Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Qupperneq 2
2 Fréttir LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 I>v Sýn vill greiðslu fyrir fótboltasýningar á veitingahúsum: msmsmss Munum beita fogetavaldi til að verja okkar rétt - segir Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa DV-MYND HH Stuðningsmenn Arsenal í góðum gír í Olveri Fyrir nokkru mættu stuöningsmenn Arsenal og Manchester United í Ölver í Reykjavík til aö horfa þar á leik liöanna á störu sýningartjaldi. Nú horfir í aö breyting geti oröiö á slíkum samkomum varöandi sýningar frá heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu. Noröurljós telja sig hafa sýningarréttinn hér á landi og krefjast þess aö fá greitt fyrir sýningar veitingahúsanna. Sjónvarpsstöð- in Sýn, sem er í eigu Norðurljósa, hefur sent veit- ingahúsum er- ijap’ indi þar sem > fram kemur að íAA fyrirtækið muni þ innheimta sýn- | ingargjald hjá Sigurður G. pöbbum og öðr- Guðjónsson. um stööum sem hyggjast sýna knattspyrnuleiki frá heimsmeistaramótinu í sumar. Taisverð andstaða er þó í hópi eig- enda veitingahúsa sem telja að Norðurljósum sé ekki stætt á þessu. Þeir hafi ekki rétt til að framselja sýningarrétt frá keppninni til veit- ingahúsa. Sigurður G. Guöjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir rétt fé- lagsins ótvíræðan og brot á notkun sýningarréttarins sé ekkert annað en þjófnaður á efni. Því verði mætt með fullri hörku. „Við höfum þenn- an rétt hér á landi og ef menn virða hann ekki þá munum við láta loka og beitum til þess fógetavaldi," seg- ir Sigurður. Hann segir veitinga- menn þó yfirleitt sýna þessu fuUan skilning. Magnús Halldórsson, eigandi veitingastaðarins Ölvers i Reykja- vík, segir að hægt sé að ná sending- um frá heimsmeistarakeppninni um gervihnetti á ýmsum tungumálum erlendis frá. „Sýn ætlar nú að reyna að rukka fyrir þetta og það er sjálfsagt að þeir reyni. Ég tel samt að þeir hafi eng- an rétt til þess.“ Magnús segir að fulltrúar fyrir- tækisins hafi heimsótt Ölver og af- hent bréf með orðsendingu um að byrjað verði að innheimta fyrir sýn- ingarréttinn 1. júní. Þá muni þeir rukka hvern stað um 38 þúsund krónur fyrir að fá að sýna frá heimsmeistarakeppninni og enska boltanum. í kaupbæti fáist aðgang- ur að Bíórásinni. „Við erum búnir að vera með þetta í tólf ár og það hefur verið reynt tvisvar áður að stoppa þetta en án árangurs. Sky reyndi á sínum tima sem leyfishafi í Englandi að stöðva sýningar pöbba þarlendis frá leikjum í enska boltanum á laugar- dögum. Þá daga má Sky ekki senda út og er það hugsað til að fólk fari á völlinn. Pöbbamir fóru því að sýna útsendingar frá Noregi og niður- staðan varð sú að Sky gæti ekki stoppað þær sýningar þar sem um væri að ræða sýningarrétt norskra stöðva." Magnús sagðist því bara ætla að sjá til hvemig framhaldið yrði hér. „Við erum í fullum rétti tii að heimila veitingastöðum aðgang að merkinu og viö getum einnig stöðv- að útsendingar á því hvar sem er,“ segir Sigurður G. Guðjónsson. „Menn hafa ekki rétt til að nota sendingar frá erlendum stöðvum til að selja inn á veitingastaði. Eina undantekningin er að menn geta notað slík sjónvarpsmerki til einka- nota.“ Sigurður segir þetta ekkert öðmvisi en að mönnum sé ekki heimilt að fjölrita dagblöðin til að selja síðan áfram. Slíkt yröi ömgg- lega ekki látið óátalið. -HKr. Metsölubók um merkileflt efhi Bókinfjallarum fjölgreinda- kenninguna sem valdíð hefur byltingu í allri um- ræðu og viðhorfi til kennslu og uppeldis. Hún byggir á að maðurinn búi yfir að minnsta kosti sjö grunn- greindum: • Málgreind • Rök- og stærðfrædigreind • Líkams- og hreyfiqreind • Tónlistargreind • Samskiptagreind • Sjálfsþekkingargreind • Umhverfisgreind Erla Krlstjánsdóttir, lektor vid Kennaraháskóla fslands, þýddi oq staðfærðl. Thomas Annstrong, útskýrir hér kenningar bandaríska prófessorsins Howard Gardners og bendir i hvernig uppalendur og kennarar á öllum skólastigum geta nýtt sér fjölgreindakenninguna.Thomas Armstrong kom til íslands árið 1999 og hélt eftirminnilegt erindi á þingi kennara í Reykjavík. „Gömlu greíndarprófín tröllum gefin í byltingarkenndu ríti þar sem greindarhug- takið er brotið upp I margar greindír og hinir síöustu veröa fýrstlr en þeir fyrstu siöastír.' Kistan.is ÍOlj UJ JPV útgAfa Br*»dr*l»of9*r$tíguf 7 • Síml 575 5600 OMISSANDI OLLUM UPPALENDUM Fordæmalaus deila um framboðslista: Einstaklingar í fram- boði - ekki félög - ekki skylt að rannsaka samþykkt lista „Þetta er óvenjulegt mál og ég þekki engin fordæmi hvað þetta varðar,“ segir Guðjón Bragason, lögfræðingur á sveitarstjómarskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins, um kæru vegna framboðslista Bæjar- málafélags Fáskrúðsfjarðar. í kærunni fullyrðir félagi í Bæjar- málafélaginu að framboðslistinn hafi hvorki verið borinn undir stjóm félagsins né almennan félags- fund áður en hann var afhentur kjörstjóm. Hann hljóti þvi að vera ólögmætur. Kærandi tekur sem dæmi að vart geti hver sem er lagt fram framboðs- lista í nafni Framsóknarfélagsins á Fáskrúðsfirði, sótt um listabókstaf- inn B og afhent hann kjörstjóm án þess að hafa Framsóknarfélagið með í ráðum. Kjörstjóm Búðahrepps er á öðra máli og vísar tii þess að „hvergi í lögunum [um sveitarstjómarkosn- ingar] sé nefnt að félög geti boðið fram heldur aðeins einstaklingar sem þá mynda lista og þá á sína ábyrgð." í niðurstöðu kjörstjómar segir ennfremur að „hvergi [komi] fram í lögunum að kjörstjórn eigi að skoða eða rannsaka þau félög eða samtök sem standa á bak við þá einstak- linga sem bjóða sig fram.“ Kjör- stjómin telur þá ábyrgð vera á herð- um þeirra almennu kjósenda sem gefa viðkomandi lista tilskilin með- mæli. Samkvæmt þessu hlýtur það að teljast fræðilegur möguleiki - hversu fjarlægur sem hann er - að einstaklingur leggi fram lista í nafni t.d. Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík upp á sitt einsdæmi án þess að kjörstjóm geri við það at- hugasemd. Guðjón Bragason vill ekki fuli- yrða að þetta sé rétt ályktun. Hann bendir enn fremur á öryggisventil í kerfrnu sem felst í timanum sem líð- ur frá því að framboðsfrestur renn- ur út þar til kjörstjóm úrskurðar framboð gild eða ógúd. Þetta er um það bil sólarhringur. „Stjómmála- flokkar og aðrir geta komið á fram- færi athugasemdum um framboðs- lista til kjörstjómar þangað til hún fellir úrskurð," segir Guðjón Braga- son. Af úrskurði kjörstjómar Búða- hrepps að dæma er a.m.k. ljóst að flokkar og félagasamtök verða sjálf að vera á verði til þess að tryggja að framboðslisti, sem lagöur er fram í þeirra nafni að þeim forspurðum, fáist ekki samþykktur. -ÓTG Græðir milljarð Samheiji hf. var rekinn með um eins milljarðs króna hagn- aði fyrstu þijá mán- uði ársins, sem er 20 miljónum króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Forstjór- inn, Þorsteinn Bald- vinsson, segir að afkoman sé í sam- ræmi við áætlanir. Stal í Hagkaupum Héraðsdómur dæmdi í gær mann í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér vörur og fé úr gleraugna- verslun í Hagkaupum i Skeifúnni þar sem hann var verslunarstjóri. Sam- starfsmaður hans var aftur á móti sýknaður, auk þess sem bótakröfú Hag- kaupa var vísað frá. - RÚV greindi frá. Sjónvarpiö á vaktinni Vænta má fyrstu talna í kosningun- um í kvöld laust eftir kl. tíu. Hægt verður að fylgjast með framvindu mála í Sjónvarpinu en Bogi Ágústsson og Elín Hirst stjóma útsendingu. Birt verða úrslit frá 36 stærstu sveitarfélög- unum á landinu, auk þess sem sérfræð- ingar fara yfir tölur og túlka þær. Óbreytt á Nesinu Sjálfstæðisflokkurinn heldur ömgg- um meirihluta sinum á Seltjamamesi skv. könnun sem Talnakönnun gerði í fyrradag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist þar um 66% en Neslistans um 34%. Þetta er sama niöurstaða og í síð- ustu kosningum. - RÚV greindi frá. 24 svipt veiðileyfum Fiskistofa hefur svipt 24 skip veiði- leyfum á grundvelli 15. gr. laga um fisk- veiðar. Flestöll skipin vora svipt veiði- leyfum til skamms tíma vegna smá- vægilegra brota, svo sem vanskila á frumritum afladagbóka, undanskota á afla og veiða umfram afla. Lögbann á Drekann Hæstiréttur staöfesti í gær úrskurð Héraösdóms Reykjavíkur um setja lög- bann á sýningu kvikmyndarinnar I skóm drekans, sem fjallar um fegurðar- samkeppnina Ungfrú ísland.is. Gengið var í gær frá kaupum Björgúifs Guðmundssonar á ráðandi hlut í Eddu - miðlun og útgáfu. Björgúlfúr leggur fé- laginu til 100 milljón- ir með nýju hlutafé - og kaupir hlut ís- landsbanka og Ólafs Ragnarssonar og {jölskyldu í félaginu. Nýir menn koma inn í samræmi við þetta. Maður fyrir bíl Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Snorrabrautar og Eiríks- götu í Reýkjavík um kl. 15.30 í gær. Maðurinn sem fyrir bílnum varð var fluttur á slysadeild en reyndist við nán- ari skoðun lítið meiddur. Bíllinn er óskemmdur. -sbs Leiðrétting í kjallaragrein eftir Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur var höfundur sagöur formaður íslandsdeildar Amnesty Intemational. Hið rétta er að hún er framkvæmdastjóri deildarinnar. Formaður er Huld Magnúsdóttir. Kaupir Eddu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.