Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 30
30 Helqarblac) DV l_A.UGARDA.GU R 25. MAf 2002 Það er undrunarefni hvernig alræði komm- únismans íSovétríkjunum umbreyttist í harðsvíraðan kapítalisma á örfáum árum. Sinnaskiptin áttu sér nokkurn aðdraqanda og hefðu ekki getað átt sér stað nema vegna þess að áhrifamiklir menn innan gömlu valdaklíkunnar sáu sér leik á borði að hagnast vel á nýja auðvaldsskipulaginu sem þeir áttu sinn þátt íað koma á. Það var Gorbatsjov aðalritari sem lék fgrsta leikinn oq undir hans forgstu hófst trglltur auð- valdsdans sem erfitt regndist að stöðva. I örvæntingarfullri tilraun til að framlengja valdatíð kommúnismans hóf hann per- estrjoku sfna um miðjan níunda áratuginn og ætlaði að fjörga upp á bágborið atvinnu- líf með þvíað legfa samvinnufgrirtæki. Var það í fgrstu bundið við smáiðngreinar en fór fgrr en varði úr böndunum og þegar hann var hrakinn frá völdum lentu helstu auðlindir landsins íhöndum spilltra ein- staklinga og völdin hreppti drgkkjusjúkur og að mörgu legti veiklaður tækifærissinni. V JB SI3I •m Ir.lrT » , —* « <5* Hverjir stálu auði Kommúnistaflokksins ? ÚT ER KOMIN BÓK UM NÝJU rússnesku auðmenn- ina, oligarkana, efti David E. Hoffmann, sem var að- alfréttaritari Washington Post í Moskvu um skeið. Heiti bókarinnar er The Oligarcs - auöur og völd í Nýja Rússlandi. Höfundur gerir grein fyrir hvernig kommúnisminn umhverfðist í einkavætt auðvald á nokkrum árum og var eins og ekkert gæti komið í veg fyrir hvernig stjórnvöld misstu tökin á allri efnahags- þróun í hendur nýríkra sem böðuðu sig í illa fengn- um auöi. í bók sinni tekur Hoffmann dæmi af manni sem kunni að grípa tækifærið þegar samvinnuhugsjónin greip aðalritarann, en úr henni varö aldrei fugl né fiskur heldur tók harðvítug einkavæðing við af kommúnismanum. Gusinski var útlærður leikstjóri og gyðingur. Honum varð á að gagnrýna sovétið og var þar með úthýst úr öllum leikhúsum. Hann sá fjöl- skyldu sinni farborða með því að aka leigubíl milli Moskvu og flugvallarins í námunda við borgina. Á þeirri leið tók hann eftir koparköplum sem lágu í reiðileysi við vegarbrúnina. Trúr samvinnuhugsjón- inni fékk hann keyptar þrjár rúllur af koparnum. Á þeim tima var auðvelt að fá lán undir borðið til fram- kvæmda enda áttu bankamenn von á ágóðahlut. Gusinski sneið koparinn og bjó til armbönd með trúarlegum myndum sem komu í veg fyrir sjúkdóma og ráku illa anda á brott. Konur keyptu armböndin sér til verndar og til skrauts. Ekki leið á löngu þar til unnið var á þrem vöktum í armbandaverksmiðjunni sem spýtti úr sér 50 þúsund verndargripum á sólar- hring. Laun ofsótts gyðings og fyrrum leikstjóra námu sem svarar 500 prófessoralaunum. Lögin um samvinnufyrirtæki opnuðu tækifæri til að færa út kvíarnar. Gusinski lagði grunninn að fyrsta auðvaldsstórveldinu sem blómstraði eftir að kommarnir misstu endanlega öll völd. Samsteypan efndi til fasteignabrasks og kom á fót verktakafyrir- tækjum, bönkum og eignaðist dagblöð og útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Síðar stakk athafnamaðurinn af til Spánar og er útlægur frá Rússlandi fyrir svindl og svínarí. Oligarkarnir hugsuðu flestir ekki um annað en að græða mikið á skömmum tíma. Vissulega komu þeir mörgu í framkvæmd sem var nauðsynlegt fyrir nýtt þjóðfélag sem reisa þurfti á rústum kommúnismanns. En aðferðir þeirra og takmarkalaus græðgi kom óorði á frjálst framtak og einkavæðingu. Velferð almúgans kom gróðapungunum ekki við. Á