Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 14
14 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Helgarblað DV 204.923 með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum: Færri sveitarfélög, fleiri konur og seigir meirihlutar Tæplega 200 þúsund manns ganga að kjörborðinu í sveitarstjómarkosn- ingum sem fram fara í dag. Gert er ráð fyrir að 10-12 þúsund manns hafi þegar kosið þegar þetta er skrifað, þ.e. kosið utan kjörfundar hjá næsta sýslumanni eða í Ármúlaskóla í Reykjavík. Annars em 204.923 kjós- endur á kjörskrárstofni á landinu öllu. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn em 17.400. Það em 8,5% af heildarkjósendatölunni. Breytingar sem eiga eftir að verða á þessum tölum munu verða óveruleg- ar. Hver maður á kosningarétt í því sveitarfélagi þar sem hann á skráð lögheimili 3 vikum fyrir kjördag, nú 4. maí. Lítil fjölgun í Reykjavík Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998 vora 192.632 manns á kjörskrár- stofni og nemur fjölgunin nú því 5,8 prósentum. Af einstökum sveitarfé- lögum era flestir kjósendur í Reykja- vik eða 82.508 manns. í Kópavogi era 17.580 á kjörskrá, 13.989 í Hafnarfirði og 11.245 á Akureyri. Þar næst kemur Garðabær með 6.178 manns á kjör- skrá. Fjölgun kjósenda hefur orðið mest í Bessastaðahreppi, 34,2 prósent, 22,5 prósent i Kópavogi, og 21,4 prósent í Mosfellsbæ frá því í sveitarstjómar- kosningunum 1998. Fjölgimin í Reykjavík er ekki nema 4,7 prósent sem er minni fjölgun en á landinu öllu en hún nemur 5,8 prósentum frá kosningunum 1998. Á meðfylgjandi grafi má sjá fjölda og ijölgun á kjör- skrá i nokkrum helstu sveitarfélögum landsins, svo og á landinu öllu. Færri sveitarfélög Sveitarfélögum á landinu hefur fækkað ört síðustu ár. Að loknum kosningunum í dag verða sveitarfélög á landinu 105 talsins en þau vora 124 í kosningunum 1998. Árið 1994 vora sveitarfélögin 171, 204 árið 1990, 226 árið 1970 og 229 árið 1950 en um það leyti vora sveitarfélög fLest á landinu. Misjafn áhugi Ails era 2.714 manns á 182 fram- boðslistum þar sem kosning er hlut- bundin. Það jafngildir um einu pró- senti þjóðarinnar. Alls era 657 sveitar- stjórnarsæti i boði í þessum kosning- um, flest í Reykjavík eða 15. Hins veg- ar er áhuginn misjafn eftir sveitarfé- lögum og sums staðar afar takmark- Fjöldi Hlutfall Karlar |Konur 1609 1105 59 41 Konur í I. sæti 36 20 Konur í 2. sæti 76 42 Konur í 3. sæti 67 37 Margir að kjósa í fyrsta sinn Þeir kjósendur sem nú fá aö kjósa í fyrsta sinn eru 17.400. Þaö eru 8,5% af heildarkjósendatölunni. „Fjölgun kjósenda hefur orðið mest í Bessastaða- hreppi. Fjölgunin í Reykjavik er ekki nema 4,7 prósent sem er minni fjölgun en á landinu öllu en hún nemur 5,8 pró- sentum frá kosningunum 1998.“ 28,2 prósent. 15 sveitarfélögum var eingöngu stjómað af körlum. Seigir meirihlutar Ef valdatíð R-listans í Reykjavík síðastliðin 8 ár er frátalin hefur Sjálf- stæðisflokkurinn einn flokka haft hreinan meirihluta í stærri sveitarfé- lögum á síðasta kjörtímabili. Eftir síð- ustu kosningar hlaut D-listinn meiri- hluta í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Seltjamamesi, Snæfellsbæ, Stykkis- hólmi, Bolungarvík og á Seyðisfirði. Nokkrir þessara meirihluta era orðn- ir afar gamlir. D-listinn hefur verið með meirihluta á Seltjarnarnesi í 40 ár, í Bessastaðahreppi frá 1986, eða frá því listakosning var tekin upp þar, frá 1974 í Stykkishólmi og alla tíð í Garðabæ. Sé horft til stjómmálaflokkanna býður Sjálfstæðisflokkurinn fram í 37 sveitarfélögum, Framsóknarflokkur- inn í 30, Samfýlkingin i 10, Vinstri- hreyfingin - grænt framboð í 8 og Frjálslyndi flokkuriim í þremur. aður. Sjálfkjörið verður í 7 sveitarfé- lögum þar sem aðeins einn listi er í framboði: Aðaldælahreppi, Borgar- fjaröarsveit, Breiðdalshreppi, Höfða- hreppi, Hörgárbyggð, Raufarhafnar- hreppi og Tjömeshreppi. Þá hafa engir listar boðið fram í 39 sveitarfélögum. Kosningar þar verða því óhlutbundnar. Það þýðir að allir kjósendur í umræddum sveitarfélög- um era í kjöri nema þeir sem era lög- lega undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa skorast undan því með tilkynningu til yfirkjörstjómar á hveijum stað. Hoiði 2 Rforskra oq oreytinaar tra.l9S 18 Fjöldi Breyting Landiö allt 204,923 5.8% Reykjavík 82,508 4.7% Seltjarnarnes 3,362 2.7% Kópavogur 17,580 Bessastaðahreppur 1.173 ■■■■■ Garöabær fi 17r!