Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 35
LAUGARDACUR 25. MAÍ 2002
// e IC) ci r b l ci (3 13 V
35
Marentza Poulsen útbýr smurbrauð
í Café Flóru í Grasagarðinum
í Laugardal. Hún segir fslendinga
heldur raga við að nota sinurbauð
þegar þeir fái gesti en fátt sé
huggulegra en að sitja úti á góðum
sumardegi og gæða sér á vænni
smurbrauðsneið, köldu öli og jafnvel
snafsi.
Marentza setur kotasælu ofan á
reyktan lax en kryddsósu er smurt á
efri sneið þessarar laxasamloku.
Smurbrauð er annars afgangamatur -
eins og hvert annað tapas - og því
ætti yfirleitt að vera til hráefni í
gómsætt og velútlítandi smurbrauð í
ísskápnum.
Þótt það sé á flestra færi að gera
smurbrauð iná ekki kasta til hendinni.
Mikilvægt er að það líti vel út, kitli
bragðlaukana. Því smurbrauð snýst
ekki aðeins um að seðja heldur einnig
gleðja. Það vita Danir öðrum betur
enda gefa þeir sér góðan tíma við
krásum hlaðið borð.
Danskt eðalöl og holl-
enskur sælkerabjór
Þegar minnst er á smurbrauð kemur góður bjór
ósjálfrátt upp í hugann. Og það eru ekki margar bjór-
tegundir sem passa jafn vel meö smurbrauði og Grænn
Tuborg. Vissulega hefur hefðin sitt að segja en að henni
slepptri er sá græni fyrirtaksbjór í alla staði.
Tuborg-fyrirtækið var stofnað af fámennum hópi
iðnjöfra og fjármálamanna í Danmörku 1873. Alþjóð-
legur bragur heur einkennt Tuborg frá upphafi en
Tuborg-bjór varð strax útflutningsvara. Þannig var
fyrsta ölgerðin staðsett við bryggjuna í Kaupmanna-
höfn til að auðvelda útflutning. Árið 1970 sameinuð-
ust Tuborg og Carlsberg, ölrisarnir í Danmörku, og í
dag er fyrirtækið stærsta ölgerðarfyrirtæki Danmerk-
ur.
Grænn Tuborg er ljós, bruggaður samkvæmt hinni
upprunalegu, dönsku uppskrift. Hann er strágulur á
lit, frekar léttur á bragðið meö lítilli beiskju og
blómakeim. Fylling er i meðallagi. Grænn Tuborg
hentar vel með hefðbundum dönskum mat. Einnig
bragðast hann vel með evrópskri eldamennsku yflr-
leitt og asískum mat. Tuborg bragðast best 5-8 gráða
heitur.
Það þarf ekki að fara langt á landakortinu til að
finna annan prýðisgóðan bjór til að hafa með smur-
brauðinu, hinn hollenska Grolsh. Á 17. öld, þegar
bruggmeistarar þeirrar tíðar voru upp á sitt besta,
þótti einn bera af, Peter Cubyer, fyrsti eigandi
Grolsh-bruggverksmiðjanna. Grolsh var stofnaðl615
og 1677 var Cuyper nefndur sem aðalbruggari á
grolle-svæðinu. Hann kynnti öðrum aðferðir sínar og
tryggði þannig að þær bærust til komandi kynslóða.
Eru aðferðir Peters Cubyers enn notaðar, fjórum öld-
um síðar.
Grolsh er ljós og kröftugri en Grænn Tuborg.
Bragðið einkennist af ríflegri beiskju og mikilli fyll-
ingu. Gott jafnvægi er milli allra bragðþátta en
Grolsh höfðar mjög til reyndari bjórdrykkjumanna.
Grolsh er góöur með margs konar mat, oft kallaöur
bjór sælkerans. Hann er bestur til drykkju 5-8
gráða heitur.
Hvor bjór um sig er auðvitað afskaplega
góður einn og sér. Hér skal mælt með bjór í
glerflöskum. Bæði fara þær betur á borði
með fallegu smurbrauði og eins virðist I
bragðið ferskara af bjór úr gleri, hvort sem
sálfræðilegum áhrifum er um aö kenna eða
öðru.
Þessari umfjöllun verður ekki lokið án þess
að minnast örfáum orðum á annan fylgifisk
smurbrauðs, snafs. Síld kallar beinlínis á kaldan
snafs en snafs má drekka með hvaöa smur-
brauði sem er. Danir drekka ákavíti en íslenskt
brennivín er fullboðlegt. Vanir smurbrauðssæl-
kerar segja best að drekka einn snafs áður en
byrjað er á brauðinu. Við það sé maginn
„smurður „ að innan og máltiðin líði afskap-
lega ljúflega. Þótt Danir séu til að mynda hrifn-
ir af mat séu þeir ekki síður hrifnir af umgjörð-
inni, að „hygge sig“. Enda liggur ekki alltaf lif-
ið á.
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson