Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Síða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
x>v
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plótugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk„ Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Miðstöð innanlandsflugs
Tæplega helmingur landsmanna vill að miðstöð innan-
landsflugsins verði áfram á núverandi Reykjavíkurflug-
velli. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem DV birti í
gær. Spurt var um fjóra kosti um val á flugvallarstæði og
framtíðarmiðstöð fyrir innanlandsflugið, á núverandi
Reykjavíkurflugvelli, á nýjum flugvelli á Lönguskerjum, á
nýjum flugvelli á Vatnsleysuströnd og á Keflavíkurflug-
velli.
Sé litið til landsins í heild vilja 48,6 prósent halda gamla
Reykjavíkurflugvellinum en rétt rúmur meirihluti, 51,4
prósent vill aðra kosti, 27,5 prósent vilja Lönguskerjaflug-
völl, 14,7 prósent vilja flytja miðstöð innanlandsflugsins
til Keflavikurflugvallar og 9,2 prósent vilja byggja nýjan
flugvöll í Vatnsleysustrandarhreppi.
Talsverður munur er milli landsbyggðar og höfuðborg-
arsvæðis og er það að vonum. Hreinn meirihluti, 54,3 pró-
sent af heildarúrtaki, landsbyggðarfólks vill halda flug-
vellinum þar sem hann er. Það er að vonum. Gestir höf-
uðborgarinnar njóta kostanna af nálægð flugvallarins við
miðbæjarkjarnann en finna ekki fyrir óþægindunum líkt
og íbúar í fluglínu flugvallarins. Þá brennur síður á lands-
byggðarfólki það mikla landflæmi sem völlurinn þekur í
miðborg Reykjavíkur.
Núverandi Reykjavíkurflugvöflur nýtur líka mestrar
hylli íbúa á höfuðborgarsvæðinu af þeim fjórum kostum
sem voru í boði. Staðan er þó talsvert önnur þar en með-
al landsbyggðarfólks. Af heildarúrtakinu vilja 35 prósent
halda flugvellinum þar sem hann er. Ríflegur meirihluti,
57,3 prósent, vill að flugvöflurinn fari annað þótt skiptar
skoðanir séu um hvert. Óákveðnir eru 7,7 prósent. Flug-
völlur á Lönguskerjum nýtur nærri því eins mikils fylgis
og núverandi Reykjavíkurflugvöllur, 33 prósent, vissulega
spennandi kostur en miklu dýrari en aðrir sem til skoð-
unar eru.
Umræða um flutning Reykjavíkurflugvallar hefur stað-
ið lengi og þess má geta, eins og fram kemur i blaðinu í
dag, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flutti um
það tillögu fyrir tæpum 19 árum, þá nýbakaður borgarfull-
trúi Kvennalistans, að kannaðir yrðu möguleikar þess að
flytja Reykjavíkurflugvöll. Tfllagan fékk ekki hljómgrunn
en rétt er hjá borgarstjóra að betra hefði verið að kanna
málið þá enda tekur flutningur svo mikils mannvirkis
sem flugvaflar, komi til hans, ár eða áratugi.
Þrátt fyrir ára- og áratugalanga umræðu um hvort
Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera hefur lítil
kynning farið fram á málinu. Reykjavíkurborg fyrirhugar
nú atkvæðagreiðslu um flugvöllinn i mars og þar hefur
helst verið rætt um þá fjóra kosti sem spurt var um í DV-
könnuninni. Áöur en til hennar kemur þarf hins vegar að
fara fram mikil fræðsla á því sem í boði er, á kostum og
göllum hverrar tillögu, kostnaði og öðru sem máli skiptir.
Aðalatriðið, þegar kemur að atkvæðagreiðslunni, er að
spyrja fólk beint út hvort það vilji að flugvöllurinn fari
eða veri. Þótt könnun DV sýni að flestir sem afstöðu tóku
til kostanna fjögurra vilji halda núverandi Reykjavikur-
flugvelli er það engu að síður eftirtektarvert að meirihlut-
inn vill að miðstöð innanlandsflugsins verði annars stað-
ar en á núverandi stað, þótt skoðanir séu skiptar um
hvert eigi að flytja völlinn.
