinga Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, segir að ákvörðun færeysku landstjómar- innar um að boöa til þjóðaratkvæð- is um sjálfstæðismálin í vor séu al- varleg tíðindi fyrir samband land- anna tveggja. „Danska ríkisstjórnin stendur frammi fyrir alvarlegri stöðu þar sem upp kemur fjöldi álitamála á sviði stjómlagaréttar og efnahags- mála,“ segir Poul Nyrup í viðtali við fréttastofuna Ritzau. Danska ríkisstjómin hittir Fær- eyjanefnd danska þingsins eftir helgi til að ræða stöðuna. Færeyska landstjórnin tilkynnti á fimmtudag að kosið yrði um sjálf- stæðisáætlanir hennar 26. mai. Palestínumenn efndu til mótmæla eftir bænahald í gær: Brenndu Ijósmyndir af Barak og Sharon Hundruð Palestínumanna efndu til mótmælaaðgerða í Vesturbakka- borginni Nablus eftir bænahald i gær. Sjónarvottar sögu að mótmæl- endurnir heföu kveikt í ljósmynd- um af þeim Ehud Barak, forsætis- ráðherra Israels, og Ariel Sharon, leiðtoga hins hægrisinnaöa Likud- bandalags. Á myndirnar var áletr- að: „Tveir morðingjar". Ólæti brutust út víðar á heima- stjómarsvæðum Palestínumanna í gær, fjórum dögum fyrir forsætis- ráðherrakosningarnar í ísrael. Ef marka má skoðanakannanir mun Sharon vinna auöveldan sigur á Barak og verða næsti forsætisráð- herra landsins. ísraelskir hermenn skutu og særðu fjóra Palestínumenn í átök- um við mótmælendur í Ramallah á Vesturbakkanum. í Hebron kveiktu mótmælendur í bíldekkjum og grýttu ísraelska hermenn sem svör- uðu með gúmkúlum og stuðsprengj- Ehud Barak Þótt ísraelski forsætisráðherrann sé brosandi og gefi sigurmerkiö, eru allar líkur á aö hann muni tapa stórt í forsætisráöherrakosningunum sem fara fram á þriöjudaginn kemur. um. Sjónarvottar sögðu að palest- ínskir lögregluþjónar hefðu reynt að halda mannfjöldanum frá ísra- elsku hermönnunum. Skoðanakannanir benda til að Sharon muni sigra með allt að 21 prósentustigs meirihluta. Hann sagði þó í gær að björninn væri ekki unninn. „Ég get aöeins lofað einu: Þegar ég verð kjörinn verður mynduð rík- isstjórn og það veröur þjóðstjórn því eining er það sem mestu skipt- ir,“ sagði Sharon á kosningafundi í borginni Herzliya. Barak hét því að hann myndi ekki taka þátt í slíkri ríkisstjórn. Og í viðtali við ísraelskt dagblað sagði hann að með sigri Sharons kæmist til valda „öfgasinnaðasta stjórn í sögu landsins". Ýmsir flokksfélagar Baraks höfðu hvatt hann til að draga sig i hlé og láta Shimon Peres keppa við Sharon en Barak féllst ekki á það. Súpa handa heimllislausum í Moskvu Fátæklingar og heimilislausir eiga ekki sjö dagana sæla í Moskvu um þessar mundir. Mikill snjór liggur yfir öllu, meö tilheyrandi vandræöum fyrir fólk, hvort sem þaö er fótgangandi eöa akandi. Þessi mynd var tekin í gær þar sem þeir sem ekki eiga í nein hús að venda gátu fengiö sér smá súpuslettu til aö ylja sér og til aö seöja sárasta hungriö. Norski nýnasistinn sem var handtekinn í Kaupmannahöfn: Neitar að hafa drepið blökkudrenginn í Ósló Norski nýnasistinn Joe Erling Jahr, sem var handtekinn í Kaup- mannahöfn á fimmtudagskvöld, lýsti sig saklausan af moröinu á blökkupiltinum Benjamin Herman- sen í Ósló fyrir viku. Joe Erling sagði þetta fyrir rétti í Kaupmannahöfn í gær. Hann neit- aði jafnframt að láta framselja sig til Noregs. Honum verður gert að sæta gæsluvarðhaldi í þrettán daga. „Jahr sat grafkyrr. Hann sagði bara eina setningu og leit ekki út fyrir að líða vel,“ sagði Lars Petter Henie, ritari við norska sendiráðið í Kaupmannahöfn, í samtali við