Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Side 12
12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Helgarblað____________________________________________________________________________________________DV Undarlegur dómur í Lockerbie-málinu: Leitinni að sannleik- anum haldið áfram Abdel Basset Ali al-Megrahl Líbíski leyniþjónustumaöurinn var dæmdur í iífstíöarfangelsi fyrir aö hafa grandaö farþegaþotu Pan American flugfé- lagsins yfir Lockerbie í Skotlandi. Mörgum þykir dómurinn undarlegur. íbúamir í bænum Lockerbie í Skotlandi, þar sem farþegaþota bandaríska flugfélagsins Pan Amer- ican hrapaöi 21. desember 1988, eru margir efins um að rétti tilræðis- maðurinn hafi verið dæmdur. „Ég hef það á tilfinningunni að við fáum aldrei að vita sannleikann," segir Moira Shearer sem tók þátt í hreinsunarstörfum eftir harmleik- inn þegar Boeing-þota með 259 manns skall til jarðar og breyttist í eldhnött. Eflefu bæjarbúa létust í slysinu auk þeirra sem um borð voru í vélinni. John Carpenter, fyrrverandi lög- reglumaður í Lockerbie, sem var á vakt nóttina þegar atburðurinn átti sér stað, er einn þeirra fáu bæjar- búa sem telja að réttlætinu hafi ver- ið fullnægt. „Aðeins einn maður var fundinn sekur og það sýnir hversu rannsóknin var nákvæm," segir hann. Mörgum spumingum fjölskyldna fórnarlambanna er enn ósvarað þó svo að líbíski leyniþjónustumaður- inn Abdel Basset Ali al-Megrahi hafi verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir sprengjutilræðið. Fjöl- skyldurnar spyrja til dæmis hvers vegna flugvélin hafi ekki verið full af farþegum þegar aðeins nokkrir dagar voru til jóla. Þær spyrja einnig hvort ekki hafi verið tekið tillit til viðvarana leyniþjónustunn- ar og hvers vegna það hafi tekið 12 ár að rannsaka málið. Sprengja í segulbandstæki Tveimur mánuðum fyrir Locker- bie-tilræðið, í október 1988, hafði lögreglan í Þýskalandi handtekið hóp palestínskra hryðjuverka- manna. Hún fann sprengju i Tos- hiba-segulbandstæki við húsleit. Mánuði fyrir Lockerbie-tilræðið haföi borist viðvörun um að hryðju- verkamenn hygðust gera árás á far- þegavél Pan American flugfélagsins. Hringt hafði veriö til bandaríska sendiráðsins í Helsinki. Richard Gilbert, starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Moskvu, greindi frá þessu í símaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, daginn eftir slysiö. Ýmsir spyrja hvers vegna vænt- anlegir farþegar hafi ekki verið varaðir við. Einnig hefur verið spurt hvort litið hafi verið á viðvör- unina sem gabb eins og embættis- menn fullyrða nú? Það tók rannsóknarmenn ekki langan tíma að komast að því að sprengingin í Boeing 747-þotunni var af völdum sprengju. Þeir voru heldur ekki lengi að rifja upp að sex mánuðum áður hafði orðið spreng- ing í íranskri farþegavél með þeim afleiðingum að allir um borð, 298 manns, létu lífið. Sú sprenging var hins vegar ekki af völdum sprengju heldur hafði flugskeyti verið skotið á vélina frá bandaríska herskipinu USS Vincennes. Um borð í vélinni. voru 290 íranskir pílagrímar á leið til Mekka. Iranskir embættismenn voru fljótir að hóta hefndum. Það virtist því sem íranir hefðu ástæðu til að fremja hryðjuverkið og Sýrlendingar gátu lagt fram mannafla. Palestínumennirnir, sem höfðu verið handteknir í Þýska- landi, höfðu bækistöðvar í Sýrlandi. í marga mánuði eftir Lockerbie- hryðjuverkiö beindist rannsóknin aö íran og Sýrlandi. Nær þremur árum síðar, í nóv- ember 1991, tilkynnti innanríkisráð- herra Bretlands, Douglas Hurd, að handtökuskipanir hefðu loks verið gefnar út. Þær höfðu þó ekki verið gefnar út á hendur írönum eða Sýr- lendingum heldur libískum leyni- þjónustumönnum. Saksóknarar kváðust hafa sann- anir. Og þeir sögðu að Líbíumenn hefðu haft ástæðu til að fremja hryðjuverkið. Hefnd Gaddafis í apríl 1986, tveimur og hálfu ári fyrir Lockerbie-harmleikinn, höfðu bandarískar herflugvélar gert árás á Líbíu með þeim afleiðingum að aflt að 100 manns biðu bana, þar á meðal, að því er fullyrt var, 2 ára kjördóttir Gaddafis Líbýuleiðtoga. Rannsóknarmenn bentu á að í desember 1988 hefði aðeins verið um mánuður þar til Ronald Reagan, sem fyrirskipaði árásina, léti af embætti forseta Bandaríkjanna. Það hefði því verið lítill tími til stefnu hefði Gaddafi viljað hefna sin á hon- um. Getum hefur verið leitt að því að menn hafi beint augum sínum að Líbíu í stað írans og Sýrlands af pólitískum ástæðum en ekki laga- legum. íágúst 1990, 20 mánuðum