Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 25
25 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Helen Hunt æst Helen Hunt er ekki ánægö meö E! Entertainment-þáttinn og neitar aö taia viö útsendara hans. Hinn sári sannleikur - erfið í samstarfi Helen Hunt er ofboðslega sjar- merandi leikkona og átti skilið að fá óskarsverðlaunin á sínum tíma. Hún er talin nokkuð köld í viðkynn- ingu en kannski er hún bara feimin. Við vonum allavega það besta. En hvað með það. Hún hefur lent í nokkru stríði við sjónvarpsþáttinn E! Entertainment en hún er ekki sátt við hvernig þátturinn tekur á persónu hennar og einkalifi. Helen var nýlega kynnir á sér- stakri hátíð til heiðurs Steven Spiel- berg og verkum hans um helfórina. Hún þótti standa sig einstaklega vel í kynningunni og eftir hátíðina ræddi hún við fjölmarga ijölmiðla sem voru staddir á skemmtuninni. Þegar kom að fólkinu frá E! Enterta- inment sagði hún hingað og ekki lengra og þvertók fyrir að ræða stakt orð við útsendarana. Helen er sérstaklega óánægð hvemig fjallað hefur verið um hana á heimasíðu E! Entertainment en þar hefur verið spáð fyrir um skiln- að hennar við Simpson-röddina Hank Azaria auk þess sem það vakti hlátur á vefsíðunni þegar kjaftasög- ur bárust um að hún væri að slá sér upp með Kevin Spacey. Innanbúðarmaður úr ranni Hel- enar segir að heimasíðan hafi borið út sögur um að erfítt sé að vinna með henni. „Henni líkar það ekki,“ segir maðurinn. En miðað við sög- umar og viðbrögðin þá er kannski erfitt fyrir Helen að mæta sannleik- anum á einhverri heimasíðu. Spenntu beltið Martröð sam- starfsmanna sinna - skánar ekki ef þeir svíkja hana Hörkukvendið Sharon Stone er enn í dálitlum leiðindum vegna framhaldsmyndarinnar Basic In- stinct 2. Joe Ezterhas handritshöf- undur, Paul Verhoeven leikstjóri og Michael Douglas hafa allir neitað að taka þátt I framhaldinu en þeir voru lykilmenn með Shar- on í fyrri myndinni. Svo virðist sem Charlie’s Ang- els ævintýrið sé að endurtaka sig við gerð BI2 því mikil vandræði eru með handritið, hlutverkaskip- an og síðast en ekki síst er bók- haldiö að fara úr böndunum. Síð- ustu fregnir herma að framleið- endurnir séu farnir að sjá eftir aö hafa ráðið Sharon fyrir rúman milljarð króna. Þeir eru að sagt er á hött- unum eftir ódýrari starfskrafti. Sharon er ekki reiðubúin að láta at- vinnurekendur fara illa með sig og því er hún að undirbúa stórsókn lögmanna ef þörf þykir. Samning- ur hennar tryggir henni líka dágóðar upphæðir þótt önnur leikkona yrði fengin í staðinn og Sharon sæ- ist ekki á tjaldinu. Tilhugsunin um Martröð úr steini Sharon Stone er ekki sér- iega ánægö meö fram- göngu framleiöenda mynd- arinnar Basic Instinct 2. brottrekstur hennar hefur þó glatt illa innrætt hjörtu í Hollywood en þar segja margir að ekki sé hægt að vinna með henni. „Enginn vill vinna með henni. Hún er martröð," seg- ir innanbúðarmaður í Hollywood. Fram- leiðendurnir eru þó ekki vissir um að hún skáni mikið þótt þeir reki hana. Kannski er hún algjör draumur núna - hver veit? Upplagt í eldhúsið bráðsniðugt í barnaherbergið hljómar vel í hjónaherbergi stórgott í stofuna BEKO 28” Myndbandstæki VCM 330 • 2 hausa • 2 skart tengil • Allar aðgerðir á skjá B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Verðlækkun á notuðum bílum - gott úrval $ SUZUKI -*****------ Suzuki bílar hf., Skeifunni 17, sími 568 5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.