—— 11.4% Hafnarfjörður 13,989 ■■■■■1 11.8% Mosfellsbær 4.321 ■■■■■■ Reykjanesbær 7,686 6.2% Akureyri 11,245! m 4.0% 34.2% Fleiri konur í framboði Á framboðslistunum era 59 prósent frambjóðenda karlar en 41 prósent konur. Við síðustu sveitarstjómar- kosningar vora 62 prósent frambjóð- enda karlar. Karlar era í 80% tilvika í fyrsta sæti framboðslista, í 58 pró- sent tilvika era þeir í öðra sæti lista og í 63 prósent tilvika í þriðja sæti. Karlar eru í meirihluta á listum í 70 prósentum tilvika en konur era í meirihluta í 6 prósentum tilvika. Á einum lista er engin kona í framboði. Séu kynjahlutfollin tekin saman fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig kem- ur í ljós að í 7 sveitarfélögum er sam- anlagður fjöldi kvenna og karla á framboðslistum jafnmikill. Aðeins í Borgarfjarðarsveit era konur í meiri- hluta. Meðalaldur frambjóðenda er 43 ár. Einungis þrír frambjóðendur era 18 ára. Elsti frambjóðandinn er 92 ára en þrír frambjóðendur era 90 ára eða eldri. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum á íslandi eftir síðustu kosningar var Óvænt tíðindi? Listar með skondnum nöfnum eru orðnir fastur fylgifiskur sveitar- stjómarkosninga. Fyrir fjórum árum bauð Dizkólistinn fram í Árborg, hlaut 17 prósent atkvæða og fékk mann kjörinn. Hefur hann síðan myndað meirihluta með D-listanum. Nú má sjá nöfn eins og Vinstri hægri snú í Reykjavík, Biðlistann í Fjarðabyggð og Tossalistann í Hvera- gerði. Hvort þessir listar fá sama brautargengi og Dizkólistinn fyrir 4 árum kemur i ljós í kvöld. R-listdnn með forystu R-listinn mun halda meirihluta sín- um í borgarstjómarkosningunum í dag skv. könnun DV í gær. Þar sögðust 51,1% kjósa R-listann, D-listinn fær fylgi 42,6% kjósenda og 5,3% kváðust mundu styðja F-listann. Þetta þýðir að R-listinn fengi átta fulltrúa í borgarstjóm en D- listinn sjö. Útkoma annarra kannana í vikunni hefur verið á þessu róli. ísland gekk út Sendinefnd íslands gekk á þriðju- dagsmorgun út af ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins sem haldinn var í Japan. Þetta kom til vegna þess að Svíar og Bandaríkjamenn vildu ekki styðja inn- göngu okkar í ráðið. Óvíst er hvort út- gangan er visbending um að tslendingar hunsi hvalveiðibann, segir sjávarút- vegsráðherra. Svindlað á Hrauninu Tryggingastofnun rannsakar nú meinta tilraun til skjalafals og trygg- ingasvika fanga sem er vistaður á Litla- Hrauni. Grunur leikur á að hann hafi falsað og sent reikninga fyrir tann- læknakostnaði til TR. Reikningana hafi hann falsað í tölvu sinni í fangelsinu og náð þannig út milljónum. Málið verður kært til lögreglu. Hvergerðingi ógnað Liðlega tvhugum manni, Óskari Páli Daníelssyni, tókst á mánudagskvöld að komast úr úr bíl ræningja sem höfðu numið hann á brott þar sem hann var staddur í hraðbanka í Hveragerði. Þeir vöfðu Óskar Pál límbandi og höfðu í hótunum, en það var í Hafnarfirði sem honum tókst að sleppa. í DV á fimmtu- dag segir fómarlambið sína sögu og hvemig honum var hótað með byssu, hamri og heitum hver. Alcoa sýnir mikinn áhuga Mikil hreyfmg er komin á viðræður íslendinga og bandaríska álrisans Alcoa um byggingu álvers við Reyðarfjörð. Að- stoðarforstjóri félagsins segir að menn gefi sér frest til 18. júlí til að ganga frá nánara samkomulagi. Álverið yrði að öllu leyti í eigu Alcoa - og rætt er um að reisa 320 þúsund tonna álver í einum áfanga. Iðnaðarráðherra segir ljóst að mikill áhugi sé hjá Alcoa fyrir málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.