meðan tiltölulega fáir högnuðust vel í nýju skipulagi var þorri fólks af- skiptur og bjó við mun verri lífskjör en á tímum Sov- étríkjanna. Tilraunin Þegar valdahafar kommúni'smans sáu hve hægt var að auðgast á samvinnuhreyfingunni nýju ákváðu þeir að gera tilraun með áður fordæmda einkavæðingu. Þeir völdu ungan efnismann til að gera tilraunina. Hann heitir Mikhail Khodorkovskí, og er í dag einn auðug- asti maður Rússlands og á meðal annars næststærsta olíufirma landsins. En árið 1987 var hann enn fyrirmyndarstúdent og bjó í fjölfjölskyldnaíbúð í Moskvu, heima hjá foreldrum sínum. Hann nam efnafræði og varði öllum frístundum sinum í þágu ungkommúnistasamtakanna, Kosmosol. Að loknu prófi var hann kallaður fyrir flokksklíku og var honum sagt að búið væri að kjósa hann til að gera tilraun með kapítalisma. Hann og ungir félagar voru látnir stofna tilraunafyrirtæki á fleiri sviðum og fengu afhent fé úr flokkssjóðum til að standa undir kostnaði. Umtalsverðu fjármagni var varið til að kaupa timb- ur í austurhluta Rússlands og selja vestur fyrir. Með því hófst arðbær verslun með hálfunna vöru og hráefni sem eftirspurn var eftir á Vesturlöndum og nóg var til af í Rússlandi. Að því kom að Khodorkovskí stofnaði eigin „samvinnufélög“ sem stunduðu jöfnum höndum útflutning og innflutning á eftirsóttri lúxusvöru sem seldist á margföldu verði í Sovétríkjunum miðað við innkaupsverðið. Það var varningur eins og tölvur, kon- íak og forþvegnar gallabuxur. Svo stofnaði pilturinn eigin samvinnubanka, án þess að kommastjórnin veitti neina mótspyrnu. Aftur á móti fékk bankinn leyfi til að yfirfæra pen- inga í ríkiseigu yfir til einkafyrirtækja. Menatepbank- inn tók við miklu fé frá ríkinu til fjárfestinga og keypti arðbær fyrirtæki af ríkinu og auðgaðist vel fyrir milli- gönguna. Svo fékk hann leyfi til að færa út kvíarnar og var brátt orðinn eigandi í bönkum í Gíbraltar, á Kýp- ur, á eyjunni Mön, en í þeim plássum er vinsælt að stunda peningaþvott og koma illa fengnu fé fram hjá skattheimtu. Hvernig það mátti vera að ungur maður sem var í náðinni hjá flokksgæðingum fengi að ráðstafa öllu þessu fé og verða sjálfur vellauðugur á því að koma peningum fyrir i skúmaskotum fjármálaheimsins kann að þykja undarlegt. En sé litið á hrun sovétsins og hraðan uppgang fantakapítalismans og þá atburðarás alla þarf enginn að vera hissa. Eitt best varðveitta leyndarmálið varðandi endalok kommúnismans er hvað varð af gífurlegum auðæfum sem flökkurinn réð yfir þegar hann var bannaður með lögum eftir uppreisnartilraun gömlu kommanna í ágúst 1991. Ekki er hægt að spyrja gamla flokksgjaldkerann Krutjina, því hann sveif út um glugga á háhýsi fimm dögum eftir ágústtilraunina til stjórnarbyltingar. Sex vikum síðar hlaut fyrirrennari hans Georgí Pavlof sömu örlög. Mörgum sýnist liggja í augum uppi að tilraunadýrið og fjármálasnillingurinn Khodorkovskí hafi veriö áhrifamönnum innan flokksapparatsins innan handar að koma flokksauðnum undan. Til þess hafði hann burði, tækifæri og bankastofnanir sem auðvelt var að nota til að flytja fjármuni úr landi og fela fyrir stjórn- völdum. Fyrsti forsætisráðherra lýðveldisins Rússlands, Jegor Gajdar, greiddi erlendu einkaspæjarafyrirtæki nær milljón dollara til að hafa uppi á milljörðum doll- ara og annarra gjaldmiðla og gullbirgðum sem hurfu úr vörslu flokksins. En ekkert fannst. Bæði bandaríska og rússneska leyniþjónustan voru einnig á höttum eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.