Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 26
H elqc* rblctcí J3V LAUGA.RDA.GUR 25. rviAÍ 2002 Það finna allir sína leið Jakusho Ku/ong-Roshi er Zen-meistari. Maður gæti ímgndað sér að þar færi ah/arlegur maður með áhgggjur heimsins á herðunum. Jakusho ber þær áhgggjur i/el, er glaður og hlær mikið. Hann hefur komið til íslands á hverju ári í fimmtán ár og hjálpað fólki að finna friðinn ísjálfu sér. ÉG ER FÆDDUR OG UPPALINN í Kaliforníu. Ég er innfæddur. Faðir minn og móðir komu frá Kína. Ég var ekki alinn upp með Zen. Ég kem úr barnmargri fjölskyldu, foreldrar mínir voru innflytjendur og vildu losna við okkur á sunnudögum. Þess vegna vor- um við send í tvær kirkjur um helgar,“ segir Jakus- ho og hlær. „Þegar ég var lítill var ég ekki sterkur og heilbrigður. Ég vissi því að eitthvað vantaði. Það gerði það aö verkum að ég byrjaði að leita. Og á end- anum fann ég Zen. Ein leiðin sem ég fann til að lifa var að teikna. Ég gat teiknað það sem ég vildi. Það finna allir sína leið.“ Við vorum bóhemar „Faðir minn var sérfræðingur í jurtalækningum. Þegar ég var ungur voru jurtalækningar ekki eins vinsælar og núna. Læknasamfélagið í Bandaríkjun- um hafði gert ströng lög varöandi jurtalækningar. Það voru því ekki venjulegir Ameríkanar sem heim- sóttu fóður minn. Þeir voru skrýtnir - eins og við. Þeir voru allir að leita að einhverju og voru ósam- mála því sem var að gerast í samfélaginu. Við vorum bóhemar. Ég lenti í mjög slæmu umferðarslysi þegar ég var í skóla. Þegar ég mætti aftur i skólann var ég með hökutopp. Þá var enginn með sítt hár eða skegg. Það var reglan, yfirvaraskegg var kannski í lagi. Þetta var tími svörtu listanna, tími McCarthy. Margir í Hollywood lentu á lista vegna gruns um að þeir væru kommúnistar. Það ríkti mikill ótti í samfélaginu; maður varð að vera íhaldssamur. Þá var lítið svig- rúm, jafnvel minna en nú er. Þá ætlaði ég að verða listakennari. Mér var skipað að raka af mér hökutoppinn. En ég gerði það ekki, það var ekki bara skeggið sem málið snerist um held- ur þurfti ég að kasta hugsjónum mínum fyrir róða. Ég var því rekinn úr skólanum. Það er þaö besta sem ég hef gert um ævina. Það var í fyrsta sinn sem ég stóð með því sem ég trúði á.“ Við vorum öll svört „Eftir að ég var rekinn úr skólanum tók við meiri leit. Þá var ekki til mikið af bókum um Zen. Maður þóttist heppinn ef eitt orð fannst um Zen í bókum. Svo hitti ég kennarann minn. Ég vann sem póstmað- ur og rakst á grein í japönsku dagblaði. Ég skildi ekki japönsku en í enskum hluta blaðsins var grein um Zen-meistara sem síðar átti eftir að verða kennari minn. Ég var beatnick og við vorum öll svört, öll í upp- reisn. Þegar ég kom fyrst í hofið var ég í stígvélum og Levi’s buxurnar minar voru svo skítugar að þær stóðu sjálfar. Ég vissi ekki þegar ég steig inn í hug- leiðslusalinn að kennarinn væri sá sami og ég hafði lesið um í dagblaðinu. Ég stóð í skítugum stígvélun- um og horfði á meistarann ganga í hugleiðslusalinn og endurraða blómum af mikill umhyggju og einbeit- ingu. Ég horfði á hann og hugsaði með mér; þetta er skrýtið. Og fór út aftur. Á leiðinni heim fann ég í húsasundi stóra mynd af Búdda. Ég fór með hana heim og ætlaði að setja hana inn í skáp. Hún var hins vegar of stór þannig að ég kom henni fyrir á gangin- um. Skömmu síðar fór ég aftur í hofið til að læra meira. Smám saman uppgötvaði ég að þegar ég horfði á meistarann endurraða blómunum hafði hann í raun endurraðað hugsunum mínum. Ég hugsaöi mér aldrei að helga líf mitt Zen. Ég „Hugleiðsla er eins og hreingerning,” segir Zen-uieistarínn Jakusho Kwong-Roshi. „Maður flytur öll húsgögn úr húsinu. Þegar maður sér eitthvað fallegt verður það tíu sinnum fallegra og eins er því farið með hið fagra. Manneskjan fær tækifæri til að skyggnast upp á yfirborðið í stað þess að bæla sig niður. Með því að leyfa því að koma upp á yfirborðið finuur maður friðinn í sjálfum sér. Það þarf ekki að hugleiða til að öðlast frið; friðurinn er þegar til staðar.“ DV-myndir Hari fylgdi bara því sem mér fannst rétt og þvi sem hreyfði við mér. Þegar maður hugsar sér að helga sig ein- hverju þá er það mjög yfirþyrmandi tilhugsun. Við höfum búið í sama samfélaginu i 29 ár. Það er mjög merkilegt því maður býr með fólki sem manni líkar ekki við. Maður verður að læra að lifa með því án þess að glata reisn sinni og gildum.“ Hreinsumst saman Þú ert andlegur leiðtogi? „Já, ég býst við því.“ Því fylgir mikil ábyrgð. „Já.“ Hugsarðu mikið út í það? „Sanga er orð yfir samfélag búddatrúarfólks. Hluti af fjölskyldu minni var í Japan árið 1978. Ég var með konunni minni í hofi Suzuki-Roshi, kennaranum mínum, og hann bað okkur um að þvo grænmeti sem ég þekkti ekki. Það var loðið og við þurftum að nudda þau af. Við fengum okkur fötu af vatni og settum grænmetið í og skrúbbuðum grænmetið. Meistarinn kom til okkar og sagði að svona ættum við ekki að gera. Hann tók allt grænmetið og setti í vatnsfötuna. Hann tók fötuna upp og vaggaði henni rólega þannig að grænmetið nuddaöist saman. Þannig er búddískt samfélag, við nuddum hvert annað og hreinsumst. Það er hugmyndin." En hvernig er líf þitt, fjölskyldan og dagleg rútina? „Fínt,“ svarar Jakusho og hlær. „Við ökum bíl, för- um út í búð og svoleiðis." Þú átt fjölskyldu? „Já, ég á fjóra syni.“ Þannig að þú ert ekki búddamunkur? „Sums staðar eru búddamunkar skírlifir, til dæmis í Kóreu.“ Tíu sinnúm fallegra En hvernig er daglegt líf? Hefurðu ákveðna dagskrá yfir daginn? Þú vaknar ekkert klukkan sex á morgn- ana og svoleiðis? „Jú, ég geri það, reyndar fyrr, klukkan hálffimm eins og Dalai Lama. Ég fer í rúmiö klukkan hálfellefu á kvöldin. Á sunnudögum er frí og þá sofum við fram- eftir. Stundum er þetta strangara. Þá sitjum við meira og hugleiðum. Seturnar eru erfiðar, þær eru andlegar íþróttir. Það þarf mikinn styrk í hugleiðslu. Þegar maður situr kyrr veröur maður aö horfast í augu viö hluti sem maður vill kannski ekki sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.