Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Qupperneq 18
8 H&lgarblað 3Z>"V LAUGARDAOUR 25. MAf 2002 Sólargeislinn fannst í Kína „Við lítum á Sunnu Líf sem íslending og alla þá sem flytjast hingað og aðlaga sig íslenskri menningu og tala tungumálið okkar. Þegar maður upplifir hvað Kínverjar bera mikla virðingu fyrir okkur þá finnst manni það skelfilegt að hugsa til þess að við skulum ekki bera jafn mikla virðingu fyrir þeim. DV-myndir ÞÖK ÞEGAR FÓLK SÆKIR UM AÐ ÆTTLEIÐA barn tekur við mikil vinna við alls kyns umsóknir og leyfi. Foreldrar sem hyggja á ættleiðingu þurfa að standast strangar kröfur varðandi heilsufar, fjárhagslega stöðu og önnur atriði sem lúta að fjölskyldunni. Krist- jana og Bergþór segja að í þeirra tilfelli hafi þetta ferli verið stutt, en frá þvi þau sóttu fyrst um og þar til þau fóru til Kína, leið eitt ár. Þau segja að venju- lega taki þetta ferli um eitt og hálft ár til tvö ár. „Við vorum mjög heppin með hvað þetta allt sam- an gekk hratt fyrir sig. Og án efa hefur það hjálpað til að við búum í Keflavík, því félagsþjónustan hér stóð þétt við bakið á okkur og aðstoðaði okkur á allan hátt. Við höfum heyrt að ættleiðingar séu sparimál hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og þar gangi allt miklu hægar fyrir sig.“ Á íslandi er það fyrirtækið íslensk ættleiðing sem hefur milligöngu um ættleiðingar. Kristjana segir að sú starfsemi sem þar er innt af hendi sé gríðarlega mikilvæg og verðandi foreldrar fá mikinn stuðning þaðan. „Guðrún Ó. Sveinsdóttir er móðir Teresa okk- ar íslendinga. Hún helgar sig starfmu af öllu hjarta og hún vinnur örugglega miklu meira en henni ber.“ Opinber stuðningur lítill Opinber stuðningur til þeirra sem ákveða að ætt- leiða barn er lítill sem enginn segja Kristjana og Bergþór. Þau eru mjög ósátt við það hvernig stéttar- félag þeirra tekur á málum félagsmanna sem vilja ættleiða barn. „Við erum mjög ósátt við það að Kennarasamband íslands hafi ekkert stutt okkur því við vitum að önn- ur stéttarfélög hafa stutt sína félagsmenn sem vilja ættleiða börn. Það kostar allt að einni og hálfri millj- ón að ættleiða barn og okkur finnst það mjög sorglegt þegar góðir foreldrar hafa ekki fjárhagslega burði til að ættleiða bam. Þá foreldra ættu viðkomandi stétt- arfélög að styrkja." Þegar kom að því að taka ákvörðun um til hvaða lands þau vildu sækja um stóð valið á milli Indlands og Kína. Kristjana segir að þau hafi ákveðið að sækja um til Kína því góðar líkur væru á því að það tæki skemmri tíma því ferlið sé mjög svifaseint í hinum löndunum og taki jafnvel 2-3 ár. „Þegar við heyrðum að íslensk stjómvöld hefðu gef- ið leyfi til ættleiðinga frá Kína ákváðum við að sækja um þangað. Við komumst líka að því að það er svo vel búið að þeim sem ættleiða barn frá Kína, þvi aðstoð- in er svo mikil þegar til landsins er komið. Kínverjar eiga hrós skilið fyrir það. Þeir sem ættleiða barn til dæmis frá Indlandi, þurfa að ferðast þangað á eigin vegum og sjá um allt sjálfir,“ segir Kristjana. Fannst í pappakassa Hinn 5. apríl síðastliðinn fengu þau að vita að þau ættu litla 10 mánaða stúlku sem væri á barnaheimili í Kína. Þremur vikum síðar fengu þau mynd af henni og upplýsingar um stúlkuna. Sunna Líf Zan fannst vikugömul þar sem hún hafði verið skilin eftir í al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.