net- útgáfu norska blaðsins VG. Til stóð að norska lögreglan legði fram formlega kröfu um framsal Jahrs síðdegis í gær og gerði hún sér vonir um að skjótt yrði brugðist við henni. „Við vonumst til að fá hann til Noregs á þeim þrettán dögum sem honum er gert að sitja í varðhaldi í Kaupmannahöfn," sagði lögreglu- fulltrúinn Finn Abrahamsen í Ósló við VG. Þar sem Jahr neitar að láta fram- selja sig getur það tekið allt að fjór- ar vikur að fá hann aftur til Noregs. Norska lögreglan íhugar að senda fulltrúa sina til Kaupmannahafnar til að yfirheyra Jahr. Nokkur hópur manna geröi hróp að norska nýnasistanum þegar komið var með hann til dómhússins í gær. Eftir að hann var kominn inn kom til átaka milli andstæðinga kynþáttafordóma og tveggja til þriggja nýnasista. „Nasistasvín, nasistasvín," hróp- uðu mótmælendumir. Jahr var handtekinn í lest í Kaup- mannahöfn þar sem hann hafði ekki gildan miða. Þrír aðrir norskir nýnasistar voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ósló í gær, grunað- ir um aðild að morðinu á Benjamin Hermansen. Þremenningarnir höföu áður verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins en síðan látnir lausir. Spurningar fyrir Rumsfeld Donald Rumsfeld, landvamaráðherra Bandaríkjanna, get- ur átt von á því að þurfa að svara fjöl- mörgum spurning- um áhyggjufullra leiðtoga Evrópu- ríkja um fyrirhug- aðar eldflaugavarnir stjórnvalda í Washington. Rumsfeld situr ráð- stefnu um öryggismál í Múnchen í Þýskalandi yfir helgina. Kjarnorkuvandi Litháa Litháar gætu átt i erfiðleikum með að gera sig klára fyrir aðild að Evrópusambandinu nema þeir loki einnig siðari ofni kjarnorkuversins Ignalina, að því er sendiherra Sví- þjóðar í Vilnius sagði í gær. Fischer hreinsaöur Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, hefur veriö hreinsaður af öllum grun um að hafa kastað eldsprengju sem nær kostaði lögregluþjón í Frankfurt líf- ið í mótmælaaðgerðum árið 1976. Milosevic undir smásjá Stjórnvöldum í Belgrad hefur orð- ið nokkuð ágengt í að safna gögnum fyrir eigin ákæru á hendur Slobod- an Milosevic, fyrrum Júgóslavíufor- seta, fyrir meinta glæpi sem hann framdi á tólf ára valdaferli sínum, að sögn Zorans Djindjics forsætis- ráðherra. Tony og Bill lífstíöarvinir Bill Clinton, fyrr- um Bandaríkjafor- seti, á von á því að þeir Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, verði lífstíð- arvinir, svo vel hef- ur farið á með þeim. Clinton bar mikið lof á Blair í blaðaviðtali. Tvíburaforeldrar fyrir rétt Bresku hjónunum sem ættleiddu tvíbura um Netið hefur verið gert að mæta fyrir rétt í Bandaríkjun- um, að sögn lögmanns hjónanna sem deila við þau um yflrráð yfir börnunum. Robertson vil samvinnu George Robert- son, framkvæmda- stjóri Atlantshafs- bandalagsins, ítrek- aði í gær óskir sin- ar um að Evrópu- sambandslöndin hefðu samráð við NATO-lönd sem ekki eru í ESB um skipulagningu vamarmála. Áfallahjálp gagnslaus Sálfræðileg áfallahjálp til þeirra sem hafa lent í slysum hefur engin áhrif, að því er segir í niðurstöðum rannsóknar dansks sálfræðings. Danska blaðið Politiken sagði frá þessu í gær. Stjörnurnar til hjálpar íþrótta- og kvikmyndastjörnur á Indlandi sögðu í gær að þær ætluðu að leggja fómarlömbum jarðskjálft- ans mikla í Gujarat lið. Þúsundir manna hafa orðið að sofa undir ber- um himni átta nætur í röð í miklum kulda. Þeir sem stjóma hjálparað- gerðum sögðu að þannig yrði þaö í marga mánuði enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.