Málið er umdeilt og varðar fleiri en Reykvíkinga, þótt
nú sé gengið út frá því að þeir greiði einir atkvæði í mars.
Því er rétt að ítreka það, sem áður hefur komið fram í
blaðinu, að fleiri en þeir komi að þeirri atkvæðagreiðslu.
Jónas Haraldsson
Tvíræð tengsl
Á dögum kalda stríðsins
tókst oft að breiða yfir
ágreiningsmál Bandaríkj-
anna og Evrópu. Nú er ekki
eins knýjandi þörf á því og
eftir stjómarskiptin i Was-
hington má ganga út frá
skarpari átakalínum. Banda-
ríkjastjórn er nú með hugann
við: (a) að halda hernaðarlega
í skeijum ríkjum eins og
íran, Irak og Norður-Kóreu
(gagneldflaugakerfi, refsiað-
gerðir); (b) berjast fyrir
auknu frjálsræði í viðskipta-
málum í nafni alþjóðavæð-
ingar (Heimsviðskiptastofn-
unin); (c) að viðhalda hernað-
arforræði sínu í Evrópu
(NATO); (d) hafa ekki afskipti
af öðrum ríkjum nema beinir
stjórnmála-, efnahags- og
hernaðarhagsmunir krefjist
þess (Balkanskagi, Afríka); e)
að berjast gegn útbreiðslu eit-
urlyfja með hemaðarlegum
meðulum (Kólumbía). Evr-
ópusambandið beinir hins
vegar sjónum að innri mál-
um: Evrópska myntbandalag-
inu, Evrópuhemum, stækk-
un ESB til austurs (þótt Suð-
ur-Evrópuríkin berjist í raun
gegn því) og innflytjendamál-
um. Hér er því um gjörólíkar
áherslur að ræða og má búast
við að tekist verði á um þrjú
mál í fyrstu lotu: gagneld-
flaugakerfið, Evrópuherinn
og gæslustörf á Balkanskaga.
Bandaríkin og ESB
Bandaríski varnarmálaráðherr-
ann, Donald Rumsfeld, sem sumum
íslendingum er kunnur fyrir þátt
sinn að tjaldabaki í þorskastríðinu
1972-1973 þegar hann var fastafull-
trúi Bandaríkjanna hjá NATO, hef-
ur lagt áherslu á að Bandaríkja-
menn komi sér upp gagneldflauga-
kerfi til að verjast hugsanlegum eld-
flaugaárásum ríkja á borð við Norð-
ur-Kóreu og íran. ESB-ríkin eru á
móti áætluninni, jafnvel þótt þau
geri sér engar vonir um að koma í
veg fyrir áformin. Enn fremur ótt-
ast Bandaríkjamenn að Evrópusam-
bandið vilji veikja NATO með stofn-
un 60 þúsund manna hers eða
„hraðsveita". Frakkar hafa ávallt
viljað gera ESB-ríkin óháð Banda-
ríkjunum í hermálum. Þótt Bretar
hafi látiö undan þrýstingi Banda-
ríkjanna í ýmsum málum sem
varða tengslin við NATO er ljóst að
Evrópuherinn verður sjáifstæður
hemaöararmur ESB í trássi við
vilja Bandaríkjamanna. Loks vilja
repúblikanar kalla heim bandarískt
gæsluliö frá Balkanskaga með þeim
rökum að svæöið varði ekki beina
munir Bandaríkjannna og
Evrópu rekast á. Það eru
engin ný sannindi að Frakk-
ar vilji nota ESB sem tæki
til að hefta heimsforræði
Bandaríkjanna og varðveita
stöðu sína sem stórveldis. í
Evrópu er miklu rúmi varið
í fjölmiðlum til að ræða al-
þjóðavæðingu og andstöðu
ýmissa þjóðfélagsafla gegn
henni. í Bandaríkjunum lít-
ur hin pólitíska stétt og
menningariðnaðurinn á fyr-
irbærið sem sjálfsagðan hlut
og fyrir utan aðgerðirnar í
Seattle í fyrra fjalla fjölmiðl-
ar þar lítið um slík mót-
mæli. Ein ástæðan er vafa-
laust sú að ESB er í raun
„kleyfhuga" í málinu: Evr-
ópusambandið tekur bæði
þátt í „bandarískri alþjóða-
væðingu" til að standa vörð
um samkeppnishæfni sína
og reynir að sporna við
henni, t.d. í mennningar-
málum og efnahagsmálum.