eftir Lockerbie-sprengjutilræðið, réðst Saddam Hussein íraksforseti inn í Kúveit. Nokkrum vikum síðar var búið að mynda fjölþjóðlegt bandalag til þess að hrekja hann á brott. Iran og Sýrland voru bæði meðal þeirra landa sem Bandaríkin vildu að tækju þátt í herferðinni gegn írak. Samkvæmt lýsingu saksóknara var atburöarásin nokkum veginn sem hér segir. Palestínumenn, sem nutu stuðnings Sýrlendinga, voru í Þýskalandi og komu þar fyrir sprengjum í Toshiba-segulbands- tækjum. Lögðu þeir á ráðin um að sprengja bandaríska farþegaþotu. Nokkrum vikum eftir handtöku þeirra var bandarískri farþegaþotu grandað með sprengju í Toshiba- kassettutæki. En þeir sem báru ábyrgð á hryðjuverkinu tengdust alls ekki Palestínumönnunum í Þýskalandi. Bandariska leyniþjónustumann- inum Vincent Cannistraro þykir þetta ekki sannfærandi lýsing á at- buröarásinni. Hann er sannfærður um að eftir skyndileit þýsku lögregl- unnar hafi leiðtogi Palestínumann- anna, Ahmed Jibril, sem var með bækistöð í Damaskus í Sýrlandi, komið áætluninni um sprengjutil- ræðið á framfæri við libíska vini sína. Eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út voru Abdel Basset Ali al-Megrahi og A1 Amin Khalifa Fhimah, sem var sýknaður, í nær 8 ár í stofufangelsi á meðan yfirvöld í Líbíu, Bretlandi og Bandaríkjunum deildu um hvar halda ætti réttar- höldin. Yfirvöld í Líbíu fullyrtu að ekki væri réttlátra réttarhalda að vænta í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bretum og Bandaríkjamönnum leist heldur ekki á að réttað yrði í Líbíu. Refsiaðgerðir voru settar á Líbíu samtímis því sem karpið hélt áfram. Mörgum þótti sem enginn vildi í raun að haldin yrðu réttarhöld. Fyrir 2 árum sendi Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, bréf til Gaddafis sem var ekki gert opinbert fyrr en siðastliðið sumar. íbréfinu lofaði Annan því að ákæra gegn Líbíumönnunum tveimur yrði ekki notuð til að grafa undan líbísku stjóminni. Strax á eftir náðu Gaddafi og stórveldin samkomulagi um framsal Líbíu- mannanna og að réttað yrði yfir þeim í skoskum dómstól í Hollandi. I ákæruskjalinu voru hinir grun- uðu, sem að nafninu til voru starfs- menn Libyan Air flugfélagsins á Möltu, sakaðir um að hafa smyglað ferðatösku með 300 grömmum af Semtex-sprengiefni um borð í flug- vél frá Möltu. Þeir áttu síðan að hafa flutt töskuna yfir i farþegaþotu Pan American flugfélagsins í Frank- furt. Óviss verslunareigandi Vitnisburður verslunareiganda á Möltu þótti ráða úrslitum í réttar- höldunum. Verslunareigandinn, Anthony Gauci, greindi frá því að bláklæddur Líbíumaður hefði kom- ið í verslun hans, Mary’s House, og keypt ýmislegt, tvenn náttfót, nokkrar skyrtur og síðbuxur og regnhlíf. Að sögn Gauci var maður- inn bringubreiður og með stórt höf- uð. Hann virtist hafa lítinn áhuga á fatnaðinum sem hann var að kaupa. Rannsóknarmenn komust að þeirri niöurstöðu að sprengjan hefði verið í brúnni Samsonite tösku. í henni var fatnaður með miðum sem á stóð: Made in Malta. Gauci var fyrst yfirheyrður í september 1989. Honum var sýndur fjöldi mynda við margar yfirheyrslur og svo virtist sem hann yrði óvissari eftir því sem yfirheyrsiurnar urðu fleiri. Þegar hann benti á Megrahi í sakbend- ingu í ágúst 1999 sagði hann að hann væri samt ekki alveg viss um að þetta væri sami maðurinn og hann hefði séð í versluninni. En fyr- ir rétti benti Gauci þó aftur á Megrahi. „Það er þessi þarna meg- in. Hann líkist honum mjög.“ Verjendur sögðu Gauci undarleg- an og einmana mann sem nyti at- hyglinnar sem hann fengi. Dómarar töldu hann hins vegar trúverðugan. Sögðu þeir að varfæmislegur fram- burður gæti verið meira sannfær- andi heldur en þegar menn segðust vera alveg vissir. Þrátt fyrir að dómstóllinn hafi fundið Abdel Basset Ali al-Megrahi sekan um smygl á sprengjunni og um að vera líbískur leyniþjónustu- maður er ekki eitt orð í dómsorðum um að yfirvöld hafi átt þátt í hryðju- verkinu yfir Lockerbie fyrir rúmum 12 árum. Þetta skýrir ef til vill hvers vegna sendiherra Líbiu hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að land hans myndi virða úrskurð skosku dómaranna. Samtimis benti hann á að meira að segja saksóknaramir hefðu forðast að beina grun að Gaddafi og líbíska ríkinu. Byggt á BBC, Reuter o.fl. Faöir fórnarlambs Jim Swire, sem missti 23 ára dóttur sína í Lockerbie-tilræöinu, er sannfærö- ur um aö allur sannleikurinn hafi ekki komiö í Ijós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.