Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 44
52 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Tilvera I>V - DV-MYNDIR KRJSTJANA ANDRESDOTTIR Blóm handa körlunum Kvenfélagskonur leggja afstaö meö blómin sem tálknfirskir karlar fengu á bóndadaginn. Blómasölukonur kvenfélagsins: Blóm handa körlunum Handa pabba! Tvær ungar konur kaupa blóm fyrir pabba, telpurnar heita Líney og Gunnlaug Ólafsdætur. DV, TÁLKNAFIRDI: Eins og undanfarin ár sá Kvenfélagið Harpa á Tálknafirði um sölu á bóndadagsblómunum. Þetta er ein af mörgum Qáröflunarleiðum fé- lagsins en kvenfélagið á og rekur samkomuhúsið Dunhaga sem byggt var 1933. Kvenfélagið Harpa var stofnað 31. janúar 1962 og það sama ár keyptu Hörpukonur Stúkuhúsið sem þá var í eigu stúkunnar Neista. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu eftir að kven- félagið eignaðist það og eru viðhaldsverkefnin óþrjótandi. Dunhagi var til skamms tima eina samkomuhúsið á Tálknafirði og voru þar haldnar allar þær skemmtanir sem nöfnum tjáir að nefna. Fyrir nokkrum árum var svo tekið í notkun nýtt íþrótta- og félags- heimili sem tók við af Dunhaga í flestum tilfellum enda hafði bæjar- búum fjölgað og var oft æði þröngt setinn bekkurinn í Dunhaga. En gamla Stúkuhúsið, eins og það var alltaf kallað hér áður, á sinn sess í hjörtum Tálknfirðinga sem þykir notalegt að koma þar við hin ýmsu tækifæri. Kvenfélagiö Harpa hefur starfað ötullega að ýmsum málefnum bæj- arfélagsins og má þar nefna að 1976 réðust konumar í byggingu leik- skóla sem þær afhentu Tálknafjaröarhreppi fullbúinn til rekstrar 1978 og þar með fyrsta leikskólann sem tekinn var í notkun á sunnanverð- urm Vestfjörðurm. Fyrsti formaður og aðalhvatamaður að stofnun Hörpu var Steinunn Finnbogadóttir en núverandi formaður er Sigrún Guðlaugsdóttir. -KA Heimilismatur næringarfræðingsins: Venjulegur íslenskur heimil- ismatur og „franska línan“ DV, HVERAGERDI:____________________ Nýlega tók Sigríður Eysteinsdóttir til starfa sem næringarráðgjafi hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði. Sigríður lauk námi í næringarfræði frá Ohio Uni- versity árið 1990 og sem næringarráð- gjafi frá Gautaborgarháskóla 1996. Áður hafði hún unnið sem næringar- ráðgjafi á Landspítalanum og á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn Sigríðar er starf næringarráð- gjafa í Heilsustofnun mjög fjölbreytt. „Mikið er um að gestir fái einstak- lingsbundna næringarráðgjöf, t.d. vegna offitu, ýmissa meltingarsjúk- dóma, ofnæmis, háþrýstings, sykur- sýki og hárrar blóðfitu. Margir þeir sem eru að ná sér eftir erfiða sjúk- dómslegu þurfa að byggja sig upp og fá ráðleggingar þar að lútandi." Sig- ríður heldur fyrirlestra á námskeið- um í Heilsustofnun sem fjalla um reykingar og streitu. Fyrirlestrar sem fjalla um mikið kólesteról, sykursýki, vítamín og bætiefni og hollt og gott mataræði eru opnir öllum dvalargest- um. Sigríður er gift Sigurði Markús- syni, framkvæmdastjóra KÁ-verslana, og eiga þau tvo syni, níu og tveggja ára. Hún segist alltaf hafa haft gaman af því að elda mat og verið viðloðandi mat og matargerð frá því hún muni eftir sér. „Ég ætlaði meira að segja að verða kokkur þegar ég var sextán ára en var of ung til að komast á samning. Þá fór ég til náms á hússtjórnarsviði við Fiölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi. Síðan lá leiðin í háskólanám í næringarfræði og ég ákvað að hafa bara eldamennsk- una fyrir mig.