Sum ESB-riki líta á Heims-
viðskiptastofnunina sem
handbendi Bandaríkjanna.
Og þegar Bandarikjamenn
hafa gripið til refsiaðgerða
gegn Evrópusambandinu
hefur það jafnan skerpt á
and-ameríkanisma. Bóndinn
José Bové varð að þjóðhetju
í Frakklandi í fyrra þegar
hann lagði McDonald’s veit-
ingastað í rúst á þeim for-
sendum að hann væri tákn
fyrir „skyndibita-ómenningu" og
„bandarískt hormónakjöt". Ýmsar
mótsagnir eru í þessum máflutn-
ingi: Kúariðumálið hefur dregið úr
trúverðugleika evrópskra landbún-
aðarframleiðenda, sem töluðu í
nafni neytendaverndar en gekk það
fyrst og fremst til að vernda eigin
framleiðslu gegn erlendri sam-
keppni. Og þrátt fyrir and-ameríska
orðræðu hefur stjóm Jospins fylgt
strangri einkavæðingarstefnu í takt
við „bandaríska" alþjóða- og mark-
aðshyggju. En það breytir því ekki
að margir evrópskir áhrifamenn
vilja gera ESB að heimsveldi í
beinni samkeppni við „ofvaxtarrik-
ið“, eins og sumir Frakkar nefna
Bandarikin. ESB hefur aldrei al-
mennilega tekið á þessu máli vegna
þess hve skiptar skoðanir eru um
það, þótt sú staðreynd blasi við að
stjórnmálaáhrif Evrópu í alþjóða-
málum em í engu samræmi við
efnahagsmátt hennar. En eitt er
víst: Forsenda þess að Evrópa verði
heimsveldi er að draga frekar úr
vægi þjóðríkisins á kostnað yfir-
þjóðlegs valds. Hver ætti annars að
leiða það? Frakkar eru ófærir um
það og Þjóðverjar vilja það ekki.
Gagneldflaugakerfi getur leitt til spennu
Margt bendir til þess að áhersiumunur Bandaríkjastjórnar
og ESB í hermálum geti leitt til spennu í samskiptum
þeirra. Eitt ágreiningsmálanna er sá ásetningur Bush-
stjórnarinnar að koma upp gagneldflaugakerfi. Donald
Rumsfeld, varnarmálaráöherra Bandaríkjanna, er einn
helsti stuöningsmaöur hugmyndarinnar.
öryggishagsmuni. í þessari afstöðu
felst mótsögn: Bandaríkjamenn
tóku af skarið í Bosníu og Kosovo
með hernaðaraðgerðum NATO.
Með því viðurkenndu þeir að NATO
væri ekki lengur „varnarbandalag"
heldur einnig „öryggisstofnun".
Hvernig getur Bandaríkjastjórn ætl-
ast til þess að Evrópa lúti forræði
hennar í NATO, ef hún stendur síð-
Valur
Ingimundarson
stjórnmála-
sagnfræöingur
an ekki við skuldbindingar sínar á
Balkanskaga? Slík ákvörðun mundi
aðeins heröa menn þar í afstöðu
sinni sem telja nauðsynlegt að
styrkja öryggisarm ESB á kostnað
NATO.
Afstaðan til alþjóðavæðingar
Það er á öðrum sviðum sem hags-
Förum yfir reglunar -
engargjafirenginblóm,
bannað að dansa, bannað að kyssa,
bannað að drepa...
©'c\Wtvo9\oKGw&&