“ En hvernig mat borðar fjölskylda þar sem næringarfræðingur sér um matreiðslu? „Hversdagsmaturinn heima er mjög hefðbundinn íslenskur heimilis- matur en ég legg mikla áherslu á að fjölskyldan borði saman góða og holla máltíð á kvöldin í ró og næði. Við byrjum oft á því að fá okkur salat fyr- ir matinn og jafnvel brauð með. Þeim sið kynntist ég í Bandaríkjunum og finnst það mjög góð leið til að auka grænmetisneyslu," svarar næringar- fræðingurinn. Sigríður segist hafa mjög gaman af því að halda matarboð og þau hjónin liggi þá oft yfir matseðlinum tímun- um saman. „Ég held mest upp á frönsku línuna í matargerð og við bjóðum oft upp á fimm til sjöréttaða máltíð í matarboðum, en þá er hver réttur lítill og oft mjög einfaldur og hráefnið látið njóta sín. Sigurður hef- ur mikinn áhuga á léttvínum og hann sér um að velja viðeigandi vin með matnum. Eftirminnilegasta sælkeraupplifun mín var i Frakklandi fyrir níu árum en þá bragðaði ég á alvöru franskri gæsalifur í fyrsta sinn. Svo er mér minnisstætt þegar við hjónin fórum á hinn fræga veitingastað Moulin de Mougins á frönsku Rivíerunni þar sem hinn heimsfrægi kokkur, Roger Verge, ræður ríkjum. Að heimsækja þennan stað og snæða þar er eins og pílagrímsfór - fyrir sælkera. Sigriður gefur lesendum hér eina uppskrift að sínum uppáhaldsmáltíð- um. Laxapottréttur 1 púrrulaukur 2 sellerístilkar 2 gulrætur 1 msk. olía 4 dl vatn 1 fiskiteningur 1 hvítlauksrif 3 msk. tómatmauk 1 tsk. timian 500 g lax, roð- og beinlaus 15 grænar og fylltar ólífur 3 msk. kapers fersk steinselja Skerið grænmetið smátt og steik- ið í olíunni þar til það er mjúkt. Bætið við vatni, fiskiteningi, hvít- lauk, tómatmauki og timian. Látið malla undir loki í 10 mínútur. Sker- ið laxinn í 3x3 cm bita og baetið út í. Látið malla áfram í 5 mín. Ólífum og kapers bætt í að lokum. Skreytt með steinselju. Borið fram með 10% sýrðum rjóma og hrisgrjónum. Eigum til á lager Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími 565 6241, 893 7333, fax: 544 4211 nota hvaða kál sem er 50 g saxaðar valhnetur Sósa: 1 dós hrein jógúrt 2 msk. stappaður gráðostur Ávaxtaeftirréttur 300 g frosin jarðarber (ekki látin þiðna) Salat með gráðosti og valhnet- um Hálft'höfuð jöklasalat lollo rosso, frissé og ruccola eftir smekk en hægt að 1 banani 2 dl eplamauk úr krukku hálf cantalope-melóna 2 dl súrmjólk Allt sett í matvinnsluvél og mauk- að vel. Borið fram strax. eh Vélskóli íslands Vélvarðanám Vegna sérstakra aðstæðna getum við enn innritað í 1. stig eða vélvarðanám á vorönn 2001. Námið er fúllkomlega matshæft inn í frekara vélstjóranám og gefur 375 kW réttindi í lok þessarar vorannar. Innritun fer fram á skrifstofu skólans mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. febrúar. Innritunargjöld eru kr. 13.000 og greiðast við innritun. Skrifstofa Vélskólans er opin ffá kl. 8-16 alla virka daga. Sími 551 9755 • fax 552 3760. Netfang: vsi@ismennt.is • Veffang: www.velskoli.is Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.